Fréttablaðið - 27.01.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 27.01.2009, Síða 4
4 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR „Ég held það sé óhætt að segja, hvað sem líður afstöðu manna til einstakra verka fráfarandi rík- isstjórnar, að engir ráðherrar, engin ríkisstjórn, enginn forsæt- isráðherra í sögu lýðveldisins hafa þurft að glíma við jafn mörg og alvarleg vandamál og fráfarandi ríkisstjórn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann greindi frá því í gær að hann hefði fallist á lausnarbeiðni Geirs H. Haarde. Hann greindi frá fjórum atriðum sem hann telur brýnt að hafa beri í huga við myndun nýrrar stjórnar þótt ekki sé hefð fyrir því að for- seti greini frá slíku fyrir stjórnar- myndun. Í fyrsta lagi sagði hann að vinna yrði að því að skapa sam- félagslega sátt og búa þannig um hnútana að fólk gengi til starfa á friðsaman og öruggan hátt. „Við höfum öll orðið vitni að því,“ sagði hann til frekari útskýringar, „að íslenskt samfélag hefur liðið fyrir átök og atburði á undanförnum dögum sem er ný reynsla fyrir okkur sem þjóð og getur stefnt þeirri samfélagslegu sáttargerð og friðsemd sem hefur verið stolt okkar Íslendinga í voða. Og enginn veit hvert slíkt samfélag kann að stefna ef svo heldur áfram.“ Í öðru lagi sagði hann mikilvægt að unnið yrði skjótt að farsælli lausn á þeim vandamálum sem blasa við íslensk- um fjölskyldum og fyrirtækjum. Í þriðja lagi að boðað yrði til þing- kosninga og í fjórða lagi að fund- inn yrði farvegur fyrir þá umræðu að lagfæra eða semja nýja stjórn- arskrá eða stofnun nýs lýðveld- is, eins og heyrst hefur talað um. Hann sagðist hafa heyrt því fleygt í fjölmiðlum að forsætisráðherra einn og sér hefði vald til að rjúfa þing. „Þetta er misskilningur á íslenskri stjórnskipan. Forsætisráð- herra hefur tillögurétt um þingrof og síðan er það sjálfstætt mat for- seta, eins og dæmin sanna í okkar sögu, hvort hann verður við þeirri ósk eða ekki. En fráfarandi forsæt- isráðherra Geir H. Haarde bar ekki fram slíka ósk.“ Í framhaldi sagði hann að ekki væri starfandi neinn forsætisráðherra sem gæti lagt fram slíka kröfu og því væri þetta vald eingöngu í höndum forsetans eins og sakir standa. Hann sagði brýnt að stjórn yrði mynduð sem fyrst en hann myndi þó ekki setja nein tímamörk, að minnsta kosti ekki að sinni. jse@frettabladid.is Forseti lagði línurnar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands braut hefð og lagði línurnar fyrir myndun nýrrar stjórnar. Vald til að rjúfa þing er í hans höndum. Hann sagði enga stjórn í sögu lýðveldisins hafa þurft að þola annað eins. FRÁ BLAÐAMANNAFUNDINUM Á BESSASTÖÐUM Ólafur Ragnar Grímsson gerir grein fyrir fundi sínum með fráfarandi forsætisráðherra og við sama tækifæri greindi hann frá því sem hafa bæri í huga við stjórnarmyndum en það er nýlunda að forsetinn geri opinberlega grein fyrir slíkum áherslum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Orð forseta um þingrofsréttinn annars vegar og verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar hins vegar vöktu athygli. Sagði forsetinn þingrofsvaldið hjá sér. Ragnhildur Helgadóttir, laga- prófessor við Háskólann í Reykja- vík, segir alveg skýrt samkvæmt stjórnarskránni að forseti beri ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum og að hann láti ráðherra framkvæma vald sitt. Nítjánda greinin kveði svo á um að undirskrift forseta veiti ákvörð- unum aðeins gildi þegar ráðherra ritar undir mál eða erindi með honum. „Forseti getur því ekki rofið þing nema ráðherra geri það með honum,“ segir Ragnhildur. Forsetinn sagði nýja ríkisstjórn þurfa að sinna tilteknum verkefn- um. „Hann hefur enga heimild til að leggja ríkisstjórn pólitískar línur,“ segir Ragnhildur. „Hann bindur ekki þingið og eina afdráttarlausa lagareglan varðandi stjórnarmyndun er þingræðisreglan sem segir til um að ríkisstjórn verði að hafa stuðning eða hlutleysi meirihluta Alþingis.