Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 12
IX * ) * 12 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. erlendir leigupennar RAÐSTJORNARDAT- AR I PIKKNIKK ■ Fram til þessa hef ég verið heppinn að hafa óbundnar hendur í efnisvali í greinum mínum fyrir Helgartímann. Nú víkur aftur á móti svo við að viðfangsefn- ið er sjálfkjörið. Þegar annaðhvort mögulegir eða líklegir skipverjar erlends kafbáts eru grunaðir um spásséringar í sænskum flotastöðvum eða því sem næst, verður ekki hjá því komist að geta þess að nokkru í Stokkhólmspistli. Getur svíavinum ekki verið annað málefni hugarhaldnara um þessar mundir. Smyglað viskí Upphaf málsins er auðvitað að rúss- neskur njósnakafbátur strandaði suður í Blekinge í fyrra. Hljóta menn að muna eftir því. Báturinn gekk á land upp, og voru þá skipverjar fangaðir eftir nokkurt fum, og gekk yfirheyrslan yfir þeim nokkuð greiðlega samkvæmt eftirfarandi munstri: Sænskur flotaforingi: Var það ekki alveg óvart að þið siglduð hérna inn strákar? Rússneskur skipstjóri: Jújú, blessaður vertu. Sá sænski: Og það hafa bara bilað hjá ykkur stýris- og siglingagræjumar, er það ekki? Rússinn: Jújú, einmitt. Svíinn: Jæja drengir mínir, þetta má ekki koma fyrir aftur. t>ið hljótið annars að vera orðnir svangir. Af raunsæisástæðum get ég raunar viðurkennt að samtalið hefur ekki gengið alveg svona einfalt fyrir sig. Þegar Rússinn segir Jújú í ofanskráðu gerist það auðvitað þannig að fyrst hvíslast hann á við svokallaðan póli- trúkk, þvínæst mælir hann og segir þá Da, en túlkur snarar því svo á sænsku og útleggur þannig: Just det. Nema hvað að ég minntist á pólitrúkk. Pólitrúkkur þessi er Svíum mjög hugfólginn og plássfrekur í fjölmiðlum, og get ég ekki vænst að íslenskir lesendur fremur en sænskir skilji hugtakið útskýringalaust. Þarna er átt við selluforingja og trúnað- armann bolsévika um borð. Auðvitað væri hægt að þýða orðið með einhverri handhægri glósu, t.d. stjórnarerindreki en af því að fjölmiðlum er gjarnt að sjá rússneska stjórnkerfið alla götu frá byltingunni í rómantískum dularhjúpi þá kjósa þeir að segja pólitrukkur, rétt eins og þeir segja kommissari í staðinn fyrir embættismaður. Nú en annars var þetta kafbátsmál svosem ekkert grínmál, auðvitað. Svíar voru dauðskelkaðir, sérstaklega eftir að þeir þóttust hafa fundið út að báturinn var vopnaður kjarnorkuvopnum. Maður veit fjandakornið aldrei hvenærsvoleiðis knallettur geta bært á sér. Ekki síst af því að farkosturinn - sem var af tegundinni „Viskí“ og þannig kenndur við göróttan drykk - var gamall orðinn. Gömlum báti getur alltaf fatast, hugsuðu menn. Svo var aftur hitt að ýmsir veltu vöngum yfir hvað þeir hefðu eiginlega verið að gera þarna mennirnir úr því að það var nú svona ólíklegt að þeir hefðu villst. En þeir voru ekki villtir, svo mikið var víst. Áður en maður villist eins mikið og þeir sögðust hafa villst, þá fer maður upp úr sjónum og gáir til sólar; a.m.k. ef maður er með fullu viti. Eða ætluðu mennirnir að flýja land? Eða voru þeir slíkir bakkabræður að þeim dytti ekki í hug að gá til sólar? Nú eða voru þcir kannski bara að njósna helvítin? Já, margar voru spumingamar sem mönnum duttu í hug. Enda höfðu safnast saman atvinnuspyrlar, semsé fréttamenn, í hundruðatali þangað sem Viskíið var. En ekkert fékkst út úr sjóliðunum sem fyrir vom. Enginn sagði neitt nema Kreml og hún talaði bara á dulmáli sem enginn skildi nema fyrr- nefndur pólitrukkur. Heimspressan þyrlaði upp miklu ryki vegna bátsins, sem í enskuntælandi löndum var kallaður wisky-on-the-rocks. Margar þýðingar - miklar tilgátur voru settar fram af sérfræðingum hernaðartímarita eins og Vopn í dag, Friður á jörðu og Vígtækni, en hvergi sá ég neina skýringu á hvers vegna farartækið var kennt við þjóðardrykk skota og í besta falli kanadamanna en ekki við vodka. Þótti mér þar ljóður á ráði hernaðarsér- fræðingastéttarinnar. En smátt og smátt tóku menn sér svo far heim; fyrst