Fréttablaðið - 23.01.2009, Síða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
MYNTA er nokkuð sem ágætt er að rækta í glugga-
kistunni og bragðið af henni er ferskt og frískandi. Fleiri
en sex hundruð tegundir og afbrigði eru til af myntu og
er hægt að nota hana í margvíslega matargerð.
„Matreiðsla er engin geimvísindi
og í raun mjög einföld ef þú ert
með uppskrift,“ segir Haukur Val-
geir en hann er nýbyrjaður að elda
á Argentínu eftir að hafa unnið hjá
Jamie Oliver í London.
Haukur lætur vel af vistinni hjá
Jamie og segist hafa tekið með sér
einhverja takta frá honum hing-
að heim. „Þessi réttur er eigin-
lega beint þaðan, mín hugmynd en
undir áhrifum frá Jamie. Bretar
elda mikið kjöt með beini og eru
mikið fyrir sultur og kryddsmjör.
Eins langar mig að virkja krakka
sem eru kannski milli skóla eða
atvinnulausir í að læra að elda
eins og Jamie Oliver hefur verið
að gera. Ég vil að fólk eldi meira
sjálft heima,“ segir hann.
heida@frettabladid.is
Hvetur fólk til að elda
Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann
viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima.
Haukur Valgeir Magnússon gefur uppskrift að lambahryggvöðva með lauksultu og bernaise-smjöri og hvetur fólk til að elda
heima. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Lambahryggvöðvi:
800 gr. lamb brúnað á pönnu í 3
mínútur á hvorri hlið. Eldað í ofni
við 180° C í 5-6 mínútur.
Lauksulta:
1 kg laukur, 4 tegundir
½ l hvítvín
50 gr. sykur
100 ml hunang
Salt og pipar
Lárviðarlauf og vöndur af blönduðum
kryddjurtum.
Aðferð: Skerið laukinn í þunnar
skífur, svitið hann í potti, bætið svo
við hvítvíninu, hunangi, sykri og
kryddinu. Látið malla við lágan hita
í 3 tíma.
Bearnaise-smjör:
500 g smjör
20 ml estragonedik
Þurrkað estragon
30 ml hvítvínsedik
Salt og pipar
Aðferð: Smjör er mýkt, sett í hræri-
vél ásamt öllu hráefninu og hrært
saman. Mótað á silíkonmottu.
LAMBAHRYGGVÖÐVI
með sultuðum lauk og bearnaise-smjöri FYRIR 4
H
rin
gb
ro
t
2. janúar -28. febrúar
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður
bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem
unna góðum mat á góðu verði.
Tilvalið fyrirárshátíðina!
HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“
með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti
RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA
með humarfrauði
MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI
með ristuðu grænmeti, kartöflumauki
og hunangskryddsósu (4.590 kr.)
ÖND
með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.)
NAUTALUND
Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati
og sperglum (6.590 kr.)
LOGANDI CRÈME BRÛLÉE
með súkkulaði ís
1
2
3
4
VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA
Auglýsingasími
– Mest lesið