Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 4
4
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
A 85 ára afmæli Blaðamannafélags Islands
„SÉ EKKl EFTIR AD
HAFA VALIÐ MÉR
BLAÐAMANNSSTARFIB'
segir handhafi blaðamannaskírteinis no. 1, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
■ Nú um helgina er þess minnst
að Blaðamannafélag Islands er
85 ára og er það þar með elsta
starfandi stéttarfélag landsins.
Saga íslenskrar blaðamennsku
hefur verið rifjuð upp í bók
Vilhjálms Þ. Gíslasonar, „Blöð
og blaðamenn,“ sem hefst á
þeim tíma þegar fyrsta íslenska
blaðið „Islandske Maanedsti-
dende“ kemur úr 1773. Ekki
reynum við hér að rekja þær
breytingar og aldahvörf sem
orðið hafa síðan þá, heldur
látum Vilhjálmi það eftir. Þess í
stað báðum við um að mega
heyra hvað elsti félagi Blaða-
mannafélags íslands, sá sem ber
félagsskírteini þess no.l, Þórar-
inn Þórarinsson, ritstjóri, hefur
að segja um þær breytingar sem
hann sjálfur hefur orðið vitni að
frá því er hann hóf sinn blaða-
mennskuferil árið 1934. Þær
brey tingar eru margar og róttæk-
ar.
„Þú spyrð um aðdraganda þess að ég
gerist blaðamaður. Það er eiginlega ekki
gott að segja nákvæmlega hvenær upptök-
in verða, en um tíu ára aldur, 1924 eða
þar um kring, fór ég að fylgjast all vel
með blöðunum og las þá Tímann og
Lögréttu og önnur blöð sem ég komst
yfir, en aðeins eitt blað var keypt heima
hjá mér, svo hin varð ég að fá lánuð. Ég
hneigðist fljótt að Tímanum hvað
skoðanir snerti, en las einnig Lögréttu
mér til mikillar ánægju, því þar voru
erlendar yfirlitsgreinar. Það má því
kannske segja að þeir Þorsteinn Gísla-
son og Vilhjálmur Þ. Gíslason hafi orðið
mínir lærifeður á því sviði. Segja má líka
að hugurinn hafi snemma hneigst að
blaðaútgáfu og blöðum, því tólf ára
gamall fer ég að gefa út blað sem var
verulega pólitískt Framsóknarblað. Fé-
lagi minn, Sigurður Ólafsson, sem nú er
forstjóri Reykjavíkurapóteks, gaf svo út
annað blað til andsvars gegn mínu
blaði, en það var fremur inni á
Sjálfstæðislínunni, þótt ekki væri hann
slíkur áhugamaður um pólitík og ég.“
Kynni af Jónasi Jónssyni
„Tólf ára gamall kem ég hingað suður
til Reykjavíkur og var tilgangurinn sá að
fá mér gleraugu, en ég var nærsýnn og
hef alltaf verið. Ég bjó hjá þingritara,
Jóhanni Hjörleifssyni, og fékk að fara
með honum í þingið til þess að hlusta á
umræður þar. Jónas Jónsson tók eftir
þessum setum mínum þarna og eitt sinn
síðar, þegar Sigurður Einarsson, skóla-
stjóri í Ólafsvík var á ferðinni, þá notaði
hann tækifærið og sendi mér tvo árganga
af Alþingistíðindum. Það segir talsvert um
Jónas sem ekki hafði neitt kynnst mér
að hann skyldi gera þetta, en svona var
hann opinn fyrir öllu ungviði, og
auðvitað varð þetta til að gera mig enn
þá pólitískari. Þegar ákveðið var að ég
skyldi afla mér einhverrar menntunar,
vildi ég ekki í neinn skóla fara nema
Samvinnuskólann. í hann settist ég 1931
og lauk prófi frá skólanum 1933.
Á þessum tíma tók ég mikinn þátt í
pólitísku starfi í Félagi ungra Framsókn-
armanna. Á þessum tíma var klofningur-
inn á milli Jónasar og Tryggva í aðsigi
og ég tók mér strax stöðu Jónasar megin.
Ég tók þátt í útvarpsumræðum sem
fulltrúar stjómmálafélaga yngri manna
stóðu að í mars 1933. Kostaði þetta það
að ég varð að fara úr skóla og gerði það
í samráði við skólastjóra, en Jónas beitti
sér þá mjög fyrir því að skólanemendur
tækju ekki þátt í pólitík, enda hafði það
þá nýlega orðið brottrekstrarsök í
Menntaskólanum á Akureyri, þegar
Ásgeir Blöndal Magnússyni var vísað úr
skóla. Ég las svo utanskóla og lauk
prófinu 1933.“
Blaðamennska
„Sama ár fór ég að vinna við Tímann,
en ekki nema að hálfu leyti við blaða-
mennsku, því að nokkru leyti vann ég
við afgreiðslu og dreifingu.
Nokkrum mánuðum seinna, eða
haustið 1933, var „Nýja dagblaðið"
stofnað, vegna þess að Framsóknar-
flokkurinn hugðist nú ryðja sér meir til
rúms í kaupstöðunum. Gerðist égblaða-
maður við það blað að fullu í janúar 1934
og vil ég miða blaðamannsferil minn við
það ár. Þannig ætti ég því hálfrar aldar
afmæli sem blaðamaður eftir rúmt eitt
ár.
Vinnan við dagblöðin á þessum tíma
var auðvitað ósambærileg við það sem
nú er. „Nýja Dagblaðið" var ekki nema
fjórar síður og mig minnir að þá hafi
Morgunblaðið ekki verið nema fjórar
síður heldur.
En þá gerist það að Alþýðublaðið er
stækkað. Blaðið var að vísu áfram
aðeins fjórar síður, en brotið var mikið
stækkað.Finnbogi Valdemarsson var rit-
stjóri þess og tók hann nú upp þann hátt
að hafa erlendan fréttaritara í Kaup-
mannahöfn, sem sendi þaðan erlendar
fréttir. Á þessum tíma var geysilega
mikið að gerast í pólitíkinni erlendis,
nasistar voru að ryðja sér til rúms og
fleira markvert var á ferðum. Alþýðu- •
HÁTIÐARsamkoma
Allt framsóknarfólk hjartanlega velkomíð á hátíðina.
Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu Framsóknarflokksins að
Rauðarárstíg 18, og þá má einnig panta í síma 24480.
Framsóknarfélögin í Reykjavík.
——l—f