Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 21
1 ' SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. 21 spurningaleikur Acanthocottus Scorpins ... ■ Spurningaleikurinn! Svarið nú, hver sem betur_getur; hver er klárastur? Hið endanlega greindarpróf; spurninga- leikur Helgar-Tímans. Dúxarnir eru séní og þeim allir vegir færir, hinir geta étið það sem úti frýs. Spreytið ykkur á fyrstu vísbendingu hverrar spurningar; ef þið fáið út alveg hárrétt svar getiði skreytt ykkur með heilum fimm stigum. Vá! Ef ekki, þá athugiði næstu vísbend- ingu sem gefur fjögur stig. Sú þriðja þrjú, eruði búin að fatta kerfið? Jújú, tvö stig fyrir fjórðu og eitt fyrir fimmtu. Ykkur til skemmtunar, kæru lesarar, höfum við fengið valinkunna fróðleiks- hausa til að reyna sig, ykkur til samlætis, og sjáið hvernig fer hér neðst á síðunni Sigurvegarinn heldur áfram eftir hálfan mánuð, en þá birtist spurningaleikurinn næst.Bíðið þolinmóð. Svör eru við hlið krossgátu prestsins. 1. spnrnmg Fyrsta vísbending Onnur vísbending Þriðja visbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending Land þetta heitir á þjóðtung- unni al-Mamlaka al-Maghre- bia. Og gjaldmiðill þess heitir dirham. Stór og mikill fjallgarður í ríkinu er kenndur við Atlas. Höfuðborgin heitir Rabat... ... en aðrar, og frægari, borgir 1 em Casablanca og Tangier. 2. spnrning Á Ólympíuskákmótinu í Vama 1962 náði stórmeistari þessi bestum árangri á fyrsta borði. En stórmeistaratitilinn hafði hann hlotið fjórum ámm fyrr, eða 1958. Hann var eitt sinn borinn á gullstól eftir frægan sigur gegn Petrósjan. Þeir Bent Larsen hafa löngum eldað grátt silfur yfir skákborðinu. 1978 var hann svo kjörinn forseti FIDE. 3. spurning Þetta ár var barnabókin góð- kunna um Pétur Pan fyrst gefin út... og frumsýnt var leikritið , Kirsuberjagarðurinn eftir Ant- on Tékov. Fyrsta rafljósið var tendrað á íslandi. Stríð braust út milli Japana og Rússa. Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra hérlendur. 4. spurning Á fræðimáli heitir þessi fisk- tegund Acanthocottus scorp- ius. Við mökun heldur hængur- inn hrygnunni fastri með hin- um stóm eyr- og kviðaruggum. En á hrygningartímanum er sá sami hængur hárrauður að neðan með hvítum deplum. Hann er hvergi étinn nema á Grænlandi - þó talinn besti matur. Strákar veiða hann oft af bryggjum, og þykir lítil sæmd að. 5. spurning Árið 1973 mun poppmenni þetta hafa selt fleiri plötur en nokkur annar í sama bransa. Um sama bil kvaddi poppar- inn gula múrsteinavegginn. Samstarf hafði hann Iengst af við Bemie Tauber. Hann er sköllóttur, kynvillt- ur og glámskyggn. Á um þessar mundir fót- boltafélagið Watford á Engl- andi. 6. spnrning Hann þýddi: „Dynur sem brimsog frá bænum / bjástrandi mannfjöldans hergöngulag, / einstöku reiðikvein rjúfa / radd- þunga straumfallsins brag.“ Um stað þennan orti Þor- steinn Erlingsson: „En það segi ég hvert sem það flýgur og fer, / að fátt hef ég prúðara litið. / Ég sá þetta glitrandi bláfjallablað / í brosheiði skín- andi daga.“ Og orti: „Ég hef vaknað til lífsins, / og lífið var dimmrauð- ur draumur/ kuldans og þok- unnar / mjúkur og seiðandi draumur." Hann fæddist að Eyjólfs- stöðum í Vatnsdal. 