Fréttablaðið - 23.01.2009, Page 20
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS verður með tón-
leika í Akureyrarkirkju á sunnudaginn klukkan 16.00. Á efnisskrá tón-
leikanna er Orgelkonsert í a-moll op. 100 eftir Marco Enrico Bossi og
Sinfónía nr. 4 eftir Ludvig van Beethoven.
Japönsk hátíð verður haldin í
fimmta sinn í og við Hátíðarsal
Háskóla Íslands á morgun. Þar
geta gestir kynnt sér japanska
menningu frá hinum ýmsu hlið-
um. Ýmsar nýjungar verða þar á
boðstólum eins og endranær enda
nýir nemendur með ferskar hug-
myndir sem taka þátt í undirbún-
ingnum hverju sinni.
„Nemendur verða með nýjan
kynningarbás þar sem helstu
hátíðir í Japan verða kynntar og
auk þess bás með því sem ferða-
menn ættu ekki að láta framhjá
sér fara ákveði þeir að sækja land-
ið heim. Eins verður nýr bás þar
sem japanskar bókmennt-
ir verða kynntar,“ segir
Kaoru Umezawa, lekt-
or í japönsku. „Á
hverju ári bjóðum
við upp á japansk-
an mat en hann
er að megninu
til búinn til
af íslenskum
japönskunem-
um. Þarna verða
hrísgrjónabollur,
japönsk karríhrísgrjón, japanskt
snakk og nammi svo dæmi séu
tekin.“
Þá flytja nemendur fyrirlestra
um japanska menningu, kynna
japanska popptónlist og bjóða
gestum að skrifa nafn sitt með jap-
önsku letri. Gestir geta heimsótt
Origami-básinn og lært japanskt
pappírsbrot og einnig kynnt sér
hefðbundnar teathafnir að hætti
innfæddra. „Það var mikill áhugi
á tedrykkjunni í fyrra og var mest
að gera hjá þeim sem höfðu umsjón
með henni,“ segir Kaoru og telur
upp fleiri spennandi dagskrárliði:
„Japanskar bardagalistir verða
sýndar á sviði ásamt því sem
fræðandi spurningakeppni
um Japan sem gestir og
gangandi geta tekið
þátt í fer fram. Eins
gefst fólki kostur
á að prófa jap-
anska tölvuleiki
af ýmsu tagi og
að spreyta sig í
karókí.“
Nám í jap-
önskum fræðum
hófst við Háskóla
Íslands haustið 2003,
en það var í fyrsta
sinn sem boðið var upp
á nám í tungumáli og menningu
Asíulands við skólann. Í september
2007 var öðru námsári bætt við
en það gerir nemendum kleift að
læra japönsku í tvö ár. Þeir geta
svo tekið þriðja og síðasta árið til
BA-prófs í skiptinámi.
vera@frettabladid.is
Japan í hávegum haft
Gestum og gangandi gefst kostur á að kynna sér japanska menningu í Háskóla Íslands á morgun. Þar
verður hægt að spila japanska tölvuleiki, dreypa á japönsku tei, læra japanskt pappírsbrot og fleira.
Gestum gefst kostur á
að læra japanskt papp-
írsbrot eða Origami.
Á hátíðinni verður hægt að læra að
skrifa nafnið sitt á japönsku.
Kaoru Umezawa, lektor í japönsku, ásamt japönskunemum og aðstoðarkennurum sem hafa lagt hart að sér undanfarna daga við
undirbúning hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109
Rugldagar
um helgina!
Allt að 60% afsláttur af kvenstígvélum
40% af öllum Ara og Gabor skóm
OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16
3.995 kr.-
Verð áður:
Tilboð:
2.495kr.-
Loðfóðruð stígvél
Sat 9912310
Stærðir 23 - 35
Dömu skór
Ara 53113
40% afsláttur
af öllum Ara skóm
3.000 kr.-
Verð áður:
Tilboð:
1.995kr.-
Spiderman kuldaskór
Etsrossano
Stærðir 23 - 30
5.995 kr.-
Verð áður:
30% afsláttur:
4.196kr.-
Ungbarnaskór
70921-53753
5.995 kr.-
Verð áður:
30% afsláttur:
4.196kr.-
Ungbarnaskór
70921-54252
19.995 kr.-
Verð áður:
30% afsláttur:
13.996kr.-
Golfskór (hvítt/svart)
E-38414 53539
Stærðir 40 - 46
GEFÐU BÓNDANUM GJÖF
sem gleður ykkur bæði
La Perla - Eres - Chantal Thomass
30% afsláttur af undirfötum og sundfötum
Kaupir eitt stykki, færð sambærilegt á 50% afsl.
Tilboð gildir til 31. Jan.
Opið þriðjud. - föstud. 11-18, laugard. 11-16 Garðastræti 17 101 Reykjavík sími 863-3348
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki