Fréttablaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2009 17 Kvikmyndagerðarkonan Vera Sölva- dóttir var ekki sérlega ánægð með nafnið sitt þegar hún var lítil. „Ég vildi helst heita venjulegra nafni og langaði mest að heita Heiða eins og besta vinkona mín. Það endaði með því að hamstur- inn minn fékk að heita Heiða. Lengi vel kallaði ég mig líka Línu af því að mig langaði svo til að vera Lína langsokkur,“ upplýsir Vera. Upp úr átta ára aldri fór hún þó að taka nafnið sitt í sátt og í dag er hún hæstánægð með það. En af hverju var þér gefið þetta nafn? „Mamma heyrði það kallað í rútu þegar hún gekk með mig og fannst það fallegt. Pabbi vildi þó að ég héti Magga Stína eins og önnur hver kona í föðurfjölskyld- unni en mömmu fannst komið nóg af þeim.“ Vera heldur að nafnið sé dregið af orðinu verdad sem þýðir sann- leikur á latínu. „Mér finnst það fal- leg merking. Eins veit ég til þess að það er mjög algengt í Rússlandi,“ segir Vera en henni finnst alltaf jafn merkilegt að rekast á aðrar Verur enda nafnið enn fremur sjaldgæft. NAFNIÐ MITT: VERA SÖLVADÓTTIR Hefur tekið nafnið fullkomlega í sátt SÁTT VIÐ NAFNIÐ Veru langaði mest til að að heita Heiða þegar hún var yngri en er nú hæstánægð með nafnið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kvikmyndasafn Íslands og Japanska sendiráðið sýna þessa dagana japanskar kvikmyndir. Kvikmyndin Floating Weeds, sem nefnist Reikult er þangið á íslensku en Ukigusa á japönsku, verður sýnd í kvöld, þriðjudaginn 27. janúar klukkan 20. Hún verður aftur til sýnis næstkomandi laugar- dag klukkan 16. Leikstjóri Floating Weeds er Yasuj- iro Ozu en hún hefur oft verið talin áferð- arfallegust mynda Ozu. Hann breytti lítt upprunalegri sögu myndarinnar þótt ald- arfjórðungur hefði liðið frá því að mynd- in kom fyrst út árið 1934 og þar til hún var endurgerð með hljóði og lit árið 1959. Áhugasamir geta einnig barið augum handbragð tökumannsins Kazuo Miyagawa síðar í vordagskrá Kvikmyndasafns Ís- lands í myndunum Rashomon og Sansho the Bailiff. Sýningarnar eru haldnar í tengsl- um við námskeið í Háskóla Íslands sem Björn Ægir Norðfjörð kvikmyndafræðing- ur kennir. Frekari upplýsingar er að finna í bækl ingi Kvikmyndasafnsins á www.kvik- myndasafn.is. Á undan hverri sýningu munu nemendur í kvikmyndafræði við HÍ halda stutta kynn- ingu á viðkomandi leikstjóra og mynd. Að- gangur að sýningum á japönsku kvikmynd- unum verður ókeypis og opinn almenningi. Japanskar kvikmyndir til sýnis REIKULT ER ÞANGIÐ Árið 1959 endurgerði japanski leikstjórinn Yasujiro Ozu eina af sínum vinsælustu myndum, A Story of Floating Weeds, frá árinu 1934. MYND/KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, Guðrún Skagfjörð Stefánsdóttir áður til heimilis í Hrísalundi 6e, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 20. janúar. Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu föstudaginn 30. janúar kl. 13.30. Heiðdís Haraldsdóttir Bjarnhéðinn Gíslason Sigrún Bjarnhéðinsdóttir Jón Pétur Karlsson Stefán Bjarnhéðinsson Soffía Margrét Sigurðardóttir Gísli Örn Bjarnhéðinsson Rannveig Tanya Kristinsdóttir og langömmubörnin. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma, Guðrún Sigríður Björnsdóttir Þorragötu 5, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 24. janúar sl. Útförin fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 2. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jón Reynir Magnússon Magnús Reynir Jónsson Bjarnveig Sigríður Guðjónsdóttir Birna Gerður Jónsdóttir Guðlaugur Gíslason Sigrún Dóra Jónsdóttir Jóhann Gunnar Stefánsson barnabörn og langömmubarn. Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, Aðalsteinn P. Maack húsasmíðameistari og fv. forstöðumaður Byggingareftirlits ríkisins áður til heimilis að Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 24. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalheiður Maack Óðinn Geirsson Pétur A. Maack Kristjana Kristjánsdóttir Þórhallur Maack Gyða Bárðardóttir Gísli Maack Kara Margrét Svafarsdóttir Sigríður Maack Már Másson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Jakob Björgvin Þorsteinsson Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala, föstudaginn 23. janúar sl. Þóra Jakobsdóttir Friðrik S. Kristinsson Þorsteinn Þ. Jakobsson Guðrún Óðinsdóttir Óskar M. Jakobsson Angela Jakobsson Halldór Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegasta eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Jóhannesdóttir Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju nk. föstudag, 30. janúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast Helgu er bent á SOS barnaþorpin. Svavar Jóhannsson Edda Svavarsdóttir Birgir Hólm Björgvinsson Jóhannes Svavarsson Unnur Guðjónsdóttir Gunnar Svavarsson Bragi Svavarsson Áslaug Þórðardóttir barnabörn og makar og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hjálmars Jónssonar, Hraunbæ 103, Reykjavík, sérstakar þakkir eru til starfsfólks á Hjúkrunar- heimilinu Eir, 3. hæð, fyrir góða umönnun. Stefanía G. Guðnadóttir Herbert Hjálmarsson Guðrún Skarphéðinsdóttir Jón Ingi Hjálmarsson Svanhvít J. Jónsdóttir Elva Hjálmarsdóttir Þráinn Hjálmarsson Málfríður Vilbergsdóttir Stefán Ragnar Hjálmarsson Hansína Ásta Jóhannsdóttir Guðný Hjálmarsdóttir Ellert Ingason barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, Magnús Eyjólfsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Hafnarfirði, er látinn. Útför hans hefur farið fram. Þórunn Ingólfsdóttir Flygenring Kristín Magnúsdóttir Sigurður Helgason Ásta Magnúsdóttir Oddur Borgar Björnsson Hugheilar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, Tryggva Eggertssonar Gröf, Vatnsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar- innar á Hvammstanga fyrir umönnun og hlýju. Kristín Jóhannesdóttir Ástkær eiginkona mín og vinur, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Einarína Einarsdóttir Skólabraut 15, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudag- inn 30. janúar, kl.14.00. Skafti Þórisson Jónína Helga Skaftadóttir Karl Heiðar Brynleifsson Einar Þórir Skaftason Sjöfn Þórgrímsdóttir Margrét Ósk Heimisdóttir Gunnar Jón Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Marinó Sigurðsson Selási 6, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Sjúkrahúss Egilsstaða. Ólöf E. Gísladóttir Eyþór Ólafsson Aðalbjörg Sigurðardóttir Sigurður Ólafsson Kristrún Pálsdóttir Baldur Ólafsson Þóra Kristín Jónsdóttir María Rebekka Ólafsdóttir Þórarinn Þórhallsson Aðalheiður Ólafsdóttir Ágúst Sigurður Sigurðsson Einar Ólafsson Þórunn Guðgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Sigurður Jónsson, Selvogsgötu 6, Hafnarfirði, er lést 17. jan. sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. jan kl. 13.00. F.h. aðstandenda, Nanna Hálfdánardóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.