Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDk Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag 4S' ¥ labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir £2 Armiila 24 36510 FIMMTUDAGUR 18. NÓV. 1982 ■ „Die historische 10, eða hinar sögulegu 10 eiga það allar sameiginlegt að vera fornar borgir, fagrar, töfrandi og iðandi af persónutöfrum,“ var með- al þess sem ræðismaður íslands í Liibeck, Vestur- Þýskalandi Frans Siemsen, sagði á fundi með frétta- mönnum, þar sem fulltrúar ferðamálaráða borganna 10, ásamt ræðismanninum kynntu fréttamönnum hvaða möguleikar eru í boði fyrir þá íslensku ferðamenn sem vilja ferð- ast til þýsku borganna: Liibeck, Bremen, Munster, Bonn, Trier, Wúrzburg, Heidelberg, Núrnberg, Freiburg og Augsburg. ■ Frá kynningunni á „Hinum sögufrægu 10“ á Hótel Loftleiðum. Frá vinstri: Georg Ebeling, fulltrúi Ferðamálaráðs Þýskalands, Friedrich A. Kleiber ferðamálastjóri Augsburgar, Frans. Siemsen, ræðismaður Islendinga í Liibeck og ferðamálastjóri Lubeck, Heinz Peters. TíroamvnH G.F, „HINAR SÖGUFRÆGU 10” — Fulltrúar þýskra söguborga kynna möguleika ferðamannsins Það voru ferðamálastjórar Liibeck og Augsburg, ásamt Frans Siemsen og fulltrúa Ferðamálaráðs Þýskalands sem komu gagngert hingað til lands til þess að kynna íslendingum og þá einkum og sér í lagi íslenskum ferðaskrifstofum hvað þessar borgir hafa upp á að bjóða. Georg Ebeling frá Ferðamálaráði. Þýskalands sagði m.a. á fundinum með fréttamönnum: „Við gerum okkur æ betur ljóst hversu vel við þurfum að kynna Þýskaland sem ferðamannaland. Sem dæmi um mikilvægi ferðamannaiðn- aðarins fyrir vestur-þýskt efnahagslíf, má nefna að yfir 50% af gistinóttum sem keyptar eru í Vestur-Þýskalandi eru keyptar af útlendingum. Þó að þið séuð ekki fjölmenn þjóð, þá gegnið þið svo sannarlega ykkar. hlutverki í ferðamannabransanum hjá okkur, því á síðasta ári þá gistu íslendingar í 30 þúsund gistinætur í Vestur-Þýskalandi. Það færist stöðugt í aukana, að við fáum íslenska ferðamenn í heimsókn til okkar, og á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá jukust gjald- eyristekjur okkar af íslendingum um 28%“ Friedrich A. Kleiber, ferðamálastjóri Augsburgar, sagði að straumur íslenskra ferðamanna til Augsburgar hefði aukist mjög mikið í sumar sem leið, og sagði hann að borgirnar 10, væntu enn meiri aukningar með tilkomu íslensku bíla- ferjunnar, Eddu, næsta sumar, en við- komuhöfn hennar verður einmitt Bremenhaven, sem liggur rétt hjá Bremen. Greindi Kleiber frá því að nú um fimm ára skeið hefðu þessar 10 borgir starfað saman að kynningu útá við og hefðu þær farið með kynningarpró- gramm sitt út um alla Evrópu. Sagði hann að það sem söguborgirnar 10 gætu boðið upp á, umfram stórborgir Vestur- Þýskalands, væri lægra verðlag, meiri fegurð, meiri saga, (Trier verður 2000 ára eftir eitt ár og Augsburg eftir tvö en þær eru elstu borgir Þýskalands) minni og huggulegri gististaðir, og fleiri. Sagði hann að leikhúslíf, tónlistarlíf og menn- ingarviðburðir yfirleitt, væru í mjög háum gæðaflokki í þessum borgum, enda væru þær rómaðar fyrir menningar- líf sitt. Þá sagði hann að þeir sem hefðu hug á að skoða fræg listaverk á söfnum gætu fundið nóg við sitt hæfi, í hvaða borg sem er að borgunum 10. Voru þýsku fulltrúarnir, og íslenski ræðismaðurinn Frans Siemsen allir sam- mála um að íslenskir ferðamenn gætu fundið nóg við sitt hæfi í borgunum sögufrægu á hvaða árstíma sem er, en þó sögðu þeir vorið og sumarið vera þær árstíðir sem þeir vildu helst mæla með, sökum veðurblíðu og náttúrufegurðar. Kom fram í máli Þjóðverjanna að á tvö þúsund ára afmæli Augsburg, 1985 eru fyrirhuguð mikil hátíðarhöld í þessum borgum, og varð Kleiber frá Augsburg, að orði að Augsburgbúar og gestir þeirra myndi að líkindum hafa eina