Tíminn - 04.11.1982, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1982
ni'.'miw'*
fréttir
■ Breiðholtshverfi hefur verulega
tengst fréttaflutningi fjölmiðia að undan-
förnu, og er hér einkum átt við fréttir af
mjög svo neikvæðum atburðum, eins og
líkamsárásum, innbrotum og slysum.
Tímamenn heimsóttu Breiðholtshverfin
þrjú í eftirmiðdaginn í gær og spjölluðu
um þessa atburði og aðra við nokkra
aðila, bæði þá sem á einhvem hátt hafa
tengst þessum atburðum og almenna
íbúa Breiðholtsins.
Fyrst sóttu Tímamenn heim blóma-
búðina Breiðholtsblóm við Arnarbakka
og tóku afgreiðslumanninn Pál
Michelsen tali, en á mánudagskvöldið
síðasta varð einmitt kona fyrir fólsku-
legri árás þriggja unglinga þegar hún
kom út úr blómaversluninni.
„Unglingar eru prýðis
fólk“
-Páll kannt þú einhverja skýringu á
ofbeldi Jjví sem maður heyrir af hér í
Breiðholtinu þessa síðustu daga?
„Nei, það kann ég ekki. Fyrst var það
lögreglumaðurinn sem varð fyrir árás í
Suðurhólum, svo var það konan hér fyrir
utan, og ég get sagt þér eina sögu enn,
sem ekki hefur verið kærð. I’að var kona
um sjötugt, sem býr í sömu blokk og ég
við Krummahóla sem var á gangi í
Krummahólunum, þegar réðust að
henni þrír ungir menn og vöfðu utan um
hana nælonkaðli. Það er fyrir ofan minn
skilning að svona lagað skuli geta gerst.
■ Kristþór, Skafti, Jón og Friðjón, allir í 9. bekk í Fellaskóla sögðu „Amfinnur og Guðjón em sko pottþéttir gæjar, -
það máttu skrifa." Tímamyndir - G.E,
Hvad er að gerast í Breidholtshverfunum?
Fréttum fjölgað um innbrot, líkamsárásir og slys þar:
„MORDIÐ BARA EFTIR
MIKIL ER SKALMðLDIN
— ,,Hér er allt á uppleið miðað við það sem áður var”
Annars hef ég búið í þrjú ár í
Breiðholtinu og alltaf átt einstaklega
góð samskipti við unglingana, þannig að
ég hef ekkert upp á unglingana að klaga.
Ég get t.d. sagt þér að ég fer á degi
hverjum í Breiðholtslaug þegar ég er
búinn að vinna, og þar er samankominn
mikill hópur unglinga sem eru prúð og
elskuleg. Auðvitað eru þau með háreysti
og læti, en alltaf prúð og vingjarnleg."
„Bara morðid eftir“
-Frá blómaversluninni höldum við
áleiðis í verslunina Kjöt og fiskur og
hittum eigandann Einar Bergmann að
máli, en hann varð enn einu sinni fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu í fyrrinótt
að brotist var inn í verslun hans, miklu
stolið og mikið eyðilagt. Pegar hann er
að hefja samræðurnar við okkur hringir
Rannsóknarlögregla ríkisins og segir
honum að búið sé að ná þjófunum.
Einar er að því spurður hvernig
aðkoman hafi verið í gærmorgun: „Þetta
er nú versta aðkoma sem ég hef upplifað
á 41 ári sem ég hef verið að dunda mér
í kaupmennsku, og hefur þó oft og
iðulega verið brotist inn hjá mér. Mér
liggur við að segja að það sé bara morðið
eftir, svo mikil skálmöld er orðin
ríkjandi hér í Breiðholti. Það er ráðist
á fólk, bílar sprengdir upp, fólki mis-
þyrmt og brotist inn í verslanir og
eyðilagt fyrir stórfé, auk þess sem vörum
er stolið. Það sem mér finnst einna
svívirðilegast í þessu sambandi er að
lögreglan er með stöð uppi á Árbæjar-
hálsi og niðri í Miðbæ, en eftirlit er hér
sáralítið. Ég hef boðið lögreglunni fría
aðstöðu hérna, en það hefur ekki verið
þegið.“
-Hve mikið heldur þú að tjón þitt sé?
„Það er ómögulegt að segja á þessu
stigi. Mér er sagt að megnið af þýfinu sé
fundið. Þjófamir stálu t.d. tóbaki fyrir
um 18 þúsund krónur. Þá skemmdu þeir
mikið hér, eins og þrjár innihurðir og
aðrar þrjár útihurðir. Það er eins og
skemmdarfýsnin hafi ráðið miklu hjá
þessum mönnum því þeir spörkuðu upp
I dyrum innanhúss og eyðilögðu algjör-
í
■ Hún Ingibjörg Ólafsdóttir óttast ekki
um dætur sínar, enda eru þær í kristiieg-
uin félagsskap.
■ Einar Bergmann, eigandi Kjöts og
fisks horfir á hurð sem þjófamir eyði-
lögðu, en þessi hurð var ein af sex sem
þeir eyðilögðu.
lega, en það hefði nægt þeim að taka í
húnirin því dyrnar voru ólæstar."
„Ástandið batnað mjög
miðað við það sem var
fyrir þremur árum“
í verslunarsamstæðunni við Drafnar-
■ „Ég kann enga skýringu á þessari
ofbeldisöldu,“ sagði Páll Michelsen
afgreiðslumaður í Breiðholtsblöm.
„Um helgar er talsvert af 12 til 14 ára
unglingum sem slæðast hér inn, sumir
kannski aðeins í því og hafa þá verið
með hávaða og fíflalæti. Við vísum
þessum krökkum strax á dyr, en verðum
ekki vör við slagsmál éða árásir af neinu
tagi, reyndar hvorki ofbeldi né
skemmdarfýsn.
