Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 42

Fréttablaðið - 23.01.2009, Side 42
30 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Fjölnismaðurinn Gunn- ar Már Guðmundsson heldur út til æfinga hjá enska c-deildar- félaginu Crewe Alexandra á morgun en þar er Guðjón Þórðar- son við stjórnvölinn. Ef allt geng- ur að óskum hjá Gunnari Má mun hann líklega gera láns- samning við félagið fram á sumar. „Maður þorir ekki að vona of mikið en þetta kemur allt í ljós eftir þessa viku sem ég mun æfa með liðinu. Ef það gengur vel þá mun ég skrifa undir lánssamning við félag- ið og kem þá ekkert aftur heim fyrr en í maí,“ segir Gunnar Már. Gunnar Már vakti verðskuld- aða athygli fyrir spilamennsku sína með Fjölni síðasta sumar og fór meðal annars út til æfinga hjá norska félaginu Lyn í vetur. „Maður hefur náttúrlega stefnt leynt og ljóst að því að fara út. Ég var líka sæmilega passífur í kringum jólin þannig að ég er ekkert of þungur, en maður mætti sjálfsagt vera létt- ari og það verður fljótt að koma,“ segir Gunn- ar Már á léttum nótum. - óþ Gunnar Már Guðmundsson æfir með Crewe í viku: Lánssamningur á teikniborðinu GUNNAR MÁR Gæti dvalið hjá Crewe fram í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það var stutt Danmerkurævintýri Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem gekk á dögunum til liðs við danska úrvalsdeildarliðið TEAM Esbjerg. Anna náði ekki að spila leik með liðinu áður en hún meiddist illa á ökkla á æfingu. „Ég missteig mig illi- lega á æfingu á þriðjudaginn. Ég er með trosnuð eða slitin ytri og innri liðbönd í hægri ökklanum. Það er örugglega langur tími þangað til að ég verð spilfær aftur,“ segir Anna Úrsúla en næstu skref eru í skoðun. „Við erum búin að vera að velta fyrir okkur hvort það væri ekki sniðugast fyrir bæði mig og liðið að ég komi bara heim og þeir finni annan leikmann í þennan tíma,“ segir Anna en hún er með ökklann í spelku og gengur um á hækjum. „Það heldur ekkert við ökklann. Það er eiginlega betra að þetta sé slitið því þá geta þeir bara saumað þetta. Það tekur oft lengri tíma að finna stöðugleikann aftur ef þetta er trosnað en ekki slitið,“ segir Anna sem er að ræða við félagið um hvað sé best að gera í stöðunni. „Þetta er svolítið dýrt fyrir bæði mig og liðið að halda uppi leikmanni sem getur ekki spilað og aðeins með hálfsárs samning. Ég get tekið endurhæfinguna heima þar sem ég er með miklu betri aðstöðu og einhver getur keyrt mig. Ég hefði samt ekki tekið illa í það að vera áfram hérna úti en fólk áttar sig kannski ekki á hversu mikinn tíma og pening þetta kostar fyrir félagið,“ segir Anna. Anna Úrsúla tekur þessu áfalli af sönnum íþróttaanda og ætlar sér að koma aftur til baka. „Maður brosir bara í gegnum tárin. Ég er svo vön því að óheppnin elti mig þannig að fólk er bara farið að gera grín að mér. Það er ekkert hægt að gera nema standa upp og halda áfram,“ segir Anna og hún sér sig upplifa atvinnumannadrauminn einhvern tímann síðar. „Þetta er ekkert „mega“, alls ekki. Þetta er „bömmer“. Maður verður bara að halda áfram og reyna að komast aftur í sömu aðstöðu. Það er ekkert hægt að grenja yfir þessu en það tekur bara tíma að koma sér aftur á stað. Hvernig leikmaður væri maður ef maður gæfist bara upp við nokkrar hindranir?