Fréttablaðið - 23.01.2009, Page 32

Fréttablaðið - 23.01.2009, Page 32
20 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Baldur Þórhallsson skrifar um stöðu Íslands á alþjóðavett- vangi Smáríki, eins og Ísland, þarf á öflugu efnahagslegu skjóli að halda hjá voldugum nágrönn- um eða fjölþjóðastofnunum til að standa af sér alþjóðlegar hagsveiflur og tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Í þess- ari grein er því haldið fram að íslenskum stjórnvöldum hafi mis- tekist að tryggja landinu efnahags- legt skjól. Greinin tekur á stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu út frá kenningum í smáríkjafræðum í ljósi núverandi efnahagslegrar og pólitískrar stöðu Íslands. Fjallað er um það skjól sem Ísland hefur notið í gegnum aldirnar sem og það skjól sem landinu stendur til boða. Af hverju eru smá hagkerfi við- kvæm? Smáríki eru viðkvæmari fyrir alþjóðlegum efnahagssveiflum en stór ríki. Lítill heimamarkað- ur gerir það að verkum að smá- ríki eru háðari inn- og útflutningi en stærri ríki. Smáríki sérhæfa sig til að verða samkeppnishæfari á heimsmarkaði og útflutningur þeirra byggir því oftast nær á einni eða tveimur afurðum. Utan- ríkisviðskipti smáríkja er auk þess oft háðari einu tilteknu ríki eða markaðs- svæði. Smáríki eru oft þau fyrstu til að finna fyrir niðursveiflu í alþjóðahag- kerfinu, kreppur skella skyndilega á þeim og verða oft dýpri. Ísland fell- ur í einu og öllu að þessari mynd. Dagblaðið The New York Times sagði í byrjun október að Ísland væri fyrsta fullvalda ríkið sem orðið hefði fjármálakreppunni að bráð. Smáríki eru hins vegar oft fyrst til að rífa sig upp úr alþjóð- legum efnahagskreppum þar sem stuttar boðleiðir, lítil stjórnsýsla og skjót ákvarðanataka gefur þeim færi á að bregðast fyrr við og aðlaga sig enn frekar að breyttum aðstæðum. Af hverju leita smáríki skjóls í fjölþjóðastofnunum? Smáríki þurfa á efnahagslegu skjóli að halda til að takmarka þau áhrif sem óhjákvæmilega fylgja veikleikum smárra hagkerfa. Ríki geta valið um tvenns konar skjól, þ.e. hjá voldugum nágrannaríkjum eða fjölþjóðastofnunum. Í vaxandi mæli hafa smáríki kosið samvinnu við ríki innan fjölþjóðastofnana frekar en tvíhliða samskipti við volduga nágranna eins og tíðkaðist öldum saman. Frá lokum seinni heims- styrjaldar hafa flest smá- ríki kosið að leita skjóls í fjölþjóðastofnunum eins og Alþjóðabankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, Heimsviðskipta- stofnuninni, Evrópusambandinu og Norðurlandaráði. Smáríki hafa sterkari samnings- stöðu innan fjölþjóðastofnana, þar sem leikreglur eru skýrar og ríki eru oft jafn rétthá, en í tvíhliða viðræðum við ríki. Samningavið- ræður lítilla ríkja við voldugan nágranna eru að öllu jöfnu mjög erfiðar þar sem stóra ríkið hefur oftast sterkari samningsstöðu: efnahagslega, stjórnsýslulega og hernaðarlega. Nýlegar samninga- viðræður Íslands við Bretland og Bandaríkin bera þessu glöggt vitni. Smáríki getur leitað á náðir fjöl- þjóðastofnana sem það er aðili að þegar á bjátar eins og Ísland hefur gert hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um og Eystrasaltsríkin og Ung- verjaland hafa gert hjá Evrópu- sambandinu. Þannig getur aðild að þessum stofnunum dregið úr ytri efnahagsáföllum sem smáríki verða reglulega fyrir vegna alþjóð- legra efnahagssveifla. Innan fjölþjóðastofnana eiga smáríki auk þess möguleika á að hafa áhrif á alþjóðlegar regl- ur eins og um utanríkis- og fjár- málaviðskipti. Grundvallarhags- munir lítils ríkis felast í því að taka þátt í mótun slíkra reglna, að öðrum kosti móta stóru ríkin