Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 7
■ Walesa og kona hans ásamt tveim sonum þeirra. Myndin var tekin rétt eftir heimkonuna. Walesa líkir stöðu sinni við línudans . Hann segist þurfa rúman tfma til íhugunar ■ ATHYGLI fjölmiðla, sem fylgjast með alþjóðamálum, hefur að vonum beinzt mest seinustu daga að fráfalli Brésnjefs, eftirmanni hans og þeim viðræðum, sem hafa farið fram í Moskvu í sambandi við jarðarför hins látna leiðtoga. Ef nefna ætti þann atburð, sem hefur komizt næst þessum atburðum í Moskvu, mun vart annar koma frekar til greina en heimkoma Lech Walesa úr prísundinni, sem stjórnarvöld höfðu haldið honum í undanfarna ellefu mán- uði eða síðan herlög voru innleidd í Póllandi 13. desember síðastliðinn. Það kom nokkuð á óvart, þegar tilkynnt var, að Walesa yrði látinn laus, en það gerðist næstum strax eftir, að verkföllin, sem hafði verið reynt að efna til 10. nóvember, fóru út um þúfur. Til þeirra var boðað af þeim leiðtogum Samstöðu éða hinna óháðu verkalýðs- samtaka, sem farið hafa huldu höfði síðan herlögin voru sett. Hin litla þátttaka í verkföllunum virðist benda til þess, að verkamenn líti ekki á þessa leiðtoga sem forustumenn Samstöðu, heidur miklu frekar til hinna, sem hafa verið í haldi, og þá fyrst og fremst til Walesa. Eftír því hefur verið beðið að heyra eitthvað frá þeim. f>á mun það hafa dregið úr verkföllun- um að kirkjan snerist gegn þeim. Pað gerðist eftir viðræður Jaruzelskis og Glemps erkibiskups, en á fundi þeirra náðist samkomulag um að dagsetja væntanlega heimsókn Jóhannesar páfa til Póllands. MARGT þykir nú benda til þess, að samið hafi verið um fleira á fundi þeirra Jaruzelskis og Glemps. M.a. sé ekki útilokað, að þar hafi verið samið um að láta Walesa lausan og aflétta herlögun- um við fyrsta tækifæri. Þetta væri þó þeim skilyrðum bundið, að friðsamlegt ástand kæmist á í landinu og kirkjan stuðlaði að því, ásamt hinum hófsamari verkalýðsleiðtogum. Walesa hefur skýrt frá því, og yfirleitt er því trúað, að stjórnarvöld hafi ekki sett honum nein skilyrði, þegar honum var sleppt úr haldi, og hann hafi því frjálsar hendur. A.m.k. bindi ekkert samkomulag við stjórnarvöld hendur hans. Hitt mun honum vel ljóst, að hann verður að starfa innan vissra takmarka, ef hann á ekki að eiga á hættu að vera settur í stofufangelsi á ný. Walesa var að vonum vel tekið, þegar hann kom heim til Gdansk. Allmikill mannfjöidi hafði safnazt saman við heimili hans til að hylla hann og lýsa fylgi við Samstöðu. Við það tækifæri og fleiri síðan hann var látinn laus, hefur hann lýst fylgi sínu við þær hugmyndir, sem Samstaða var byggð á upphaflega, en þá var ekki ætlunin að hún yrði pólitísk hreyfing, eins og síðar varð. Walesa hefur hins vegar ekki minnzt enn á Samstöðu að öðru leyti. Hann hefur ekkert látið uppi um, hvort hann vill endurreisa Samstöðu eða beita sér fyrir annarri lausn. í VIÐRÆÐUM, sem Walesa hef- ur átt við erlenda blaðamenn, hefur hann sagt sig óviðbúinn að tjá sig um framtíðina á þessu stigi. Hann þurfi a.m.k. mánuð til að kynna sér alla málavexti, því að margt hafi farið fram hjá honum meðan hann var í stofufangelsinu. í einu viðtalinu hefur hann þó gefið til kynna, að hann hafi eftir mikla íhugun komizt að niðurstöðu um hver lausnin á vandamálum Póllands ætti að vera. Annað rnál væri hvernig ætti að koma henni í verk. Til þess þyrfti samkomulag sem flestra aðila. Verka- WALESA hefur sagt blaðamönnum, að honum hafi ekki liðið neitt illa líkamlega í stofufangelsinu. Bersýnilega hafði hann nóg að bíta og brenna, því að hann hefur fitnað