Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 27. janúar 2009 21
Keira Knightley og Colin Farrell
fara með aðalhlutverkin í glæpa-
dramanu London Boulevard sem
verður kvikmynduð í sumar.
Myndin verður sú fyrsta sem
William Monahan, handritshöf-
undur The Departed, leikstýrir.
Í myndinni leikur Farrell
glæpamann sem losnar úr fang-
elsi og reynir að snúa við blað-
inu með því að gerast aðstoðar-
maður ungrar leikkonu. Farrell,
sem hlaut nýverið Golden Globe-
verðlaun fyrir In Bruges, sést
næst í myndinni The Way Back.
Næsta mynd Knigthley nefn-
ist Last Night. Hún mun lík-
lega einnig leika í myndinni The
Beautiful and the Damned.
Leika saman
í glæpamynd
KEIRA KNIGHTLEY Leikur aðalhlutverkið
í London Boulevard á móti Colin Farrell.
Breska söngkonan Adele vill að
bandaríska stelpubandið Pus-
sycat Dolls syngi lag sem hún
hefur samið, en hún veit ekki
hvernig hún á að koma laginu til
stelpn anna. Sjálf segist hún ekki
vilja syngja lagið því það eigi
skilið tónlistarmyndband með
léttklæddum konum og sjálf vilji
hún ekki klæðast bikiníi. Hún
segist ánægð með að vera þétt-
vaxin og ætlar sér ekki að fara í
megrun til að þóknast öðrum.
Hin tvítuga Adele segist vera
mikill aðdáandi popptónlistar og
segir að oft sé erfiðast að semja
einföld lög, sjálfri finnst henni
slík lög þó ekki henta sinni söng-
rödd.
Vill ekki fara
í bikiní
ÁNÆGÐ MEÐ VÖXT SINN Adele vill að
stelpurnar í Pussycat Dolls verði létt-
læddar í myndbandi við nýtt lag sitt.
Dönsku rokkararnir í D-A-D voru
trúir sjálfum sér og héldu kraft-
mikla og vel heppnaða tónleika
á Nasa á laugardagskvöld síð-
asta. Einkum fór bassaleikarinn á
kostum á sínum tveggja strengja
bassa, ber að ofan uppi á hátalara-
stæðum og bassatrommu, í níð-
þröngum buxum með áletrunina
„nasty“ á rassinum – sem hann var
ekki að fela fyrir hljómleikagest-
um. Upp í hugann kom óhjákvæmi-
lega „mockumentary“, myndin um
Spinal Tap, og gestir voru vel með
á nótunum.
Grímur Atlason, sveitarstjóri í
Dalabyggð, hafði milligöngu um
tónleikahaldið í samstarfi við
dönsku samtökin Because We
Care sem hefur það að markmiði
að koma bágstöddum Íslending-
um í Danmörku til hjálpar. Grím-
ur er ánægður með hvernig til
tókst. Fullt hús var og áhorfendur
skemmtu sér hið besta.
„Þeir koma hingað og fá enga
peninga fyrir það. Í sjálfu sér
skiptir söfnunin sem slík, hvað
varðar tónleikana, ekki megin-
máli í krónum og aurum talið,”
segir Grímur og vísar til þess að
íslenska krónan vegi ekki mikið
úti í Danmörku.
Hátt í fimm hundruð miðar
seldust og reikningsdæmið lítur
þannig út að eftir standa um 30
þúsund danskar. „Það sem skiptir
máli í þessu sambandi er að TV2
fylgdi tónleikunum vel eftir og
binda má vonir við að það leiði til
þess að söfnun í Danmörku muni
ganga enn betur,“ segir Grímur.
Samtökin Because We Care hafa
nú þegar safnað hátt í tíu milljón-
um íslenskra króna sem hafa runn-
ið til íslenskra námsmanna og
ellilífeyrisþega sem búsettir eru
í Danmörku. D-A-D vinnur nú að
myndbandi sem tekið er upp hér
á landi og er kvikmyndafyrirtæk-
ið True North þeim innanhandar
með það. - jbg
Dönsku rokkararnir klikkuðu hvergi
D-A-D Sveitin var óborganlega fyndin og þrælþétt á tónleikum á Nasa um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Barack Obama varð 44. forseti
Bandaríkjanna þegar hann tók
við embætti í síðustu viku. Um
leið og hann skráði sig á spjöld
sögunnar sem fyrsti þeldökki
forseti Bandaríkjanna, fékk leik-
skáldið Teddy Hayes hugmynd
að nýjum söngleik.
Hayes skrifar nú handrit að
söngleik um forsetann sem kall-
ast Obama in my mind, þar sem
saga hans og kosningabarátta
verður rakin.
Stefnt er að því að frumsýna
söngleikinn í London í mars og
segir Hayes að tónlistin verði
blanda af poppi, gospel-, djass-
og motown-tónlist.
Obama í
söngleik
DAGSKRÁ
KL. 10 SETNING
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, IÐNAÐARRÁÐHERRA, FLYTUR ÁVARP
VONIR OG VÆNTINGAR FYRIR 20 ÁRUM – FRAMTÍÐIN
Ingólfur Sverrisson, forstöðumaður Málm- og véltæknisviðs SI
SAMKEPPNISHÆFNI – FORSENDUR OG ÞÝÐING
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
SAMANBURÐUR VIÐ ERLENDA KEPPINAUTA, AÐGERÐIR TIL ÚRBÓTA
Ferdinand Hansen, verkefnastjóri gæðastjórnunar SI
INNKAUPASTEFNA, NÝSKÖPUN, MARKAÐSSETNING OG SÖLUMENNSKA
Sigurður Halldórsson, lögfræðingur hjá SI
KL. 12 HÁDEGISVERÐUR
KL. 13 TÆKIFÆRIN BLASA VIÐ
Frásagnir í máli og myndum af verkefnum fyrirtækja innan greinarinnar
HVAÐ SKIPTIR MESTU MÁLI FRÁ SJÓNARHÓLI STARFSMANNA?
Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri VM
HVERNIG Á AÐ FÁ FLEIRI TIL AÐ LÆRA MÁLMIÐNIR?
Ingi Bogi Bogason, forstöðum. menntunar og mannauðs hjá SI
ENDURMENNTUN STARFSMANNA OG MIÐLUN ÞEKKINGAR
Gylfi Einarsson, forstöðum. Málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR
SKÓLARNIR OG ÞARFIR FYRIRTÆKJANNA
Baldvin Ringsted, kennslustjóri tæknisviðs VMA
HVERNIG FARA ÞEIR BESTU AÐ?
Sverrir Ragnarsson, ráðgjafi og BS í alþjóðaviðskiptum
SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM
KL. 16 RÁÐSTEFNUSLIT
Ráðstefnustjóri: Brynjar Haraldsson, formaður MÁLMS
Allt áhugafólk um málm- og véltækniiðnað á Íslandi velkomið!
Skráning á mottaka@si.is, vm@vm.is og í símum 591 0100 og 575 9800
SAMTÖK IÐNAÐARINS, MÁLMUR – SAMTÖK FYRIRTÆKJA Í MÁLM- OG SKIPAIÐNAÐI
OG VM – FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA halda ráðstefnu um stöðu
málm- og véltækniiðnaðar á Íslandi og tækifæri hans í framtíðinni
RÁÐSTEFNA Á GRAND HÓTEL LAUGARD. 31. JANÚAR