reglurnar upp á sitt einsdæmi. Í krafti auðs og valds geta þau auð- veldlega þvingað önnur ríki til að lúta þeim. Hvert hefur Ísland sótt skjól? Ísland hefur rétt eins og önnur smá samfélög leitað í skjól efnameiri og voldugri samfélaga í gegnum aldirnar. Vöruskortur og einangr- un gerði það að verkum að íslensk- ir ráðamenn leituðu á náðir Nor- egskonungs á 13. öld. Hann lofaði að tryggja nauðþurftir og lámarks viðskipi við landið. Á næstu öldum var Ísland á stundum í óformlegu efnahagsskjóli siglingaþjóða í Evrópu þar til Danir tóku landið undir sinn verndarvæng. Landið var í skjóli Danaveldis allt til árs- ins 1918, formlega til ársins 1944. Þá tekur við bandaríska öldin. Íslenskir ráðamenn leituðu undir verndarvæng bandaríska arnarins þegar þeir höfðu hafn- að skjóli Danaveldis og töldu ekki ákjósanlegt að vera einir og óstuddir á yfirráðasvæði Breta á Norður-Atlantshafi. Ísland var í kjölfarið í efnahagslegu og hern- aðarlegu skjóli Bandaríkjanna allt þar til fyrir 3 árum þegar herstöð- inni var lokað og efnahagsaðstoð lauk. Nýlegar viðtökur í Banda- ríkjunum við beiðni íslenskra stjórnvalda um efnahagsaðstoð staðfesta að enginn vilji er lengur til staðar í Washington til að veita Íslandi skjól. Bandarísk stjórn- völd sjá sér ekki lengur hag í því að tryggja stöðu Íslands þar sem landið er þeim hvorki hernaðar- lega né efnahagslega mikilvægt. Nýir valkostir Í nokkurn tíma áður en kalda stríð- inu lauk höfðu hlutlausu ríkin í EFTA verið að reyna að finna sér leið í efnahagslegt skjól Evrópu- sambandsins (ESB). Samningavið- ræður um samræmingu viðskipta- reglna og aðgang að innri markaði ESB leiddu að lokum til samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Í miðjum samningaviðræð- unum um EES lýkur hins vegar kalda stríðinu með hruni Sovét- ríkjanna. Þá opnast sá möguleiki að hlutlausu ríkin í EFTA geti sóst eftir varanlegu efnahagsskjóli innan vébanda ESB. Öll aðildar- ríki EFTA, að Íslandi undanskildu, fóru því að líta á EES-samninginn sem skammtímasamning. Sví- þjóð, Finnland, Noregur, Sviss og Austurríki, sóttu öll um aðild að ESB áður en EES-samningurinn tók gildi. Það gerðu íslensk stjórn- völd hins vegar ekki. Forysta Sjálfstæðisflokksins tók þá afstöðu árið 1992 að sækjast ekki eftir Evrópusambandaðild, eftir að hafa velt henni fyrir sér. Á sama tíma töluðu allir systurflokk- ar Sjálfstæðisflokksins í hinum EFTA-ríkjunum ákaft fyrir aðild og höfðu forystu í málinu heima- fyrir. Afstaða Sjálfstæðisflokksins var mörkuð á grundvelli þriggja þátta: EES tryggði efnahagslega og viðskiptalega hagsmuni þjóð- arinnar; aðild að ESB væri óhag- stæðari en EES-samningurinn, einkum vegna sjávarútvegsstefnu sambandsins og vegna þess að ákvarðanir í peningamálum og um viðskiptasamninga við önnur ríki myndu færast úr höndum íslenskra stjórnvalda; þeim mikla ágreiningi sem varð innan flokksins um EES og ótta um að umræða um aðild að ESB myndi leiða til mikilla átaka innan flokksins. Skjól annarra smáríkja í Evrópu Nær öll smáríki í Evrópu hafa leit- að í skjól ESB, þ.e. þau eru komin í sambandið eða að leita leiða til að ganga í sambandið. Flest ríkin hafa einkum verið að leita eftir samræmingu á viðskiptareglum og hindrunarlausu aðgengi að markaði sambandsins. Flest þess- ara smáríkja hafa leitað inn í Evr- ópusambandið á krepputímum og notið aðstoðar sambandsins við að byggja upp efnahagskerfið m.a. í formi byggða- og landbúnaðar- styrkja og stuðnings við hagnýtar rannsóknir og nýsköpun. Eftir að ESB tók upp sameiginlega mynt hefur aðdráttarafl sambandsins aukist mjög fyrir þau