vérulega. Þó reyndi hann eitthvað að stunda líkamsæfingar. Hann segir, að hin andlega einangrun hafi verið verst.Hann hafi getaðhlustað á fréttir pólska útvarpsins og sjónvarps- ins, og raunar rússnesks útvarps og sjónvarps einnig. Þó hafi aðrar erlendar útvarpsstöðvar fært honum fyrstu fréttir af því, að hann væri búinn að eignast nýjan afkomanda. Walesa segist hafa skrifað Jaruzelski ■ Mynd þessi var tekin af Walesa rétt áður en hann var látinn laus. menn sættu sig ekki við neina lausn knékrjúpandi. Þá hefur mátt skilja á Walesa, að hann teldi stöðu sína ekki neitt auðvelda. Hann veit, að margir leiðtogar Samstöðu vilja láta hart mæta hörðu. Aðrir vilja fara samningaleiðina. Walesa er fylgj- andi samningaleiðinni. Hann segist vilja friðsamlega lausn. Sú lausn er hins vegar ekki auðfundin. Sennilega hefur Walesa lýst aðstöðu sinni nokkuð rétt, þegar hann líkti sér við línudansara. bréf 8. október síðastliðinn og boðizt til að ræða við hann um málin. Nokkru síðar hafi Kiszizak innanríkisráðherra helmsótt sig og þeir rætt um stöðuna. Skömmu síðar var honum tilkynnt um, að hann yrði látinn laus, án þess að nokkur skilyrði væru sett eða hann lofað einu eða neinu. Athygli hefur það vakið, að þegar Walesa gerist opinskár og ákafur í viðræðum við blaðamenn, tekur kona hans oft í taumana og segir viðtalinu lokið, því að nú þurfi Walesa að hvíla sig. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar 7 Afganskir og sovéskir fjölmiðlar: Vidurkenna slysid í Afganistan ■ Fréttastofur í Afganistan og Sovétríkjunum hafa viðurkennt að slys hafi orðið í byrjun mánaðarins í jarðgöngum norðan Kabúl, höfuð- borgar Afganistan. Fréttastofur á vesturlöndum hafa fyrir satt að þar hafi farist yfir 1000 manns, sovéskir hermenn og óbreyttir afganskir borg- arar. og eru erlendir sendimenn í Pakistan og afganskir flóttamenn bornir fyrir þeim fregnum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta slys er nefnt í afgönskum eða sovéskum fjölmiðl- um. Þessir fjölmiðlar greindu hins vegar ekki frá því hve mörg fórnar- lömb slyssins voru, né greindu þeir nákvæmlega frá því hverjar ástæður þess voru. Aðeins var sagt að slysið hefði kostað mannslíf. ■ Frá einum af útifundum Samstöðu, Bodun verk- fallsins al- vaiieg mistök ■ í blaði sem forusta verkalýðs- samtakanna Samstöðu í Póllandi dreifði í Varsjá í gær er viðurkennt að boðun allsherjarverkfallsins í síðustu viku hafi verið mistök og framkvæmdin farið út úm þúfur. Þáttaka var engin í 8 klukkustunda allsherjarverkfalli sem forustan hafði hvatt til. í blaðinu segir að boðun verkfalls- ins hafi verið ákveðin á röngum tíma, verkafólk hafi ekki verið reiðubúið til harðra refsinga. Er gefið skyn að Samstaða kunni að breyta um baráttuaðferðir í Ijósi þessarar reynslu. Því er slegið fram að við núverandi aðstæður verði Samstaða að reka samfellda og alhliða baráttu, f stað skyndiaðgerð og allsherjarverkfalla. Samtökin verði að búa sig undir áralanga baráttu, markmiðið séu langt undan. Bandaríkin: Nýjar olíu- lindir í Kaliforníu ■ Bandaríska olíufélagið Texaco staðfesti í gær að fundist hafi nýjar olíulindir við strönd Suður Calíforn- íu. Áður hafði annað bandarískt olíufyrirtæki Standard OiI tilkynnt um olíufundinn. Sérfræðingar segja að hér sé um að ræða stærstu olíulindir sem fundist hafa í Banda- ríkjunum síðan olía fannst í Alaska á sjöunda áratugnum. Talið er að vinnsla geti hafist þar að tveim til þrem árum liðnum og að í lok þe,ssa áratugar verði hægt að vinna þar 200 þúsund tunnur af olíu á dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.