Tíminn - 04.11.1982, Síða 12

Tíminn - 04.11.1982, Síða 12
12_____________ heim ilistrm inn FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1982 Mega neytendur búast vid vondum kartöflum í vetur? „Frostskemmdir og sveppasjúkdómar í kartöflum vada uppi” — segir kartöflubóndi af Skeiðum ■ Þann 26. okt. sl. birtist hér á síðunni viðtal við Agnar Guðnason hjá IJpplýsingaþjónustu landbúnaðarins, þar sem hann sagði frá Samstarfsnefnd um flokkun kartaflna. Hann viðurkenndi í viðtalinu, að mikið væri um gallaðar kartöflur á markaðnum nú í haust, en m.a. taldi hann ástæðuna fyrir skemmdunum vera mikla burstun á nýuppteknum kartöflum hjá bændum, og síðan hjá Grænmetinu. Hann var spurður hvort nauðsynlegt væri að bursta kartöflurnar og svaraði þá: „Nei, alls ekki, ég veit ekki nema það ætti frekar að vara við þessari burstun, því að stundum burstast jafnvel sandur inn í kartöfluna, og ekki er það til bóta, fyrir utan hýðisskemmdirnar." „Burstakerflð er hættulegt“ segir Jón Eiríksson, bóndi í Vorsabæ Jón Eiríksson, bóndi Vorsabæ á Skeiðum, sem hefur árum saman stund- að kartöflurækt á búi sínu, kom að máli við Heimilistímann vegna kartöfluskrif- anna, sem vitnað cr í hér að framan. Hann sagðist vera sammála Agnari Guðnasyni um galla burstakerfisins. Jón sagðist hafa þrjóskast við í gegnum árin að fá sér slíkt burstakerfi við upptöku kartaflna á sínu búi, - en annars hefur okkur kartöflubændum verið uppálagt af yfirmatsmanni að bursta kartöflurnar, og sagt hefur verið, að neytendur krefjist þess að fá hreinar kartöflur. - Ég hef verið að hugsa um það, sagði Jón, hvort ekki væri betra fyrir neytend- ur að fá góðar, óskaddaðar kartöflur, jafnvel þó þær væru aðeins moldugar, en að heimta þær póleraðar - og hýðið þá oft meira og minna skaddað. Tillaga Jóns um sumarsölu á kartöflum Jón Eiríksson segist hafa hugsað mikið um það, hvort ekki væri hægt að koma á nýrri aðferð við sumarsölu á kartöflum. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig handhægt væri að koma nýjum kartöflum -sem minnst sködduð- um - til neytenda. Um sumarsöluna segir Jón: - Mig langar til að gera tilraun með sumarsölu á kartöflum á þann veg, að þegar leyfilegt er að fara að byrja upptöku, þá séu kartöflurnar teknar beint úr upptökuvélinni og settar í kassa, eða annars konar neytendaumb- úðir og seldar óburstaðar og óflokkaðar. Vélarnar taka ekki kartöflur undir 30 mm stærð, svo smælkið dettur allt niður og þarf því ekki að tína það úr. Þótt einhver smámold loði við kartöflurnar, þá er það ekki nema þeim til hlífðar gegn hnjaski. Ég held að fólk vildi gjarnan fá þannig nýuppteknar kartöflur, sem ekki er búið að hnoðast mikið með. Auðvitað ■ Jón Eiríksson, Vorsabæ á Skeiðum. Hann scgist vera með 3-K búskap, þ.e.a.s. kartöflur, kanínur og kýr. - (Tímamynd: Róbert). ætti að sæta lagi og taka upp í þurru veðri, svo kartöflumar verði ekki eins moldugar. Vondar kartöflur í vetur? - Hræddur er ég um, að neytendur megi eiga von á vondum kartöflum í vetur, sagði Jón. Það er vegna þess hve frostskemmdir hafa orðið miklar víða hjá kartöflubændum. Fyrstu frostin komu í lok ágústmánaðar, og svo í september. Kartöflur, sem liggja ofar- lega hafa þá skemmst, og í sandgörðum leitar frostið niður í garðana og þar skemmist þá mikið. Skemmdirnar koma kannski ekki fram alveg strax, en svo verða skemmdu kartöflurnar eins og grautur og skemma út frá sér. Þar sem þannig er ástatt eiga sjúkdómar greiðan aðgang, t.d. má segja að sveppasjúk- dómar vaði uppi. - Það er mikil vinna að flokka og skoða kartöflumar og fylgjast með ástandi þeirra. Nú áður en ég fór að heiman varð ég að henda um 10% af mínum kartöflum sem rusli. Ég byrjaði með Bintje-kartöflur í fyrra, og uppskeran varð ágæt, um 20 tonn af hektara - eða 400 pokar, en Bintje-kartöflur eru viðkvæmar fyrir frostskemmdum og sveppasjúkdómum, og það verður mikil rýrnun á þeim, og ástandið heldur áfram að vesna. í sumar var komið upp sóttvarnar- kerfí, sem notað er við upptöku. Þetta kerfi er í prófun hjá 7 bændum í Þykkvabæ og einum í Auðsholti í Biskupstungum, og bíðum við kartöflu- bændur spenntir eftir því hver árangur verður af því, sagði Jón Eiríksson að lokum. Þad kostar f rá 3.700 kr. - 6.000 kr. að búa bifreið nýjum vetrardekkjum ■ Nú er kominn sá tími að bflaeigendur fara að hugsa til að skipta um hjólbarða fyrír veturínn þó ekki hafl enn snjóað hér sunnanlands er samt oft stórhættuleg ísing á malbikuðum vegum, og