dró pólitrukkurinn sína menn burtu, svo snáfuðu blaðasnápar, en lestina ráku lögregla, brunalið og sjúkrabíll. í síðastnefndu ökutæki halda menn að hafi verið joðtöflur, en Svíar hafa alltaf joðtöflur við hendina og taka ef þeir frétta af geislavirkum leka í kjarn- orkuveri. Joð getur nefnilega bjargað skjaldkirtlinum í manni ef maður verður fyrir smávægilegri geislun. Það getur verið gott að hafa skjaldkirtilinn í lagi hvað svo sem verður um afganginn af skrokknum, en nú skal ekki tafið lengur við joð. Kafskipaæfingu austursjávar- flota ráðstjórnarmanna var lokið að sinni. Ný helgispjöil Óva Sænski skerjagarðurinn er þekktur fyrir fegurð sína. Hann er í raun réttri tvískiftur, annars vegar sá á vestur- ströndinni, en aðallega mun nú átt við þann sem er hinsvegar, - eyjaklasann meðfram ströndu hér austanmegin. Ekki veit ég hvað eyjar að meðtöldum hólmum öllum og skerjum eru margar, en segja mætti mér að fjöldinn sé svona ámóta og Breiðafjarðareyjar plús Vatns- dalshólar. En raunar eru þessar eyjar Skerjagarðurinn með stórum staf, - heilagur staður. Þama gerast sögur, allt frá smásögum eftir Strindberg yfir í klámsögur „herrablaðanna“, þangað fer almúginn í helgarferðir og drekkur tollfrftt og dansar vals, og þangað sigla á frístundabátum sínum, sem eru 400.000 talsins, og snæða pikknikk. Árni Sigurjónsson skrifar Stokk- hólmsbréf Lesandinn hlýtur því að skilja að þegar grunur fellur á dáta ráðstjórnarmanna um að sigla sér til skemmtunar í Skerjagarðinum og jafnvel fara að dæmi innfæddra og snæða þar pikknikku sína, þá er það svona ámóta og ef ráðstjórnarhermenn mættu óboðnir um Hvítasunnu á Þingvelli í loftbelg. Það eru helgispjöll. Og vini Ráðstjómar- ríkjanna óar ákaflega við þeirri hugsun að aginn í Rauða hernum sé svo úr sér genginn að sjóliðar geti stundað skemm- tisiglingar innan um 400.000 frístunda- báta auðvaldsins. Og súpa þessir ættlerar kannski auðvaldsdrykkinn viskí í ofaná- lag?! Ég býst við að vegna þeirrar sérþekk- ingar sem íslenskur almenningur hefur núorðið á lofther og flota sovétmanna hafi kafbátamálinu nýja verið gerð glögg skil heima. En það má alltaf bæta um betur þar sem fróðleikur um her- væðingarmálin er annars vegar, - eins ört og framfarimar gerast á því sviði. Nú hafa svíar semsé í nokkra mánuði verið að rekast öðru hverju á dularfulla vem sem nefnist „mögulegur kafbátur" í landhelgi sinni. Nú bar svo við fyrir tveim vikum síðan að ekki einasta breyttist „mögulegur kafbátur" í „lík- legan kafbát", heldur töldu svíar sig hafa fángað gripinn í gildru og gæti ekki sloppið. En það kom frekar óþægilega við suma að gildran eða sundið atarna var ekki nema steinsar frá allra heim- legustu og viðkvæmustu flotastöð svía sem er í dálitlum leynivogi á útjaðri höfuðstaðarins. Og þama vom allskyns „mögulegir kafbátar11, „líklegir farkost- ir“ og hvað það nú hét, að frílysta sig í óheimild. Fávíslega hlutu menn að spyrja: Af hverju er draslið ekki gómað í net, já eða botnvörpu, og bolsahelvítin krafin sagna og tekið af þeim viskíið og samlokurnar eða hvað þeir nú hafa með sér í þetta sinn? En því miður. Svona auðvelt var þetta víst ekki. Svíar mældu allt sundið fram og til baka með bergmálsmælum og radar og skoðuðu sig um á hafsbotni persónulega (ýmist í froskbúningi eða kúlu). En ekkert svar. Og svo fóru þeir að skjóta. Það var sprengt og sprengt hvenær sem eitthvað hreyfðist eða suðaði í djúpinu, en ekki rak önnur hræ á land en fiska. En 300 blaðamenn sem norpuðu á ströndinni með kafbáta á heilanum en 'enga á filmunni sendu skeyti til heima- vígstöðvanna með ítarlegum lýsingum á því kvalræði líkams og sálar sem það er að ala manninn í kafbáti sem lengi hefst við neðansjávar. Sálfræðingar sænska varnarmálaráðuneytisins töldu von til þess að súrefnisskortur, úrgangsfnykur, kuldi og hristingur myndu von bráðar knýja áhöfnina til að knýja pólitrukkinn til að knýja Kreml til að leyfa þeim að gefast upp. Já nú missti ég