Tíminn - 29.10.1982, Síða 10

Tíminn - 29.10.1982, Síða 10
10____________ heimilistrminn FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 Dagur í lífi Þóru Sæuranar Úlfsdóttur Breidum yfir fingraförin ■ .Fingraför verða gjarna fastir fylgifiskar rafmagnsrofanna. Það má æra óstöðugan að vera sífellt með tuskuna á lofti til að má þau af veggnum umhverfis rofann. Hvernig væri þá að fá sér fallega rós úr sjálflímandi plasti, eða bara klippa hana út sjálfur, klippa úr gat fyrir rofann sjálfan og líma hana á viðkvæmustu staðina? Pað tekur sig a.m.k. vel út á mynd. Því ekki að prófa? Og það er þá alténd auðveldara að strjúka bletti af plastinu en meira og minna hrjúfum vegg. ■ Svona má hlífa veggnum um- hverfis rafmagnsrofana. Glasa- skreyt- ing ■ Þegar bornír eru fram drykkir, getur verið skemmtileg tilbreyting í því að setja „hrírn-* á glasabarmana. Það er gert á þann hátt, að strjúka um barmana með sítrónu og dýfa þeim síðan ofan í strásykur. „Hjalpar- , tækin geta skipt sköpum” ■ Þóra Sæunn Úlfsdóttir heitir 24 ára Reykvíkingur. Hún er kennari að mennt og starfar í Þjálfunarskóla ríkisins við Safamýri, í daglegu tali kallaður Safamýrarskóli. Er hann skóli fyrir vangefna á aldrinum 6-18 ára. I honum eru um 53 nemendur sem skiptast í tvo álíka stóra hópa, sem eru í skólanum fyrir eða eftir hádegi. Stærri hluti nemendanna er í dagvistun á dagheimilinu Lyngási, þ.e.a.s. þegar þeir eru ekki í skólanum, en búa heima hjá sér. Hinn hluti nemendanna býr á Skálatúni í Mosfellssveit og er keyrt á milli daglega. Þóra Sæunn er ógift og barnlaus, en leigir íbúð með vinkonu sinni. Hún er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Þóra Sæunn skrifar um föstudaginn 22. okt. sl. Ég vákna rúmlega 7 í dag eins og flesta aðra daga. Ég þarf reyndar ekki að fara út til að ná í stætó fyrr en rúmlega 8, en mér þykir mjög gott að hafa rúman tíma á morgnana. Hann nota ég m.a. til að fá mér góðan morgunverð. Um þessar mundir hef ég nefnilega mikinn áhuga á hvað það er sem ég læt ofan í mig. Ég reyni að hafa allar máltíðir samsettar úr fæðuflokkunum fjórum og borða svo passlega mikið. Þegar morgunmaturinn er búinn tek ég til allt sem ég ætla með í skólann í dag og þegar tíminn er kominn þýt ég af stað í strætó því oftast er ég heldur of sein og verð að hlaupa hluta af leiðinni til að missa ekki af honum. í strætó hitti ég samstarfskonu mína og við tölum um velheppnaðan fund frá kvöldinu áður. Hann var um táknmál með tali og náttúruleg tákn. Við sem vinnu með vangefnu fólki erum sífellt að rcyna að finna leiðir til að auðvelda þcini að „tala“ við aðra sem það umgengst. Þegar ég segi „tala“ þá á ég ekki endilega við málið sem við notum flest, heldur allar hugsanlegar leiðir til að auðvelda nemendum okkar sem ekki geta tjáð -sig til þess. Heyrnleysingja- táknmalið kannast flestir við og sumir hafa kannski heyrt um Bliss táknkerfið sem eru teiknuð tákn á spjaldi sem bent er á. Þetta eru ákveðin kerfi en einnig eru myndir mikið notaðar.þá einkum af nemandanum sjálfum. Það þykir kannski ekki mikið að barn geti sagt frá að það langi til að fá að drekka en hjá nemendum okkar getur legið margra mánaða vinna á bak við þessa ósk og þess vegna verður það stór sigur ef árangur næst. En nú er ég komin í skólann og hef 10-15 mínútur fyrir kaffibollann og að leggja síðustu vinnuna í undirbúninginn fyrir daginn. Hver dagur byrjar á samveru- stund ^|uj,j.an g 50 kenns|an og hver dagur byrjar á samverustund. Ég kenni 10 nemenda hópi fyrir hádegi ásamt 2 öðrum kennurum og starfsfólki * frá Lyngási. Við kennararnir skiptum með okkur verkum og sjá hinir tveir um handmenntakennsluna en ég sé um almenna þáttinn. í dag ætlum við að nota samverustund- ina til að æfa nemendur okkar í að ganga yfir götuna á réttum söðum og í að gæta varúðar í umferðinni. Þetta er reyndar lokaþátturinn í umferðarfræðslu sem við Itöfum verið að fara yfir þessa viku. Allt gengur vel og flest virðast þau vita til hvers umfcrðarljós og gangbrautir eru notaðar. Eftir samverustundina skiptum við okkur.