Fréttablaðið - 27.01.2009, Page 6

Fréttablaðið - 27.01.2009, Page 6
6 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Ný ríkisstjórn í mótun Með breyttu hugarfari getur þú öðlast það líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið sem völ er á. Námskeið í NLP tækni verður haldið 13. - 15.feb. og 20. - 22.feb. 2009. www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992 Kári Eyþórsson MPNLP „Hugurinn ber þig alla leið“ - Er sjálfstraustið í ólagi? - Viltu betri líðan? - Skilja þig fáir? - Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? - Gengur öðrum betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni? - Er erfitt að höndla gagnrýni? © cKari.com Hef fl utt læknastofu mína í Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 20-22. Tímapantanir í síma 562 8090 kl. 10-18. Einar Már Valdimarsson sérgrein: heila- og taugasjúkdómar. Bæði Geir H. Haarde og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir segja að Sjálf- stæðisflokkur- inn hafi verið tilbúinn til að gera breyt- ingar á stjórn Seðlabankans. Þorgerður sagði flokkinn hafa verið reiðubúinn til að gefa út yfirlýsingar um að klára þyrfti frumvarp um Seðlabankann sem fyrst sem myndi hafa í för með sér breytingar á yfirstjórn- inni. Þá sagði Geir að hægt hefði verið að semja um ágreinings- atriði. „Ég er sannfærður um að við hefðum náð niðurstöðu varð- andi öll þau atriði, þar með talið Seðlabankann.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða seðlabankastjóra við þessu en þau fengust ekki. - kóp Seðlabanki svarar ekki: Hefðu breytt bankastjórn DAVÍÐ ODDSSON Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs, sagði eftir fund með for- seta Íslands í gær að flokkur sinn væri opinn fyrir myndun þjóð- stjórnar. Hann telur þó ólíklegt að fráfarandi stjórnarflokkar séu tilbúnir til að koma aftur að borðinu og því sé hann nokkuð svartsýnn á að slík stjórn taki við. Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið nefnd sem lík- legur næsti forsætisráðherra og því var hann spurð- ur hvernig honum litist á það? „Mér líst vel á hana og þekki hana af langri samveru,“ sagði hann. Hann sagði enn fremur að vinstri grænir hefðu ekki gert neinar kröfur um forsætisráðuneytið, slíkt væri aukaatriði eins og sakir stæðu. - jse Steingrímur J. Sigfússon: Líst vel á Jóhönnu í forsætisráðuneyti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, ítrekaði á fundi sínum með Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, að fram- sókn væri til í að verja minnihluta- stjórn vantrausti svo lengi sem slík stjórn kæmi fram með trúverðuga stefnu. Hann lagði mikla áherslu á að hún yrði að leggja mikið upp úr aðstoð við skuld- sett heimili en einnig atvinnulífið. Spurður að því hvernig honum litist á Jóhönnu Sigurðardóttir sem hugsanlegan forsætisráðherra sagðist hann ekki vilja tjá sig sérstaklega um ráð- herraskipan. Framsóknarmenn myndu ekki hlutast til um það en hins vegar setja viss skilyrði varðandi málefnin. - kóþ / jse Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Ver stjórn sem styður heimilin „Tappinn var Davíð Oddsson,“ segir Skúli Helgason, fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinn- ar, um aðgerðaáætlun sem sam- fylkingarfólk lagði fram á fyrsta fundi sérstaks aðgerðahóps ríkis- stjórnarinnar sem tók til starfa í nóvemberbyrjun. Í hópnum sátu framkvæmda- stjórar stjórnarflokkanna, ráð- herrar og þingmenn en fyrir honum fóru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Skúli segir Samfylkinguna hafa lagt skjalið fram sem innlegg í nýjan stjórnarsáttmála enda hafi forsendur sáttmálans sem samið var um á Þingvöllum verið svo gott sem brostnar. Ýmislegt úr tillögupakkanum hafi náð inn í aðgerðaáætlanir ríkisstjórnar- innar fyrir heimilin og atvinnu- lífið en annað náði aldrei fram að ganga. „Við lögðum þunga áherslu á það sem við kölluðum hreinsunar- áætlunina; tiltektina í Fjármála- eftirlitinu og Seðlabankanum og ýmislegt er varðar siðferðislega ábyrgð, endurskoðun ráðherra- ábyrgðar og fleira. Þetta komst aldrei áfram, tappinn var Davíð Oddsson.