Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjóri: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll Magnúbson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, BJarghlldur Stefánsdóttir, Eirlkur St. Elrlksson, Frlðrlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgason(lþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Kristln Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. LJósmyndir: Guðjón Einarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Kristfn , Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Ver& f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Stjórnarskráin og kosningalögin ■ Á nýloknu átjánda flokksþingi Framsóknarflokks- ins var stjórnarskrármálið tekið til sérstakrar meðferð- ar, enda er það annað af tveim mestu stórmálum, sem bíða úrlausnar. Hitt er efnahagsmálið. Niðurstaðan á flokksþinginu varð sú, að samþykkt var nær einróma ályktun um stjórnarskrármálið. í ályktuninni felst í fyrsta lagi, að stjórnarskrár- nefnd ljúki störfum sem fyrst. Síðan verði nefndar- álitið til umræðu hjá þjóðinni, og að því loknu verði það tekið til meðferðar á sérstöku stjórnlagaþingi. Flokksþingið óttaðist, að endurskoðun stjórnar- skrárinnar gæti strandað einu sinni enn, ef Álþingi ætti að fjalla um það og þar kynni einnig að gæta einkahagsmuna þingmanna. Því væri rétt lausn að efna til sérstaks stjórnlagaþings. í öðru lagi felst í ályktuninni, að varað er við stjórnarskrárbreytingu um kjördæmamálið eitt og allir aðrir þættir stjórnarskrármálsins skildir eftir. Þá er hætt við, að afgreiðsla málsins dragist enn von úr viti. í þriðja lagi viðurkenndi þingið nauðsyn þess, að leiðrétta þarf sem fyrst það misvægi, sem hefur skapazt milli kjördæmanna síðan 1959. Þingið taldi að þetta mætti leiðrétta til bráðabirgða með þeirri breytingu á kosningalögunum, að uppbótarsæti yrðu færð til þeirra kjördæma, sem nú verða verst úti. í fjórða lagi mælti flokksþingið með þeirri lausn, að vægi atkvæða milli kjördæma verði sem næst því og það var fyrst eftir að núverandi kjördæmaskipan var komið á, en um það var ekki ágreiningur þá á milli flokka. í fimmta lagi lagði flokksþingið áherzlu á, að þingmönnum verði ekki fjölgað og því verði auknu jafnvægi frekar komið á með breyttum reglum um úthlutun uppbótarsæta en fjölgun þingmanna. í sjötta lagi er lögð á það mikil áherzla, að kjördæmakosnum þingmönnum verði ekki fækkað. Þá var lýst fylgi við að kosningarétturinn yrði færður niður í 18 ára aldur og að kjör þingmanna yrði gert persónubundnara. Með þessari ályktun flokksþingsins hefur Framsókn- arflokkurinn orðið fyrstur flokkanna til að gera nákvæma grein fyrir því hvernig hann vill leysa kjördæmamálið. Jafnframt hefur hann bent á þá leið, eins og hann hefur reyndar gert oft áður, sem tryggja myndi farsælasta lausn stjórnarskrármálsins, þ.e. að taka það til meðferðar á sérstöku stjórnlagaþingi. Einhugur um stefnumörkunina Morgunblaðið er að reyna að tína til ýmislegt, sem á að sanna að óeining hafi ríkt á flokksþingi Framsóknarmanna. Vitanlega væri annað óeðlilegt .en að einhvers skoðanamunar gætti á 600 manna þingi. Sá skoðanamunur var þó ekki meiri en það, að nær alger einhugur ríkti um þá stefnumörkun, sem felst í ályktunum þingsins. Því verður ekki annað með sanni sagt en að í heild hafi mikill einhugur ríkt á þinginu. Þ.