Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 11

Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 11
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2009 11 2 fyrir 1 í Bláa lónið Gildir gegn framvísun miðans til 31. mars 2009 Frítt fyrir börn, 11 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum í einstakri íslenskri heilsulind Efldu lífsorkuna Lykill 1561 Auglýsingasími – Mest lesið VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á skrifstofu Fóður- blöndunnar hf. í Reykjavík í gær- morgun. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina telur Samkeppniseftirlitið grun leika á að Fóðurblandan og Mjólkurfélag Reykjavíkur hafi viðhaft við- varandi verðsamráð í andstöðu við samkeppnislög á fóðurmark- aði undanfarin þrjú ár. Einnig að Fóðurblandan ásamt öðrum keppi- nautum í áburðarsölu, Sláturfélagi Suðurlands svf. og Skeljungi hf., hafi haft með sér verðsamráð á áburðarmarkaði síðastliðið ár. Í fréttatilkynningu frá Eyjólfi Sigurðssyni , framkvæmda- stjóra Fóðurblöndunnar, segir að fyrirtækið vísi ávirðingum Samkeppnisstofnunar á bug, en fagni því að Samkeppniseftirlit- ið leiti af sér allan grun um við- skiptahætti þeirra félaga sem um ræði. Fóðurblandan vænti þess að rannsókn málsins verði hraðað svo félagið þurfi ekki að sitja undir meintum ávirðingum Samkeppnis- eftirlitsins um lengri tíma. Enn fremur segir í tilkynning- unni að samkeppni á fóður- og áburðarmarkaði hafi verið mikil undanfarin ár. Markaðurinn sé hins vegar fákeppnimarkaður sem skili sér í einsleitu verði þegar upp sé staðið, enda séu fyrirtæki á þessum mörkuðum að dæma sig út af markaðnum ef verð eru ekki samkeppnisfær. - kg Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Fóðurblöndunni hf. í gærmorgun: Grunur leikur á verðsamráði FÓÐURBLANDAN Framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar hf. vísar ávirðingum Samkeppnisstofnunar á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍSRAEL, AP Yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, John Holmes, skoðaði í gær tjónið af völdum hinnar 22 daga löngu innrásar Ísraelshers á Gaza-svæðinu, til að sjá hvað gera þurfi til að sam- tökin geti aftur tekið til við að koma hjálpargögnum til Gaza-búa í neyð. Síðustu liðsmenn innrásarherliðs Ísraela yfirgáfu Gaza-svæðið fyrir dögun á miðvikudag, að sögn Ísraelshers. Talsmenn hans segja mikinn liðsafnað verða í viðbragðsstöðu við landamærin ef skærulið- ar á Gaza skyldu rjúfa hið viðkvæma vopnahlé sem hófst í byrjun vikunnar. Í innrásinni lentu sprengjur Ísraela ítrekað á birgðastöðvum og öðrum byggingum SÞ á Gaza. Holmes sagði manntjónið í innrásinni vera hrika- legt − um 1.300 Palestínumenn dóu, um helmingur óbreyttir borgarar og þar á meðal mörg börn − og sagði að SÞ kynnu að fara fram á að Ísraelar bættu fyrir tjónið á eigum samtakanna á Gaza. Ísraelski utanríkisráðherrann Tzipi Livni hélt Brussel til að leita alþjóðlegs stuðnings við aðgerðir til að hindra vopnasmygl til Hamas-samtakanna sem fara með stjórn á Gaza. Beiðni hennar um að ESB- ríkin legðu til herstyrk í þessum tilgangi var hins vegar hafnað. Talsmenn hersins sögðu enn fremur að hann myndi rannsaka ásakanir um ólögmæta notkun fos- fórsprengna í innrásinni. Amnesty International segja beitingu sprengnanna stríðsglæpi. - aa SMYGL Palestínskur drengur sést hér í opi ganga sem notuð hafa verið til smygls á vopnum og öðrum varningi frá Egypta- landi inn á Gaza. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Innrásarlið Ísraela allt farið frá Gaza en herinn áfram í viðbragðsstöðu: Ísraelar bæti SÞ tjón á Gaza

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.