“ sagði Anna að lokum. ANNA ÚRSÚLA GUÐMUNDSDÓTTIR: MEIDDIST ILLA Á ÖKKLA OG ER HUGSANLEGA Á HEIMLEIÐ FRÁ DANMÖRKU Farið að gera grín að því hversu óheppin ég er > Hundrað prósent nýting á úrslitastundu Helena Sverrisdóttir tryggði TCU 81-78 sigur á Wyoming með því að nýta öll sex vítin sín á síðustu 83 sekúnd- um leiksins. Helena lét ekki þunna loftið trufla sig en leikurinn fór fram í Laramie í Wyoming sem stendur í 2.184 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta var í fyrsta sinn sem TCU nær að vinna leik á þessum stað. Helena var með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og TCU hefur nú unnið 4 af fyrstu fimm leikjum sínum í Mountain West-deildinni. HANDBOLTI Riðlakeppni HM í handbolta í Króatíu lauk í gær og þá var ljóst hvaða tólf lið komust inn í milliriðil. Makedónar unnu 36-30 sigur á Rússum og skildu þá eftir í C-riðl- inum en Makedónar sáu einmitt til þess að Íslendingar eru ekki á HM. Spánverjar komust held- ur ekki áfram upp úr B-riðli eftir 23-24 tap á móti Kóreu í úrslita- leik um sæti í milliriðlinum. - óój HM í handbolta í Króatíu: Rússland og Spánn úr leik FRÁBÆR Kiril Lazarov (t.h.) er búinn að skora 53 mörk HM. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Enginn skal afskrifa lið FH í baráttunni um titilinn. Liðið hefur styrkst í fríinu og spilaði flottan leik gegn toppliði Fram í gær og vann verðskuldaðan sigur, 39-35. Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, kom nokkuð á óvart með því að geyma Rúnar Kárason á bekknum í upphafi og stilla Jóhanni Gunnari Einarssyni upp í skyttustöðunni hægra megin. Í horninu var síðan hinn rétthenti Guðjón Drengsson sem átti flottan leik. Heimamenn voru talsvert grimmari framan af, keyrðu grimmt á hraðaupphlaupum og skoruðu úr 8 slíkum í fyrri hálf- leik. Fram var alltaf að elta en sóknarleikur liðsins varð mark- vissari eftir að Rúnar kom inn fyrir Jóhann sem meiddist. Rúnar kom með mikla skotógnun og skor- aði ein 6 mörk í hálfleiknum. Sóknarleikur FH var nokkuð stirður framan af en skánaði er leið á og þá hitnaði Aron Pálmars- son einnig. FH-ingar voru duglegir að finna línuna þar sem Sigurður Ágústsson var sterkur. FH leiddi í leikhléi, 20-17, og munaði helst um markvörsluna sem var þolan- leg hjá FH en lítil sem engin hjá Fram. Fram byrjaði á því að taka Aron strax úr umferð í upphafi síðari hálfleiks. Davíð Svansson hrökk í gírinn og varði 20 skot í hálfleikn- um. Það var ekki nóg fyrir Fram því sóknarleikurinn var afar brös- óttur hjá þeim og þeir sífellt að elta, voru allt frá einu upp í fjórum mörkum á eftir. Aðeins munaði marki þegar sex mínútur lifðu leiks en taugar FH voru sterk- ari. Guðmundur Pedersen skoraði mikilvæg mörk sem og Aron undir lokin. Einnig munaði um innkomu Hilmars Guðmundssonar í markið en hann varði mikilvæga bolta. FH vann sanngjarnan fjögurra marka sigur og er búið að stimpla sig inn á nýjan leik. „Þetta var hörkustuð og á bara eftir að verða skemmtilegra eftir því sem á líður,“ sagði landsliðs- maðurinn Bjarni Fritzson sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir FH í gær. Hann vann sig vel inn í leik- inn og komst vel frá sínu. „Það var gott að geta sett nokkur mörk og ekki ónýtt að byrja á því að leggja toppliðið að velli.“ Stefán Baldvin Stefánsson Fram- ari spilaði sinn fyrsta leik í nokkra mánuði fyrir Fram en hann er aðeins með 15 prósenta sjón á öðru auganu. Hann ætlaði upprunalega að spila með gleraugu frá Valsar- anum Sigfúsi Páli Sigfússyni en hætti við skömmu fyrir leik. „Ég sá bara ekki neitt með þeim. Annars var gaman að koma aftur og þetta gekk ágætlega,“ sagði Stefán sem skoraði fín mörk í fyrri hálfleik en spilaði ekkert í þeim síðari. „Mig vantar spilform en gekk samt þokkalega, ég veit alveg hvar markið er enn þá,“ sagði Stef- án léttur en hann var ekki kátur með leik sinna manna. „Við gátum ekkert. Ég veit ekki hvað var að en við vorum ekki tilbúnir í dag.“ henry@frettabladid.is Guttarnir stimpl- uðu sig aftur inn FH-ingar byrja nýja árið með stæl en þeir lögðu topplið Fram, 39-35, í gær. FH gaf eftir undir lok síðasta árs en mætir sterkara til leiks á nýju ári. GRIMMIR Örn Ingi Bjarkason og félagar í FH unnu toppliðið í gær. Hér sækir Örn að varnarmönnum Framara, Brjáni Bjarnasyni og Rúnari Kárasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.