Þ. 18. flokksþing Framsóknarflokksins ■ Vaxtahækkun sú sem Seðlabankinn ákvað, hefur verið töluvert til umræðu. Ég hef látið f ljós efasemdir um þá ráðstöfun og skal fara um þær fáeinum orðum, sagði Steingrímur Hermannsson í ræðu sinni við upphaf 18. flokksþings- ins. Hann sagði: Óumdeilanlega veldur hækkun vaxta og verðtryggingar aukinni verðbólgu, a.m.k. tímabundið. Hækkun vaxta undanfarnar vikur ásamt þeim tillögum um hækkun vaxta af afurðalánum sem ekki hafa enn komið til framkvæmda munu valda útflutningsatvinnuvegunum u.þ.b. 300 millj. kr. auknum útgjöldum. Undir þcim útgjöldum verður að sjálf- sögðu ekki staðið nema með auknu gengissigi, sem veldur aftur hækkun á ölium innflutningi. Aukin útgjöld leiða einnig til hækkunar á innlendri framleiðslu. Meiri verðbólga fylgir, sem krefst þá hærri vaxta og svo framvegis, einn vítahringur verðbólgunnar. Meinsemdin liggur að mínu mati í útreikningi á lánskjaravísitölu. Hún er byggð að 2/3 hlutum á framfærsluvísitölu og 1/3 á byggingavísitölu, sem ætíð hefur tilhneigingu til þess að vera hærri, þar ■ Feðgar á flokksþingi, þeir Halidór E. Sigurðsson og Gísli Haildórsson. Að baki þeim sitja hjónin Sólveig Guðmundsdóttir og Bjöm Líndal. Tímamynd Róbert Steingrímur Hermannsson: Stefnan í peningamálum verður að vera á valdi ríkisstjómarinnar sem hún er ekki greidd niður. Þessi reikningsgrundvöllur stuðlar því að óeðlilega hárri lánskjaravísitölu, að mínu mati. Lánskjaravísitalan er auk þess í engum beinum tengslum við kaupmáttinn eða greiðslugetuna í land- inu. S.l. tvö ár hefur lánskjaravísitala og þar með greiðslur af lánum hækkað töluvert umfram laun. Sérstaklega mun þetta verða þungbært, þegar kaupmáttur dregst saman vegna skerðingarinnar 1. des. n.k. Þá hækkar lánskjaravísitala líklega meira en oftast áður, því áhrifa aðgerðanna til lækkunar á verðbólgu fer ekki að gæta fyrr en tveimur til þremur mánuðum síðar. Það mun leiða til mikilla greiðsluerfiðleika margra ein- staklinga, sem lagt hafa í nauðsynlegar framkvæmdir, t.d. byggingu eigin hús- næðis. Þetta getur ekki gengið, það sjá jafnvel hávaxtapostular Alþýðufloþks- ins. Þeir flytja nú á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á efnahagslögunum og leggja til að veita greiðslufrest á hækkun lána umfram kaupgjaldsvísitölu með því að bæta þeim mismun aftan við lánin og lengja þau. Þetta er ein leið, sem kemur til greina. Hreinlegra er þó að endurskoða útreikning lánskjaravísi- tölu með því að taka tillit til kaupgjalds- vísitölu eða setja tímabundið þak á hana á meðan við erum að kamast yfir verstu verðbólguna, ef ekki hvort tveggja. Eftir að lánskjaravísitala er reiknuð eins há og nú er orðið, viðurkenni ég, að munur á ávöxtun slíks fjármagns og vaxta af óverðtryggðum lánum er orðinn of mikill. Ég vil leggja á það áherslu, að ekki er unnt að ræða vaxtamálin ein án þess að fjalla um peningamálastefnuna í heild. Aukinn fjármagnskostnað þarf að sjálf- sögðu að greiða. Til þess þarf meira rekstrarfé. Nýjar útlánareglur Seðla- bankans stuðla ekki að því. Þvert á móti. Samkvæmt þeim er viðskiptabönkunum refsað með allt að 269 af hundraði refsivöxtum, ef yfirdráttur þeirra í Seðlabankanum, helst eins og verið hefur hjá sumum þeirra undanfarið. Við þessar aðstæður er viðskiptabönkunum að sjálfsögðu ekki annað kleift en að draga inn fé eftir öllum