Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD“ Skemmuvegl 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7-80-J0 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafé/ag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 „ISUENDINGAR HAFA SPJAR- AÐ SIG VEL I ÁSTRALÍU” FÖSTUDAGUR 19. NÓV, 1982 — Rætt vid íslenskan innflytjanda þar ■ Það er ekki oft sem fréttir berast til Islands frá íslensku landnemunum í Ástralíu, enda um langan veg að spyrja tíðinda. Nýverið barst okkur á Tímanum þó bréf frá íslendingafélag- inu í New South Wales, en í því fylki er borgin Sydney og þar er stærsti hluti íslensku landnemanna búsettur. Þetta félag er nú að verða ársgamalt, stofnað 29. nóvember 1981 og hafa nú yfir 50 manns gerst félagar. Aðalhvatamaðurinn að stofnun fé- lagsins, Guðrún A. Ævarr Jónsson, hefur búið í Ástralíu s.l. 10 ár. Hún er nú nýflutt heim aftur og við tókum hana tali á dögunum og spurðum hana nánar um hagi hinna íslensku andfætl- inga okkar. - Ég ætlaði upphaflega aðeins að fara í heimsókn til Ástralíu, þar sem faðir minn er búsettur en það fór samt svo að ég ílentist í 10 ár. Ástralía er dásamlegt land og auðugt og býður upp á mikla möguleika og íslendingum sem hafa flust þangað hefur vegnað mjög vel. Fyrir 10 árum var landið kannske svolítið á eftir, miðað við Evrópu, en það hefur breyst mikið þann tíma sem liðinn er síðan ég kom þar fyrst. Það hafa orðið miklar framfarir og Sydney,þar sem ég bjó,er mjög skemmtileg borg og sambærileg við aðrar heimsborgir sem íslendingar þekkja. En gróskan hefur reyndar verið mest í New South Wales; það eru 7 fylki alls í landinu og það hefur kannske ekki orðið jafn ör framþróun alls staðar. Eru ekki efnahagsörðugleikar ríkja- andi í Ástralíu núna hliðstætt við það sem er í Evrópu? - Jú^það er ákveðin efnahagskreppa þar núna, Ástralíumenn eru mjög háðir útflutningi og hann hefur dregist mikið saman upp á síðkastið, og það segir til sín. Til dæmis er talsvert atvinnuleysi á námusvæðunum á vest- urlandinu. Kemur það ekki hart niður á innflytjendunum eins og við þekkjum dæmi um frá Evrópu? - Nei, það hefur ekki gert það. Evrópubúar eru mjög vel liðnir og eftirsóttir til vinnu alls staðar í landinu. Þeir þykja yfirleitt mjöggóðir starfskraftar. Það á við íslendinga ekki síður en aðra, þeir hafa alls staðar orð á sér fyrir að vera afar duglegir og traustir verkamenn. Þeirra hugsunar- háttur er líka þannig að ef þeir fá ekki ■ Guðrún A. Ævarr Jónsson vinnu í sinni grein, þá fá þeir sér vinnu annars staðar og spjara sig alls staðar vel. Ástralíubúar eru líka sérstaklega elskulegt fólk og hefur tekið innflytj- endum tveim höndum. Þeir eru gest- risnir og opnir gagnvart útlendingum og forvitnir um þeirra hagi og þjóðanna í heimalöndum þeirra. Mér finnst Ástr- alíubúum svipa dálítið til Ameríkana, nema hvað mín reynsla er sú að þeir séu tryggari vinum sínum og samferða- mönnum. Hvað hafa íslendingar aðallega tek- ið sér fyrir hendur í Astralíu? - Allt mögulegt, ég held að það sé engin ein starfsgrein fremur en önnur, flestir vinna í iðnaði af einu tagi eða öðru. Ég þekki ekki til neinna íslend- inga sem hafa farið í landbúnaðinn eða námugröftinn sem ég vék að áðan. - Hafðir þú heimþrá þegar þú bjóst ytra? Já, annað slagið og ég held að svo sé með flesta. Fólk reynir að fylgjast með því sem er að gerast á íslandi, kaupir blöð og skrifast á við kunningja. En ég á ekki von á því að margir flytji til baka aftur. Það er í mikið ráðist Timamynd EUa fyrir fjölskyldufólk að taka sig upp frá Ástralíu til íslands. Fólk sem hefur farið í heimsóknir heim hefur yfirleitt gefið slíkar hugmyndir upp á bátinn, þegar það hefur kynnst