Fréttablaðið - 27.01.2009, Page 1

Fréttablaðið - 27.01.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2009 — 24. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JÓN ÖRVAR GESTSSON Stefnir á þátttöku í World Outgames • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er búinn að vera að þessu síðan í september á síðasta ári og hef á þeim tíma eignast fullt af góðum vinum, enda félagsskapurinn lfrábæ “ En af hverju er þörf á sund-félagi sem er sérstaklega ætlaðsamkynhnei ð eins, þar sem allir fá á Gott fyrir sjálfstraustið Jón Örvar Gestsson er meðlimur í sundliði Styrmis, fyrsta íslenska sundliðinu sem eingöngu er skipað samkynhneigðum. Hann stefnir á þátttöku í World Outgames, alþjóðaleikum samkynhneigðra, á árinu. Jón Örvar, efst til vinstri, ásamt hluta sundliðs Styrmis sem æfir öll mánudags- og fimmtudagskvöld í Laugardalslaug. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FORELDRANÁMSKEIÐ verða haldin reglulega næstu mánuði á vegum Miðstöðvar heilsuverndar barna undir yfirskriftinni Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar. Fyrsta námskeiðið verður 3. til 24. febrúar. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 80%afslætti valdar vörur með allt að sófasett 3+1+1 Klassík í nýju ljósi Tónleikar til heiðurs Mozart verða haldnir á Kjarvalsstöðum í kvöld í tilefni af afmæli tónskáldsins. TÍMAMÓT 16 ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON: Flutti gamanmál hjá Seðlabankanum Buffið lék loks fyrir dansi FÓLK 26 Boðið að stjórna í Bretlandi Hörður Torfason hefur fengið boð um að stjórna mótmæl- um erlendis. FÓLK 26 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA A4 einblöðungur, prentað báðu megin 1.000 stk. 33.000,- + vsk Bæklingur 10x21 cm. 6 síður 1.000 stk. 43.800,- + vsk. www.isafold. is Sími 595 0300 Láttu okkur snúast í kringum þig! Breytt gengi Stjörnunnar Stjarnan hefur unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í körfunni undir stjórn Teits Örlygs- sonar. ÍÞRÓTTIR 22 ÉL Í dag verður fremur hæg suð- læg átt. Bjart með köflum norðan og austan til þegar kemur fram á daginn annars víða él. Frost 0-5 stig en frostlaust með ströndum syðra. VEÐUR 4 0 0 0 -2 0 Siglt í strand „Verstu mistök stjórnarinn- ar undanfarna mánuði hafa verið þau að velta byrðunum af kreppunni yfir á bök þeirra sem minnst mega sín,“ skrifar Sverrir Jakobsson. UMRÆÐAN 14 STJÓRNMÁL Kyrrsetning eigna auðmanna sem áttu þátt í hruni bankakerfisins er meðal þess sem Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð vill að verði á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar. Flokkurinn samþykkir að Jóhanna Sigurð- ardóttir verði forsætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylking- arinnar og VG sem Framsókn- arflokkurinn ver vantrausti á Alþingi. Stjórnin á að starfa fram að kosningum sem, að ósk VG, eiga að fara fram eins fljótt og auðið er, helst í apríl. VG vill líka að gripið verði til margvíslegra aðgerða til bjargar heimilunum. Samfylkingin legg- ur áherslu á slíkt hið sama. Þá vill VG að ýmsar breytingar sem gerð- ar hafa verið á heilbrigðiskerfinu að undanförnu verði dregnar til baka og eftirlaunaréttindi þing- manna og ráðherra verði færð til samræmis við það sem almennir launamenn njóta. Framsóknarflokkurinn setur ýmis skilyrði fyrir að verja ríkis- stjórnina vantrausti. Lúta þau einkum að aðgerðum í þágu heim- ila og fyrirtækja auk þess sem flokkurinn krefst þess að breyt- ing verði gerð á yfirstjórn Seðla- bankans. Um það