smáríki sem staðið hafa utan þess, þar sem sameiginleg mynt dregur úr viðskiptakostnaði og stuðlar að auknum viðskiptum. Þau smáríki í Evrópu sem ekki hafa leitað skjóls innan ESB, að Íslandi undanskildu, eru örrík- in Liechtenstein, Andorra, San Marinó og Mónakó. Þau hafa hins vegar öll umfangsmikla tví- hliða efnahags- og varnarsamn- inga við nágrannaríki sín, Sviss, Ítalíu, Frakkland og Spán, sem tryggja þeim efnahagslegan stöð- ugleika og varnir. Þessi ríki hafa kosið efnahagslegt skjól efna- meiri og voldugri nágranna. Hag- kerfi þeirra, að frumkvæði þeirra sjálfra, eru í raun samofin hag- kerfum nágrannaríkjanna, í þeim tilgangi að verjast ytri efnahags- áföllum, t.a.m. eru þau með sama gjaldmiðil og nágrannaríkin. Skjólið er ekkert Hvaða smáríki stendur þá eftir? Það ríki sem var fyrsta fullvalda ríkið til að verða fjármálakrepp- unni að bráð eins og The New York Times orðaði það. Skjólið var ekk- ert. Íslenskir ráðamenn hafa hald- ið í gömlu heimsmyndina, banda- rísku öldina, að Bandaríkin eða aðrar voldugar vinaþjóðir komi landinu til bjargar. Við erum hins vegar ekki lengur í skjóli Banda- ríkjanna eins og dæmin sanna og aðrar þjóðir settu þeirri takmörk- uðu efnahagsaðstoð sem þær voru tilbúnar að veita, skilyrði um aðkomu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Íslensk stjórnvöld komu landinu inn í EES og í það frelsi sem aðild- inni fylgdi, en brugðust þegar kom að því að tryggja hið efna- hagslega skjól sem smáríki þarf nauðsynlega á að halda í alþjóða- samfélaginu. Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði og formaður stjórn- ar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hvernig verjast smáríki ytri áföllum? UMRÆÐAN Andrés Pétursson skrifar um Evrópu- mál Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýð- ræðislega kjörnum fulltrúum sem vald- ir eru í beinum kosningum til Alþing- is. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafar- þinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (fram- kvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættis- menn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undir- búa reglugerðir sem grundvallast á lögum sam- þykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkis- stjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grund- velli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþings- ins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjór- um („ráðherrar“) er valið af aðildarríkj- unum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar við- komandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkj- anna). Framkvæmdastjórninni („ríkis- stjórninni“) til halds og trausts eru emb- ættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undir- búa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og fram- kvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/til- skipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherra- ráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýð- ræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Af lýðræðishalla ESB ANDRÉS PÉTURSSON BALDUR ÞÓRHALLSSON Íslenskir ráðamenn hafa haldið í gömlu heimsmyndina, bandarísku öldina, að Banda- ríkin eða aðrar voldugar vina- þjóðir komi landinu til bjargar. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum. Þetta tryggir tromla af nýrri gerð, (einkaleyfi Miele) lengri ending vélarinnar en gengur og gerist, sem og fullkomnasta tækni sem völ er á. Þvottavél - verð frá kr. 164.995 Þurrkari - verð frá kr. 139.995 TILBOÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.