Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 22

Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 22
18 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Sjáðu bara, þarna við hlið- ina á brauðteningnum. Framandi réttir Skjaldbakan og hárið... A U L I ! Hversu góður glæpamaður þarf maður eiginlega að vera til að skilja eftir nafnspjald á vettvangi? Þá þarftu að vera góður! Mjög góður! Já, þú þarft eiginlega að vera hálfgerður töframaður! Það gengur ekki að ætla að fara þær leiðir sem þú notast við dags daglega! Ekki möguleiki! Og svo þarftu að vera svo snjall að það jaðri við geðveiki, svona eins og Jóker- inn í Batman! Sá var klikkað- ur! Eitthvað alveg nýtt … en sýnir samt hluta af persónuleika mínum. Kannski myndi ég nota fótboltamynd, kannski af Kevin Keegan? Númer 7, þeir myndu aldrei ná mér! Nei, en Kevin Keegan gæti lent í vandræðum! Öfugt við þig! Hvað myndir þú gera ef þú ákvæðir að gerast glæpamað- ur? Má ég þá fara á ströndina? Lof mér að heyra hvað pabba þínum finnst. Minntu hann á að ég hef gott af því að fá smá afslöppun! Ef hann slappar eitthvað meira af, þá þynnist DNA-ið hans endanlega út. Buffalóar? Tígrisdýr? Bavíanar? Mörgæsir? Þetta er nokkurn veg- inn rétt hjá þér... Þessi bær er of einsleitur! Allir sem eru sammála segi já! Ha? Allir sem eru sammála segi já! Já! Uuuu Já! Hey! Nú veistu af hverju þú átt að forðast stjórnmál. Sonur minn kom í heiminn síðasta sumar, um svipað leyti og Spánverjar urðu Evrópumeistarar. Það var sögu- legur viðburður enda hafði hinu firna- sterku liði Spanjóla aldrei tekist að sigra á stórmóti áður þrátt fyrir að ekki hafi verið nokkur skortur á stórkostlegum leikmönn- um frá hinni suðrænu þjóð. Skömmu síðar tókst Íslendingum að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum; „stórasta“ land í heimi varð til og sonurinn lét vita að hann væri að fá sína fyrstu tönn með tilheyrandi slefi, öskr- um og tárum. Stórtíðindi hafa fylgt fyrstu afrekum sonarins. Hann velti sér í fyrsta sinn sem bankahrunið varð, brá svolítið þegar hann lá allt í einu á maganum eftir að hafa þurft að horfa á heiminn á bakinu. Honum leið örugglega eins og foreldrunum sem horfðu á efnahags- kerfið sökkva. Við vildum breytingar, hann þráði pela og snuð. Sonur minn steig í fæturna í fyrsta skipti þegar Geir H. Haarde boðaði til kosninga, hann lá og hjalaði úti á svölum þegar stjórn- in féll og rétti upp hendurnar þegar for- setinn og forsætisráðherrann hittust á Bessastöðum. Það veit á tíðindi þegar syni mínum tekst að yfirstíga enn eina hindrunina á sínum þroska- ferli og ég er eiginlega hálfsmeykur hvað gerist þegar strákurinn segir „pabbi“ í fyrsta skipti eða fer að ganga. Eitt er víst: sonur minn verð- ur útskrifaður úr háskóla og kannski orðinn pabbi sjálfur þegar hann greiðir síðustu afborgunina af góðær- isskuldunum okkar. Stórtíðindasonurinn NOKKUR ORÐ Freyr Gígja Gunnarsson Fjármálaráðgjöf fyrir þig Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings. Verð frá kr.: 23.995 Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur www.eirvik.is Sparðu með Miele TILBOÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.