Fréttablaðið - 23.01.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 23.01.2009, Síða 26
6 föstudagur 23. janúar tíðin ✽ meira í dag en í gær M enn virðast alltaf hafa nóg af erindum til að sinna þegar þeir eru í bænum. Við ákváðum því að fara út á land og fá þannig frið frá þeim sem eiga heimtingu á að trufla okkur,“ segir Björn Jörund- ur Friðbjörnsson, Idol-dómari og Ný danskur. Hljómsveitin hyggst dveljast víðs fjarri borgarmörkun- um þegar kemur að því að semja og taka upp lög fyrir nýjustu plötu sveitarinnar. Hljómsveitarmeð- limir ætla að koma sér notalega fyrir í Grímsnesi í febrúar og eyða tímanum þar í að semja lög. Í apríl ætla Ný danskir hins vegar að nýta sér Tankinn, hið glæsilega hljóðver í Önundarfirði, og taka þar upp nokkur lög auk þess sem spilað verður fyrir nær- sveitarmenn. Björn bætir því hins vegar við að platan öll verði síður en svo öll tekin upp þar. Því þeir ætli einnig að fara norður og til Vestmannaeyja og nýta hljóðverin sem þar eru fyrir. „Við höfum alltaf farið út á land og spilað, eini mun- urinn er sá að við ætlum bara líka að taka upp ný lög,“ segir Björn og þvertekur fyrir að þetta sé einhver hópeflismeðferð sem Ný danskir séu í. Björn hefur annars í nægu að snúast því hann er dómari í Idol- stjörnuleit. Ásamt félaga sínum úr einmitt Ný dönsk, Jóni Ólafssyni. Björn óttast ekki að setan í dóm- nefndinni og allar landsbyggðar- ferðirnar verði banabiti vináttu þeirra. „Nei, við erum fyrir löngu búnir að fá nóg af hver öðrum. Við lærðum bara að nýta reiðina, láta þá tilfinningu ekki brjóta okkur niður heldur láta hana vinna með okkur.“ - fgg Taka upp nýjan disk á landsbyggðinni: Ný Dönsk um allt land Íslandslög Ný danskir ætla að taka upp nýja plötu á flakki sínu um landið en hún verður tekin upp í Önundarfirði, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. 60% AFSLÁTTUR VIÐ HÆKKUM AFSLÁTTINN Í DAG FÖSTUDAG. GK REYKJAVÍK JAKKAFÖT & DRAGTIR 50% NÝIR SKÓR 20%. Velkomin í nýja verslun okkar í Smáralind. KONUR OG MENN I LAUGAVEGUR 66 OG SMÁRALIND Filippa K I Patrizia Peppe I SportMax I Burberry I GK Reykjavík I Lee I Wrangler SYSTUR Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir túlka ýmis minni kvenna í danssýningunni Systur við magn- aðan texta Hrafnhildar Hagalín og fjölbreytta tónlist. Sýn- ingin fékk frábærar viðtökur í Iðnó í maí 2008 og fer hún aftur á svið á nýju ári, á Akureyri í kvöld og annað kvöld, en í Iðnó frá 31. janúar. EGÓ Á NASA EGÓ er mætt til starfa og treður upp á Nasa annað kvöld, en bandið tók flugið milli jóla og nýárs við góðar undirtektir. Á prógramminu eru öll vinsælustu lög Bubba um árin, ekki bara lög EGÓsins, heldur einnig allra hinna bandanna hans, auk laga af sólóferlinum. Ekki missa af frábæru balli.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.