Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 35
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2009
Ásgeirsmót í alpagreinum verður haldið á skíðasvæði Ís-
firðinga í Tungudal sunnudaginn 25. janúar. Mótið er
fyrir alla aldurshópa en yngstu krakkarnir fá að spreyta
sig í leikjabraut á barnasvæðinu meðan eldri krakkarnir
keppa í svigi.
Mótið er haldið til minningar um Ásgeir Kristján Karls-
son frá Hnífsdal sem lést í fiskiróðri árið 1966. Það var
fyrst haldið árið 1967 og árlega til ársins 1978. Það var
síðan endurvakið árið 2005 af afkomendum Ásgeirs og
hefur verið haldið árlega síðan.
Áður fyrr var keppt um farandbikar í karlaflokki en nú
er einnig keppt um kvennabikar.
Frétt af vef www.bb.is en nánari upplýsingar eru á
www.snjor.is.
Ásgeirsmót
í Tungudal
Keppt verður í alpagreinum í Tungudal á sunnudag.
Þegar Gísli Galdur Þorgeirsson, tónlistarmaður og plötusnúður, er
inntur eftir því hvernig standi á því að hann heiti Galdur bendir
hann á móður sína, Guðrúnu Gísladóttur leikkonu.
„Ég held að það væri sniðugra að tala um þetta við mömmu,
henni datt þetta í hug. Ég man ekki hvort einhver sérstök ástæða
var fyrir þessu nafni en veit að það var hins vegar mikið vesen að
fá þetta í gegn því enginn hét þetta. Mannanafnanefnd neitaði en
mamma fékk prest með sér í lið sem skírði mig og þegar það var
búið gátu þeir ekki neitað nafninu.“
Gíslanafnið kemur frá móðurafa Gísla Galdurs en hann kannast
ekki við að neinir galdramenn leynist innan fjölskyldunnar nema þá
helst mamma hans. „Mamma galdrar bara á sviðinu, listamenn eru
náttúrlega alltaf svo klikkaðir en yngsti sonur mömmu heitir einmitt
Ísleifur Eldur.“
Gísli Galdur segist ekki hafa orðið fyrir neinum óþægindum vegna
nafnsins. Hann er ánægður með að heita svo sterku nafni og upp-
lifði enga stríðni vegna þess í æsku. „Það er ekki hægt að finna neitt
móðgandi við nafnið. Ég hef alla tíð verið sáttur við það en hef verið
kallaður endalausum útúrsnúningum. Sumir kalla mig Galdur, aðrir
Gísla Galdur eða Gilla Galla, Galdra eða Magic. Sumir kalla mig líka
Gilbert Sauber. Það eru mismunandi vinahópar sem kalla mig mis-
munandi nöfnum og ég er alveg sáttur við þau. Það er alltaf gaman
að fá ný viðurnefni. Núna heita nokkrir á landinu Galdur svo ég er
því miður ekki lengur sá eini, en ég er guðfaðirinn. - rat
NAFNIÐ MITT: GÍSLI GALDUR ÞORGEIRSSON
Gilli Galli og Gilbert Sauber
Gísli Galdur Þorgeirsson kannast ekki við að galdramenn leynist í
fjölskyldunni aðrir en móðir hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK
Elsku, hjartans mamma okkar, dóttir, syst-
ir, mágkona og frænka,
Valgerður (Vallý) Árný
Einarsdóttir,
Hvassaleiti 24,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn
21. janúar.
Aníta Rut Erlendsdóttir Sylvía Margrét Cruz
Einar Róbert Árnason Margrét Guðmundsdóttir
Ingunn St. Einarsdóttir Þorsteinn Auðunn Pétursson
Margit Elva Einarsdóttir Guðmundur Emil Jónsson
Róbert Örn Einarsson B. Anný Baldursdóttir
og frændsystkini.
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir
og mágur,
Jónatan Hall
Hátúni 12, Reykjavík,
lést að kvöldi 20. janúar. Útförin fer fram frá
Laugarneskirkju þriðjudaginn 27. janúar kl. 13.00. Þeir
sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg.
