Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 12

Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 12
12 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Feb. 06 Jan. 07 Sep. 07 Feb. 08 Okt. 08 Nóv. 08 Jan. 09 34,3 Nei Já 65,7 48,9 51,1 68,8 31,3 40,2 59,8 70 60 50 40 30 Stuðningur við Evrópusambandið SKOÐANAKÖNNUN „Það er athygl- isvert hversu mikið afstaða fólks sveiflast,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins um vilja almenn- ings til aðildarumsóknar að Evr- ópusambandinu. Í könnuninni segjast 59,8 pró- sent ekki vilja að Ísland sæki um aðild að sambandinu en í nóvember í fyrra sögðust 59,6 prósent vera fylgjandi aðildarumsókn. Finnur telur þessa sveiflu sýna að frekari dýpt vanti í umræðuna. „Þess vegna er þeim mun brýnna að það verði leitt til lykta hverjir kostir og gallar aðildar eru raun- verulega og það gert sem allra fyrst,“ segir Finnur. Hann segir verkefnin fram undan ráðast að miklu á því hvaða leið verði farin í Evrópumálum. Vilhjálmi Egilssyni, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins, þykir sveiflurnar einnig athyglisverðar. „Maður sér ekki að það sé nokkur einhlít skýr- ing á þessu en það er greinilegt að núna er fólk að hugsa um aðra hluti en Evrópusambandið,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að í ljósi atburða í þjóðfélaginu sé það ekki óeðlilegt. „Það væri áhugavert að sjá dýpri kannanir þar sem skýringar á þessum sveiflum kæmu fram,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að allt sem viðkemur stjórn- málum á Íslandi sé í uppnámi. „Ég hygg að þetta endurspegli meira almenna vantrú fólks á stjórnmál- um,“ segir Gylfi. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, minnir á að SI hafi að undanförnu staðið að reglulegum skoðanakönnunum um afstöðu Íslendinga til Evrópusambands- aðildar. Nýjasta könnun SI var gerð 8. til 18. janúar síðastliðinn þar sem 56 prósent sögðust hlynnt aðild, 25 prósent voru andvíg og 18 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg aðild. „Mér þykir ósennilegt að þjóðin hafi á fáeinum dögum skipt svona gersamlega um skoðun en hins vegar er rétt að undanfarið hefur dregið saman með þeim sem eru fylgjandi aðild og þeim sem eru henni andsnúnir. Það hafa kann- anir okkar sýnt,“ segir Jón Stein- dór. „Ég held að það megi að sumu leyti skýra þetta með almennu upplausnarástandi í samfélaginu, fólk veit ekki almennilega í hvorn fótinn það á að stíga,“ segir Jón Steindór. olav@frettabladid.is Athyglisverðar fylgissveiflur Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir athyglisvert hversu mikið afstaða fólks sveiflast. HÖFUÐSTÖÐVAR EVRÓPUSAMBANDSINS Skoðanakannanir sýna að afstaða íslend- inga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu sveiflast mjög mikið. NORDICPHOTOS/AFP Áður en allt hrundi var Ísland fokdýrt land. Ekki skánar það núna. Sigursteinn Óskarsson í Vestmannaeyjum hringdi inn með dæmi: „Ég var á Kanarí og þar í apóteki kostar 60 g túba af Voltaren-geli þrjár evrur (476 kr.). Í Lyfjum og heilsu hér í Eyjum kostar túba með 50 g af sams konar kremi 2.367 kr! Hvernig stendur eiginlega á þess- um mun?“ Það er ekki nema von að spurt sé. Voltaren er bólgueyðandi og verkjastillandi gel og ekki lyfseð- ilsskylt. Það er tæplega 600 pró- sentum dýrara hér en á Kanarí! Artasan flytur lyfið inn. Þar talaði ég við sölu- og markaðsstjórann Brynjúlf Guðmundsson. „Suður-Evrópa er á allt öðrum verðskala en Norður-Evrópa svo eðlilegra væri að bera verð saman á milli til dæmis Danmerkur og Íslands. Eitt sem þarf að hafa í huga er í hvern- ig apóteki Sigursteinn keypti lyfið. Sum apótek eru ódýrari en önnur og því ekki rétt að bera saman tvö gjörólík apótek. Og annað sem þarf að athuga er hvort lyfið hafi verið á tilboði þegar það var keypt,“ segir Brynjúlfur og bætir við: „Meirihluti aðfluttra lyfja kemur frá Danmörku. Lyfjagreiðslunefnd ákveður gengi bak við heildsöluverð mánaðarlega og danska krónan hefur hækkað mest und- anfarið. Framleiðsluupplag á Voltar- en fyrir Ísland er lítið og því dýrt, en nú er verið að vinna í því að fá sameiginlegar pakkningar fyrir danska og íslenska markaðinn. Ef það tekst verður lyfið bæði ódýrara og fleiri og hagstæðari pakkningar verða í boði.