leiðum, enda gera þeir það nú óspart, m.a. með því að draga mjög úr rekstrarlánum til atvinnuveganna. Þetta er gert á sama tíma og að þrengir, m.a. vegna afla- brests. Þessi stefna í vaxta- og peningamálum samræmist ekki stefnu Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum. Niðurtaln- ingin felst í því að draga samtímis úr áhrifum allra þeirra megin þátta, sem áhrif hafa á verðbólguna. Vextir og fjármagnskostnaður eru engin undan- tekning. Það er athyglisvert að vaxandi fjöldi hagfræðinga heldur því fram, að há- vaxtastefnan eigi megin sök á þeirri efnahagskreppu og atvinnuleysi, sem stöðugt fer vaxandi í vestrænum löndum. í grein í vestur-þýsku blaði frá 15. ágúst s.l. segir bankasjóri einn, að hávaxtastefnan geti aldrei bremsað verð- bólguna, hún geti aðeins brotið hana með því að gera fyrirtækin gjaldþrota og einstaklingana atvinnulausa. Með því sem ég hof sagt er ég ekki að boða að hverfa eigi frá verðtryggingu inn- og útlána, enda mundi það reynast mjög erfitt í framkvæmd. Hins vegar tel ég, að slík stefna verði að vera „sveigjan- leg“ eins og segir í samþykkt síðasta flokksþings um efnahagsmál og beri að beita sem þætti í niðurtalningu verðbólg- unnar. Stefnan í peningamálum verður því að vera á valdi ríkisstjórnar. Eins og ég hef áður sagt, tókst 1981 að halda fullum kaupmætti þrátt fyrir skerðingu verðbóta 1. mars. Það verður að teljast góður árangur. Þetta tókst m.a. vegna þess, að þjóðartekjur jukust það árið um lVi af hundraði. Nú er aðstaða allt önnur að þessu leyti. í ár er talið að þjóðartekjur muni dragast saman um 5 af hundraði. Við þær aðstæður er útilokað að tryggja óbreytt- an kaupmátt. U.þ.b. 70-80 af hundraði þjóðarteknanna eru laun. Samdráttur þjóðartekna hlýtur því að leiða til kjaraskerðingar. Annað er aðeins blekking. Sú kjaraskerðing, sem verður á þessu og næsta ári, er afleiðing minni þjóðartekna en ekki aðgerðanna í efnahagsmálum. Þvert á móti mun hjöðnun verðbólgu draga úr kjaraskerð- ingu, þegar til lengri tíma er litið. Langt er frá því, að ég telji áranguf góðan eða jafnvel viðunandi í viðureign- inni við verðbólguna. í mesta lagi get ég sagt, að tekist hafí að halda verðbólgunni í skefjum. Ég kenni því um, að of langt hefur liðið á milli raunhæfra aðgerða. Hins vegar tel ég það mikinn og góðan árangur, að tekist hefur að halda fullri atvinnu á sama tíma og atvinnuleysi hefur stöðugt farið vaxandi í okkar viðskiptalöndum. Fjöldi atvinnuleys- ingja í Bretlandi nú samsvarar því, að hér á landi væru 13.000 manns atvinnu- lausir. Hugsið ykkur hvemig hér væri þá ástatt. Því verður ekki með orðum lýst. Ég hef haft tækifæri til þess að sjá unglingana standa í hópum á götuhorn- um í Hull, Bremen og víðar, iðjulausa, með hendur í vösum og sigarettu í munninum. Því miður verða líklega fáir þessara ungmenn nokkru sinni nýtir þjóðfélagsþegnar. Við Framsóknar- menn munum aldrei taka þátt í því að leiða slíkt ástand yfir íslensku þjóðina. ■ Hlýtt með athygli á ræðu. Við fremsta borðið sitja Hjörtur Hjartar, Þórólfur Gíslason, Ámi Kristjánsson, Ásta Hansen, Hjörtur Þórarinsson, Helga Kristjánsdótt- ir, Aðalgeir Sigurgeirsson, Guðmundur ' Bjarnason og Sigtryggur Albertsson. Tímamynd Róbert ■ Meðal kvenna á þinginu vom DoIIy Nielsen, Guðný Laxdal og Elín Gísladóttir. Tímamynd EUa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.