Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 24

Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 24
4 föstudagur 23. janúar ✽ ba k v ið tjö ldi n Stjörnumerki: Hrútur. Besti tími dagsins: Miðnætti. Það er svo fallegt hvernig tíminn bara líður og líður og líður áfram átakalaust. Geisladiskurinn í spilaranum: Hvíld - Óskar Einarsson. Yndis- legur diskur. Uppáhaldsverslunin: Herre gud! Hvernig get ég gert upp á milli? Segi Góði hirðirinn og KVK. Uppáhaldsmaturinn: Sushi og halumiostur. Líkamsræktin: Rope yoga-setrið. Mesta dekrið: Heimsókn til Kristjönu Stef- áns. Ég lít mest upp til: Hennar Höbbu minnar. Áhrifavaldurinn? Cathrine Sadolin og Lóa systir mín. Draumafríið? Japan, helst með góðum vini og elsk- huga. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara? Rauðvíni og vídeóspólum. Hera Björk Þórhallsdóttir söng- kona er svo sannarlega á faraldsfæti. Hún býr bæði á Íslandi og í Dan- mörku, kennir vítt og breitt um Evrópu og gæti allt eins endað í Moskvu í maí ef hún sigrar í undankeppni Dana fyrir Eurovision 31. janúar. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Anton Brink Förðun: Elín Reynisdóttir H era Björk hefur sung- ið frá blautu barns- beini og segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að verða söngkona. Þegar hún var 28 ára sneri hún hins vegar algjör- lega við blaðinu og flutti til Akur- eyrar þar sem hún fór að læra við- skiptafræði. „Ég fékk allt í einu nóg, nennti ekki þessu harki og fannst ekki hægt að verða neitt meira en bak- raddasöngvari hérna, svo ég taldi öruggast að hafa einhverja hald- bæra menntun. Þetta skynsemis- kast mitt varði í tvö ár, en þá var ég alveg að kálast yfir hagfræð- inni, hætti og flutti suður,“ segir Hera sem sneri sér þá alfarið að söngnum. „Það var ekkert annað í boði en klassískt söngnám þegar ég var að byrja að læra og ég fór í gegnum sjö stig á mótþróanum einum fata. Ég hef alltaf verið á móti því að setja listsköpun mörk og að eitthvað sé yfirhöfuð bann- að í listgreinum. Pönkarinn í mér var alveg að verða vitlaus í þess- um „kassa“ svo ég hætti eftir sjö- unda stigið. Það hafði ekkert með kennarana mína að gera en ég kom samt sem áður niðurbrotinn einstaklingur út úr þessu námi og hafði enga trú á mér lengur. Samt vissi ég alveg hvað í mér bjó, en það var ekki fyrr en ég kynnt- ist complete vocal-söngtækn- inni sem ég fékk frjálsar hendur. Þar fékk ég öll verkfærin sem ég þurfti til að geta sungið hvað sem ég vil. Í dag syng ég allt og veit enn ekki hvort ég vil fara í djass- inn, rokkið eða klassíkina og vil helst ekki þurfa að velja,“ útskýrir Hera, sem flutti til Danmerkur um tíma þar sem hún lauk fjögurra ára söngnámi við Complete Vocal Institute og hefur meðal annars kennt í Ósló, Tékklandi, Brussel, og Hollandi. Hún var þó alltaf með annan fótinn hér á landi þar sem hún á tvö börn, Þórdísi Petru ell- efu ára og Víðar Kára fimm ára, en Hera skildi fyrir tveimur og hálfu ári eftir níu ára hjónaband. „Börn- in mín voru í skóla hér á meðan ég var að læra úti, en planið er að flytja saman til Danmerkur næsta sumar. Þar er ég með fasta vinnu og tækifærin fyrir mig sem söng- konu og kennara eru óteljandi.“ Í DANSKA EUROVISION 31. janúar mun Hera Björk keppa í forkeppni Eurovision í Danmörku, þar sem tíu lög hafa verið valin til að keppa í úrslitum. „Höfund- ar lagsins eru miklir Eurovision- aðdáendur og heyrðu talað vel um mig sem söngkonu í einhverju boði sem þau voru í. Ég hitti þá svo í Belgrad þegar ég söng bak- raddir með Eurobandinu í fyrra og í september höfðu þeir sam- band við mig og báðu mig um að syngja nokkur lög sem þeir höfðu samið, en eitt þeirra var valið úr þeim tæplega eitt þúsund lögum sem voru send í keppnina,“ Aðspurð viðurkennir hún þá að hafa ekki strax fengið samþykki fyrir þátttöku í keppninni sem Ís- lendingur. „Fyrst neituðu þeir og sögðu að ég mætti