Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" fylgir Tímanum í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 19. nóvember 1982 264. tölublað - 66. árgangur Síðumúla 15 -Pósthólf 370 Erlent yfirlit: > Walesa — bls. 7 Jackle eyðslukló — bls. 2 Hádjörf hýalín- sýning — bls. 17 FjöinSs- menn f videósón — bls. 11 ___________________ tjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86392 Vilmundur Gylfason yfirgaf Alþýðuflokkinn á Alþingi ígær: HÉR ER UM EINKAMÁL VILMUNDAR AÐ RÆÐA n ¦ „Hér er um einkamál Vilmundar að ræða en ekki stjórnmál", sagði Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður, er leitað var álits hans í gær á brottför Vilmundar Gylfasonar, alþingis- manns, úr Alþýðuflokknum, en Vil- mundur hyggst stofna Bandalág jafn- aðarmanna „gegn flokkunum". Vilmundur gerði grein fyrir þessari ákvörðun sinni með yfirlýsingu á Alþingi í gær. Forystumenn Alþýðu- fiokksins hafa sem minnst viljað segja um þessa ákvörðun. Þannig vísaði Magnús H. Magnússon, varaformaður flokksins, á formanninn, Kjartan Jó- hannesson, sem sagði að þetta myndi „ekki hafa áhrif á störf né stefnu Alþýðuflokksins" Ari Trausti Guðmundsson, sem lengi hefur verið áhrifamaður meðal íslenskra Maóista sagði í viðtali við Tímann í gær, að hann væri „ekkert óhress með það sem Vilmundur er að gera, og ætla mér að fylgjast nánar með því". Hins vegar sagði hann, að þeir Vilmundur hefðu enn „ekkert kokkað saman". Jón Baldvin sagði í gær, að auðvitað væri „leiðinlegt til þess að vita að forystumaður í stjórnmálum, sem hef- ur haft allra manna hæst um lýðræði, valddreifingu og rétt fólksins, skuli fara í fýlu þegar hann fær ekki annars flokks vegtyllu". Sjá iiúnar þingfréttir og viðtöl á bls. I Samvinnu- sjódurinn stofnadur — stoffnfé sjóðsins er tvær millj- ónir króna Sjá bls. 3 VARÐ UNDIR 18 HJÓLA VÖRUBÍL í BLINDHRÍÐ! „Kraftaverk að ég skyldi ekki verða undir hjólunum á trukknum" segir Gísli Stefánsson, sem slapp með smárispur undan bílnum ¦ „Ég var að taka ís af þurrkunum á bflnum sem íy, var farþegi ¦' þegar allt í einu dynur þetta bylmingshögg á andlitinu á mér. Eg vankast og næst veit ég af mér undir 10 tonna, átján hjóla trukk." Þetta sagði Gísli Stefánsson, starfs- maður á Sogni í Ölfusi, í samtali við Tímann. Á þriðjudaginn, þegar veðrið var sem verst, var Gísli ásamt vinnu- félögum á leið yfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Skammt frá Skíðaskál- anum í Hveradölum þurftu þeir að nema staðar til að hreinsa rúðuþurrk- urnar á bílnum. Gísli fór út og varð fyrir trukknum og fór undir hann, en það furðulega var að hann slapp næstum ómeiddur, fékk smárispur í andlítið, marbletti á annað lærið og missti hluta úr tönn.- „Það var hreint kraftaverk að ég skyldi ekki verða undir hjólunum á trukknum eða tengivagninum sem hann var með aftan í. í>að hefur sennilega bjargað mér að trukkurinn var á mjög hægri ferð og ökumaðurinn náði að stöðva bílinn og ég gat rúllað mér undan honum," sagði Gísli. Gísli sagði að hríðarsortinn á heiðinni hefði verið svo mikill að hann hefði hvorki séð trukkinn né heyrt til hans áður en hann lenti á honum. „Bílstjórinn hefur ekki séð út úr augum og ég á honum mikið að þakka fyrir hversu hægt hann ók. Ef ferðin hefði verið meiri þarf ekki að spyrja að leikslokum," sagði Gísli. Gísli sagði að bílstjórinn hefði rokið út úr bílnum um leið og hann náði að nema staðar, kíkt undir hann og ekkert séð. „Síðan varð honum litið út í kant og þar var ég að rísa upp heill á húfi. Það varð honum svo sannarlega léttir," sagði Gísli. -Sjó'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.