Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjóri: Gfsll Slgurósson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrei&slustjóri: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atli Magnubson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elrikur St. Elrlksson, Frl&rik Indri&ason, Helður Helgadóttlr, Slgurður Helgasoa(fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndlr: Gu&Jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Kristfn , Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&i: kr. 130.00. Setning: Tœknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Furðulegar full- yrðingar Þjóðviljans ■ Á mánudaginn kemur verða til fyrstu umræðu í efri deild bráðabirgðalögin um efnahagsaðgerðir, sem sett voru á síðastliðnu hausti. Gert er ráð fyrir því, að stjórnarandstaðan haldi uppi líflegum umræðum um þau, enda þótt hún sé í hjarta sínu sammála þeim. Það viðurkenna nær allir, að lögin eru sprottin af illri nauðsyn. Undir slíkum kringumstæðum verður oft að grípa til aðgerða, sem menn vildu forðast undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gildir sérstaklega um þann þátt laganna, sem fjallarumskerðingu verðbóta 1. desembernæstkomandi. Hin róttæka efnahagsstefna, sem var mótuð á nýloknu flokksþingi Framsóknarmanna, er byggð á þeirri stað- reynd, að framundan eru erfiðir tímar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við þeim vandamálum, sem leysa þarf, verði ekki brugöizt nema með óvenjulegum aðgerðum, sem alls ekki yrði gripið til við venjulegar aðstæður. Þess vegna byggist stefnumörkun flokksþingsins á því, að næstu misserin verði gripið til þess að lögbinda þak á verðhækkanir, vexti og kaupgjald. Eins og ástatt er, sé það eina leiðin til að hamla gegn verðbólgunni og stuðla að hjöðnun hennar. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið og er fylgjandi frjálsum samningum við stéttasamtökin. Stund- um er þó óhjákvæmilegt að grípa til lögbindingar, eins og nú í sambandi við bráðabirgðalögin. Af skiljanlegum ástæðum veigra launþegasamtökin sér við að samþykkja verðbótaskerðingu, þótt þau sætti sig við að það sé gert með lagasetningu. Það auðveldar ekki heldur leið hinna frjálsu samninga, að bæði samtök launþega og atvinnurekenda eru margklofin og eiga í innbyrðis samkeppni. Þetta kom glöggt í ljós á síðastliðnu sumri, þegar samtök bygginga- meistara og byggingamanna klufu sig út úr og gerðu verðbólgusamning í óþökk flestra annarra. Þetta hefur átt sinn þátt í aukningu verðbólgunnar á síðari hluta þessa árs. Að sjálfsögðu ber að leita eftir samráði við stéttasam- tökin, eins mikið og mögulegt er, en undir sérstökum kringumstæðum er óhjákvæmilegt að ríkisvaldið grípi í taumana, eins og gert er með bráðabirgðalögunum nú. Til er vissulega önnur leið eða sú, að með lögunum séu afnumdar allar vísitölubætur, og vinnuveitendur og launþegar síðan látnir berjast um kjaramálin. Petta er leið hinna miklu verkfalla, stórfellds atvinnuleysis og landflótta, sem einkenndi síðustu valdaár viðreisnar .