Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 34

Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 34
22 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR SALVADOR DALÍ LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1989. „Sex ára langaði mig að verða kokkur. Sjö ára lang- aði mig að verða Napóleon og metnaður minn hefur aukist statt og stöðugt síðan þá.“ Salvador Dalí var spænskur listamaður sem aðallega er þekktur fyrir fíngerð súrreal- ísk málverk. timamot@frettabladid.is Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið skipuð formaður stjórn- ar Caritas, hjálparsamtaka Kaþólsku kirkjunnar, til næstu fimm ára af kaþólska biskupnum í Reykjavík, Pétri Bürcher. Er þetta hennar fjórða formennskutímabil. Sigríður hefur annast styrktartónleika Caritas undanfar- in ár en þeir eru orðnir þekktur viðburður í tónlistarlífinu á hverju hausti í Reykjavík. Þess má geta að hún starfaði fyrir uppboðshús Sotheby’s á Íslandi árum saman. Caritas-samtökin hafa tekið virkan þátt í hjálparstarfi hér- lendis síðustu ár. Reykjavíkurbiskup leggur ríka áherslu á að því verði haldið áfram. Með Sigríði í stjórn Caritas sitja séra Patrick Breen, sókn- arprestur Kristskirkju, Gyða Magnúsdóttir, Jóhanna Long og Karl Smith. Formennska í fjórða sinn Sigríður Ingvarsdóttir hefur annast styrktartónleika Caritas undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Minjasafn Reykjavíkur efnir til fyrirlestraraðar um Upphaf þéttbýlis í Reykjavík á átjándu öld á Landnáms- sýningunni Aðalstræti 16, þriðjudaginn 27. janúar til 7. apríl. Stefán Örn Stefánsson arkitekt hefur leikinn á þriðjudag klukkan 17 og talar um Innréttingahúsin í Aðalstræti. Fimm aðrir fyrirlestrar fylgja í kjölfarið í febrúar, mars og apríl. Fyrirlesarar eru: Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur, Guðlaugur Rúnar Guðmunds- son sagnfræðingur, Hjalti Hugason guðfræðiprófessor, Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur og Áslaug Sverr- isdóttir sagnfræðingur. Nánari upplýsingar fást hjá Minjasafni Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Upphaf þéttbýlis á átjándu öld INNRÉTTINGAHÚSIN LIFNA VIÐ Arkitektinn Stefán Örn Stefánsson mun hefja fyrirlestraröðina með því að tala um Innréttingahúsin í Aðalstræti. MYND/MINJASAFN REYKJAVÍKUR Heilsuhúsið er þrjátíu ára en það var stofnað af Erni Svavarssyni árið 1979. Fyrsta verslunin var opnuð að Skóla- vörðustíg 1a en í dag eru þær orðnar sex, fjórar á höfuðborgarsvæðinu, ein á Sel- fossi og ein á Glerártorgi á Akureyri. „Á þeim 30 árum sem verslunin hefur verið starfrækt hafa orðið straumhvörf í hugsunarhætti Íslendinga hvað varð- ar heilsu og allt sem henni tengist,“ segir Jóhanna Kristjánsdóttir, rekstr- arstjóri Heilsuhússins, sem hefur starf- að hjá fyrirtækinu í 21 ár. „Í upphafi var verslunin litin hornauga og fólk sem þar vann og verslaði talið skrítnar skrúfur. Þetta hefur mikið breyst og nú þykir það merki um heilbrigði og hrein- lega flott að hugsa um heilsuna.“ Hún segir mestar breytingar hafa orðið á viðhorfi landsmanna undanfar- in tíu ár eða svo. Að hennar mati má að mestu rekja breytingarnar til aukins framboðs á upplýsingum um samspil líkamlegrar og andlegrar vellíðunar og næringar. „Fólk er orðið meðvitaðra um hvað það hefur mikið um eigin heilsu að segja. Flestir vita hversu mikilvægt það er að huga að mataræði og hreyf- ingu en fólk er auk þess farið að gera sér grein fyrir mikilvægi þess hvern- ig við hugsum, bæði um okkur sjálf og umhverfið,“ segir Jóhanna. Heilsuhúsið hefur innleitt ýmsar nýjungar í gegnum tíðina sem spanna allt frá lífrænt ræktuðu korni til um- hverfisvænna hreinlætisvara. Þá hefur verslunin haft þá sérstöðu að þar starf- ar sérhæft starfsfólk sem getur veitt einstaklingsmiðuð ráð og leiðbeining- ar. „Við lítum á það sem okkar hlutverk að færa fólki upplýsingarnar. Það veit ekki alltaf hvar það á að leita þeirra og viljum við koma til móts við það.