1951-57 var hann sendiherra íslands í Kaupinhafn... ... og hann var, í stuttu máli sagt, áhrifamesti fræðimaður landsins á sviði bókmennta og málvísinda á þessari öld. 7. spurning Þar gekk eitt sinn laus frægur flokkur kúa. Og þangað kom svarti dauði . fyrst til landsins, árið 1402. Þar vom hernaðarumsvif mikil í seinni heimsstyrjöld... ... en hvalir eru varla hrifnir af staðnum, þó ætla mætti annað. 8. spurning Fyrir nokkmm árum var Ieikari þessi valinn sá versti í heimi af útgefendum bíóhand- bókar einnar - og vakti það furðu. Margir álitu að hann væri einu sinni keppinautur Mont- gomery Clift um konu. En annars byrjaði frægt hjónaband hans að fara í rúst er hann lék móti Raquel Welch í myndinni Bláskeggur. Annars hefur hann m.a. leikið Trotskíj og Markús Ant- oníus. Hann skyldi þó aldrei hafa verið giftur Elísabetu Taylor - tvívegis? 9. spurning Uppmnaleg heiti þessarar borgar er sagt þýða eitthvað í líkingu við „Borg grindavaðs- ins“... ... en núverandi nafn hennar þýðir eiginlega dmllupollur! Þó Júðar séu vart fjölmennir í borginni er einn af þeim kynþætti þó meðal frægustu íbúa hennar; sá hét auðvitað Leopold Bloom. Þar höfðu víkingar bæki- stöðvar um langt skeið. Og 1916 var gerð uppreisn í borginni - á páskum... 10. spurning Nafn þessa manns þýðir „hamingjusonur", og var það víst réttnefni. En hann rétt slapp við nafnið Benóní, sem mun þýða „harm- kvælasonur". Sumir hafa látið sér detta í hug. að hann sé e.t.v. forfaðir okkar íslendinga... Hann var síðari sonur móður sinnar - en hún hét Rakel. Aftur á móti var hann tólfti sonur föður síns; sá kom víða við. Jarðfræðingnr inn sigraði ■ Þeir sem reyna með sér í dag eru sigurvegarinn frá því fyrir hálfum mán- uði, Jón Guðni Kristjánsson og Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur frá Orkustofn- un. Þeir hjá Orkustofnun búa yfir fleira afli en gufu- og vatnsafli, - sem sé einnig talsverðu hugarafli, og Oddur lagði Jón að velli með fimm stiga mun. Fyrsta spuming: Oddur reyndist klók- ari í landafræðinni og þekkti þetta land við þriðju tilraun, en Jón í síðustu tilraun. Önnur spurning: Jón sló Oddi við í þekkingu á skákmótum og hlaut hann 4 stig, en Oddur 3 stig. Þriðja spurning: Hins vegar var það fyrst með stríði Rússa og Japana sem þeir þekktu ártalið og báðir fá eitt stig. Fjórða spuming: Já, fiskifræðin getur staðið í fleirum en fiskifræðingunum, þegar erfiðar gátur koma upp. Báðir hlutu 2 stig. Fimmta spurning: Oddur dró upp stóra borinn og kom niður á lausnina strax, en Jón í annarri tilraun. Jón 4 stig og Oddur 5 stig. Sjötta spurning: Báðir þekktu fræði- manninn og skáldið í þriðju tilraun og báðir fá 3 stig. Sjöunda spuming: Bláfjallabaðið þekktu þeir ekki fyrr en kom að hemaðarskarkinu. Báðir 2 stig. Áttunda spuming: Nú veitti Oddi ■ Jón Guðni Kristjánsson. betur. Hann hlýtur 5 stig, en Jón 3 stig. Níunda spurning: Báðir fá eitt stig. Tíunda spuming: Oddur þekkti þenn- an mæta mann í síðustu tilraun, en Jón ■ Oddur Sigurðsson. þekkti hann alls ekki. Oddur eitt stig, en Jón ekkert. Þar með hefur Oddur sigrað og hlýtur 26 stig, en Jón fær 21 stig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.