Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR U. NÓVEMBER 1S82 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982 11 ■ „Aldrei vildi ég hverfa aftur til gamla tímans áður en tölvan kom,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, trygginga- fulltrúi, er ég spurði hann um tölvuvæð- inguna, en hann er einn þeirra starfs- manna, er unnu hvað mest að henni. „Afgreiðslan er öruggari, fljótlegri og léttari fyrir starfsfólkið. Þegar þetta ■ Jón Þór Gunnarsson, tryggingafulltrúi, situr við hreyfanlegan tölvuskjá í Samvinnutryggingum. (Tímamynd Anna) hring þannig að viðskiptavinurinn getur fylgst með skjánum, ef hann vill; skjárinn getur sem sagt snúið að við- skiptavininum. Það getur líka verið gott fyrir okkur, þegar við erum að fara yfir tryggingar viðskiptavinar, að láta hann fylgjást með, og fólk er mjög ánægt með það.“ „AFGREIÐSLAN ÖRUGGARI, FUÓTARI OG LÉTTARI” segir Jón Þór Gunnarsson, tryggingafulltrúi TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR TÖLVUR „Pað er hægt að segja að upphaf tölvuvinnslu hjá Samvinnu- tryggingum hafi verið um 1960, en árið 1974 var í samráði við starfs- fólk gerð langtímaáætlun um hönnum og notkun tölvukerfa fé- lagsins. Tryggingafélög eru yfirleitt með stærstu tölvunotendum í heimi,u sagði Sigurður Jónasson, deildarstjóri hjá Samvinnutrygg- ingum, er ég hitti hann að máli til að spyrjast fyrir um tölvuvæðingu Samvinnutrygginga. „Og í dag er útgáfa nær allra tryggingaskírteina, meðferð tjóna og fjármálalegar hreyfingar unnið jafnóðum í tölvu í gegnum þar til gerða tölvuskjái. SAMVINNUTRYGGINGAR - STÓRFYRIRTÆKIÞARSEM TÖLVUVÆÐINGIN ER MIKIL: „GÆTUM EKKIANNAÐ ÖLLUM ÞESSUM VIÐSKIPTUM AN ADSTOÐAR TÖLVU” — rætt vid Sigurd Jónasson, deildarstjóra hjá Samvinnutryggingum „PAPPÍRSKOSTNflÐURINN 1980 VAR SVIPAÐUR AD KRÓNUTÖLU OG 74” — rætt við Hrafnkel Björnsson, kerfisfraeding, um tölvukerfi Samvinnutrygginga ■ „Aukinni notkun beimilistölva og nánari kynnum viðskiptavina af tölvum hijótum við að þurfa að mæta annað hvort með samtengingarmöguleikum eða beinni notkun viðsldptavinar á tölvukerfi okkar“, sagði Hrafnkcll Björnsson, kerfisfræðingur hjá Sam- vinnutryggingum, er hann var spurður um framtíðarþróun í tölvunotkun fyrir- tækisins. HrafnkeU var beðinn um að lýsa nánar tölvukerfi Samvinnutrygginga. „Vinnsla kerfisins er tvenns konar, annars vegar er runuvinnsla (batch processing) og hins vegar sívinnsla (One line processing). Runuvinnsla er það, sem byrjað var á og er enn í gangi, en hefur að vísu tekið miklum breytingum. Þegar sívinnslan byrjar svo 1976 með skjánum, þá verða þessar stökkbreytingar í allri aðstöðu og þá breytist runuvinnslan.“ - Hve margir skj áir eru á aðalskrifstof- unni? „Á aðalskrifstofunni í Reykjavík eru nú 35-40 skjáir. - Hverjir eru höfuðþættir tölvuvinnsl- unnar hjá ykkur? „Það er í fyrsta lagi rekstur tölvukerfa til þess að sinna tryggingastarfsemi og í öðru lagi bókhaldslegur vinnsluþáttur með skýrslugerðum. Einnig vinnum við verulega mikla vinnslu fyrir umboð Samvinnutrygginga út um allt land.