óvart nafn Kremlar út úr mér. Það er náttúrlega alveg ósannað mál að þetta hafi verið rússamir. Svíar em vanir á heræfingum sínum að gera ráð fyrir innrás fjandsamlegs ríkis, sem ekki er skilgreint nánar. Hermenn andstæðingsins heita þá Fi (stytting úr Fienden), sem snara mætti Ovi (sbr. Óvinurinn). Einhvern veginn víkur svo við að þegar heraflinn lætur sem Óvi grafi upp stríðsöxina þá er æfinga- skotunum alltaf beint í austurátt. Af þessu álykta margir að Óvi sé ekki annað en dulnefni á rússum. Þannig var og með kafbátinn hinn líklega, að hann var alltaf sagður heyra til óþekktu erlendu stór- veldi; en rússneskutúlkar hersins munu nú samt hafa verið við öllu búnir og stóðu spenntir í flæðarmálinu og pírðu augun út í myrkrið, sem rofnaði þegar dugleg heimspressan lét ljósmynda- leiftrin ganga í síbylju útyfir pyttinn. Innrás eða ísskápur Svo fjaraði þetta mál allt í einu út og fjölmiðlamenn fluttu sig úr varnarmála- ráðuneytinu í seðlabankann þar sem var verið að fella gengið. Menn fóru að velta fyrir sér hvort flotinn hafi verið, þrátt fyrir allt, að eltast við „ómögulegan" eða kannski „mjög ólíklegan" kafbát. Sumir stungu upp á að þarna hafi verið á ferð sjálfvirkur, mannlaus málmhólkur í gabb eða njósnaerindum. Hlaut sá hólkur nafnið „mögulegur farkostur". Loks kvað svo einhver náungi upp úr um að það sem sænski flotinn var að sikta út með radar og asdik og berg- málsmælingum og jarðskjálftamæl- ingum og það sem þeir voru að sprengja í tætlur voru nokkrir aflóga ísskápar. Það gætu þá til dæmis ■ :verið ísskápar sem sænskir frístundabátaeigendur voru búnir að tæma bjórinn úr og gátu þess vegna hent fyrir borð. Mér dettur það bara svona í hug. Þetta er tilgáta. En sé hún rétt, eiga rússar engan hlut að úrgangsvandamálinu á hafsbotninum þarna, hvað svo sem sálfræðingar segj a. En svo getur sem sagt vel verið að það hafi veri kafbátur. Já, það er raunar líklegt, skilst manni. En mikið skrambi eru rússar þá orðnir sleipir að rata milli skerjanna hér í túnfætinum. Þeir segja sérfræðingarnir, um leið og þeir biðja í hljóði að rússar séu nú ekki að gera áætlun um innrás, að líklega ætli þessir kafbátar allir að fela sig í djúpunum í skjóli sænskra skerja og sænsks hlutleysis meðan kanar lurki á heimamönnum eystra ef til stórstyrjaldar skyldi koma. Þess vegna sé erindið bara kortleggja sænsku sundin svona vel; í lt. linni setji þeir kannski út einhver kennileiti, radíóvita og slíkt. En sænskum finnst það að vonum nokkuð hart að fá óboðnu gestina svona alla leið að morgunverðar- borðinu, eins og einhver orðaði það. Sænskum flotaforingjum var brugðið um ráðleysi eftir þetta nýjasta kafbáta- ævintýri. Þeir svara tvennu til. í fyrsta lagi sé árangursleysið skiljanlegt af því að engu öðru landi hafi heldur tekist að þvinga kafbát upp á yfirborðið á friðartíma. En kafbátum er líka ekki þvingað á hverjum degi á morgunverðar- borðið utan matartíma hjá öðrum þjóðum, svo talað sé í líkingum. Ætli rússar myndi ekki reyna að hitta áhöfn sænsks kafbáts sem væri á róli í flotahöfninni í Múrmansk að máli, jafnvel þótt það væru friðartímar? í öðru lagi segja sænsku aðmírálamir: Þegar við verðum kafbáts varir næst í landhelgi okkar munum við fyrst full- vissa okkur um að það sé raunverulegur kafbátur, þvínæstu sökkva djúp- sprengjum á hann, og ekki bara einni í einu eins og í þetta sinn, heldur heilli skæðadrífu. Þetta þýðir að þeir hóta að sprengja í þúsund mola sérhvem örmul af óvelkomnu neðansjávarfleyi sem fyrir þá ber á næstunni. Standi svíar við þær heitingar sínar em ókomnir sjó- könnuðir ráðstjórnarmanna lítt öfundsverðir. Maður getur ekki annað en vonað að þeir beini skógartúmm sínum eitthvað annað um skeið, því heldur væri ófriðvænlegt í þessum heimsparti ef svíar færu mjög að stunda djúpsprengingar á kostnað Rauða hersins. Þá gæti farið að fækka stokk- hólmspistlunum mínum, trúi ég. Október ÁS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.