Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 27.01.2009, Qupperneq 16
„Það kemur mér oft á óvart hvað fólk er illa upplýst um hvað það getur gert til að fyrirbyggja fóta- mein,“ segir Helga Stefánsdóttir fótaaðgerðafræðingur á Fótaað- gerðarstofu Reykjavíkur. „Fólk velur sér yfirleitt of litla skó og það skapar núningssár, liðir verða krepptir og líkþorn myndast. Við getum tekið líkþornin en þau koma aftur ef fólk fer aftur í sama skó- inn. Einnig geta sveppir myndast í nöglum vegna lélegs blóðflæðis í tánum.“ Helga bendir á að skóstærð breytist með árunum og fæturnir verði meiri umfangs. „Við þurfum að geta vingsað tánum inni í skónum. Sumir þurfa líka innlegg eða tábergspúða sem rétta rangstöðu á fætinum.“ Fylgjast þarf með sliti innan í skónum og ójöfnum sem geta sært. Mikilvægt er að skipta reglulega um skó til að leyfa skónum að anda en örverur geta lifað inni í lokuð- um skóm og leiðinleg lykt mynd- ast. Helga mælir með því að þrífa skó reglulega að innan og setja þá jafnvel í plastpoka í frystinn til að drepa örverur. Hún mælir með því að ganga í sokkum innan í skónum en ekki hvaða sokkum sem er. „Fæturnir verða rakir í bóm- ullarsokkum. Ullin er betri því hún andar en við leggjum áherslu á að fólk sé í stuðningssokkum. Bláæðarnar flytja blóðið úr fót- unum á móti þyngdaraflinu og ef við hreyfum okkur lítið þenjast þær út af blóði og bjúgur safnast upp. Stuðningssokkarnir þrýsta á svo blóðið gengur hraðar upp. Þeir eru sérstaklega hentugir fyrir fólk sem situr mikið við tölvur og eldra fólk.“ Helga ráðleggur fólki að klippa táneglurnar eftir bað þegar þær eru mjúkar. Klippa þvert fyrir og rúnna endana svo þeir sting- ist ekki inn í kjöt. Hún segir mik- ilvægt að þurrka vel milli tánna eftir bað og mælir ekki með því að smyrja kremi milli tánna. „Best er að halda svæðinu alveg þurru og svo er gott eftir sturtuna að kæla fæturna niður, þá halda þeir ekki áfram að svitna þegar komið er í sokkana. Það getur eyði- lagt lífsgæði fyrir fólki að líða illa í fótunum og huga ekki að skófatn- aði. Þetta er alveg eins og með dekkin á bílnum, maður kemst ekki langt á felgunni.“ Helga veitir ókeypis ráðgjöf alla fimmtudaga í skóversluninni Ilja- skinn í Miðbæ á Háaleitisbraut. heida@frettabladid.is Förum stutt á felgunni Heilbrigðir fætur eru grundvöllur að almennri vellíðan. Helga Stefánsdóttir fótaaðgerðafræðingur segir rétt val á skóm lykilatriði að heilbrigðum fótum og mælir með því að fólk gangi í ullarsokkum. Helga Stefánsdóttir er fótameinafræðingur og annar eigandi Fótaaðgerðarstofu Reykjavíkur. Hún veitir ráðgjöf í skóversluninni Iljaskinn á fimmtudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MORGUNVERÐARFUNDUR undir yfirskriftinni Stöndum við vörð um velferð barna? verður haldinn í fyrramálið á Grand hóteli á vegum Náum áttum. Skráning á fundinn er á www.lydheilsustod.is/skraning. Árskort í tækjasal aðeins 3.333 kr. á mánuði* Aðeins 2.990 kr. á mann á mánuði fyrir þig og vin þinn í eitt ár. Ertu með eitthvað gott á prjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 28. janúar kl. 16-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Næstu fyrirlestrar og námskeið 27. jan. Ég fitna sama hvað ég geri. Hvernig næ ég jafnvægi? Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi 03. feb. Hvað er heilun? Kristján Viðar Haraldsson ráðgjafi 07. feb. Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari 10. feb. Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari skilningi Haraldur Magnússon osteópati 12. feb. Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennariwww.madurlifandi.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.