“ Neytendur: Verðmunur á Spáni og Íslandi Bólgulyf 600 prósentum dýrara hér ÓDÝRARA Á SPÁNI Voltaren-bólgulyf. Dagskrá 28. janúar kl. 15:00 til 17:30 Opinn fundur um tækniþróun og nýsköpun 15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir - Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar - Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris - Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun, Listaháskóla Íslands - Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir á sviði upplýsingatækni 16:00-17:00 Pallborð og umræður - Fundarstjóri: Leifur Hauksson 4. mars kl. 15:00 til 17:00 Kynning og umræður um drög að nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs Fundarstaður er Nýi Kaupþing banki, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 515 5800 eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 28. janúar. Vísindanefnd og tækninefnd boða til opinna funda um mótun nýrrar vísinda- og tæknistefnu miðvikudaginn 28. janúar kl. 15:00-17:30. Kynningarfundur um drög að nýrri stefnu verður síðan haldinn miðvikudaginn 4. mars. 2009-2012 VÍSINDA- & TÆKNISTEFNA FJÖLMIÐLAR Áhugasamir fjárfest- ar um hlut í Árvakri, útgáfufé- lagi Morgunblaðsins, skulu gefa áhuga sinn til kynna fyrir 30. jan- úar. Bindandi tilboð skal svo leggja fram 17. febrúar. Árvakur hefur falið Nýja Glitni, helsta lánardrottni sínum, að ann- ast formlega öflun hlutafjár fyrir félagið. Eftir að núverandi eigend- ur færa niður eign sína í félaginu verður auglýst eftir tilboðum fag- fjárfesta. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir að ýmsar breyt- ingar í rekstri hafi lengt sölu- ferlið, svo sem þær sem kynnt- ar voru í gær um launalækkun starfsmanna. Einnig séu fyrir- hugaðar breytingar á vinnuferl- um við prentun og dreifingu, sem hann vill ekki greina frá að svo stöddu. Ekki standi til að leggja niður sunnudagsblaðið eða draga úr dreifingu. Rekstur hafi gengið betur en á horfðist eftir efnahagshrunið; aug- lýsingasala og áskrift hafi ekki minnkað jafn mikið og óttast var. Einnig hafi Glitnir veitt fjárhags- legt svigrúm, en Einar vill ekki gefa upp hversu há fyrirgreiðsl- an var. „En það verða engin vanhöld á launagreiðslum næstu mánaða- mót,“ segir hann. Þeim sem leggi fram hæstu tilboðin verði boðin áframhaldandi þátttaka. Engir aðrir skilmálar en um greiðslugetu verði settir fyrir kaupunum. - kóþ Nýi Glitnir annast öflun hlutafjár fyrir Árvakur: Hreyfing komin á söluferli ÁrvakursHOLLAND, AP Thomas Lubunga, fyrrverandi leiðtogi uppreisnar-hóps í Kongó, lýsti sig saklausan af tíu ákærum um að hafa notað börn, sum ekki nema tíu ára gömul, í uppreisnar- sveitum sínum. Mörg þessara barna létu lífið í átökum. Mál Lubungas er fyrsta málið sem kemur til kasta alþjóðlega sakadómstólsins í Haag, og hófust réttarhöldin í gær. „Stríðsherrar heima í Kongó munu nú læra það að enginn er ósnertanlegur,“ segir Bukeni War- uzi, Kongóbúi sem hefur hjálpað til við að bjarga börnum úr klóm vopnaðra sveita í Kongó. - gb Söguleg réttarhöld hefjast: Lubunga lýsir yfir sakleysi THOMAS LUBUNGA GENGIÐ 26.01.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 195,7758 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,46 123,04 169 169,82 158,61 159,49 21,277 21,401 17,785 17,889 14,998 15,086 1,372 1,38 182,87 183,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.