Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 17
16 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. SUNNUDAGUR 7. NÓVEMde... . 17 i 1 ■ Jón Björnsson er- í hópi þeirra íslensku rithöfuhda sem á fyrri hluta aldarinnar settust að á meðal annarra Norðurlandaþjóða og skipuðu sér sess í bókmenntalífi þeirra með ritstörfum, en þó án þess að verða nokkru sinni annað en íslendingar eftir sem áður. Fremur má segja að þeir hafi á þennan hátt fundið sér vafningaminni leið inní stærri menningarheildir en þeir rithöfUndar á íslandi verða að rata, sem treysta á stopular þýðingar. Þeir hafa þess í stað snúið dæminu við og tekið til á síðari hluta æfiskeiðs síns að snúa eigin verkum yfir á móðurmál sitt, svo á endanum má segja að bæði heims- menningunni og ættjörðinni hafi verið greiddur sá tollur sem þeim bar. Nú er Jón Björnsson orðinn 75 ára og býr hann ásamt Grétu Sigfúsdóttur, konu sinni, að Furugerði 1 í Reykjavík. Hann hefur margs að minnast frá dögum sínum í Noregi og Danmörku og við báðum um að mega ræða við hann um þessa tíma og rithöfundarstarf hans, sem hefst í byrjun þriðja áratugarins, þegar Jón er um tvítugt. En hvað var það sem kveikti löngun til ritstarfa með sveitadrengnum Jóni Björnssyni, þar sem hann bjó í foreldrahúsum austur í Holti á Síðu? „Því er ef til vill ekki gott að svara, en sjálfsagt hefur það að nokkru átt rætur að rekja til þess að heima var fremur góður bókakostur og í sveitinni var auk þéss ágætt lestrarfélag, sem átti talsvert af bókum. Ég las líka mikið og uppáhaldshöfundur minn var Jón Trausti og er það raunar enn. Ein mín fyrsta bernskuminning er líka tengd honum, en hann kom austur 1910 og dvaldi á heimili okkar í þrjár vikur, en þá var hann að viða að sér þekkingu um landslag og staðhætti vegna skáldsögu sinnar „Sögur frá Skaftáreldi. „Frásögnin er líka furðulega rétt hvað þessi atriði varðar í sögunni. Já, það er furðulegt að ég skuli muna þetta, því ég er fæddur 1907, en ég hef fengið þetta staðfest frá móður minni. Ég man að Jón var mér mjög góður og kom út til mín ef ég fékk einhver óþekktarköst og hann gaf mér silfurkrónu, sem ég átti lengi. Já, ég vil skipa Jóni Trausta í mjög háan sess í ísle'nskri bókmenntasögu, m.a. vegna ágætra mannlýsinga, eins og í Heiðarbýl- Náttúrulega las fólk ljóð þeirra Hannesar Hafstein, Steingríms o.fl. en setti engan kveðskap saman sjálft og rímur voru ekki kveðnar í sveitinni. En það var mikið lesið fyrir það, það sýna skýrslum- ar frá lestrarfélaginu, sem Elías Bjarna- son stofnaði ásamt föður mínum, Birni Runólfssyni, hreppsstjóra. Ætli það hafi ekki verið nokkuð snemma á unglingsárum mínum sem ég fer eitthvað að krota niður á blað, einkum smásögur, en fyrsta smásaga mín og jafnframt það fyrsta sem birtist eftir mig á prenti var sagan „Kirkjuferð". Hún kom í Morgunblaðinu árið 1927, þegar ég var tvítugur. Næst komu eftir mig sögur í „Eimreiðinni", að mig minnir, og blaði sem stúdentar gáfu út og hét „Vilji“.“ Fram tU tvítugs aldurs ert þú búsettur fyrir austan.Fékkst þú snemma löngun til þess að víkka sjóndeildarhring þinn? Já, ekki var laust við að ég hefði hug á því. Ég hafði rétt skroppið til Reykjavíkur en flaug nú í hug að ég þyrfti að afla mér meira víðsýnis og ofurlítillar menntunar. Það varð til þess að ég sótti um skólavist á lýðskólanum í Voss í Noregi og hélt utan með „Lyru“ sem sigldi hingað reglulega á vegum Bergenska. í sveitinni hafði ég ekki aðra menntun en farkennsluna sem þá tíðkaðist og var ágæt á sína vísu, en tók aðeins til allra einföldustu námsgrein- anna. Það var haustið 1929 sem ég sigldi héðan. Var ekki eftirvæntingin mikil að sjá hinn „stóra heim“, ef svo má segja? „Jú, eftirvænting og náttúrulega kvíði líka. Það var ekkert daglegt brauð að menn færu til útlanda á þeim tíma. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór á sjó og leið því ekki of vel íbyrjun, en þaðlagaðist. Skipið sigldi til Bergen og þar fékk ég heilan dag til þess að skoða mig um, en hélt síðan til Voss. Þar var þá mikill áhugi á íslandi, enda hafði skólastjórinn Lars Eskeland, sem varfræguræskulýðs- leiðtogi, sögumaður og ljóðskáld, verið hér og las íslensku, þótt hann talaði hana lítið. Hann stofnaði skólann nokkru fyrir 1900, en varð að segja af sér skólastj'órninni um það leyti er ég kom þangað, þar sem hann hafði gerst margir íslendingar verið áður og þeirra á meðal Gunnar Gunnarsson. Helsti munurinn á Voss og Askov var sá að skólinn í Askov var meira alþjóðlegur og nemendur þar úr öllum heimshornum, svo sem Japanir. Þá var skólinn verulega fjölmennari, því þar voru nemendur um 300 en höfðu verið tæplega hundrað í Voss. Annars er skólinn mér einkum minnisstæður vegna þess hve þar voru margir framúrskarandi menn. Þeirra á meðal var skólastjórinn Arnfred, sem hingað kom við afhend- ingu handritanna 1968 og ég hitti hér á Hótel Sögu. Hann var þá 88 ára. Enn minnist ég þess afkastamikla rithöfundar Jörgen Bukdahl, sem barðist allra manna fremst í handritabaráttunni og persónulega er ég sannfærður um að án framlags hans sé vafasamt hvort við hefðum fengið handritin. Hann mun hafa margt lært af Bjarna M. Gíslasyni, sem háði langa og einstæða baráttu fyrir endurheimt handritanna í Danmörku. Bjarni vann sitt starf einkum með þeirri fræðslu sem hann miðlaði í fyrirlestrum sínum, erj hann ætlaði sér aldrei inn á svið fræðimanna, enda kvaðst hann ekki hafa þekkingu til þess.“ Hvernig var tóm til ritstarfa á þeim tíma sem þú ert við nám í Askov? „f Askov gaf ég mig ekki að nærri öllum námsgreinum, heldur lagði ég mesta áherslu á sögu og dönsku. Fyrsta veturinn minn í Askov birtist svo líka fyrsta smásagan sem ég ritaði á dönsku. Hún birtist í Fyns Tidende og nefndist „Forlighed", sem mundi útleggjast „Sættin" eða eitthvað í þá áttina. Fyrir söguna fékk ég einn daginn sendar 30 krónur í pósti og var vitanlega mjög ánægður með það, því ritiaun var maður ekki vanur að fá hér á íslandi. Ég hélt þessu svo áfram og ritaði bæði í þetta blað og önnur meðan ég var þarna. Eftir fyrsta veturinn minn í Askov brá ég mér suður fyrir landamærin til Þýskalands, en ég átti góða vini í Kiel. Þeir voru Reinhard Prinz og prófessor Hans Khun, en þessir menn höfðu komið heim að Holti þegar ég var unglingur. Kuhn var orðinn háaldraður um þessar mundir, en Prinz var mikið yngri. Hann féll síðar í stríðinu. Báðir aðeins til liðs við þá í því skyni að bjarga sér upp úr skítnum og óstandinu. Auðvitað er ekki gott fyrir mig að svara neinu um hve mikil neyð var ríkjandi í Þýskalandi á þessum árum, en hún hlýtur hins vegar að hafa verið mikil, þar sem fimm til sex milljónir manna voru atvinnulausar, en atvinnu- leysisstyrkir voru óverulegir. Já, ég sá oft æsingafundi nasista og kommúnista í Berlín, - maður gat ekki komist hjá því. Þeir kostuðu oft mannslíf. Þeir kunningjar mínir sem ég nefndi voru báðir það sem kallað er lýðræðissinnar, en þeim þótti sósíaldemókratar hafa farið mjög klaufatega að, enda réðu þeir ekkert við ástandið, og ekki Stresemann, sem var í stjórn með þeim. Frakkar héldu mjög fast í að láta Þjóðverja borga stríðsskaðabætumar og það þurfti bara frekan mann eins og Hitler að stjórn- völnum til þess að þær kröfur koðnuðu niður. Vitanlega varð sá stjórnmálamað- ur vinsæll sem komið gat þessu í kring. Annars hefur verið erfitt að afla sér óhlutdrægra upplýsinga um þessa tíma, það er helst nú orðið sem þær em teknar að liggja á lausu.