Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2009 27 Bandaríkjamaðurinn Seanie Blue var svo ánægður með hljómsveit- ina Nóru að hann borgaði hljóð- verstíma undir sveitina. „Þetta er náungi sem kom hingað fyrir löngu en kom svo aftur núna í kreppunni. Hann segist hrífast svo af sköpunarkraftinum sem hann segist finna í ástandinu hérna núna,“ segir Auður Viðars- dóttir, söngkona hljómsveitarinn- ar Nóru. Seanie Blue hefur fengist við sjónvarpsþáttagerð og ljósmynd- un og bloggar um upplifun sína á Íslandi. „Þetta er ægilegur töff- ari og talar rosalega mikið og „name-droppar“ alls konar „und- erground“-liði,“ segir Auður. „Hann hitti frænda okkar á borgarafundi sem sagði honum að hlusta á lögin okkar á mæspeis (myspace.com/noraband). Svo fékk hann að koma á æfingu hjá okkur. Við tókum „Guns of Brixt- on“ eftir Clash og okkar eigin lög og hann heimtaði að fá að borga undir okkur stúdíótíma. Það var auðvitað sjálfsagt. Við vorum í Hljóðrita langt fram á nótt og tókum upp eitt lag, Skóflaðu mig, og svo grófar útgáfur af fleiri lögum. Það er auðvitað gaman að fá viðbrögð og flott að einhver vilji borga fyrir okkur hljóðvers- tíma.“ Hljómsveitin Nóra spilar ljúft indípopp og hefur verið starfandi í eitt og hálft ár. Auður segir að þau hafi verið dugleg að spila á síðasta ári og ætli að setja allt aftur í gang í febrúar. - drg Nóra græðir á kreppunni LJÚFT INDÍPOPP Hljómsveitin Nóra var í hljóðveri. Opið laugardag 11 - 18 // sunnudag 12 - 17 4 2 fyrir Enn meiri verðlækkun Útsölumarkaðurinn Grensásvegi 15 Lokahelgi Stjörnuparið Tom Cruise og Katie Holmes íhugar nú að flytja til London. Ástæðan er sú að þau vilja bæði taka að sér hlutverk í leikritum á West End. Katie Holmes lék nýlega í leikverki Art- hurs Miller, All My Sons, á Broad- way og naut þess svo að hún vill gjarnan taka að sér meiri sviðs- leik. Cruise, sem þekktur er fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Top Gun og Mission Impossible, vill gjarnan feta í fótspor eigin- konunnar. Krúsi er tilbúinn til að flytjast til London. „Það myndi vera frábært. Katie var alveg frábær á Broadway og það myndi vera einstakt að vinna á West End. Þetta er auðvitað eitt- hvað sem má skoða fyrir okkur bæði. Ég held að við myndum kunna vel við okkur í Bretlandi, þrátt fyrir kuldann!“ segir Tom Cruise. Vilja bæði leika á sviði SPENNT FYRIR WEST END Tom Cruise og Katie Holmes íhuga nú að flytjast til Englands til að geta tekið að sér hlut- verk í leikritum á West End. NORDICPHOTOS/GETTY Kraftmikill Hjörvar A Copy of Me er önnur plata Hjörvars Hjörleifssonar, en þá fyrri, Paint Peace sem kom út árið 2004, gerði hann undir lista- mannsnafninu Stranger. Hún fékk góðar móttökur og var meðal ann- ars tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Paint Peace var tekin upp í heimahljóðveri Hjörvars, en A Copy of Me tók Hjörvar upp ásamt hljómsveit í Puk Recording Stu- dios í Danmörku. Hljómsveitin sem spilar með Hjörvari er ekki af verri endanum, en í henni eru þeir Addi, Guðni og Tobbi úr Dr. Spock og Hrafn úr Ensími, en í einstaka lögum koma að auki við sögu Barði Jóhannsson sem spilar á gítar, Lára Rúnarsdóttir sem bakraddar og fleiri. Tónlist Hjörvars er undir tölu- verðum áhrifum frá yfirlýst- um áhrifavöldum hans eins og Depeche Mode og Gary Numan, en sterkust eru áhrifin að mínu mati frá David Bowie. Söngrödd Hjörvars minnir töluvert á Bowie og lagasmíðarnar og útsetningar sömuleiðis, hvort sem Hjörvar tekur þessi áhrif beint frá Bowie eða í gegn um fyrrnefnda lista- menn. Styrkur Hjörvars er sem fyrr fínar lagasmíðar og góður söngur, en að auki hefur mikið verið gert til þess að búa til flottan hljóm á A Copy of Me. Platan hefur sterkan heildarsvip, en hún er alls ekki einsleit; lögin hafa hvert sinn karakter. Þannig setur hrátt bassasánd til dæmis sterkan svip á News For Everyone, hljómborð og rafmagnsgítarar einkenna A Copy of Me, í See the Sea og Moth- ers er píanó grunnhljóðfærið og í Bring Out The Dead fær kassagít- arinn að njóta sín. Lögin eru mis- hörð og hröð, en það er kraftur í þeim öllum. Á heildina litið er hér komin fín plata frá listamanni sem fer sína eigin leið og stendur greini- lega á saman um það hvort tónlist- in hans fellur að tískustraumum samtímans eða ekki. Trausti Júlíusson TÓNLIST A Copy of Me Hjörvar ★★★★ Styrkur Hjörvars eru fínar lagasmíð- ar, góður söngur og flottur hljómur. Kraftmikil plata frá listamanni sem fer sínar eigin leiðir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.