Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.10.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 17 íþróttir EINN Sfl ALSLAPPASTI Fram vann ÍR með níu marka mun í afspyrnuslökum leik ■ Ekki var mikil ánægj a og skemmtun- in sem þeir ca. 70 áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalshöllina í gærkvöldi urðu aðnjótandi. t>á léku þar ÍR og Fram og var það, fastur liður eins og venjulega, leikur kattarins að músinni og það voru ÍR-ingar sem tóku að sér hlutverk músarinnar auðvitað. Auðvitað af því að lið þeirra hefur ekki sýnt neina þá burði í leikjunum í 1. deild sem vekur hjá mönnum minnstu vonir um að þeir haldi sér í deildinni og falli þeir, þá eru ekki mjög miklar líkur á að þeir eigi afturkvæmt alveg á næstunni. Sorgleg staðreynd, en stað- reynd samt. Framliðið byrjaði leikinn í gærkvöldi af miklum krafti og eftir kortér var staðan orðin 9-2 og allt stefndi í stórsigur þeirra. Þá slökuðu þeir heldur á og ÍR-ingar tóku aðeins við sér, en áður en hálfleikurinn var liðinn höfðu þeir náð átta marka forystu og í leikhléi var staðan 14-6 Fram í vil. í síðari hálfleiknum var heldur meira jafnræði með liðunum og náðu Framar- ar aðeins að auka muninn um eitt mark og lokatölur urðu 25 mörk gegn 16. í síðari hálfleik léku allir með hjá Fram og það var greinilegt, að varamenn þeirra voru mun sterkari en þeir sem alla jafna standa í eldlínunni hjá ÍR. Ekki er ástæða til að hrósa neinum hjá ÍR fyrir góðan leik. Liðið virðist ekki búa yfir áhuga né vilja til að bæta sig og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Duglegastir við að skora voru Björn Björnsson og Guðjón Marteinsson, en það vekur sérstaka athygli að ekki skuli vera neitt gert til að opna Birni leið gegnum varnir andstæðinganna. Hann ■ Gunnlaugur Hjálmarsson þjálfar ÍR. Hann á mikið verk fyrir höndum eigi honum að takast að halda liðinu í 1. deild. verður að gera allt upp á eigin spýtur. Hjá Fram voru Gunnar Gunnarsson, Egill Jóhannesson og Erlendur Davíðs- son bestir. Þá sýndi Björn Eiríksson góð tilþrif þegar hann kom inná í síðari hálfleik. Mörkin: ÍR: Björn Björnsson og Guðjón Marteinsson 5 hvor, Þórarinn Tryfingsson 3, Einir Valdimarsson, Atli Þorvaldsson og Tryggvi Gunnarsson eitt hver. Fram: Gunnar Gunnarsson 6, Egill Jóhannesson og Erlendur Davíðsson 4 hvor, Hermann Björnsson, Björn Eiríksson þrjú hvor og Jón Árni, Viðar, Sigurður og Brynjar Stefánsson eitt mark hver. Valur-FH f kvöld ■ FH-ingar leika gegn Valsmönn- um í Laugardalshöll í 1. deildinni í handknattleik í kvöld og hefst lcikurinn klukkan 20.00. Þessi leikur var fyrirhugaður síðastliðinn fimmtu- dag, en honum var þá frcstað vegna ferðar FH-inga til Sovétríkjanna, sem varð lengri en áhorfðist. Búast má við hörkuleik, þar sem bxði liðin berjast með mikiUi baráttu. FH-ingar berjast um að vera í toppsæti, en hjá Valsmönnum snýst það meira um að halda sér í hópi þeirra fjögurra liða scm koma til með að keppa um íslandsmeistaratitilinn í vor. Að þeim loknum verður hörku- leikur í 1. deild kvenna. Þá leika Fram og FH, en líklegt er að þau lið komi til með að berjast harðri baráttu um íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Lyftingamenn úr KR byggja ■ Frábær frammistaða íslenskra lyft- ingamanna hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. En þessum ágæta árangri hafa þeirnáð,enda þótt aðstaða þeirra til æfinga sé mjög takmörkuð og nú síðustu árin hafa þeir flestir æft í „Jakabóli", sem er gamla þvottalauga- húsið í Laugardal. „Jakaból" er nú að hruni komið og þess vegna hefur KR byrjað framkvæmdir við æfingahúsnæði fyrir lyftingamenn á umráðasvæði félags- ins við Frostaskjól. Á félagssvæði KR eru nú mjög góðir knattspyrnuvellir, með eim bestu í eigu félags hér á landi og einnig eru ágætir íþrottasalir til iðkunar innanhúss- íþrótta. Þessi viðbót, þ.e. húsnæði lyftingamanna getur einnig nýst öðrum keppnismönnum féiagsins og þá er gert ráð fyrir að þar verði aðstaða fyrir þrekþjálfun