Garðar Hall Rannvá Kristina Hansen
Brynhildur Hall Jónas Egilsson
Guðrún Hall Agnar Einarsson
Jónas Hall Ólafía Jónsdóttir
Hjördís Anna Hall Sigurjón Stefánsson
og afabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengda-
faðir, sonur og afi,
Þorvaldur Ólafsson
húsasmíðameistari, Iðalind 1, Kópavogi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 20. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður Kjartansdóttir
Kristbjörg E. Þorvaldsdóttir Sigurjón Fjeldsted
Andrea S. Þorvaldsdóttir Bjarni R. Garðarsson
Ásdís B. Þorvaldsdóttir Björn K. Sigurþórsson
Erna Gunnarsdóttir
og afabörn.
Helgi Hálfdanarson
frá Sauðárkróki, Máshólum 19, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 20. janúar. Útför verður ekki auglýst.
Að ósk hans eru blóm, kransar og umfram allt hvers
konar eftirmæli vinsamlega afþökkuð.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
Huldars Ágústssonar
Þjóðbraut 1, Akranesi.
Helga Margrét Aðalsteinsdóttir
Erling Steinar Huldarsson Áslaug Ólafína
Harðardóttir,
Aðalsteinn Huldarsson Elísabet S. Kristjánsdóttir,
Ingibjörg Guðný Huldarsdóttir Ólafur Björn Gunnarsson
og afabörn.
Innilegar þakkir færum við öllu því góða
fólki sem sýndi okkur hlýhug og velvild við
andlát ástkærrar móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
Jónínu Lilju Waagfjörð
(Stellu),
hjúkrunarfræðings, frá Garðhúsum,
Vestmannaeyjum, áður til heimilis að
Rauðalæk 25.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjúkrun-
arheimilinu Víðinesi fyrir yndislega hlýju og umhyggju
síðustu æviárin.
Kristín Dóra Karlsdóttir Hallur Birgisson
Sólveig Ásta Karlsdóttir Allan Deis
Stella, Tinna, Kalli, Freyja og Anna Björk.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Elísabet Guðjónsdóttir
Sóltúni 2 , Reykjavík,
lést að heimili sínu miðvikudaginn 21. janúar. Útförin
verður auglýst síðar.
Kristján S. Baldursson
Elsa Baldursdóttir Kristján Guðmundsson
Guðjón Baldursson Bryndís Guðjónsdóttir
Birgir Bragi Baldursson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, sonar og
tengdaföður,
Lúðvíks Friðrikssonar
verkfræðings, Sóleyjarrima 19, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynning-
ar, 11-E og allra þeirra sem lögðu hönd á plóg.
Áshildur Þorsteinsdóttir
Kristín Guðrún Lúðvíksdóttir
Anna Sigga Lúðvíksdóttir
Þorsteinn Lúðvíksson Marta Silfá Birgisdóttir
Friðrik Ólafsson Kristín Lúðvíksdóttir
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Guðlaugar Brynju
Guðjónsdóttur
Laugarásvegi 20, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 5. hæðar á
hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir frábæra umönnun
og hlýju.
Guðjón Jens Guðjónsson Shelly Ólafsson
Bryndís Guðjónsdóttir Guðjón Baldursson
Brynja Guðjónsdóttir
Ása Björk Guðjónsdóttir Daniel Oates
Ólafur Kjartan Guðjónsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað-
ir, afi og langafi,
Bjarni Björnsson
Álfalandi 8, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 19.
janúar. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 27. janúar kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð Sóltúns.
Valgerður Gísladóttir
Sólborg Bjarnadóttir Sigurður Júlíus Kristinsson
Dagbjört Bjarnadóttir Páll Högnason
Hjalti Bjarnason Kristín Kristjánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir Jón Orri Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma, systir og mágkona,
Regína Anna
Hallgrímsdóttir (Bíbí)
frá Búðardal, síðast til heimilis að
Lindargötu 57,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26.
janúar kl. 15.00. Sérstakar þakkir færum við starfs-
fólki deildar 12 E á Landspítalanum við Hringbraut
fyrir umönnun og hlýhug í hennar garð.
Hallgrímur Guðmundsson Súsanna Dubrowsky
Sólrún Hjálmarsdóttir Dave Zimmermann
Vilmundur Hjálmarsson
og aðrir aðstandendur.