er samhljómur í flokkunum þremur. Þá er lík- legt að um semjist að stjórnlaga- þing verði sett á laggirnar er taki ýmsar greinar stjórnarskrárinnar til endurskoðunar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, orð- aði möguleikann á að Jóhanna Sig- urðardóttir yrði forsætisráðherra þegar ljóst varð að samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn væri lokið. bþs, kóp /sjá síður 4,6,8 og 10 Sátt um að Jóhanna leiði nýja ríkisstjórn VG fellst á að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra í minnihlutastjórn VG og Samfylkingarinnar sem Framsóknarflokkurinn ver vantrausti. VG setur fram margvíslegar kröfur um verkefni. Framsókn setur stjórninni líka skilyrði. STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, greindi frá fjórum atriðum sem hafa bæri í huga við myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Ekki er hefð fyrir því að forsetinn komi fram með slík tilmæli áður en veitt er umboð til stjórnarmyndunar. Kváðu þau á um að náð yrði samfélags- legri sátt eftir óróatíð, að komið yrði á stjórn sem ynni að lausn á vanda fjölskyldna og fyrirtækja í landinu, kosið yrði sem fyrst og að fundinn yrði farvegur fyrir umræðu um endurbætta eða nýja stjórnarskrá. Hann áréttaði að forsætis- ráðherra hefur ekki einn og sér vald til að rjúfa þing og boða til kosninga. Það vald hefur for- seti Íslands einn nú eins og sakir standa, sagði hann. jse/ sjá síðu 4 Myndun nýrrar stjórnar: Forsetinn segist hafa valdið „Ég á eftir að sjá hvernig málin leggjast og hvort ég hafi ekki örugglega traust í þetta,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, en í gær sagði Ingibjörg Sólrún að Samfylkingin legði áherslu á að hún yrði forsætisráðherra. Spurð hvort hún sjálf væri tilbúin til að taka það að sér svaraði hún; „Já, já.“ Jóhanna segir að hugmyndin hafi fyrst verið nefnd við hana í gærmorgun. Hennar fyrsti kostur í nýju stjórnarsam- starfi er minnihlutastjórn með Vinstri grænum og stuðningi Framsóknar- flokks. „Síðan kemur auðvitað til greina minnihlutastjórn okkar í Samfylking- unni með hlutleysi vinstri grænna og framsóknarmanna,“ segir hún. Spurð hvort hún hafi eitthvað rætt við þing- menn Vinstri grænna svaraði hún: „Ég er alltaf að tala við vinstri græna.“ - ss JÓHANNA SEGIST TILBÚIN AÐ TAKA VIÐ STJÓRNMÁL Fráfarandi stjórnar- flokka greinir verulega á um ástæður stjórnarslitanna. Geir H. Haarde sagði Samfylkinguna ábyrga fyrir þeim. Sagði hann þennan fyrrverandi samstarfs- flokk í tætlum og að hann hefði ekki haft þrek til að ljúka sam- starfinu með eðlilegum hætti. Samfylkingin hafi sífellt komið fram með nýjar kröfur og hafi sjálfstæðismenn orðið við þeim öllum þar til Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi farið fram á að einhver utanaðkomandi yrði fenginn til að leiða stjórnina. Ingibjörg segir hins vegar afstöðu sjálfstæðismanna bera vitni um hroka og að flokkurinn væri fyrst og fremst valdakerfi. Árni Páll Árnason, samflokks- maður hennar, sagði Sjálfstæð- isflokkinn eins og bandalag margra skæruliðahreyfinga. - jse / sjá síðu 8 Ástæða stjórnarslita: Kenna hvor öðrum um MARKAR LEIÐINA AÐ NÝRRI STJÓRN Það var gestkvæmt á Bessastöðum í gær. Fyrst kom Geir H. Haarde, fráfarandi forsætisráð- herra, og baðst lausnar en síðan komu formenn flokkanna hver á eftir öðrum. Í millitíðinni kom Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á framfæri fjórum atriðum sem marka skulu leiðina að nýrri stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.