íbúa Vesturbæjarins og næstu nágranna. Fyrsta skóflustungan var tekin s.l. laugardag og var það heiðursforseti ÍSÍ Gísli Halldórsson sem það gerði að viðstöddum forvígismönnum félagsins. Húsið sem verður 450 ferm. kemur til með að bæta úr mjög brýnni þörf og um leið skapar það íþróttamönnum í KR enn betri aðstöðu til æfinga en fýrr. Ekki hefur félagið yfir miklum sjóðum að ráða til þessara framkvæmda, en upp er lagt með bjartsýni í farangrinum og hún mun nú eins og alltaf þegar KR-ingar hafa lagt í framkvæmdir af þessu tagi reynast þeim ■ Fyrrverandi og núverandi forystumenn KR voru meðal þeirra er viðstaddir voru er fyrsta skóflustungan var tekin að lyftingahúsi KR. Timamynd: Ella halddrjúg. Er þess vænst að mikil sjálfboðavinna KR-inga muni nú eins og alltaf áður tryggja að húsið rísi. Að lokinni fyrstu skóflustungunni var byrjað að grafa af fullum krafti grunn hússins, en gestir fengu kaffiveitingar í félagsheimili KR, þar sem teikningar að húsinu lágu frammi til sýnis. sh Gísli Halldórsson hefur átt mikinn þátt í uppbyggingu mannvirkja KR í Frostaskjóli. Hér hefur hann vinnuna við lyftingahúsið. Tímamynd: Ella Vídavangs- hlaupin til áramóta 4 Mörg víðavangshlaup eru fyrir- huguð á næstu mánuðum og skal hér getið þeirra sem áætluð eru fram að næstu áramótum. Varmalandshlaup UMSB fer fram 6. nóvember og verður hlaupið við Varmaland. 20. nóv. verður haldið Kópavogshlaup Breiðabliks og 4. desember fer fram Stjörnuhlaup FH. 18. desember verður haldið Selfosshlaup og loks verður hlaupið Gamlárshlaup ÍR á gamlársdag 31. desember næstkom- andi. Nánar verður grcint frá þessum hlaupum er nær þeim dregur. Stigakeppni fer fram í víðavangs- hlaupunum og verða verðlaun afhent í maímánuði næstkomandi. Gefln verða 15 stig fyrir sigur í hlaupi og síðan minnkar stigatalan um eitt við hvert sæti og sá sem er í 15. sæti fær því 1 stig. ★ Skólamótid ■ Þátttökutilkynningar vegna bik- arkeppni KKÍ þurfa að hafa borist skrifstofu sambandsins, eigi síðar en 5. nóvember næstkomandi. í skólamóti KKÍ verður leikið í karla- og kvennaflokkum. í grunn- skólakeppninni er leikið í eftirfar- andi flokkum: slulkna 12-13 ára, drengja 14-15 ára og einnig i yngri flokki drengja 12-13 ára. Bikarkeppnin Þátttökutilkynningar skulu h afa borist KKÍ cigi síðar en 5. nóv. næstkomandi. Firmakeppni Þátttökutilkynningar vegna firma- keppni KKÍ þurfa að hafa borist sambandinu fyrir 20. nóv. n.k. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa KKÍ, sími 85949. * Bikarkeppni í 2. deild í sundi ■ Bikarkeppni í sundi II. deild vcrður haldin í Sundhöll Hafnar- fjarðar 12.-14. nóv. Keppt verður í greinum skv. reglugerð sem sam- þykkt var á sundþingi 1982. Þátttökutilkynningar skulu berast skrifstofu SSÍ fyrir 5. nóv. 1982 á skráningarkortum ogskulu þátttöku- gjöld fylgja skráningu, kr. 10.00 per skráning. Þeir þátttakendur, sem þess óska, geta átt kost á gistingu í svefnpoka- plássi í skólahúsi nálægt Sundhöll Hafnarfjarðar. Sundþjálfara- námskeid ■ Sundsamband íslands mun efna til þjálfaranámskeiðs í sundi dagana 13. og 14. nóvember n.k. Þjálfari sænska unglingalandsliðsins Áke Hanson mun leiðbeina á námskeið- inu. Ilann mun aðallega fjalla um þrckjálfun. æfingaprógröm eftir getu viðkomandi sundmanna, „topp- un“ sundfólks og sálfræðilegan undirbúning að góðum árangri í sundi. Ilörður Óskarsson mun vcrða Hansson til aðstoðar og túlka fyrir þá er þess óska. Þannig eiga tungumálaörðugleikar ekki að koma í veg fyrir þátttöku manna. Þrír islcnskir sundmenn, Tryggvi Helgason frá Selfossi, Guðrún Fema Ágústsdóttir og EðvarðnEðvarðsson hafa öll æft undir leiðsögn hans í Svíjóð. Ársþing FRÍ ■ Ársþing FRÍ verður haldið á Hótcl Esju, dagana 4. og 5. des. næstkomandi oghefst klukkan 13.00 báða dagana. Tilliögur og málefni sem sambandsaðilar ætla að leggja fyrir þingið þurfa að berast stjórn FRÍ sem fyrst og í síðasta lagi tveiinur vikum fyrir þing eða 20. nóvember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.