ástandinu hér. Þá á ég við þessa óskaplegu dýrtíð og húsnæðisvandræðin sem hér ríkja. En þó að fólk ætli sér ekki að flytja heim þá vill það vera í tengslum við landið og halda tryggð við sitt þjóðerni. Margir foreldrar leggja t.d. mikla áherslu á það að börn þeirra tali íslensku heima hjá sér, þótt þau verði að sjálfsögðu að tala ensku í skólanum. -JGK fréttir Sovéskir sjómenn stálu leikföngum ■ Fjórir skipverjar af so- véska skipinu Potsion, sem liggur við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn, voru handteknir fyrir búðar- hnupl í leikfangaversluninni Leikhúsið við Laugaveg 1 síðdegis í gær. Voru þeir staðnir að verki þegar þeir stungu inná sig einhverju af leik- föngum. Kallað var í lög- regluna í Reykjavík og flutti hún sjómennina til yfirheyrslu hjá rannsókn- arlögreglu ríkisins í Kópa- vogi. - Sjó Fiskverð hækkar um 7.72% ■ Almennt fiskverð hækkar 1. desember n.k. um 7,72% samkvæmt ákvörðun verðlagsráðs sjávarútvegsins í fyrradag. Þessi hækkun er í samræmi við almennar vísitölu- hækkanir um næstu mán- aðamót, og er ákveðin með tilvísun í 1. grein bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar frá í ágúst. Nýja verðið gildir til 31. desember 1982 Blaðburðarbörn óskast. Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Laugarásvegur | efri Hjallavegur Grímstaðarholt Kaplaskjólsvegur 86300 dropar „Svona, ekkert að hlaupa í burtu, Albert!“ ■ Það vakti óskipta athygli þeirra fjölmörgu sem heim- sóttu Fjölbrautarskólann í Breiðholti sl. laugardag, á kynningardegi skólans, þegar þeir Albert Guðmundsson og Guðmundur Jaki komu saman til þess að kynna sér upp á hvað skólinn hafði að bjóða. Skoðuðu þeir kumpánar skól- ann hátt og lágt og létu vel að þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar á sér stað. Segir ekki nánar af fcrðum þeirra, fyrr en þeir hittu Þórdísi nokkra jarðfræð- ing að máli, í kennslustofunni þar sem jarð- og landafræði er kennd. Vildi Albert fá að sýna félaga sínum Guðmundi, kort af sprungusvæðinu við Rauða- vatn, hvað hann fékk. Vildi Guðmundur Jaki þá fá að sýna Albert sprungusvæði á Grafar- vogssvæðinu (byggingarsvæði sjálfstæðismanna) En þá bar svo við, þegar kortið með sprungunum var útflatt og tilbúið til skoðunar, þá gekk Albert á braut, en Guðmundur Jaki hrópaði: „Svona, ekkert að hlaupa í burtu, Albcrt!“ Nýja Vilmundarlínan ■ Stjórnmálaskörungurinn Vilmundur Gylfason lætur ekki að sér hæða. Hann sagði sig úr þingflokki Alþýðu- flokksins í fyrradag, og fylgdi síðan úrsögn sinni eftir í gær með annarri úrsögn, og þá úr Alþýðuflokknum. Þetta gerði hann á Alþingi og var úrsagn- arræða hans bæði stutt og hávaðalítil. Að vonum voru fréttamenn ákafir að ná sambandi við stjórnmálaskörunginn óflokks- bundna, sem að visu hafði lýst því yfir að í bígerð væri stofnun Bandalag jafnaðarmanna. Blaðamaður Tímans, AB, var ein þeirra sem reyndi að fá Vilmund til þess að gefa út litla yfirlýsingu að ræðunni lokinni, og því fékk hún einn þingvörð- inn til liðs við sig, og bað hann að spyrja Vilmund hvort hann væri fáanlegur til þess að koma og ræða örlítið við blaðamann Tímans, AB. Kom þingvörður- inn að vörmu spori til baka, heldur sleginn á svip og sagði að Vilmundur neitaði að tala við umræddan blaðamann. Bætti þingvörðurinn síðan við: „Hann sagði bara: Segðu henni að fara í rassgat.“ Geta má sér þess nú til að þessi skörulegi framsetningarmáti Vilmundar, sé nýja línan sem hann hyggist beita, sem formaður nýja bandalagsins. Krummi ... ...telur flest benda til þess að Bandalag jafnaðarmanna verði enn minna en Alþýðuflokkur- inn, og er þar þó ekki mikið til að státa sig af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.