Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 23.01.2009, Qupperneq 46
34 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR „Eins og ég hafi pantað þetta,“ segir Ari Magg, auglýsinga- og tískuljósmyndari, og einhver sá virtasti á sínu sviði. Mótmælin á Hverfisgötu fyrir framan Þjóðleikhúsið og Þjóð- menningarhúsið að kvöldi mið- vikudags voru sérlega mögnuð. Mikill mannfjöldi hafði safnast þar saman og kveikt bál við tröpp- ur leikhússins og hrópaði: „Van- hæf ríkisstjórn!“ Og barði í potta og pönnur. Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Í Þjóðleikhúskjall- aranum var fundur hjá Reykja- víkurfélagi Samfylkingar. Þegar þau tíðindi spurðust að samþykkt lægi fyrir um að slíta bæri stjórn- arsamstarfinu greip fögnuður um sig meðal fólks. Erpur Eyvindar- son tónlistarmaður, sem staðið hefur framarlega í flokki mótmæl- enda, taldi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins, sigur hafa unnist. Stjórnin væri tæknilega fallin. Og fór ásamt fjölda annarra á næstu krá til að fagna. Meðan þessu fór fram var einn fremsti ljósmyndari landsins í óvæntri kjöraðstöðu. Mótmæl- in fóru fram nánast fyrir framan stóran glugga ljósmyndastúdíós hans. Það stendur í portinu sem er gegnt Þjóðleikhúsinu. Útsýnið var kjörið. „Þetta var skemmtilegt. Ég hafði einkaútsýni yfir þetta og náði ágætis myndum. Reyndar hefur líka verið hægt að mynda af bílastæðahúsinu. Ég hafði einmitt farið kvöldið áður að Alþingishús- inu. Og var þá að horfa á nokkra staði í kring sem hefði verið gott að geta stillt sér upp á. Svo gerist þetta að næsta kvöld er þetta beint fyrir framan glugga minn.“ Víst er að búsáhaldabyltingin býður upp á frábært myndefni og mótív fyrir ljósmyndara og töku- menn. Margar myndavélar voru á lofti. Gósentíð fyrir ljósmynd- ara. „Þetta eru spennandi tímar fyrir blaðaljósmyndara og aðra ljósmyndara einnig. Ég veit um nokkra kollega sem hafa fylgst með þessu frá upphafi,“ segir Ari sem góðfúslega veitti Fréttablað- inu sýnishorn af því sem við blasti frá ljósmyndastúdíói hans. jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. mælieining, 6. drykkur, 8. töffari, 9. bókstafur, 11. í röð, 12. skopleikrit, 14. græða, 16. samtök, 17. skurðbrún, 18. óðagot, 20. hreyfing, 21. stefna. LÓÐRÉTT 1. vísupartur, 3. einnig, 4. nagdýr, 5. málmur, 7. ótvíræður, 10. frjó, 13. atvikast, 15. sóða, 16. ái, 19. 2000. LAUSN LÁRÉTT: 2. volt, 6. te, 8. gæi, 9. eff, 11. mn, 12. farsi, 14. lækna, 16. aa, 17. egg, 18. fum, 20. ið, 21. ismi. LÓÐRÉTT: 1. stef, 3. og, 4. læmingi, 5. tin, 7. efalaus, 10. fræ, 13. ske, 15. agða, 16. afi, 19. mm. ARI MAGG: MEÐ EINKAÚTSÝNI YFIR BÚSÁHALDABYLTINGUNA Ljónheppinn tískuljósmyndari „Maður er eiginlega alveg orðinn ruglaður. Ég held að ég sé bókað- ur í viðtöl langt fram eftir kvöldi,“ segir morgunhaninn Heimir Karls- son. Lopapeysusöfnun útvarpsþátt- arins Ísland í bítið virðist sanna fyrir fullt og allt að Íslendingar bera engan kala til Breta. Í gærkvöldi sigldi nefnilega Arnarfellið áleiðis til Hull með tuttugu tonn af hvers kyns lopa- vörum, rúma fimmtíu rúmmetra af lopapeysum, síðbrókum, húfum og vettlingum. Heimir segir áhuga breskra fjölmiðla á þessari einstöku söfnun vera með ólíkindum. Hann velti því jafnvel fyrir sér hvort tími sé kominn til að ráða fjölmiðlafull- trúa. „Daily Telegraph, Daily Mail og Fokal-Radio í Stoke hafa öll haft samband í dag,“ útskýrir Heimir sem hafði lítinn tíma til að spjalla enda bókaður í annað viðtal aðeins nokkrum mínútum seinna. Rúsín- an í pylsuendanum er þó án nokk- urs vafa umfjöllun morgunþáttar BBC sem sjónvarpar beint frá því þegar Arnarfell leggst að bryggju eftir siglingu upp Humber-ána á mánudagsmorgun. Heimir og Kol- brún Björnsdóttir verða að sjálf- sögðu viðstödd. Breskir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum Íslendingar séu að leggja Bretum lið, svona í ljósi þess að bresk yfir- völd, með Gordon Brown fremst- an í flokki, settu hryðjuverkalög á landið. Heimir svarar því yfirleitt til að þetta séu óskyld mál. „Okkur fannst bara skelfilegt til þess að hugsa að gamalmenni í vestrænu ríki væru að frjósa úr kulda,“ segir Heimir sem tekur þó fram að það hafi verið Íslendingafélagið í Bret- landi sem hafi átt hugmyndina að þessu framtaki. - fgg Heimir og Kolla í beinni á BBC HEIMIR KARLSSON Bretar eru himinlif- andi með ullargjöf Íslendinga. „Það er jarðarberjagleði á Wellness Café í Sporthúsinu í Kópavogi. Þetta er bæði bragð- gott og hollt.