- stjórnarinnar svonefndu. Þeirri leið hafnar Framsóknar- flokkurinn. Þegar framangreindar staðreyndir eru íhugaðar, kemur það spánskt fyrir sjónir, að Þjóðviljinn skuli gagnrýna stefnumörkun Framsóknarflokksins í efnahagsmálum og kalla hana hægri stefnu. Marka bráðabirgðalög ríkisstjórnarinar hægri stefnu að dómi Þjóðviljans? Sé svo, er það byggt á misskilningi. Bráðabirgðalögin marka viðnám til að koma í veg fyrir enn ' meiri kjaraskerðingu, atvinnuleysi og vaxandi skuldasöfnun erlendis. Sama gildir um stefnumótun flokksþings Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum. Það er erfitt að skilja þessar fullyrðingar Þjóðviljans á sama tíma og forustumenn Alþýðubandalagsins eru réttilega að verja bráðabirgðalögin á Alþingi. Það bætir ekki heldur hlut Alþýðubandalagsins, þegar Þjóðviljinn ætlar að eigna ráðherrum Framsóknarflokks- ins þær verðhækkanir, sem hafa orðið á þessu ári. Er það ráðherra úr Framsóknarflokknum, sem hefur leyft 125% hækkun á rafmagnsverðinu á þessu ári? Þ.Þ. UlÍtLSllii' 18. flokksþing Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson: Vandirm er fyrst og fremst of dýr skip ■ Atvinnumálin verða aldrei frá efna- hagsmálnum skilin. Þau eru grundvöllur þjóðarbúskaparins og afkomunnar, sagði Steingrímur Hermannsson, er hann gerði grein fyrir stöðu og stefnu í atvinnumálum, í ræðu sinni í upphafi flokksþingsins. Um sjávarútveginn sagði hann: Útgerðin var á fyrra hluta kjörtíma- bilsins rekin með svipaðri afkomu og verið hefur undanfarin ár. Ég hef lagt áherslu á að ná breiðri samstöðu við sjómenn, útgerðarmenn og fiskvinnsl- una um stefnuna í fiskveiðum. Það hefur tekist vel, að mínu mati. Byggt hefur verið á tillögum fiskifræðinga. í engu tilfelli er hægt að halda því fram, að um vísvitandi ofveiði hafi verið að ræða. Svonefnd fiskveiðistefna hefur ætíð ver- ið birt tímanlega, t.d. vegna þorskveiða fyrir áramót, sem ekki hafði áður tekist. Óvænt brá til verri vegar í lok síðasta árs. Þá varð eins og ég hef áður nefnt vart við samdrátt í loðnustofninum. Aflabresturinn hefur síðan aukist mjög á þessu ári. Þetta hefur haft áhrif á þjóðarbúið allt en að sjálfsögðu, eðlisins vegna, orðið erfiðast fyrir útgerðina, sem í framlín- unni stendur. Sem dæmi vil ég nefna, að eftir fiskverðsákvörðun um síðustu ára- mót var talið að minni togararnir væru reknir með tveimur af hundraði halla að meðaltali. Athugun sem ég lét framkvæma á miðju ári leiddi hins vegar í ljós, að þá var rekstrarhalli minni togaranna orðinn u.þ.b. 20 af hundraði. Fyrst og fremst var um að kenna stórum minni þorskafla en ráð hafði verið fyrir gert og óhagstæð- ari samsetningu aflans. Þennan rekstrar- grundvöll varð að leiðrétta. Það var gert með fjölþættum aðgerðum, bæði í tengslum við gengisfellinguna í ágúst og með niðurgreiðslu á olíu, víðtækri skuldbreytingu og lækkun fjármagns- kostnaðar í Fiskveiðasjóði og fleiru, sem vegur minna. Ég tel að útgerðin megi eftir aðstæðum vel við una, enda létu útgerðarmenn skynsemina ráða og féll- ust á tillögur mínar í þessu sambandi. Ekki von á aflaaukingu Því miður hefur afli ekki glæðst. Þvert á móti virðist ýmislegt benda til þess, að afli geti orðið slakur framundan. Vanda- mál útgerðarinnar um næstu áramót munu því verða mikil. Rekstrargrund- völl verður að tryggja. Án útgerðar byggjum við íslendingar ekki þetta land. í raun og veru eru Ieiðimar