“ Ragnhildur segir að þar af leiðandi geti forseti ekki sagt ríkisstjórn fyrir verkum. Og í raun túlki hún orð hans ekki á þann veg. „Mér virðist hann vera að túlka undirölduna í samfélaginu fyrir stjórnmálamenn- ina og það má líta svo á að það sé hjálplegt og gott að einhver gerir það.“ - bþs RAGNHILDUR HELGADÓTTIR Prófessor við Háskólann í Reykjavík. 19. gr. stjórnarskrárinnar. ■ Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarer- indi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. BÁÐIR RITI UNDIR FORSETINN RÝFUR EKKI ÞING EINN Gunnar Helgi Kristins- son segir að forsetinn sé greinilega að koma sér inn í umræðuna með þeim fjórum atriðum sem hann vill að ný stjórn nái saman um. „Hann stýr- ir þessu ekki mjög mikið í raun og veru núna. Hann getur ekkert gert sem stjórnmálaforingjarnir og flokkarnir sætta sig ekki við.“ Gunnar Helgi segir minni- hlutastjórn Samfylkingar og VG líklegasta í stöðunni. Þjóðstjórn sé veik stjórn þar sem hver flokk- ur hafi neitunarvald. Þá sé utan- þingsstjórn ólíkleg. „Ef forset- inn ætlar að reyna að fara fram í andstöðu við stjórnmálaöflin er hætt við að það fari ekki vel,“ segir Gunnar. - kóp Gunnar Helgi Kristinsson: Forsetinn ekki gerandi núna Ólafur Þ. Harð- arson segir óvenjulega staðið að veit- ingu stjórnar- myndunarum- boðs hjá forsetan- um. Ekki sé nákvæmlega ljóst hvað fyrirmæli hans þýði, en svo verði að líta á að hann hafi verið að lýsa skoðunum sínum. „Hann getur komið sjónarmiðum sínum á framfæri við forystu- menn flokkanna, en í raun kemur ekki til hans kasta nema óljóst sé hver eigi að fá umboðið.“ Ólafur segir að greinilega hafi verið kominn pirringur í stjórnar- flokkana. Krafa Samfylkingar- innar um að fá forsætisráðherra hafi verið erfiður biti fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. - kóp Ólafur Þ. Harðarson: Óvenjulega að þessu staðið Jón Sigurðsson óskaði formlega eftir að láta af starfi sem vara- formaður Seðlabanka Íslands í gær. Jón hætti í gær sem formað- ur stjórnar Fjármálaeftirlitsins, eftir að Björgvin G. Sigurðsson, fráfarandi viðskiptaráðherra, fór fram á það. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar. - kóp Hættir í bankaráðinu: Jón hættir sem varaformaður Ný ríkisstjórn í mótun Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur. Notkunarsvið og skömmtun: Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð samsvarandi 0,25 mg af flúor. Xerodent er lyf til varnar tannskemmdum notað við meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá sjúklingum með munnþurrk. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni. Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna ættu ekki að nota Xerodent. Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor. Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt. Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft hægðalosandi verkun. Meðganga/brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu. Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. 29. nóvember 2007. Þreföld virkni Xerodents Eplasýra – örvar munnvatnsframleiðslu Flúor – ver tennurnar gegn skemmdum Xylitol – hemur bakteríuvöxt í munni Xerodent Við munnþurrki VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 17° 4° 6° 3° 2° 4° 3° 1° 3° 3° 18° 8° 1° 26° -1° 7° 11° 1° Á MORGUN Hæg suðlæg átt. 0 FIMMTUDAGUR 5-8 m/s. 0 0 -2 -2 -1 0 2 3 0 -7 0 1 -2 -2 1 0 0 -2 -4 -4 HELDUR KÓLNANDI Það verður éljaloft yfi r sunnan- og vestanverðu landinu í dag og jafnvel með austurströndinni einn- ig en norðanlands verður úrkomulaust þegar kemur fram á morguninn og upp úr því léttir þar til. Svipað veður verður á morg- un en úrkoman verð- ur þó heldur minni en í dag. Þróunin er síðan að heldur kólni næstu daga. 5 6 6 5 5 5 5 5 8 5 5Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.