Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
26
nútíminn
Umsjón: Friðrik Indriðason og Eirfkur S. Eiríksson
ÓHÁÐI
VINSÆLDA-
LISTINN
— byggdur á sölu
í STUÐ-búðinni
■ Litlar breytingar hafa orðið á
listanum frá fyrri viku, sú helsta er
að Spliff fella Jonee Jonee út af
honum og draumar Kate Bush eru á
uppleið.
Að öðru lcyti er listinn óbreyttur
og sömu sögu er að segja um litla
listann, Fornaldarhugmyndir Lólu
tróna þar cfst sem fyrr.
1. Dire íjtraits/
Love Ovcr Gold
2. Peter Gabriel/ 4
3. Tappi tíkarrass/
Bitið fast í vitið
4. Cure/Phornograpy
5. Dead Kennedys/
In God Wc Trust Inc.
6. Kate Bush/The Dreaming
7. Crass/Christ the Album
S. Spliff/85555
9. Defunkt/
Thermo Nuclear Sweat
101 Art Bears/
The World As It Is Today
Hyómsveitín ÞEYR heim á klakann:
ENGLANDSTURINN
FÓR í VASKINN
— Greenworld í Kaliforníu
hefur áhuga á að fá 15.000
eintök af nýjustu plötu
þeirra The Fourth Reich
■ Hljomsveitin ÞEYR
var væntanleg heim á klak-
ann nú um helgina eftir
hljómleikaferðaiag um
Norðurlöndin en þeir léku
í Finnlandi, Svíþjóð og
Danmörku. Eins og kunn-
ugt var af fréttum fyrir
þessa för var einnig ætlun-
in hjá Þeysurunum að leika
í Englandi en sá túr mun
hafa farið í vaskinn vegna
vanefnda SHOUT út-
gáfunnar sem átti að
skipuleggja túrinn en sú
skipulagning brást.
Enska útgáfan af plötu Þeysaranna As
Above hefur verið ófáanleg í búðum hér
um langt skeið en það er einmitt Shout
sem gaf hana út í Englandi. Hingað til
lands kom þessi plata í litlu upplagi á
sínum tíma og seldist strax upp en við
höfum fregnað að á næstunni sé von á
öðru upplagi með þessari plötu.
15.000 eintök
til Bandaríkjanna?
Ný plata ÞEYS The Fourth Reich er
væntanleg á næstu vikum en Hilmar
Örn, andlegur sáluhjálpari þeirra sagði
í samtali við Nútímann að Greenworld
dreiflngarfyrirtækið í Kaliforníu hefði
sýnt áhuga á plötunni og vildi það fá
15.000 eintök af henni til dreiflngar.
Eigandi Greenworld er Villiam nokk-
ur Hein en hann kom hingað í heimsókn
um síðustu áramót og kynnti sér það sem
var að gerast hér á nýbylgjusviðinu.
Hann fór utan með plötur með öllum
okkar helstu tónlistarmönnum á þessu
sviði og hefur hann verið duglegur við
að kynna íslenska tónlist á þessu sviði
vestra en Greenworid dreiflr plötum
allra hclstu pönkgrúppanna í Los
Angeles og hefur sveitir á borð við Yello
og Residents á sínum snærum.
íslensk nýbylgjutónlist hefur hlotið
nokkra umfjöllun vestra og sagði As-
mundur í Gramminu okkur að stór grein
hefði birst um hana í tímaritinu Trouser
Press en það hefur svipaöa stöðu í
Bandaríkjunum og Zig Zag hefur í
Bretlandi. FRI
■ Hljómsveitin Þeyr.
LLola
2. Comsat Anglcs
3. G.B.H.
AIRÍ
GAMLA
BÍÓ
■ Eins og greint var frá í síðasta
Nútíma mun Jazztríóið AIR halda
hér eina tónleika þann 16. nóvember
n.k. og nú mun vera komið á hreint
hvar tónleikarnir verða, þ.c. í Gamla
bíó. Miðaverði á tónleikana erstillt í
hófxðá 150 spesiur stykkið.
Forsala miða hefst eftir helgi í
Fálkanum Laugavegi og Gramminu
á Hverfisgötu.
JONEE
HÆTTIR
■ Hljómsveitin Jonee Jonee, sem ný-
lega gaf út plötuna Svonatorrek, er hætt.
Fyrir skömmu hélt Þorvar Hafsteinsson
söngvari sveitarinnar tilNew York og var
upphaflega ætlunin að hann yrði í
mánuð en kæmi svo heim og sveitin
fylgdi plötunni eftir með tónleikum. Nú
er hinsvegar ljóst að Þorvar mun verða
lengur ytra, hyggur jaínvel á nám þar og
því varð úr að Jonee lagðist niður.
Bergsteinn Björgúlfsson bassaleikari
og Heimir Barðason trommuleikari eru
hinsvegar að pæla í nýrri hljómsveit og
eru þeir nú að leita að þriðja manni í
hana. Ætla þeir sem sagt ekki að láta
deigan síga en sveitin kemur til með að
heita eitthvað allt annað en Jonee Jonee.
FRI
■ Jonee Jonee í kunnuglegu umhverfl, þ.e. á tónleikum á Borginni.
Plötur
fáguðu máli. Því er þó ekki að
neita að McDonald er ekki
alvondur, en ég fyrir mína
parta verð að segja: „We are not
amused“ eins og Viktoría
forðum. McDonald og Doobie
Brothers eru rammvilltir að
mínu viti og ég á þá ósk
heitasta þeim til handa (ef þeir
eru ekki hættir) að þeir rambi
afturábak til fyrri dýrðardaga.
Þá voru það lög eins og „Long
train running“ sem gcrðu allt
vitlaust og ég man það eins og
gerst hefði í gær er Rúnar Júl.
braut bassann á rjáfrinu á
hljómsveitarpallinum í Húsa-
felli er Trúbrot tóku þetta lag
árið 1970. í dag sofnar Rúnar
Júl. vafalaust ef hann hlustar á
Doobie Brothers og Michael
McDonald.
-EÍE
Plötur
það gott. Ein aðalástæðan fyrir
því hvað sólóplöturnar verða
svipaðar því sem hljómsveit-
imar hafa verið að jjera er auk
ófrumleikans sú að viðkom-
andi söngvarar hafa átt erfitt
með að breyta rödd sinni. Það
hefur 'Don Henley getað gert
og þó að plata hans sé_ e.t.v.
ekkcrt meistarastykki, þá eru
á he.nni ákaflega ánægjulegir
kaflar s.s. titillagið og hið
þrælgóða „Johnny can‘t read“.
Sem fyrr er tónlistin í rólegri
kantinum, en allir þeir sem
kunnu að meta Eagles og ekki
eru á móti örlítilli framþróun
ættu aðgeta metið þessa plötu.
-ESE
■ Michael McDonald - If
that what it takes / Steinar
Aumingja Michael
McDonald. Hann er einn af
þessum köllum sem er með
ágæta og sérkennilega
söngrödd, en hans mestu vand-
ræði em að hann hljomar alltaf
nákvæmlega eins og þá skiptir
ekki máli hvort hann raular
fyrir Doobie Brothers, í baði
eða á eigin sólóplötu. McDon-
ald hefur um langan aldur
verið númer eitt maðurinn í
Doobie Brothers, eða eftir að
hann skiidi við Steely Dan-
Hann átti einnig sætrsta þátt-
inn í að tosa Doobie Brothers
upp vinsældalistana hér fyrir
nokkurm árum með hinu frá-
bæra lagi „What a fools-bel-
ive“.
NQ finnst mér sern sagt að
hæfiieikar Michael McDonalds
séu að veröa honum fjötur um
fót og líklega heitir þetta
stöðvun eða andleg gelding á
■ , Don Henley -1 can‘t stand
still / Seinar.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja að undanfarin ár hafa
einstaklingar úr hinum og þess-
um heimsffægum hljóm-
sveitum, fetað sólóstigu og
árangurinn hefur yfirleitt ekki
verið neitt til að hrópa húrra
fyrir. Þessir piltar hafa nefni-
lega langflcstir fallið í þá
gryfju að „kóp(era“ það sem
þcir hafa verið að gera með
hljómsveitum sínum og sjaldan
Það er því ánægjuefni að
heyra a.m.k. eina plötu við og
við sem hijómar ekki eins og
„móðurskipið". Don Henley
ein aðalsprautan í Eagles.er
einn af þeim sem þorað hafa
að farÁ eigin leiðir og plata
hans „1 can’t stand still“ minnir
varla hætishót á Eagles og er
hefur örlað á frumleika. Þetta
er auðvitað langt frá því að
vera algiit, en hin sorglegu
dæmi þcssa blasa við hvert scm
litið er.