aðeins tvær: Áframhaldandi og jafnvel aukin niðurgreiðsla á olíu eða leiðréttur rekstr argrundvöllur með hækkun fiskverðs. Síðari kosturinn er æskilegri. Úr hækkun fiskverðs má e.t.v. draga eitt- hvað með blandaðri leið og með því að lækka einhverja kostnaðarliði útgerðar- innar. Til þess að hækka megi fiskverð verður jafnframt að skapa fiskvinnslunni aðstöðu til þess að greiða það fiskverð. Það má gera með lækkun gengis, eins og venja er. Vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á verðbólguna, er hins vegar æskilegt að mæta fiskverðshækkun sem mest með lækkun kostnaðarliða hjá fiskvinnslunni. Endurgreiðsla á söluskatti kæmi til greina. Það skerðir tekjur ríkissjóðs og kann þá að verða nauðsynlegt að afla nýrra tekjustofna. Af þessari sömu ástæðu er mér sárt um 200 milljón króna hækkun á vaxta- og fjármagnskostnaði. í sambandi við vandamál útgerðarinn- ar og reyndar efnahagsmálin almennt hefur því mjög verið haldið fram, að stærð skipastólsins væri orsök vandans og jafnvel stærsti efnahagsvandi okkar íslendinga, að því er mér skilst. Þetta er öfgafullur málflutningur og stórhættu- legur. Það má til sanns vegar færa, að þorskveiðiflotinn er stór eftir að loðnu- skipin bættust í hann. Það var óvænt og lítið við því að gera. Staðreyndin er hins vegar sú, að jafnvel þessi stóri floti nær ekki þeim afla, með núverandi aðstæður, sem fiskifræðingar hafa til þessa talið óhætt að taka. Einnig verður að hafa í huga, að fiskveiðiflotinn, einkum bát- amir, eru að meðaltali orðnir töluvert eldri en talið hefur verið æskilegt. Endurnýjun bátaflotans er því aðkall- andi. Við íslendingar munum um langa framtíð fyrst og fremst byggja á fiskveiðum. Við hljótum að kappkosta að sækja sjóinn á sem fullkomnustum skipum. Sjómenn eiga einnig rétt á góðri vinnuaðstöðu. Ég hef viljað stuðla að eðlilegri endurnýjun skipaflotans og ekki séð ástæðu til þess að neita mönnum um erlend skip, sem oft eru ódýr og góð, þótt notuð séu. Mér þykir hins vegar eðlilegt að stöðva innflutning fiskiskipa nú tímabundið í tvö ár á meðan loðnuflotinn er við þorskveiðar og gjaldeyrisskortur er. Ég vara hins vegar við því, að slíkt bann verði látið standa lengi. Of dýr skip Nei, vandinn er ekki of stór floti, heldur fyrst og fremst of dýr skip. 25-30 nýjustu skipin eru flest byggð með dollaralánum. Raunvextir á dollaranum urðu á síðasta ári 23 af hundraði umfram verðtryggingu. Engin útgerð getur staðið undir slíkum fjármagnskostnaði. Ef þessi skip eru tekin út úr dæminu, eru aðrir minni togararnir að mati Þjóðhags- stofnunar reknir að meðaltali með hagnaði. Þetta vandamál er nú til meðferðar. Ég geri mér vonir um að lausn á því liggi fyrir í tengslum við uppgjör um áramótin. Þegar þessi ríkisstjórn var mynduð, var fiskvinnslan rekin með mjög miklum halla, sérstaklega frystingin. Gengi hafði ekki verið aðiagað kostnaðarhækkun- um í tíð bráðabirgðastjómar Alþýðu- flokksins. Þetta hefur smám saman tekist að leiðrétta, bæði með gengissigi, en einnig með ýmsum öðrum mikilvægum aðgerðum. Sérstaklega vil ég nefna endurgreiðslu á fjármagnskostnaði, sem um samdist við Seðlabanka fslands. Á tveimur árum nam þessi endurgreiðsla samtals til útflutningsatvinnuveganna