Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 10 heimilistiminn Hvad kostar skída útbúnadur í dag? ■ Nú leikur enginn vafi á því, að vetur er genginn í garð, enda var fyrsti vetr- ardagur sl. laugardag. Þeir, sem hýrustu augum líta til vetrarins, eru vafa- laust þeir, sem hugfangn- astir eru af þeim úti- íþróttum, sem einkum heyra vetrinum til. A undanförnum árum hefur áhugi á skíðaíþrótt- inni aukist stórum skrefum hér á landi. Á það ekki síst við um Stór-Reykjavíkur- svæðið, en opnun Bláfjalla og sífellt bætt aðstaða þar hefur gert almenningi í Sportvali ■ í versluninni Sportvali er þegar gott úrval skíðaútbúnaðar, en þessa dagana og þá næstu bætast nýjar vörur við daglega. Þar klæddu þrjár ungar dömur sig upp í nokkrar tegundir skíðagalla til að gefa okkur betri hugmynd um þá fjölbreytni, sem þar er á boðstólum. Daman lengst t.v. á myndinni er klædd úlpu, sem taka má ermarnar af, og verður þá að vesti. Hún kostar 884 kr. Buxurnar eru svokallaðar „stretch- buxur“, sem njóta mikilla vinsælda og kosta 907 kr. Galli ungu dömunnar í miðjunni kostar kr. 795 og þeirrar lengst t.h., sem orðinn er í fullorðins stærð, kostar 1970 kr. Verð á dömu- og herragöllum er það sama. Skíðin kosta kr.1183 og kr. 1512, stafirnir eru á þrem verðum, 175 kr., 221 kr. og 248 kr. Skór kosta kr. 982 og 898 kr. Bindingar fást á tveim verðum, kr.490 og 702 kr. Sé reiknað verð fyrir fjögurra manna fjölskyldu á þessum nauðsynlegasta búnaði til skíðaiðkunar, kemur í ljós, að það er mjög svipað og í Útilífi, eða 19.000 - 20.000 kr. Verð á vettlingunum, sem liggja á skíðunum fyrir miðri mynd, er kr. 195, en hönskunum, sem stærri stúlkurnar bera kr. 380. Vatteruðu húfurnar kosta kr. 360, en sú prjónaða í miðju 115 kr. Gleraugun kosta 117 kr. Undanfarin ár hafa vinsældir skíða - göngu farið sívaxandi og sagði okkur Jón Aðalsteinn Jónasson, eigandi og verslunarstjo'ri verslunarinnar Sportvál, að eina aukningin í skíðasölu undanfarin ár hefði verið í sölu gönguskíða, en sala á þeim tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan. Verð á göngubúnaði er 1500 - 1800 kr. og buxur og jakkar eru um 2000 kr., en þá er nærfatnaður oft innifalinn. Eini staðurínn á landinu, sem getur flett upp skíðum og límt saman aftur. Þá benti Jón okkur á, að í Sportvali er veitt sú þjónusta að fletta upp Atomic-skíðum og líma þau saman aftur, ef þau hafa bognað, en þau brotna aldrei. Hann benti einnig á mikilvægi þess að bera rétt og vel á skíðin til þess að þau endist sem lengst, eigendum sínum til gagns og ánægju. Þessar þrjár ungu dömur sýna nokkur sýnishom af þeim skíðaútbúnaði, sem á boðstóium er í versluninni Sportval (Tímamynd Ella) Gód rád til byrj- enda í skíðaiðkun ■ Ingvar Einarsson kennari hefur undanfarin ár rekið skíðaskóla í félagi við Sigurð Jónsson skíðakappa frá ísafirði, konu sína og bróður og er um þessar mundir að undirbúa vetrarstarfið framundan. Við báðum hann að gefa byrjendum í þessari vinsælu íþrótt góð ráð. Ingvar benti á, að fyrir þann, sem aldrei hefur stigið á skíði fyrr, sé það hrein vitleysa að byrja á því að fjárfesta í fullkomnum útbúnaði, sem getur verið mjög dýr. Miklu skynsamlegra sé að taka á leigu þann útbúnað, sem er nauðsynlegur, en hann er hægt að fá leigðan hjá skíðaleigunni rétt hjá Umferðarmiðstöðinni og einnig stendur til að hafa hann til leigu í nýju skíðamiðstöðinni í Bláfjöllum. Á Akureyri má líka taka slíkan búnað á leigu. Og það er heldur engin nauðsyn á að vera i heimsins dýrasta skíðagalla, mikilvægast er að vera hlýtt klæddur. Þá er það góð hugmynd að fá einhverja skíðakertnslu í upphafi, kannski þriggja daga námskeið, en einmitt þann háttinn hafa þeir félagar haft á í skíðaskóla sínum undanfarna tvo vetur. Að þessum undirbúningi loknum er loks tímabært að gera sér grein fyrir, hvort fólk hefur tekið „skíðabakteríuna" í þeim mæli, að það leggi í kaup á dýrum útbúnaði og hyggi á tíðar skíðaferðir. Ingvar ráðleggur fólki þá að fara í sérverslun, en þar er starfsfólkið boðið og búið til að veita hverjum og einum þá þjónustu, sem við á. Heppilegast er að velja sér þann tíma dagsins, þegar búast má við, að sem minnst se' að gera í versluninni, því að það tekur drjúgan tíma að velja réttan úbúnað. Fyrst er spurt um getu viðskiptavinarins, svo að hægt sé að gera sér grein fyrir hvaða skór eru heppilegastir og hvaða skíði henta best. Þá er að máta skóna, og er það vandaverk. Algengur galli hjá byrjendum t.d. segir Ingvar er að kaupa sér alltof stóra skó, en aðalatriðið er, að skórinn falli mjög þétt að fætinum. Rétt er að taka fram, að ekki eru allar skótegundir eins mótaðar og er því nauðsynlegt að máta fleiri en eina gerð. Endingartími skíðanna fer svo eftir ýmsu , t.d. hvað fólk fer oft á skíði yfir veturinn, því að skíðin slitna, kantar og sólar og ýmislegt annað. Að endingu ráðlagði Ingvar fólki að kaupa góðar bindingar og vera ekki að spara peninga í því sambandi, en það eru til margvíslegar gerðir af þeim. Búð- irnar sjá síðan um að setja bindingarnar á skíðin og stilla þær. Fyrst eru bindingamar settar á skv. skónum, og síðan eru öryggin stillt eftir því, hversu þungur maðurinn er og hver geta hans er. Öryggi hjá byrjanda eru því ekki eins stillt og hjá vönum keppnismanni t.d. kleift að njóta þar skíða- brekkna við allra hæfi, stóran hluta vetrar, svo framarlega að nægur snjór sé, og stundum langt fram á vor. En alltaf bætist við hóp þeirra, sem eru að stíga sín fyrstu spor á skíðum. Þeir eiga eftir að koma sér upp þeim útbún- aði, sem reglulegum skíðaferðum fylgir. Með þá í huga höfðum við samband við verslanir, sem sérhæfa sig í skíða- útbúnaði, og spurðumst fyrir um nauðsynlegasta útbúnað fyrir byrjendur og verð á honum. f Utilífi „Búast má við, að skíðaútbúnaður, þar með talinn fatnaður að einhverju leyti, fyrir fjögurra manna fjölskyldu, sem er algerir byrjendur í skíðaíþrótt- inni, gæti orðið um 19.000-20.000 krónur,“ sagði Arnór Guðbjartsson, verslunarstjóri í Útilífi. Arnór benti á, að um mjög mismun- andi verð geti verið að ræða, bæði vegna gæðamunar og eins eftir því, hvenær varan barst í verslunina. En hann tíndi til fyrir okkur n.k. miðlungsverð á nauðsynlegustu hlutum. Þá skulum við fyrst huga að húsbónd- anum í fjölskyldunni. Búast má við að skíði undir hann kosti um 1860 kr., bindingar um 1000 kr., ásetning 70 kr., stafir 247 kr., skór af miðlungsgerð um 1300 kr. Þarna eru komnar um 4.477 kr. Skíðagalli getur verið á ýmsum verðum eða allt frá 1500-2000 kr. og upp í jafnvel 5000 kr. En sé tekið miðlungsverð, má reikna með um 3000 kr. Verð á útbúnaði kvenna er ósköp svipað og hjá herrunum. Skíðin eru aðeins ódýrari, 1280 kr., bindingar 620 kr., stafir 247 kr., ásetningin 70 kr. og -skór 1100 kr. Sama verð er á dömugöllum og herragöllum. Þá eru það börnin. Þar væru skíðin um 1140 kr., bindingar 558 kr., stafir 73 kr., ásetning 70 kr. og skór um 600 kr. Gallar væru um 2000 kr. Verð á húfum er um 100-150 kr., hönskum um 150-300 kr. Lúffur eru ívið ódýrari. Auðvitað mætti halda lengi áfram að telja upp, s.s. gleraugu, sokka, nærföt og eitt og annað, en þetta eru svona höfuðdrættirnir í útbúnaðinum. Ókeypis stilling á öryggisbindingum í þessari viku og næstu býður Útilíf upp á ókeypis stillingu á öryggisbinding- um. Þessi þjónusta stendur öllum til boða, sem koma með útbúnað sinn í verslunina. Að sögn Arnórs er gott að yfirfara þennan búnað einu sinni á ári, hreinsa upp og smyrja. Þar að auki má búast við að þyngd og geta fólks breytist. Það er geysilega mikilvægt að binding- arnar séu rétt stilltar. Þá er minni hætta á beinbrotum og slysúm, segir Arnór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.