“ - En hvað um pappírshagræðingu? „Einn af helstu þáttunum í pappírs- hagræðingu í tengslum við sívinnslu- kerfið er, að einu útskriftirnar í sam- bandi við iðgjaldarukkanir á höfuðborg- arsvæðinu eru í formi gíróseðla. Þetta hefur gefið okkur mjög góða raun, og er örugglega mikill hagur fyrir viðskipta- vini að geta greitt iðgjöld sín í öllum almennum bankaafgreiðslum. Staðlaður tölvupappir Samvinnu- trygginga er í dag aðeins þrenns konar, sem sagt gíróform, A 4 stærð og A 5 stærð. Og þetta hefur haft verulega hagkvæmni í för með sér. Tölvupappírs- kostnaður árið 1980 var að krónutölu svipaður og árið 1974. Áður en sívinnsl- an kom skrifuðum við metra háa stæðu af pappír á hverjum mánuði, en með tilkomu sívinnslunnar lögðust þessar útskriftir algjörlega niður.“ Hvað er skráð? - Hvemig er vinnan við nýtt skírteini viðskiptavinar? „Þegar tekið er nýtt skírteini, er ■ Hrafnkell Bjömsson byrjað á því að nafnnúmer viðkomandi viðskiptavinar er slegið inn á skjáinn og þá kemur í ljós, hvort hann er eða hefur verið í viðskiptum við okkur. Ef svo er ekki, er nafn hans skráð inn. Að því loknu velur tölvan skírteinisnúmer og í framhaldi af því skráir viðkomandi sölumaður hinar tryggingalegu upplýs- ingar á skjáinn. Þegar því er lokið reiknar tölvan út iðgjald, söluskatt og þess háttar, gerir reyndar ákveðnar prófanir áður. Að þessu loknu er skírteinið flutt j' viðkomandi tölvuskrá og skírteinið skrifast út hér á staðnum. Skírteinið skrifast í tvíriti, frumrit árita starfsmaður tryggingafélagsins og trygg- ingartaki, afritið notum við síðan sem vátryggingabeiðni. Afritið er það eina, sem við eigum á pappír um þennan vátryggingarsamning. “ - Hvað er svo á döfinni hjá ykkur í framtíðinni? „Við erum að taka í notkun litaskerma með möguleikum á grafík, sem samhliða áætlanagerðarforritum eiga að hjálpa stjómendum fyrirtækisins við sín störf. Ritvinnsla er nokkuð á veg komin hjá okkur og muri vemlega aukast. Við sjáum fram á aukna fjarvinnslu um landið með bættri símtækni, jafn- framt því sem við lítum björtum augum á samvinnu milli stórra tölva hérlendis og erlendis. Aukinni notkun heimilistölva og nán- ari kynnum viðskiptavina af tölvum hljótum við að þurfa að mæta annað hvort með samtengingarmöguleikum eða beinni notkun viðskiptavinar á tölvukerfi okkar.“ vinnufélaga sjálft með sínar deildir hér í Reykjavík, mörg kaupfélög, Samvinn- utryggingar o.fl. eða stærstu aðilar innan samvinnuhreyfingarinnar á íslandi. Síð- an hafa stærstu kaupfélögin farið út í það á síðustu árum að taka í notkun eigin tölvur, og valið þá kannske minni tölvur, og ef við horfum á þetta með langtímasjónarmið í huga gætum við vonast til þess að þegar fram í sækti myndu þessar minni tölvur samtengjast stóru tölvu Sambandsins um símalínu og annað þannig að eftir nokkur ár værum við orðin í beinu tölvusambandi við helstu staði Samvinnuhreyfingarinnar úti á landi. Nú hefur skrifstofa Samvinnutrygg- inga á Akureyri verið í beinu tölvusam- bandi á annað ár og nú á næstu mánuðum verður útibú Samvinnutrygg- inga í Samvinnubankanaum á Akranesi tengt við okkar kerfi. Jafnhliða erum við tilbúnir að tengja skrifstofu Samvinnu- trygginga í Hafnarfirði, Keflavík og á fleiri stöðum, og við munum með hliðsjón af stærð og hagkvæmni tengja umboð Samvinnutrygginga, sem eru vítt og breitt um landið allt í allt um 70, við tölvukerfi félagsins. Þarna ber að hafa í huga að við viljum kannske fara sam- hliða samvinnufélögunum á hverjum stað til þess að gera það sem hagkvæm- ast, t.d. í Borgamesi, á Ilöfn í Hornafirði og víðar eru til minni tölvur, sem mögulegt væri að láta tengja tölvusamstæðu Sambandsins. Með hlið- sjón af því, hvað stærri kaupfélögin ætla sér að gera í framtíðinni, em Samvinnu- tryggingar tilbúnar að taka við beinu sambandi við stærstu staði, sem annast umboðsstörf fyrir okkur.