yfir 300 milljónum króna. Einnig var breytingin úr gengistryggðum afurðalán- Varamenn í midstjóm ■ Á18. flokksþingi Framsóknarmanna voru kosnir 25 menn í miðstjórn og jafnmargir varamenn. Listi yfir aðalmenn hefur verið birtur í Tímanum, en varamenn voru kjörnir: Jónas Jónsson, Reykjavík, Magnús Ólafsson, Sveins- staðir, Gunnar Guðbjartsson, Reykja- vík, Helga Ólafsdóttir, Stykkishólmi, Guðrún Benediktsdóttir, Hvammstangi, Ásmundur Jónsson, Reykjavík, Friðjón Guðröðarson, Höfn, Jóhannes Krist- jánsson, Brekku, Steinunn Sigurðar- dóttir, Akranes, Amar Bjarnason, Þykkvibær, Snorri Finnlaugsson, Dalvík, Halldór E. Sigurðsson, Garða- bær, Sveinn Bemódusson, Bolungarvík, Kristján Benediktsson, Reykjavík, Bogi Sigurbjömsson, Siglufjörður, Daníel Ágústínusson, Akranes, Haukur Hall- dórsson, Sveinbjamargerði, Tryggvi Gíslason, Akureyri, Jón Þór Guð- mundsson, Vopnafirði, Þorvaldur Jó- hannsson, Seyðisfirði, Egill Ólafsson, Borgarnesi, Hjördís Leósdóttir, Selfoss, Gunnar Baldvinsson, Reykjavík, Jón Börkur Ákason, Reykjavík, Jóhanna H. Oddsdóttir, Kópavogur. á vettvangi dagsins Sorphaugur ís- lenskra dagblada eftir Arnþór Helgason ■ Hinn 15. þessa mánaðar lauk í Reykjavík 18. þingi framsóknarmanna. Var málflutningur þingfulltrúa á margan hátt hinn athyglisverðasti og má við því búast, að ályktanir flokksþingsins verði Framsóknarflokknum til mikils álits- auka, þegar farið verður að starfa eftir þeim. Á þingi þessu var lagt fram í félags- og heilbrigðisnefnd álit um málefni fatlaðra og var ég einn þeirra, sem átti þátt í því að vinna þá lokaályktun, sem síðan var lögð fyrir þingið og samþykkt. Fylgdi ég þessu nefndaráliti úr hlaði með ræðustúf, þar sem ég lagði áherslu á það meginsjónarmið nefndarmanna, að ekki væri hagkvæmt að draga úr fjárveit- ingum til málefna fatlaðra, þótt sparað væri á ýmsum öðrum sviðum þjóðfé- lagsins. Þá rakti ég einnig þá aðstöðu, sem fatlaðir eiga við að búa í þessu þjóðfélagi, er þeir þurfa ætíð að sanna gildi sitt og getu fýrir almenningi og verja fötlun sína svo að hún verði ekki notuð gegn þeim. í þessu sambandi minntist ég á það, að ég hefði fyrir nokkrum árum sótt um stöðu blaðamanns hjá Tíman- um, en ekki fengið svar. Daginn eftir eða 16. þessa mánaðar birtist síðan í Sandkornum Dagblaðsins og Vísis frásögn um Gísla Blinda Helgason, sem staðið hefði upp og sagt frá því, að sér hefði verið neitað um þessa blaðamannsstöðu og jafnframt voru höfð eftir Jónasi Guðmundssyni gamanyrði, sem gerðu málfiutning ræðu- manns allan hinn hlægilegasta. Það er að sumu leyti mikið böl að vera tvíburi, en því fylgir meiri persónuleika- skerðing en margan grunar. 1 þessu sandkomi var okkur bræðrum ruglað saman og skrifað háðslega um það, þegar reynt er að kynna málefni minni- hlutahóps í þjóðfélaginu, sem þarf á því að halda, að honum sé gert kleift að njóta sín á sama hátt og til að mynda þeim blaðamanns-pjakki, sem var full- trúi Dagblaðsins og Vísis á flokksþing- inu. Hér á landi hefur ekki verið tíðkað á undanförnum árum að kenna fólk við fötlun sína á almennum vettvangi, enda flokkast slíkt undir uppnefni, því að þá er um leið höfðað til ákveðinnar vöntun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.