Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 41
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2009 29 Nýjasta mynd söngkonunnar Mariuh Carey, Push, var frum- sýnd á Sundance-kvikmyndahá- tíðinni um síðustu helgi. Carey fékk slæma gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Glitter sem kom út 2001 og vill nú ólm sýna að hún hafi eitthvað fram að færa á hvíta tjaldinu. Í hinni dramatísku Push, sem er byggð á metsölubók, leikur Carey konu sem aðstoðar móður á unglingsaldri við að glíma við erfiða fortíð sína. „Ég var mjög hrifin af bókinni þegar ég las hana, að ég held árið 1998, og síðan þá hefur hún verið greypt í minni mínu,“ sagði Carey. Hún er ekki eini popparinn sem leik- ur í myndinni því Lenny Kravitz kemur þar einnig við sögu. Í dramatískri kvikmynd MARIAH CAREY Söngkonan vinsæla ætlar sér stóra hluti á hvíta tjaldinu í framtíðinni. Íslensk-belgíska hljómsveitin Mógil er á leiðinni í tónleikaferð um Belgíu í febrúar. Sveitin spilar tilraunakennda djasstónlist með þjóðlegu, klassísku ívafi og hlaut fyrsta plata hennar, Ró, tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. „Þetta verða tónleikar á hverju kvöldi í heila viku. Þetta verður æðislegt,“ segir söngkonan Heiða Árnadóttir. Meðal annars spila þau í hinu virta tónleikahúsi í Brussel, Salle Moliere. Platan Ró kom út hjá belgíska útgáfufyrirtækinu Radical Duke síðasta haust og í kjölfarið fór Mógil í tónleikaferð um Holland, Belgíu og Lúxemborg. „Við fengum alveg frábærar viðtökur. Það var alltaf fullt hjá okkur,“ segir Heiða. Gagnrýnendur hafa hampað plöt- unni mjög og virðist Icesave-ævin- týrið ekkert hafa komið í veg fyrir góða dóma. „Þrátt fyrir Kaupþing er besta belgíska platan í augna- blikinu Ró með íslensku hljóm- sveitinni Mógil,“ sagði einn gagn- rýnandinn. - fb Mógil í tónleikaferð um Belgíu MÓGIL Heiða Árnadóttir, Hilmar Jensson, Ananta Roosens og Joachim Badenhorst. Breska söngkonan vinsæla Lily Allen ætlar að spila á Glaston- bury-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í júní. „Ég elska Glastonbury,“ sagði hún. „Ætla ég að spila í ár? Það hefur ekki verið tilkynnt en ég hefði mikinn áhuga á því að spila klukkan sex á föstu- deginum. Úps.“ Orðrómur er einnig um að Neil Young, Bruce Springsteen og Blur stígi á svið á hátíðinni. Nýlega bárust fregnir af því að þegar hefðu um 90 pró- sent miða á Glastonbury selst og því greinilegt að hátíðin hefur hvergi nærri misst sjarma sinn. Lily Allen á Glastonbury LILY ALLEN Söngkonan Lily Allen spilar á Glastonbury-hátíðinni í ár. Murta St. Calunga, nýjasta plata Benna Hemm Hemm, er nýkomin út í Japan. Fyrirtæk- ið Afterhours gefur plötuna út þar í landi í samstarfi við Kimi Records. Mikil vinna hefur verið lögð í textaþýðingar og greinargóð- ar skýringar sem fylgja með plötunni og því greinilegt að miklar vonir eru bundnar við útgáfuna. Murta St. Calunga kom út síðasta sumar við góðar undir- tektir og því má telja líklegt að Japanir eigi einnig eftir að taka plötunni opnum örmum. Ný plata Benna kemur út í Japan BENNI HEMM HEMM Nýjasta plata Benna Hemm Hemm er komin út í Japan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.