“ Í tilefni afmælisins stendur Heilsu- húsið fyrir margs konar útgáfu og kom til að mynda vegleg afmælisútgáfa af Heilsufréttum út fyrir skemmstu en blaðið hefur komið út tvisvar á ári und- anfarin ár. Þá sendir fyrirtækið út raf- rænt fréttabréf tíu mánuði ársins til meðlima í íbúaklúbbi Heilsuhússins. Auk þess verður á árinu boðið upp á hin ýmsu fræðsluerindi, fyrirlestra og námskeið tengd heilsu. „Við byrjum á fyrirlestra- og nám- skeiðsröð nú í janúar og febrúar þar sem meðal annars verður fjallað um mataræði, blómadropa, barnamat og samspil manns og náttúru. Í mars og apríl ætlum við svo að beina sjónum að vorinu og sumrinu og bjóða upp á nám- skeið í gróðursetningu og garðrækt. Í haust einbeitum við okkur svo að upp- skerunni og verðum með matreiðslu- námskeið sniðin að henni.“ vera@frettabladid.is HEILSUHÚSIÐ: FAGNAR 30 ÁRA AFMÆLI MEÐ ÚTGÁFU OG FYRIRLESTRARÖÐ Ekki lengur skrítnar skrúfur Jóhanna Kristjánsdóttir segir að straumhvörf hafi orðið í hugsunarhætti Íslendinga hvað varðar heilsu á þeim þrjátíu árum sem verslunin hefur starfað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gos hófst á þessum degi í Heimaey árið 1973 en lítill sem enginn fyrirvari var á því. Tvær litlar jarð- skjálftahrinur höfðu átt sér stað á undan en talið var að upptök þeirra væru við Veiðivötn. Þeir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gräns urðu fyrstir gossins varir. Þeir voru í göngutúr uppi á Helgafelli þegar jörðin opnaðist og gos hófst. Á innan við klukkustund var búið að vekja alla bæjarbúa og koma þeim niður að bryggju, þar sem björgunarstörf hófust. Allir bátar Vest- mannaeyja voru í landi þar sem óveður hafði gert daginn áður. Hafist var handa við að sel- flytja fólk í land og bátar sem voru á veiðum á nálægum slóðum komu til hjálpar. Allir íbúar eyj- arinnar voru komnir til lands morguninn eftir að gosið hófst fyrir utan þá hátt í þrjú hundruð sem sinntu störfum í Eyjum. Því var formlega lýst yfir að gosinu væri lokið hinn 3. júlí. Í kjölfarið hófst skipulagt hreinsunar- starf í Vestmannaeyjum af fullum krafti. Gekk það starf framar vonum og í lok ágúst var búið að hreinsa meirihluta bæjarins af ösku. ÞETTA GERÐIST: 23. JANÚAR 1973 Gos hófst í Heimaey 85 ára afmæli Hjartkærar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á einn eða annan hátt á 85 ára afmælisdegi mínum. Kær kveðja, Árni B. Tryggvason leikari og trillukarl Elskuleg móðir og stjúpmóðir okkar, Jónea Samsonardóttir Háaleitisbraut 117, 108 Reykjavík, sem andaðist hinn 16. janúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju hinn 26. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu eru vinsamlegast beðnir um að láta Umhyggju, félag langveikra barna, njóta þess. Reikningur: 0101 15 371020, kennitala 581201 2140. Fyrir hönd fjölskyldunnar, börn hinnar látnu. MERKISATBURÐIR 1907 Jón forseti, fyrsti togarinn sem er smíðaður fyrir Ís- lendinga, kemur til lands- ins. 1915 Gullfossi, fyrsta skipi Eim- skipafélags Íslands, er hleypt af stokkunum í Kaupmannahöfn. Skipið kemur til landsins þremur mánuðum síðar. 1978 Sænsk stjórnvöld banna notkun á gasi í þrýstihylkj- um. Talið er að það skaði ósonlagið. 1979 Fyrsti reyklausi dagurinn er haldinn á Íslandi. 1988 Mesta frost í sjötíu ár, 32,5 gráður, mælist í Möðrudal á Fjöllum. 2007 Ríkisútvarpinu er breytt í opinbert hlutafélag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.