ekki vera með. Reglurnar segja að sólóistinn þurfi að hafa sterk tengsl við Dan- mörku, svo að ég var á gráu svæði og í raun bara skilgreiningaratriði. Höfundarnir færðu rök fyrir þátt- töku minni þar sem ég er með skráð lögheimili í Danmörku, er útlærð þar í landi, starfa við kennslu hjá dönsku fyrirtæki og tala dönsku. Þá vildu aðstand- endur keppninnar vita hvort ég ætti nokkuð danskan kærasta eða tengdist einhverri danskri fjölskyldu náið, en ég sagði bara að mér fyndist danskir karlmenn mjög flottir,“ segir Hera hlæjandi. „Þeir veltu þessu fyrir sér fram og til baka og í byrjun desember fékk ég svo að vita að ég fengi að vera með.“ Spurð með hverjum Íslending- ar eigi eiginlega að halda fari hún fyrir hönd Dana til Moskvu, slær Hera á létta strengi. „Ég er bara að vinna að því að styrkja aftur sam- band okkar við Dani og alþjóða- umhverfið, svo þetta er mjög pólitískt starf sem ég er í,“ segir hún og hlær. MISSTI 26 KÍLÓ Talið berst að líkamsrækt og þá kemur á daginn að Hera er mikil útivistarkona. „Ég tók þríþraut síðasta sumar, hjólaði Hvalfjörð- inn, gekk á fjöll og tók þátt í maraþoninu. Mér finnst ofsalega gaman að fara í ferðalög, en þá ekki til Ibiza, heldur í skála uppi í fjöllum eða gista í A-tjaldi með appelsínugulum himni úti í sveit. Ég lúkka líka bara svo rosalega vel í svona Cintamani- eða 66°Norð- ur-galla,“ segir Hera brosandi. „Ég er algjör flökkukind í eðli mínu og á voðalega bágt með að vera heima hjá mér í rólegheitum í marga daga í röð. Það hefur ekk- ert með það að gera að ég sé eirð- arlaus eða „rasslaus“ eins og Fær- eyingar segja, heldur á það bara mjög vel við mig,“ segir Hera. „Ég huga vel að heilsunni og var að koma úr detoxmeðferð frá Pól- landi með Jónínu Ben. Þetta er í þriðja sinn sem ég fer og hef losn- að við 26 kíló hægt og rólega. Og það er ekki bara með því að skola út einhverjum saur því það halda margir að maður sé bara með eitt- hvað rör í rassinum allan daginn. Það er auðvitað val hvort maður fer í ristilhreinsun en ég trúi því að flest okkar mein eigi upptök sín í ristlinum. Ef hann er ekki hreins- aður með einum eða öðrum hætti að þá sé það svolítið eins og ef við værum gangandi með ruslatunn- urna framan á okkur alla daga og Sorpa væri ekki til. Detoxferðirn- ar hafa hjálpað mér mjög mikið. Ég vel líka hollari fæðu og er dug- legri að ganga, er í gönguhópnum „Eins og vindurinn“ með nokkrum dásamlegum konum. Markmiðin í dag eru að halda sér frá hveiti og sykri og borða ekki eftir klukkan átta á kvöldin.“ FIMM ÁRA PLANIÐ Hera Björk situr ekki auðum hönd- um því auk þess sem hún starfar bæði sem söngkona og söngkenn- ari er hún með margs konar verk- efni í vinnslu. „Ég er að skrifa sjón- varpsþátt í hjáverkum, sem er eins konar fræðsluþáttur og er ekki einungis fyrir íslenskan markað. Svo er ég líka með kabarettsýn- ingu í skrifum sem mig langar að fara að setja upp. Ég hef verið að bíða með það í nokkur ár en læt verða af henni þegar rétti tíminn kemur,“ segir Hera full jákvæðni. „Þrátt fyrir að það sé kreppa og við séum að ná botninum hér á Íslandi er ég mjög bjartsýn. Jákvæðni er líka svo mikilvæg og ég reyni að sækja frekar í jákvætt fólk heldur en „helvítis fokking fokk“-týpuna. Þó mér finnist hún alveg dásamleg út af fyrir sig þá er hún bara svo langt frá mér,“ bætir hún við. „Ég skrifa alltaf niður bæði ársplan og fimm ára plan. Þegar ég skoðaði það sem ég skrifaði fyrir fimm árum sá ég að flest af því hefur ræst í dag og ég er ná- kvæmlega þar sem ég vil vera. Það stenst ekki alltaf allt sem maður ætlar sér innan tímamarka því utanaðkomandi hlutir hafa alltaf áhrif, líkt og efnahagsástandið nú, en yfirleitt rætist það sem maður ætlar sér á endanum, með einum eða öðrum hætti.“ ER Í EÐLI MÍNU FLÖKKUKIND Hera Björk Er mikil útivistarkona og hugar vel að heilsunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.