Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. 27 tiútíminii ■ Einar Öm Benediktsson söngvari í Purrks Pillnikk sáluga hefur nú stofnað nýja fimm manna hljómsveit og er þessa dagana að standsetja æfinga- húsnæði á Ægisgötunni en því mun nýja sveitin deila með Fræbbblunum og á að verða til staðar aðstaða til upptöku (Qögurra rása tæki). Einar öm kom fram á síðustu Upp og ofan tónleikum í Félagsstofnun undir nafninu Seinar Express en hann sagði í samtali við Nútímann að nýja sveitin væri ekkert tengd því verkefni, það hefði veirð prógramm sem hann og Torfi Rafn orgelleikari hefðu komið saman fyrir þessa einu tónleika og síðan ekki söguna meir... að vísu mun Torfi vera meðlimur í nýju sveitinni en um aðra meðlimi hennar vildi Einar ekki tjá sig, þetta væri svo skammt á veg komið. Hann gat þess að hljóðfæraskipun yrði ■ Einar Öm í „faðmlögum" sinna fyrri félaga í Purrk Pillnikk. EINAR ÖRW MEÐ NÝJA HLJÓMSVEIT sennilega, orgel, klarinett, trompet, síðamefnda. opinberlega fyrir áramót en Einar sagði gítar, bassi, trommur og söngur og yrði Ekki er ljóst hvort þessi nýja sveit það ömggt að þeir héldu tónleika í jafnvel kvenmaður sem sæi um hlið (hefur enn ekki hlotið nafn) kemur fram byrjun næsta árs. _frj Fjör í plötuutgafu Steina hf.: íslenskt ■ Jakob Magnússon. góðgæti ■ Mikið fjör er nú að færast í hljómplötuútgáfu Steina hf. Fyrir utan þær fjölmörgu erlendu hljómplötur sem fyrirtækið lætur pressa hérlendis, þá er von á allmörgum nýjum íslenskum plötum og líta nokkrar þeirra dagsins ljós þegar í þessari viku. Fyrsta ber að telja nýja sólóplötu Jakobs Magnússonar, en hún heitir „Tvær systur“. Platan er i mjög svipuð- um stíl og „Special Treatment" og sem fyrr em aðeins úrvalsmenn með Jakobi við plötugerðina. Nægir þar t.a.m. að nefna Steven Anderson, bassaleikara og Jeff Berlin sem einnig leikur á bassa. Þá senda Þú og ég, þ.e.a.s. Helga Möller, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson frá sér nýja plötu í vikunni og nefnist hún „Aðeins eitt líf“. Er þar á ferðinni væntanlega mjög vönduð plata, ef miða má við reynslu fyrri ára. Loks er að nefna Egó - platan „I mynd“ kemur út í þar næstu viku, en Egóistar eru nú í þann veginn að ljúka landsreisu sinni. -ESE Þægileg upphitun ■ Þá veit maður það, eða hvers vegna Ian Gillan kom ekki til íslands. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur hann verið önnum kafinn við að hita upp og æfa upphitunarhljómsveitina sem leika mun með GILLAN á komandi hljóml- eikaferðalagi. Þessi upphitunar hljómsveit nefnist Cucumbers og er hún eingöngu skipuð kvenmönnum. Miðað við klæðaburð ættu þær ekki að hætta sér hingað á Klakann, en þær geta þó alltaf reitt sig á Gillan. Hann er sagður svo flinkur með t. Bitvargur og bárujárnströli ■ Þeir sem eru fyrir fútt og fjör, ættu að bregða sér á hljómleika með gamla Black Sabbath-brýninu Ozzy Osbourne. Hann þykir í dag einn sá alsvakalegasti sem þenur raddböndin á rokkfjölum og kappar eins og Alice Cooper sem hálshöggvið hafa hænur og gælt við kyrk- islöngur, bókstaflega fölna við hliðina á Ozzy. Bárujárnsrokkari þessi er einnig ágætlega tenntur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd enda hefur hann haft það fyrir sið að bíta hausinn af skömminni eða af hænunni og þykir víst mörgum alveg nóg um þær sýningar. Þetta er sem sagt rétti maðurinn fyrir Bruna B.B. ■ Ian Gillan og upphitunarliðið. ■ Paul Weller. „Jólagjöf” ■ Sorgleg tíðindi berast yfir sæinn. Hin ága:ta breska hljómsveit The Jam, eða Sulturnar eins og nafnið hefur gjarnan verið útlagt á íslensku er að syngja sitt síðasta. Það var Paul Weller, forsprakki The Jam sem greindi frá því í opnu bréfi í New Musical Express á dögunum að fyrir dyrum stæði að leysa hljomsveitina upp. Sagði Weller hljómsveitina hafa náð eins langt og bestu vonir hefðu verið bundnar við og með það í huga væri ekkert vit að halda áfram bara nafnsins vegna. - Við viljum ekki enda í þeirri neyðarlegu aðstöðu að verða útbrunnin hljómsveit, sagði Weller m.a. í bréfi sínu til heimsins. Góðu fréttirnar við þetta allt saman eru þær að The Jam ætla að halda hljómleika um jólin og verður það væntanlega síðasta jólagjöf þessarar ágætu hljómsveitar. Leitað að Crass plötum ■ Nýjasta verk Crass, Christ the Album, hefur farið mjög í taugarnar á breskum stjórnvöldum enda fá þau vægast sagt herfilega útreið í textum laganna á albúminu. Málið hefur komið alla leið inn á breska þingið þar sem fjallað hefur verið um það og í framahldi hafa spunnist nokur blaðaskrif um málið í Bretlandi. Stjórnvöld hafa reynt að finna dreif- ingaraðila plötunnar, væntanlega til að stöðva hana, en það hefur gengið djöfullega hjá þeim að hafa uppi á þessum aðila, hann er raunar John nokkur Loder hjá Southern Studios, mikill vinur Tony Cook og velkunnur • meðal nokkurra tónlistamanna hérlendis en Purrkur tók upp lötur hjá honum í Southern. _FR1 J|§ RÍKISSPÍTALARNIR SJ3É5 lausar stöður LANDSPÍTALINN SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á Kvennadelld. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. RÍKISSPÍTALARNIR Reykjavík, 7. nóvember 1982. Iðngarðar á Selfossi Stjórn Iðnþróunarsjóðs Selfoss auglýsir hér með aðstöðu í nýbyggðum Iðngörðum á Selfossi. Skv. samþykktum um Iðngarða á Selfossi sem liggja frammi á tæknideild Selfossbæjar, Eyrarvegi 8. Teikningar af Iðngörðum liggja frammi á sama stað. Umsóknir þurfa að hafa borist formanni stjórnar Iðnþróunarsjóðs Selfoss Guðfinnu Ólafsdóttur, Engjavegi 83, 800 Selfossi fyrir 20. nóv. n.k. Stjórnin. LOFTPRESSA 3300 mín. lítra fyrirliggjandi Smiðjuvegi 30 — Simi 76444. Rúm með útvarpi og vekjaraklukku. Stærð: 90x200 cm. Verð kr. 6.750,- Húsgögn og Su4urlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86-900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.