“ Hvað tók við að náminu í Askov loknu? „Haustið 1931 fór ég að nýju í skólann í Askov, en þetta var tveggja vetra skóli og menn sóttust í að ljúka honum, því þótt próf væru engin þá gaf burtfarar- skjal þaðan réttindi til þess að kenna við lýðskóla. Sumir notuðu sér það, svo sem Bjarni M. Gíslason. Vorið 1932 flyst ég svo til Kaup- mannahafnar þar sem ég síðan bjó allt fram til ársins 1945. Meðal minnisstæðra manna sem ég kynntist þá var Gunnar Gunnarsson, sem ég hitti á móti íslend- inga þar. Ég dirfðist að sýna honum eitthvað af tilraunum mínum og hann hvatti mig til áframhalds. Svo var ég oft gestur þeirra hjóna úti í Birkeröd, en þar átti Gunnar villu, sem nefndist Fredsholm. Þar gisti ég oft. Gunnar mat ég ákaflega mikils og með áhrifum sínum kom hann því til leiðar að ég fékk árlegan styrk úr „Dansk-lslandsk For- bundsfond", og sá styrkur réði úrslitum fyrir mig þótt hann væri ekki hár, því vinnu var enga að hafa. Um hundrað þúsund atvinnuleysingjar voru í landinu Jón Bjömsson: „Ég dirfðist að sýna Gunnari Gunnarssyni tilraunir mínar og hann hvatti mig til áframhalds. (Tímamynd G.E.) handtökur. Fólk var tekið höndum á götum úti og hvar sem var og rekið upp á vörubíla sem látnir voru stansa hér og þar svo lýðurinn gæti hrækt á fólkið. Enginn gat verið öruggur um sig. Dönum hefði átt að vera í lófa lagið að hafa hemil á skrílslátunum, en engin tilraun var gerð til þess. Það var ekki fyrr en viku eftir friðardaginn sem regla komst á aftur. Þetta er feimnismál fyrir mörgum Dönum nú. Ég og flestir Islendingar, þar á meðal Kamban ásettu sér að gæta fullkomins hlutleysis og það því fremur sem við vorum gestir í landinu. Menn reyndu að sýna fulla gætni. Ég vissi að Kamban hafði megnustu óbeit á einræðisherrun- um, þótt hann skammaði oft lýð- ræðisþjóðimar líka. Ég vissi heldur ekki um neinn einasta íslending sem var handtekinn, nema Martin Bant els, for- mann Islendingafélagsins, en það var á einhverju undantekningarástands- tímabili, þegar formenn nær allra félaga vom teknir. Hann var hálfdanskur, fæddur hér í Reykjavík. En ég geri ráð fyrir að samúð flestra Kaupmannahafn- arbúa hafi verið með bandamönnum, eins og Jón Krabbe segir í bók sinni.“ Hvemig vora Þjóðverjar í daglegri umgengni við almenning? „Ég skal ekki um það segja. En ég gaf mig stundum á tal við þá sem voru í hernum, vegna þess að ég var að hugsa um að reyna að lýsa þessu einhvern tíma og það verð ég að segja að þeir menn vom allra manna prúðastir og kurteisast- ir. Hins vegar var á ferðinni óaldarlýður, bæði meðal nasista og neðanjarðarhreyf- ingarinnar sem mikið lét á sér bera og síðasta árið ríkti hrein morðöld í Danmörku, þar sem manndrápin gengu á víxl. Mönnum var varla óhætt á götum úti. Stjórnin sem við tók eftir að Scavenius varð að leggja niður völd kom á dauðarefsingum éftir uppgjöfina og því er ég algjörlega á móti að Norður- landaþjóðirnar geri nokkru sinni, allra síst á æsingatímum. Við Guðbjörg Sigurðardóttir, fyrri kona mín, bjuggum um þetta leyti í þeirri íbúð við Öster-Farimagsgade þar sem við bjuggum þar til við fórum til íslands, en við komum heim með Esju ásamt öðrum Islendingum árið 1945.