í smærri einingar og þá hefst þjálfun á ýmsum sviðum. T.d. málþjálfun, skynþjálfun , talnaþjálfun , lestrarþjálfun, líkamsþjálfun og hand- menntakennsla en hún er mjög mikilvæg fyrir vangefna því flest munu þau vinna á vernduðum vinnustöðum í framtíð- inni. Þá er nú gott að kunna rétt handtök og þekkja ýmis tæki s.s. saumavél, vefstól og borvél. Um 11.30 er kennslu lokið hjá þeint ■ „Það er nauðsynlegt að vera fljótur að átta sig á getustigi hvers nemanda svo að ekki séu gerðar óréttmætar kröfur,“ segir Þóra Sæunn Ulfsdóttir sem er kennari við Þjálfunarskóla ríkisins. (Tímamynd Róbert) sem eru fyrir hádegi og þá hefst matar- og hreinlætisþjálfun. Það hefur komið í mínn hlut að sjá um hreyfihamlaða stúlku. Hún á erfitt með að setja matinn í skeiðina og einnig að lyfta henni upp í munninn en ef hún fær nógan tíma og hefu; rétt hjálpartæki þá getur hún þetta ágætlega en það þarf alltaf að aðstoða hana. Á þessu sést að gott er að hafa yfirsýn yfir þau hjálpartæki sem til eru því þau geta skipt sköpum um að t.d. hreyfihamlaðir geti komið fram á sem eðlilegastan hátt í umhverfi sínu. Þegar matarhléinu er lokið hefst kennarafundur en á föstudögum milli 1-2 er fundartími kennara. Á þessum fundi er þjálfunarkerfi Willy-Tore Mörch tekið fyrir og kynnt okkur kennurunum og við erum hvött til að notfæra okkur það. Auövitaö fer þjálfunin eftir getu hvers og eins Á föstudögum hefst kennslan eftir hádegi kl.2 og byrjar þá aftur sams konar þjálfun og áður var talað um. Auðvitað fer öll þessi þjálfun eftir getu hvers og eins nemanda og er þá nauðsynlegt að vera fljótur að átta sig á getustigi þeirra svo ckki séu gerðar óréttmætar kröfur. Um kl.2.30'er kennslu lokið hjá mér þó að nemendurnir séu í skólanum til kl.4.00. í dag hef ég beðið með nokkurri óþreyju eftir að verða búin því ég hef frétt að sumir hafi fengið útborgaðan afganginn af kaupinu sínu frá síðustu mánaðamótum og mig langar að vita hvort ég sé í þessum hópi. Þegar út í bankann kemur léttist heldur á mér brúnin því ég fæ staðfestingu á að launin eru komin. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að gera eitthvað sérstakt í tilefni dagsins en ákveð að láta það bíða betri tíma. Nú þarf ég að fara í opinberar stofnanir til að ganga frá ýmsum málum svo ég tek strætó niður í bæ. Þegar á staðinn -er komið þá sé ég að það eru margir aðrir en ég sem hafa ætlað að „redda“ málum sínum í dag svo ég bý mig undir langa bið. Loks kemur að mér og þeir senda mig á næsta stað. Þar bíð ég líka svo þetta er orðin ágætis þjálfun í þolinmæði og bið. Þegar ég kem út er ég fegin að þessu er lokið og vona að það sé langt þar til ég þarf að standa í þessu aftur. Ég labba í gegnum bæinn og áleiðis heim því ég bý í vesturbænum. Þegar ég kem heim er sambýliskona mín komin og við spjöllum dálítið saman um það sem hefur gerst yfir daginn áður en við förum út í búð til að versla. Við reynum að velja holla fæðu til að eiga í ísskápnum yfir helgina og svo er að drífa sig heim því kvöldið nálgast óðum. Okkur hefur nefnilega verið boðið í kokteilboð og landkynningu með 45 finnskum blaðamönnum svo það þarf að búa sig upp á. Þessir finnsku blaðamenn eru hér í tilefni af komu Koivisto Finnlandsforseta. Kynningin fer fram á hefðbundinn hátt. Ræðuhöld, kvikmyndir, tískusýn- ing, matur og íslenskt brennivín. Þegar á líður kvöldið blandast _ fólkið og umræðurnar verða fjörugri. Sumir reyna að afla sér upplýsinga um ísland og íslendinga en annars snúast umræðurnar um allt á milli himis og jarðar. Ég reyni að svara eftir bestu getu ef á mig er yrt og undir lokin er þetta orðin ágæt tungumálaæfing. Rúmlega 23.00 er kominn tími til að fara heim aftur og enn einu sinni nýti ég mér að ferðast með almenningsvögnum Reykvíkinga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.