best að fara að öllu með gát. Gatnamálastjóri borgarinnar hefur undanfarin ár verið á móti nagla dekkjum, hefur manni heyrst, vegna skemmda sem þau valda á götum borgarinnar, en - eins og einn viðmæl- andi Heimilistímans sagði, er hann var spurður sem sérfræðingur um vetrarhjól- barða, - þá sagðist hann seint búast við að nagladekkin yrðu bönnuð hér á landi. Það væri það mikið öryggi að þeim. Mörgum vex í augum kostnaðurinn við það að útbúa bíl sinn vetrarhjólbörð- um, svo það varð til þess, að við reyndum að fá sem gleggstar upplýsingar um hver kostnaðurinn raunverulega væri. Við komumst að þeirri niðurstöðu að ódýrast væri hægt að fá ný vetrardekk undir meðalstóran bíl fyrir um 3.700 kr. og er þá átt við sóluð dekk, en nýir hjólbarðar af sömu stærð - ásettir - kostuðu um 6.000 krónur. Hjólbarðaþjónustan í Fellsmúla Við hringdum á nokkra staði til að fá nánari upplýsingar, og töluðum fyrst við Hrein Vagnsson, í Hjólbarðaþjónust- unni í Fellsmúla. Hreinn var önnum kafinn við að skipta um dekk og undirbúa bílana fyrir veturinn. Blaðamaður Heimilistímans spurði Hrein um verð á vetrarhjólbörðum hjá honum og hvað kostaði að skipta um á meðalstórum bíl. Hann sagði: - Við hér í Hjólbarðaþjónustunni höfum bæði íslensk sóluð dekk og amerísk sóluð vetrardekk og einnig nýja hjólbarða af mörgum gerðum. ■ Hreinn Vagnsson við vinnu sína. Þarna er hann að taka sumardekk af felgunni, en negld snjódekkin bíða þess að vera sett undir fyrir veturinn. - (Tímamynd: Róbert) Á meðalstóran bíl er ódýrast að kaupa sóluð íslensk vetrardekk (ekki radial- dekk). Þau kosta 650 krónur stykkið (án nagla), en flestir vilja fá sín vetrardekk negld og kostar það aukalega um 120-150 krónur (80-100 naglar í dekk). Radial-dekk, sóluð kosta. 785 kr. Amerísk sóluð vetrardekk (án nagla) kosta: radial-dekk 962 kr. en hin venjulegu 805 krónur. Nýir Firestone- hjólbarðar kosta 1339 kr. og svo eru fleiri tegundir með mismunandi verði upp í 1685 kr. hvert dekk. - Er mikill gæðamunur á sóluðum og nýjum hjólbörðum, spurði blaðamaður. - Auðvitað eru dý dekk langbest og það má segja að það sé mikill gæðamun- ur, sérstaklega fyrir framdrifsbíla, sagði Hreinn. Hreinn útskýrði einnig fyrir okkur vinnukostnaðinn við að skipta um og setja vetrardekk undir. - Samkvæmt verðskrá frá verðlags- stjóra kostar 47 kr. að skipta um hvert dekk. Ef bifreiðin er skilin eftir á staðnum og við skiptum um á öllum dekkjum, og jafnvægisprófum bílinn að framan, þá kosta skiptin 424 krónur. Ef komið er með dekkin tilbúin á felgum kostar vinnan 104 krónur. Hjólbarðar, hjólbarðasala Sambandsins að Höfðabakka Hjá fyrirtækinu Hjólbarðar fengum við þau svör, að þar væru seldir hjólbarðar, bæði nýir og sólaðir, en þeir væru ekki með skiptingu á hjólbörðum á þessum stað. Hjólbarðar selja aðallega ATLAS- dekk, og undir meðalstóran bíl (t.d. Mazda) kostar hvert dekk 1371 (án nagla), en með nöglum um 1500 krónur stykkið. Þetta er ekki radial-dekk. Þau kosta , undir stærri bíla, eins og t.d. Malibu eða Nova - vetrardekk með nöglum um 2300 krónur dekkið. Við höfum líka íslensk sóluð dekk frá Sólningu og á sama verði og hjá öðrum hjólbarðaverkstæðum, sagði viðmælandi Heimilistímans hjá Hjólbörðum við Höfðabakka. Sólning hf á Smiðjuvegi Gunnsteinn Skúlason hjá fyrirtækinu Sólningu á Smiðjuvegi varð fyrir svörum og hann sagði: - Við erum hér með ný dekk og sóluð dekk, bæði venjulega nylonhjólbarða og radialdekk, sem eru mest notuð núna. Sóluð dekk, (nylon-dekk) eru ódýr- ust, 650 krónur án nagla, en með nöglum 780 krónur, en radial dekk af samsvar- andi stærð er á 785 krónur án nagla en með nöglum 915 kr. Ný dekk af sömu stærð eru ódýrust á 1250 krónur án nagla, en með nöglum 1380. En tegundir eru margar og verðið mismunandi upp í 1480 krónur hver hjólbarði. Skipt um dekk á 15 mínútum Það er algengt að menn panti tíma, og þá komast þeir strax að, og þá þarf þetta ekki að taka nema eins og stundarfjórðung og fólk bíður bara á meðan. Vinnan kostar 424 krónur. Við tökum undan bílnum og skiptum um (affelgum, setjum dekkin aftur undir bílinn og jafnvægisstillum að framan. Menn geta líka tekið sjálfir undan bílnum hér fyrir utan og sparað sér að kaupa þá vinnu. Ef komið er með vetrarhjólbarðana tilbúna á felgum, og aðeins skipt um hér á verkstæðinu, þá er það ódýrara. Þá kostar það 104 kr. og er það samkvæmt ákvæðum verðlagsstjóra, sagði Gunn- steinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.