“ samstarf. Þar sem ég hafði verið að skrifa töluvert í Socialdemokraten, sunnudagsblaðið, sneru þeir sér til mín og spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað í fórum mínum. Ég hafði þá reyndar verið búinn að skrifa drög að sögunni og setti mig nú í þetta og skrifaði bókina á ótrúlega stuttum tíma. Já, ég hef sjálfsagt verið búinn að ná all góðu valdi á dönskunni, að minnsta kosti var ég aldrei skammaður þess vegna. Ég reyndi að búa mér til sérstakan stíl, því enginn útlendingur getur nokkru sinni náð dönskunni á borið við innfædda. Danska útgáfan af „Kongens ven“, sem kom á undan þeirri íslensku varð næsta bók mín og hana á ég hér og þú sérð að hún hefur verið forkunnarvel út gefin." Er heim kemur tekur þú svo að skrifa á íslensku? „Ég flutti heim 1945, en hélt þó áfram ■ íbúðinni í Kaupmannahöfn til 1950, þar til ný dönsk lög bönnuðu mönnum að halda íbúðum, sem ekki voru búsettir í Kaupmannahöfn. Síðasta bók mín á dönsku var „Valtýr á grænni treyju". Hun kom ekki út fyrr en löngu síðar, 1977, og þýddi ég hana sjálfur á dönsku. Hún fékk góðar viðtökur. Ég minnist til dæmis skemmtilegs ritdóms eftir pro- fessor Hans Brix, sem var mjög harður ritdómari og gat drepið höfunda í eitt skipti fyrir öll. Hann ritaði um bókina og sá dómur var mjög lofsamlegur. Ég þýddi þær bækur sem ég hafði ritað á dönsku þegar heim kom, en hélt þess utan áfram skriftum. Já, þar á meðal er „Búddhamyndin“, „Dagur fagur prýðir veröld alla“, „Eldraunin", „Bergljót", „Allt þetta mun ég gefa þér“ og „Jómfrú Þórdís". Þá er að nefna leikritsgerð af „Valtýr á grænni treyju" og nokkrar unglingasögur". Voru það ekki viðbrigði að byrja að skrifa á íslensku eftir svo langan tíma? „Jú, víst var það og eflaust hefur mátt finna að ýmsu hjá mér sums staðar. Ég var fyrst hjá Helgafelli, en fluttist svo yfir til Norðra og stundum hafði ég mjög góða menn til að lesa yfir, svo sem Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Ég fékk þó ekki miklar aðfinnslur og hef mátt þakka það því að í Kaupmannahöfn hafði ég alltaf nóg íslenskt lesefni, í mér þótt gæta um of í skáldsagnagerð tilhneigingar til þess að taka ýmsar erlendar stefnur full hátíðlega á kostnað innihalds bóka að öðru leyti. Margt hefur þó komið fram athyglisvert, en ég held að skáldsagan í eiginlegum skilningi eigi mjög örðugt uppdráttar og sé á lágu stigi nú. Mér finnst lagt of mikið í ýmsa sérvisku, og held að ýmsir séu mér þar sammála." Þú hefur látið málefni rithöfunda mikið til þín taka og gagnrýnt meðferð á málum rithöfunda oftsinnis? „Já, ég held að hin marglofaða norræna samvinna hafi hrappalega mis- tekist. Til dæmis er ég þaulkunnugur Þvðingarmiðstöðinni, sem úthlutaði mér 2)00 krónum vegna þýðingarinnar á „Valtýr á grænni treyju“. Útgefandi minn taldi þetta hreina móðgun, þar sem 8-10 þúsund krónur þarf til þess að gefa út smákver. Ég held að eigi að halda svona vinnubrögðum áfram, þá eyðileggi þessi starfsemi fyrir bókmenntunum í stað þess að verða þeim til framdráttar. Samkvæmt reglugerð sjóðsins sjálfs hefði ég ekki átt að fá undir tíu þúsundum. Mér var sagt hér heima að íslenskur fulltrúi hefði gert hvað hægt var til þess að halda mínum málum fram, en danski fulltrúinn hefði verið á móti mér, en síðar komst ég sjálfur að því að mér hafði ekki verið haldið fram af íslenska fulltrúanum og sjá danski hafði ekkert haft á móti mér. Þetta eru sömu vinnubrögðin og runnin undan rifjum sömu aðila og þeirra sem gáfu út á dönsku yfirlit um merkustu íslenskar bækur ársins 1981. Þar er bók eins og æfisögu Ólafs Thors að engu getið, sem er ein merkasta ísienska æfisaga sem ég hef lesið og á mikið erindi til Dana vegna afskipta Ólafs af málum sem þá varða. Svona listi er auðvitað kominn frá íslenskum aðilum, því hjá kollegíinu kann enginn maður íslensku nema stúlkan við kassann. En nú er verið að stofna nýtt rithöfundafélag og þá hlýtur þetta að breytast. Já, ég hef sagt mig úr Rithöf- undasambandinu, nt.a. vegna þessarar óviðunandi auglýsingastarfsemi, með- ferðar starfslauna ogýmislegs fleira. Það nær engri átt að sömu mennirnir séu með .