“ Sigurður Jónasson, deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum. (Tímamynd Anna) tölvukerfi var hannað var það gert í mjög nánu samstarfi við okkur notendur og hefur það heppnast mjög vel.“ - Hvemig vom viðtökur viðskiptavin- anna við tölvuvæðingunni? „Viðskiptavinirnir hafa tekið þessu mjög vel og finnst afgreiðslan hafa batnað mjög mikið, en enn em til menn, sem segja, ef einhver vitleysa kemur upp: Þetta er allt tölvunni að kenna! En flestir eru þó ánægðir með hve afgreiðsl- an gengur fljótt fyrir sig.“ - Finnst þér fólk fylgjast mikið með því, sem er að gerast á tölvuskjánum? „Þegar þetta húsnæði hér á neðstu hæðinni, sem við eram nú í, var tekið í notkun, þá var hver tölvuskermur, sem var á borðinu hjá sölumanni, útbúinn þannig, að það var hægt að snúa honum Við gætum í dag raunverulega ekki verið á markaðinum eins og við emm, tekið við þessum fjölda eða afgreitt þetta, sem við erum að gera, án þess að njóta aðstoðar tölvu. Vátryggingar- samningur er milli tveggja aðila en meðferð hans, geymsla á honum og allar þær upplýsingar, sem hann hefur áð geyma, og eins þegar til tjóna kemur, þetta er það mikið magn upplýsinga, sem þarf síðan það mikla úrvinnslu á síðari stigum, að tölvan er bráðnauðsyn- iegt hjálpartæki.“ „Fyrstu sporín voru erfið“ Var erfitt að koma ykkar miklu tölvuvæðingu á? - Fyrstu sporin voru erfið að því leyti til að Samvinnutryggingar voru að fara þarna nýja braut, sem ekki hafði verið rudd áður hérlendis, og við vomm að taka í notkun forrit, sem lítil þekking var til staðar á hér. Allt tókst þetta þó með ágætum eins og reynslan sýnir-í dag. Þessi tölvukerfi hjá okkur hafa gengið sérstaklega vel og það er ekki síst því að þakka, að uppbygging þeirra fór fram í mjög náinni samvinnu milli notend- anna, það er að segja okkar starfsmanna og þeirra sérfræðinga, sem unnu við forritagerðina. Við erum með aðgang að tölvusam- stæðu samvinnuhreyfmgarinnar, sem staðsett er í Holtagörðum hér í Reykja- vík. Samvinnuhreyfingin reynir á hverj- um tíma að hafa sína tölvusamstæðu með tilheyrandi jaðartækjum og öllu eins vel búna og kostur er til þess að mæta þeim þörfum, sem notendumir hafa af tölvunni. Samhliða eru síðan notendapakkar eða forritasöfn keypt að þessari tölvu til þess að gera möguleik- ana á almennri og víðtækri notkun enn sveigjanlegri. Þarna hefur verið veru- legur kostur fyrir Samvinnutryggingar, að aðilar skyldu hafa sameinast um eina, stóra tölvu sem haldið er í því besta formi, sem hægt er á hverjum tíma til þess að ekki verði um afturför að ræða í þeirri öru þróun, sem á sér stað í þessum málurn." Móðurtölvan „Móðurtölva Sambandsins er rekin af tölvudeild Sambandsins, en notendur hennar eru síðan Samband ísl. sam- ■ Tölvuvinnsla Samvinnutrygginga fer að mestu leyti fram um símalínur, sem lengdar eru tölvusamstæðu Sambandsins að Holtagörðum, þaðan sem þessi mynd er. Afgreiðsla í vistlegri aðalskrifstofu Samvinnutrygginga. Sjá má hreyfanlegan tölvuskjá á borðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.