Ástandið er tvímælalaust mun betra í
þessum efnum hér núna en það var fyrir
svona þremur árum, en þá var það allt
að því óþolandi. Annars eru það ekki
unglingarnir sem eru verstir. Þetta eru
yfirleitt prýðiskrakkar og ef maður
kemur almennilega fram við þá, þá koma
þeir almennilega fram við okkur.
Við höfum t.d. aðeins einu sinni þurft
að kalla á lögreglu hingað á þessu ári,
og þá var það út af fullorðnum manni,
en ekki unglingi.
Það er alveg öruggt mál að ungling-
arnir sem eru hér í Fellaskóla hafa breyst
mikið til batnaðar, eftir að nýi skóla-
■ Eria Sigurðardóttir, Birgir Ámason og Kolbrún Sigurlaugsdóttir í Askborgaran-
um við Drafnarfell vom öll á því að allt væri á uppleið í Breiðholtinu, og sögðu þau
að ekki væri hægt að líkja ástandinu t dag við það sem var fyrir þremur áram.
fell lítum við inn hjá Askborgaranum og
tökum þau Birgi Árnason matreiðslu-
mann, Kolbrúnu Sigurlaugsdóttur, sem
rekur Askborgarann og Erlu Sigurðar-
dóttur, starfsstúlku tali og spyrjum fyrst
hvort þau verði mikið vör við ólæti og
óspektir unglinga:
stjórinn Arnfinnur Jónsson tók við í
fyrravetur. Hann er mjög vel látinn af
krökkunum og virtur, og þau virðast
gera eins og hann leggur fyrir þau. Það
er því alveg óhætt að fullyrða að hérna
er allt á uppleið miðað við það sem áður
var, enda virðist það vera segin saga að
þegar hverfi er orðið nokkuð mótað og
nýbyggingar að mestu búnar, þá kemst
meiri ró og festa á.“
„Brotist inn hjá mér í nótt“
-í sömu verslunarsamstæðu, aðeins
hinu megin við sundið er fiskbúð, þar
sem Birgir Guðmundsson er fiskkaup-
maður, en hann hefur a ðeins verið með
verslunina í einn mánuð. Við spyrjum
hann hvernig reksturinn gangi: „Já,
hvað á ég að segja. Það var nú brotist
inn hjá mér í fyrsta sinn í nótt, þannig
að ég er ekkert allt of kátur, en mér
skilst af fyrirrennururum x mínum að
svona lagað gerist oft. Það var engu
stolið hjá mér, enda engu að stela nema
kannski soðningu, því hér geymi ég enga
peninga."
Aðspurður um það hvort Birgi fyndist
mikil læti í yngri kynslóðinni svaraði
hann: „Já, lætin eru óneitanlega mikil.
Krakkarnir eru hlaupandi hér inn og út
öskrandi og æpandi, þannig að það er
heilmikil truflun af þeim, en þau
skemma þó ekkert greyin.
Annars er ég ákveðinn í því að gista
hérna um áramótin, því mér hefur verið
sagt að þá sé * hver einasta rúða úr allri
verslunarsamstæðunni hreinsuð úr.“
„Er ekki hrædd um dætur
mínar“
-Fyrir utan hittum við Ingibjörgu
Ólafsdóttur og spyrjum hana hvort hún
eigi unglinga í Breiðholtinu,: „Já, ég á
reyndar tvær dætur, 21 árs og 17 ára, en
ég hef engar áhyggjur af þeim og er ekki
hrædd um að þær séu í slæmum
félagsskap, því þær eru báðar í kristi-
legum félagsskap, þar sem þær verja
miklu af sínum frítíma."
Aðspurð um það hvort henni fyndist
ástandið hafa versnað, hvað varðar
óspektir og ofbeldi í Breiðholti sagði
Ingibjörg: „Ástandið hefur alveg tví-
mælalaust versnað og það leggst mjög
illa í mig. Það er hræðilegt að heyra að
fólk sé ekki lengur öruggt um líf sitt og
limi á götu úti.“
„Pottþéttir gæjar Arnfinn-
ur og Guðjón“
-Fjórir töffarar úr Fellaskóla hanga
fyrir utan sjoppuna í samstæðunni en
þeir eru Kristþór Ásgeirsson, Skafti
Skaftason, Jón Ingólfsson og Friðjón
Halldórsson, allir í 9. bekk. Strákarnir
eru spurðir hvort það sé meira um
óspektir unglinga í Breiðholti en annars
staðar: „Ja, það var það kannski einu
sinni, en varla lengur. Það ber auðvitað
mest á slíku hérna, því þetta er stórt
hverfi, þannig að hérna eru flestir
unglingar bæjarins."
-Þekkja strákarnir einhverja afbrota-
unglinga: „Já, við þekkjum einn sem er
alltaf að lenda í alls konar klandri eins
og innbrotum og svoleiðis. En það er
misskilningur að við lítum upp til
svoleiðis stráka, manni finnst frekar að
þeir séu algjörir aumingjar."
-Hvernig er skólinn hjá ykkur? „Hann
er fínn: Miklu betri eftir að nýi
skólastjórinn Arnfinnur tók við í fyrra.
Hann leyfir meira frjálsræði, við fáum
að vera inni í frímínútum, spila.tefla og
þess háttar, þannig að maður kann
miklu betur við skólann. Þeir Amfinnur
skólastjóri og Guðjón yfirkennari eru
sko pottþéttir gæjar, það máttu sko
skrifa. Þú mátt líka skrifa að það er fínt
að hafa Fellahelli, þá er a.m.k. eitthvað
fyrir mann að gera.“
-Hver var svo að segja að unglingar
væru neikvæðar verur?
-AB