þessi laun ár eftir ár. Ef þeir eru svona 1 MUN ALDREIGLEYMA ÆSING- UNUM EFTIR FRIÐARDAGINN * Rætt við Jón Björnsson, rithöfund? um æskuár og rithöfundarferil, Danmerkurár hans og heimkomu issögunum og einnig vegna þjóðlífslýs- inga á þeim tíma sem sögurnar gerast norður á Sléttu. Sagt er að hann hafi haft lifandi fyíirmyndir af mörgum sinna persóna, að minnsta kosti hefur Benja- mín Eiríksson sagt það. Auðvitað mátti oft finna að ýmsu í verkum hans, en ágallar voru hverfandi í samanburði við kostina. Jú, fleiri skáld voru mér hugstæð á þessum árum, svo sem EinarKvaran, en smásögur eftir hann las ég snemma í tímaritum." Nú var mikil kveðskaparöld í landi á þessum árum? „Ekki var það í mínum heimahögum. Þar vpru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kallast gátu hagyrðingar. kaþólskur um svipað leyti og Sigrid Undset. Norsk lög bönnuðu að menn af annarri trú en þeirri sem þjóðkirkjan boðaði gengndu skólastjóraembætti. Þarna líkaði mér prýðilega. Nemend- urnir voru alls staðar að úr Noregi, einkum bændafólk, og fór kennslan nær einvörðungu fram í fyrirlestrum. Próf voru engin haldin, þótt stílum væri skilað í norsku, sem umsögn var gefin fyrir. Samt var áhugi nemendanna ósvikinn, því þeir voru þarna komnir til þess að afla sér menningar og menntun- ar.“ Frá Voss liggur svo leiðin til Askov? „Ég kom heim sumarið 1930, en hélt til Danmerkur sama haust og innritaðist nú i Askov lýðskólann, en þar höfðu þessir menn voru ekta íslandsvinir og skildu íslensku meira og minna. Þá kynntist ég Heinrich Erkes í Köln, sem ritað hefur þriggja binda verk um ísland og í Berlín hitti ég frú Inu von Grumnkow, sem var kærasta von Kne- bels þess sem fórst í Öskjuvatni, en hún hefur skrifað bók um þau mál sem er nýkomin út á íslensku." Hvernig var umhorfs í Berlín þetta ár, 1931? „Ég á erfitt með að dæma þetta, en þarna var allt í fullkominni upplausn. Nasistar voru í mikilli sókn og áttu miklu fylgi að fagna, og ekki endilega vegna þess að fólk væri svo fylgjandi stefnunni. Það sést best á því að margir kommún- istar gengu í sveitir nasista.Fólk gekk og þar að auki urðu menn að vera í fagfélögum, ættu þeir að koma til greina á vinnumarkaði. Halldóri Laxness kynntist ég einnig um 1932, en þá bjó hann í Guldmagernes Hus og hafði nýlega gefið út eftir sig Sölku Völku. Já, ég var hrifinn af þeirri bók og hef alltaf verið hrifinn af Halldóri Laxness sem rithöfundi, þótt ég hafi ekki verið jafn hrifinn af honum í pólitík. En okkar á milli hefur alltaf verið góður kunningsskapur. Ég fékk fljótt teknar eftir mig smá- sögur í flest öll blöð og þar á meðal Socialdemokraten, Berlingske Tidende og Familie Journal. Þá var talsvert eftir mig þýtt yfir á þýsku, en það gerði þýsk kona Frida Vogel, sem m.a. þýddi Gaidra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar á þýsku. Hún þýddi einnig geysimikið eftir Kristmann Guðmundsson." Þú hefur auðvitað kynnst Kristmanni um þetta leyti? „Já, Kristmann var árið 1938 í Kaupmannahöfn og við hittumst nærri daglega. Við urðum miklir mátar. Hann var þá nýlega búinn að skrifa Gyðjuna og uxann. Einnig kynntist ég Þorsteini Stefánssyni, sem ritaði eina skáldsögu á dönsku, sem hét „Dalen“. Þá sögu þýddi Friðjón heitinn Stefánsson á íslensku. Já, þetta var góð saga og hún hlaut H.C. Andersén verðlaunin. Þá vorum við nágrannar Guðmundur Kamban og ég, nema það ár sem hann var í Berlín og skrifaði „Vítt sé ég land og fagurt". Já, morðið á Guðmundi Kamban hefur lengi verið þoku hulið. Ég hafði verið heima hjá þeim hjónum þrem kvöldum áður og sem nærri má geta varð ég skelfingu lostinn við fréttimar. Það er enginn vafi á því að margt er óhreint og ósatt um tildrögin að þeim atburði. Það er útilokað að þessir menn hafi ætt þama inn að eigin hvötum. Þeir em sagðir hafa hitt foringja úr frelsissveitunum, sem hefði sagt þeim að fara þama inn á „Pension Bartholi“ og handtaka föðurlandssvik- ara, en Kamban, kona hans og dóttir bjuggu þama á pensíonatinu. Ég held að ástæðan til þessa atburðar hafi verið einhverskonar lævjs rógur, sem ekki megi kenna venjulegu dönsku fólki um. Kamban hafði ekkert áf sér gert og þótt hann hefði dvalið í Þýskalandi og verið þýtt eftir hann þar, þá kom það engum við. Nei, þama lá eitthvað annað að baki. Það er fyrst nú sem farið er að leyfa aðgang að gögnum um þessa atburði og ég hef séð nokkuð af því sem varðar þetta mál, en er hræddur um að það vanti eitthvað.“ Hvaða áhrif fannst þér hernámið hafa á daglegt líf í Kaupmannahöfn? „Ég tel að Danir hafi haft það ágætt, miðað við allar kringumstæður. Matar- skortur var ekki teljandi i landinu, en hins vegar var skortur á fatnaði. Ég mun aldrei gleyma þeim æsingum sem urðu hina svokölluðu friðardaga. Þetta var svo viðbjóðslegt, alls konar morð og Þínar fyrstu skáldsögur koma út á striðsáranum? „Stritið við að hafa í sig og á var um þetta leyti það mikið að lítill tími gafst til þess að rita heillega skáldsögu, en samt tókst það. Árið 1942 kom út mín fyrsta bók hjá Hasselbach, „Jordens magt“. Hún var gefin út í bókaklúbbi og upplagið var stórt, 15-20 þúsund eintök. Viðtökurnar voru upp og ofan, en þó yfirleitt góðar. Stríðsárin vom miklir lestrartímar í Danmörku líkt og einnig var í Noregi. Árið 1944 kom svo út sagan „Slægtens ære“, en tildrögin að því vom þau að ætlunin var að gefa út bók frá hverju Norðurlandanna og hefur hugmyndin líldega verið tengd draumum um norrænt Konunglegu bókhlöðunni, Háskóla- bókasafni og víðar. Málið hjá mér hefur víst varla verið verra en margt það sem nú er æpt hæst yfir. Ástæðan til þess að ég kom heim var annars einnig sú að eftir að opnaðist vestur á bóginn var nær ómögulegt að fá gefið út eftir sig lengur, sem eðlilegt var, því þá fengum við allan heims- litteratúrinn frá Ameríku og Englandi yfir okkur.“ ' Hvað finnst þér um áhuga manna á bókmenntum nú til dags og stöðu skáldskapar? „Ég held ekki að hann sé mikill og undrar reyndar að hann skuli, vera nokkur, þegar við höfum útvarp, sjón- varp og videó í ofanálag. Annars hefur miklir snillingar, þá ætti Alþingi að taka þá inn á fjárlög. Launasjóður rithöfunda 1 á hins vegar að geta stutt við bakið á t.d. ungum höfundum, sem mest þurfa á þeim að halda. En fyrst og fremst tel ég að rithöfundar eigi ekki sjálfir að úthluta starfslaunum til kollega. Það hefur verið reynt og gefist illa.“ Hvað ert þú með í smíðum nú, Jón? „Það er saga frá stríðsárunum og á að gerast í Kaupmannahöfn. Ég er búinn að kanna þetta mikið, en nú á mest af skjölum um þá tíma að vera opið og ég hef hug á að kanna þau, þegar efnin leyfa. Meðal annars vegna þess verkefnis sótti ég um starfslaun síðast, en var synjað. En kannske fæ ég þau næst, ef þá ég áræði að róa á sömu mið.“ -AM ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.