“ Hann segir samstarfið í hópnum hafa verið ágætt, Sjálfstæðismenn hafi leikið alls kyns leiki og lofað ýmsu, „en svo gerðist aldrei neitt. Þeir gátu ekki klárað þetta“. Skúli segir Samfylkinguna hafa þrýst mjög á um að búið yrði svo um hnúta að ríkisstjórnin tæki ákvörðun um Evrópusambands- mál í febrúar. Þjóðin stæði þá klár á hvert stjórnin stefndi. „Þeir tóku ekki illa í það í byrjun en svo fór það í sama far og annað,“ segir hann um undirtektir sjálfstæðis- manna. bjorn@frettabladid.is Tappinn var Davíð Samfylkingin lagði fram í byrjun nóvember tillögu um aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar í 55 liðum með 48 undirliðum. Framkvæmdastjóri flokksins segir sumt hafa komist í framkvæmd en annað strandað hjá Sjálfstæðismönnum. Innlegg Samfylkingarinnar að því sem nefnt var nýr stjórnarsáttmáli er í 55 liðum með 48 undirliðum í sjö köflum. Þeir eru: Endurmat og upp- gjör, hagur heimilanna, hagur fyrir- tækja, sprotafyrirtæki og nýsköpun, auðlindir og orkufrekur iðnaður, ferðaþjónusta og umhverfisvernd og samvinna og samráð. Endurmat og uppgjör: ■ Eftirlaunakjör þingmanna og ráð- herra færð nær rétti almennings. ■ Siðareglur fyrir ráðamenn verði samþykktar sem feli í sér reglur og upplýsingaskyldu um fjárhagsleg hagsmunatengsl. ■ Lög um ráðherraábyrgð verði endurskoðuð. ■ Reglur um tryggingasjóð inn- stæðueigenda verði endurskoðaðar. ■ Rannsóknarnefnd sett á fót sem skýri orsakir og aðdraganda fjármálakreppunnar. ■ Lögum um Seðlabankann verði breytt með þeim hætti að fyrir bankanum sé einn banka- stjóri skipaður út frá alþjóðlegum hæfniskröfum og að komið verði á fót peningastefnuráði sem fari með ákvarðanir um beitingu allra stjórntækja bankans, þ.e. stýrivaxta, bindiskyldu og lausafjárreglna. ■ Lagaumhverfi fjármálamarkaðar verði tekið til endurskoðunar. ■ Ríkisstjórnin lýsir því yfir að þegar í stað verði hafinn undirbún- ingur að því að sækja um aðeild að Evrópusambandinu og búa Ísland undir upptöku evru eins fljótt og auðið er. Þá vildi Samfylkingin meðal ann- ars auka fiskveiðiheimildir um 50 þúsund þorskígildistonn og bjóða þær til leigu á markaði. Jafnframt setja lög sem tryggi að allur afli fari á markað. PENINGASTEFNURÁÐ Í SEÐLABANKANN Á BESSTASTÖÐUM Steingrímur fundaði með forsetanum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL AÐ LOKNUM FUNDI Sigmundur sagði Framsókn styðja minnihlutastjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UPPLÝST UM STÖÐUNA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greindi frá gangi mála að loknum þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Skömmu síðar gekk hún á fund Geirs H. Haarde og á honum varð ljóst að ríkisstjórnarsamstarfinu væri lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðjón Arnar Kristjáns- son, formað- ur Frjálslynda flokksins, segir vænsta kostinn í stöðunni þann að mynda þjóð- stjórn. Hann hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hann verji minnihlutastjórn VG og Samfylkingar vantrausti. Guðjón veit ekki til þess að aðrir flokkar sýni þjóðstjórnarmynstri áhuga. Engar formlegar þreifingar hafi farið fram milli þeirra og ann- arra flokka. Spurður um niðurstöðu af fundi sínum með forseta, nefnir hann fyrst að ekkert sé á hreinu um hugsanlega ríkisstjórn. Frjálslyndi flokkurinn vilji auka aflaheimildir, úr 130.000 tonnum og í 220.000 tonn. - kóþ Formaður frjálslyndra: Leggur áherslu á þjóðstjórnina GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.