“ Guðlaug Birna Aradóttir, nemi í íþrótta- fræðum. Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna mættu í viðtal til Sigmars Guðmundssonar í Kastljós á miðviku- dagskvöld en á sama tíma var verið að senda út Gettu betur á Rás 2. Talsverður fjöldi ungmenna var saman kominn á Markúsartorgi og leið Steingríms J. Sigfússonar lá í gegnum unglingafjöldina á leið í förðun án þess að nokkur tæki eftir því sérstaklega. Hins vegar var eins og Geir Haarde forsætisráðherra félli af himnum ofan í stúdíóið – en honum var smyglað inn bakdyra- megin en áður voru FBI-legir menn búnir að taka svæðið út. Ekki þótti á það hættandi að leiða hann um meðal unglinganna. Gestur Bubba Morthens í útvarpsþættinum Færi- bandið síðasta mánu- dagskvöld var Geir H. Haarde. Bubbi boðaði 5. gráðu yfirheyrslu en þeir sem bjuggust við boxi heyrðu sérlega kurt- eisan gúanór- okkara spyrja forsætisráðherra en Bubbi ætlar að gera sig gildandi í þjóðfélagsum- ræðunni og lagar nú grillvökvann. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra er næstur á dagskrá hjá Bubba og verður spennandi að vita hver staða mála verður þá nú þegar stjórnin rambar á barmi gjaldþrots. Nýlega tók sjónvarpsstjarnan Pacas úr Hæðinni við sem afleysinga- kokkur í leikskólanum Sæborg við Ægisíðu í Reykjavík. Krakkarnir og starfsfólkið þar er vant góðum mat og ekki hefur matar- lystin minnkað eftir að Pacas kom í eldhúsið. Hann reiðir nú fram svo framandi og ljúffenga rétti að allur skólinn stendur gjörsam- lega á blístri. - jbg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI BÚSÁHALDABYLTING SÉÐ FRÁ STÚDÍÓI ARA MAGG Ljósmyndarinn Ari Magg segir það hafa verið skrítna tilfinningu að koma til vinnu í fyrrakvöld. Þá blöstu mótmælin við Hverfisgötu við beint út um glugg- ann hjá honum. Í stúdíóinu hvílir stór innrömmuð mynd af Ólafi Ragnari sem Ari tók á sínum tíma fyrir TIME. „Þetta er bara fyndið. Auddi var að hringja í mig og flauta þetta af. Þá var allt orðið vitlaust,“ segir Benja- mín Þór Þorgrímsson sem betur er þekktur sem Benni Ólsari sem komið hefur við sögu í fréttum af handrukkunum. Hinir landsþekktu, dáðu og elsk- uðu grínarar Auddi og Sveppi byrja með glænýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 í kvöld en þeir hafa hugsað sér að taka beygju, henda sér inn í þjóð- félagsumræðuna miðja en þær fyrirætlanir hafa steytt á stein- um. Þeir hafa verið að taka púls- inn á mótmælunum og voru búnir að finna einkar áhugaverðan við- mælanda, nefnilega Benna Óls- ara, og ætluðu að ræða við hann um heima og geima – þjóðfélags- málin. En þá kom babb í bátinn. Audda og Sveppa var ekki kunnugt um að fyrir dyrum stæðu mála- ferli Benna á hendur fyrirtækinu 365 vegna Kompássþáttar þar sem Benni kom við sögu. „Þetta var nú eiginlega eina við- talið sem ég ætlaði að veita,“ segir Benni. „Ég hefði alveg verið til í að hitta þá og grína aðeins með þeim. En þeir vissu náttúrulega ekk- ert um þessa stefnu. Saklausir og skemmtilegir strákar sem eru að gera einhvern grínþátt.“ Sveppi kýs að tjá sig ekki um málið en Fréttablaðið hefur heim- ildir fyrir því að sá gestur sem hleypur í skarðið fyrir Benna sé enginn annar en Ólafur F. Magnús- son, fyrrverandi borgarstjóri. - jbg Ólafur F. ryður Benna Ólsara út SVEPPI OG AUDDI Í MIÐJU MÓTMÆLANNA Í þættinum í kvöld verður enginn Benni Ólsari eins og til stóð en í hans stað kemur Ólafur F. Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM M YN D /A R I M A G G ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.