Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 3
7 7.7 '/ ?FIDO / LEIKFA NGA VERSL UN / HALL VEIGARSTÍG 1 SÍMI 26010 SENDUM I POSTKROFU FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Stjórn Blada- mannafélags íslands: Fagnar afstöðu flokks- þingsins ■ „Stjóm Blaðamannafélags íslands vekur athygli á og fagnar þeirri afstöðu nýafstaðins flokksþings Fram- sóknarflokksins, að vísa frá framkom- inni tillögu um að vísa fréttamönnum af þinginu svo það mætti fara fram fyrir luktum dyrum“, segir í ályktun er stjórn BÍ samþykkti á fundi sínum í gær. „Blaðamannafélagið lítur svo á að með ákvörðun flokksþingsins hafi verið staðfest, að störf stjórnmála- flokka eigi ekki að vera einkamál útvalinna hópa, heldur eigi þau fullt erindi til almennings í landinu - þess almennings sem flokkarnir grundvall- ast á. Lýðræðinu í landinu hlýtur að vera best þjónað með því að sem mest af störfum stjórnmálaflokkanna fari fram fyrir opnum tjöldum", segir í ályktuninni. Stjórn BÍ harmaði fyrrnefndan til- iöguflutning og að flutningsmaður hafi haft í frammi dyigjur um störf og heiður blaðamannastéttarinnar með órökstuddum sleggjudómum. „Stjórn BÍ telur miður að flutningsmaður, sem er starfandi fréttamaður og félagi í BÍ, skuli á þennan hátt hafa orðið til að ýta undir vantraust á störf atvinnu- blaðamanna í landinu. - HEI Hrísey: Tjónið meira en ætlað var ■ „Þaðerljóstaðtjóniðhérermeira en við héldum í fyrstu, en það cr of snemmt að nefha tölur í því sambandi,“ sagði Guðjón Björnsson, sveitarstjóri í Hrísey þegar blaðið talaði við hann í gær. „Það hafa orðið einhverjar skemmd- ir á húsum í eigu einstaklinga og auk þess á hafnargarðinum, bryggjunni sjálfri, grjótvörn inni í höfninni og kambinum, sem gengur frá bryggjunni og suður með eyjunni. Það gengur sjór undir bryggjuna á sex metra kafla og inn í höfnina. Menn hafa komið hingað frá við- lagatryggingu og í dag áttum við von á mönnum frá Hafnarmálskrifstofunni til að kanna skemmdirnar á hafnar- mannvirkjunum, en þeir komust ekki vegna truflana á flugi. Það verður því einhver bið á því að þetta verði metið í hcild sinni.“ - JGK ■ Tveir af lyfturunum sem innsiglaðir hafa verið. — eitt prómill af veltu sjódfélaga næstu fimm árin rennur í sjóðinn ■ Samvinnusjóður Islands h.f. var stofnaður í gær. Stofnendur sjóðsins eru flest kaupfélögin, Samband ísl. sam- vinnufélaga og samstarfsfyrirtæki þess, eða alls nær 50 fyrirtæki. Stofnfé sjóðsins er um 2 milljónir króna, en jafnframt skuldbinda sjóðfélagar sig til þess að leggja til hans eitt promill af veltu á ári, næstu fimm ár. Tilgangur sjóðsins er, eins og það er orðað í samþykktum hans, „að efla íslenskt efnahagslíf með því að beita sér fyrir þátttöku samvinnuhreyfingarinnar í atvinnulífi landsmanna, einkum í nýjum greinum.“ Stjórn sjóðsins skipa: Árni Jóhanns- son, kaupfélagsstjóri áBlönduósi,Bene- dikt Sigurðsson, fjármálastjóri hjá Sam- vinnutryggingum, Finnur Kristinsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri Kf. Þingeyinga og varaform. Sambands ísl. samvinnu- félaga, Þorsteinn Sveinsson, kaupfélags- stjóri á Egilsstöðum og Þorsteinn Ólafs- son, fulltrúi. Stjórnin hefur ekki enn skipt með sér verkum. - HEI ■ Þorsteinn Ólafsson, einn stjómarmanna Samvinnusjóðsins, er hér í ræðustól; þá Valur Arnþórsson, stjómarformaður Sambandsins og Erlendur Einarsson, forstjóri þess. Tímamyndir G.E. ■ Fulltrúar næstum 50 samvinnufyrirtækja í landinu, sem í gær héldu stofnfund Samvinnusjóðs fslands hf. Samvinnumenn vilja auka þátttöku sína í atvinnulífinu: SAMVINNUSJÖDUR STOFNAÐUR MEÐ 2JA MILUÓNA STOFNFÉ Tollstjóri innsiglar vörulyftara Hafskips! — voru notaðir án þess að þeir væru tollafgreiddir ■ Tollstjórinn í Reykjavík hefur látið innsigla að minnsta kosti 10 vörulyftara í eigu skipafélaganna Hafskips í Reykj- avík vegna meintra brota á tollalöggjöf- inni. Munu lyftaramir hafa verið notaðir við vömmóttöku og vöruafgreiðslu í Reykjavíkurhöfn án þess að vera tollafgreiddir, sumir á annað ár. „Meginhlutann af lyfturunum hefur félagið sjálft flutt inn og síðan tekið þá í notkun án tollafgreiðslu" sagði Björn Hermannsson, tollstjóri í Reykjavík, þegar Tíminn spurðist fyrir um málið í gær. Björn sagði að tollstjóraembættið hefði fengið farmbréf vegna lyftaranna þegar þeir komu til landsins og það hefði því vitað um þá. Hins vegar mætti félagið ekki taka þá í notkun fyrr en að lokinni tollafgreiðslu. „Tollgæslustjóri er með málið í meðferð og það liggur ekki fyrir hvernig það verður afgreitt,“ sagð Páll Bragi Kristjónsson, fjármálastjóri Hafskips við Tímann í gær. Hann bætti við að málið byggðist á miskilningi sem hann að svo stöddu vildi ekki greina frá í hverju lægi. - Sjó Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.