allsherjar-' kjötkveðjuhátíð allt afmælisárið! Þá nefndi Kleiber mikil hátíðarhöld sem eru fyrirhuguð á næsta ári í Augsburg, Nurnberg og tveimur öðrum borgum, vegna 5 hundruðustu ártíðar Lúters. Þótt hér hafi verið stiklað á stóru, svo ekki sé meira sagt, sést að líkindum glöggt, að „Hinar sögufrægu 10“ hafi upp á nóg að bjóða fyrir íslenska sem erlenda ferðamenn. fréttir „Gegn fjölgun alþingismanna“ ■ Áhugamenn um stöð- uga búsetu á landsbyggð- inni telja að allt lands- byggðafólk og velunnarar þess — hvaða stjómmála- flokki sem það fylgir — þurfi að sameinast gegn fjölgun alþingismanna, svo og að aldrei verði fleiri en 2/5 hlutar alþingismanna í tveim samliggjandi kjör- dæmum, svo sem þau eru nú skipuð“, segir í sam- þykkt fundar þessara áhugamanna sem haldinn var á Akureyri nýlega. Sýkingarhætta liðin hjá ■ Veirusýking, sem varð vart á kvennadeild Land- spítalans virðist nú um garð gengin og hefur ekki orðið vart nýrra sýkingatilfella s.l. fjórar vikur. Hinsvegar þykir sýnt að auka þurfi varúðarráðstafanir af feng- inni reynslu segir í frétt frá spítalanum, enda hafi ný- burar afar lítinn mót- stöðukraft gegn hvers kyns veikindum. Ákveðið hefur því verið að breyta reglum um heim- sóknartíma á fæðingar- deildina og verða þeir eftir- leiðis þannig: Almennur heimsóknartími kl. 15.00 Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Blaðburðarbörn óskast; Tímann vantar fólk til blaðburðar, í eftirtalin hverfi: Laugarásvegur efri Hjallavegur Grímstaðarholt Kaplaskjólsvegur fS*W«im|Sími: 86300 dropar Blað allra landsmanna ■ Það eru fleiri en Kiddi Finnboga sem hafa veitt því athygli undanfarin ár að Morg- unblaðið er sannkallaður risi á íslenskum dagblaðamarkaði og er þá átt við upplag og síðu- fjölda. Þjónusta Mogga hefur verið frábær á sumum sviðum, en miður á öðrum eins og gengur. Dæmi um skjót við- brögð Mogga og góða þjónustu var t.d. þegar ritstjórar blaðs- ins hlupu til og réðu sérstakan skríbent til að fjalla um „æðri“ tónskáld landsins, en blaða- menn blaðsins voru víst ekki nógu glöggir á nöfn einhverra uppskafninga í þeirri stétt. En nóg um það. Moggi gerir ekki bara vel við klassíska liðið. Það hefur vakið undrun og jafnframt aðdáun manna, að blaðið hefur þrjá menn til að skrifa um sömu hljómplöturn- ar og virðast þeir hafa lítið sem ekkert samstarf sín á milli. Oft geta liðið mánuðir á milli þess sem skrífað er um sömu plöt- una, en til marks um víðsýni og yfirgripsmikla „dekkun" blaðsins má geta þess að gagn- rýnendurnir eru sjaldan sam- mála og komið hefur fyrír að plata sem einn hefur rakkað niður í svaðið, hefur verið hafin upp til himna af öðrum. Er sá reyndar það hátt kominn í lofskrifum að fátt annað en geimferjan Columbía dugir nú undir hástemmd hrósyrðin um hitt og þetta sem hljómplötu- framleiðendum þóknast að láta fara frá sér. Víða er pottur brotinn, eða þak hríplekt! ■ Það fer ekki á milli mála að hér á landi hafa fiöt þök oft og iðulega veitt þeim sem undir þeim bjuggu, lítið skjól. Tíminn greindi frá því í gær að dr. Gunnlaugur Þórðarson værí nú að undirbúa málsókn á hendur borgarstjóra, fjármálaráðherra og fleirum, vegna flatra þaka í Hraunbæ. Þegar Tíminn ræddi við dr. Gunnlaug, þá kom berlega í Ijós að það er víðar en í Hraunbænum sem flöt þök leka, því dr. Gunnlaugur sagði: „Það má kannski geta þess að mál þetta verður rekið í bæjar- þingi Reykjavíkur (Hallveigar- stöðum) þar sem þaklcki hefur verið til vandræða um árabil, og svo birti ég ráðhemmum, stefnuna í húsi þar sem þakleki er til hreinna vandræða, þrátt fyrir viðgerðir miklar á síðasta ári.!“ En hér átti dr. Gunn- laugur að sjálfsögðu við sjálfan Amarhválinn. Krummi ... ... sér að Kvennaframboðið er nú farið að hryggbrjóta Vilmund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.