Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 26

Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 26
22 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Það er ljóst að Stjarn- an valdi heldur betur réttan val- kost í desember þegar liðið bauð Teiti Örlygssyni að taka við liðinu. Þá hafði hvorki gengið né rekið hjá liðinu sem sat þess utan í fallsæti í Iceland Express-deildinni. Stjörnuliðið hefur blómstrað undir stjórn Teits, vinnur hvern leikinn á fætur öðrum og á sunnu- daginn tryggði liðið sér sæti í úrslitum bikarsins í fyrsta skipti í sögu félagsins þegar Stjarnan lagði Njarðvík sem Teitur þjálfaði á síðustu leiktíð. „Það er búið að ganga vel og þetta hefur verið svakalega gaman. Við erum þess utan hvergi nærri hættir. Menn mega ekki sofna núna því þá eru menn fljót- ir í botnsætið aftur,“ sagði Teitur brattur og augljóslega enn í sigur- vímu eftir Njarðvíkurleikinn. Teitur vill þó ekki eigna sér allan árangurinn. „Ég ætla ekki að eigna mér eitt né neitt af þessu. Það eru magnað- ir strákar í þessu liði, hörkuseigir sem lið og menn vilja leggja mikið á sig,“ sagði Teitur hógvær en eitthvað hefur hann gert til þess að koma liðinu á slíka siglingu. „Ég hef ekki hugmynd um hvað það er,“ sagði Teitur og minna orð hans um margt á ummæli Harry Redknapp, stjóra Spurs, á dögun- um þegar afar vel gekk hjá Spurs eftir að hann tók við. Teiti var sagt upp störfum hjá Njarðvík eftir síðustu leiktíð og hann var ekki sérstaklega sátt- ur við þá uppsögn. Hann er þar af leiðandi afar kátur að koma til baka með slíkum krafti og raun ber vitni. „Það er voða gaman að fá þessa athygli eftir það sem á undan er gengið. Ég neita því ekkert en strákarnir eiga þetta allt saman,“ sagði Teitur en hvernig var eigin- lega tilfinningin að slá út Njarðvík í undanúrslitum? Félag sem honum þykir afar vænt um og félag sem sparkaði honum í fyrra? „Persónulega var þetta mjög skrítið fyrir mig. Margir halda eflaust að ég hafi fagnað eins og enginn væri morgundagurinn. Að þetta væri einhver fullnæging fyrir mig að vinna Njarðvík en það var alls ekki svoleiðis. Ég átti fullt af vinum hinum megin á gólfinu og að sjá þá í sárum tók á fyrir mig,“ sagði Teitur. Eitt helsta vandamál Stjörnu- liðsins framan af vetri var að klára leiki, vinna jafnar viður- eignir. Teitur var mikill sigurveg- ari sem leikmaður og honum hefur eðlilega tekist að miðla af þeirri reynslu sinni. „Þegar Njarðvík komst yfir í leiknum undir lokin þá tók ég leikhlé. Þá var rífandi stemn- ing í húsinu og hreinlega hægt að skera spennuna í loftinu. Þá var ekki farið yfir neina taktík held- ur spurði ég þá að því hvort þetta augnablik væri ekki nákvæmlega ástæðan fyrir því að þeir væru í íþróttum? Fá að spila svona leiki? Hvað er skemmtilegra en þegar allir horfa á mann spenntir og sveittir í stúkunni. Þá vill maður skipta máli og komast í fyrirsagn- irnar. Ef eitthvað er í menn spunn- ið á þá að langa það. Þá eiga menn ekki að fara inn á völlinn og fela sig.“ Teitur sér ekki eftir því að hafa tekið tilboði Garðbæinga. „Þetta tækifæri kom bara á hárréttum tíma fyrir mig. Rétt lið á réttum tíma og ég þurfti bara að hugsa mig um í fimm mínútur enda hef ég svakalega gaman af þessu,“ sagði kraftaverkamaðurinn Teit- ur Örlygsson. henry@frettabladid.is Hef ekki hugmynd um hverju ég hef breytt Teitur Örlygsson hefur gjörbreytt gengi Stjörnunnar í körfubolta eftir að hann tók við liðinu um miðjan desember. Liðið hefur unnið sex af þeim sjö leikjum sem Teitur hefur stýrt og er þar að auki komið í bikarúrslitin í fyrsta skipti. NÆR VEL TIL LEIKMANNA Teitur Örlygsson hefur blásið nýju lífi í Stjörnuliðið. Hann vill lítið hrósa sjálfum sér og hrósar frekar strákunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ALLT ANNAÐ STJÖRNULIÐ Stjarnan án Teits: Leikir: 11 Sigrar: 3 Töp: 8 Sigurhlutfall: 27% Stjarnan með Teiti* Leikir: 7 Sigrar: 6 Töp: 1 Sigurhlutfall: 86% STJARNAN FARIN AÐ VINNA JÖFNU LEIKINA (10 stiga munur eða minna) Án Teits: Leikir: 8 Sigrar: 1 Töp: 7 Sigurhlutfall: 13%. Með Teiti:* Leikir: 4 Sigrar: 4 Töp: 0 Sigurhlutfall: 100% JUSTIN OG JOVAN BLÓMSTRA HJÁ TEITI Stig í leik án Teits: Justin Shouse: 19,7 Jovan Zdravevski: 17,3 Samtals: 37,0 Stig í leik með Teiti:* Justin Shouse: 25,7 Jovan Zdravevski: 20,5 Samtals: 46,2 > Stelpurnar mæta Englandi og Danmörku Kvennalandslið Íslands í fótbolta leikur tvo vináttulands- leiki í júlí, gegn Danmörku annars vegar og Englandi hins vegar, en þetta var staðfest á heimasíðu KSÍ í gær. Leikurinn við Dani verður 16. júlí og átti upphaflega að fara fram í Kaupmannahöfn en hefur verið færður til Englands og seinni leikurinn við Englendinga fer einn- ig fram í Englandi 19. júlí. Allar þrjár þjóðirnar verða meðal keppenda á EM í Finnlandi sem hefst 23. ágúst. Næsta verkefni kvennalandsliðsins er Algarve Cup sem hefst með leik gegn Noregi 4. mars. Hádegisfundur ÍSÍ 30. jan.! E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 12.00 - 13.00. Tomas Peterson prófessor frá Svíþjóð fjallar um tengingu þjóðfélags og íþrótta í Svíþjóð. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Sjá einnig á www.isi.is Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Skuggabankastjórn Markaðarins rýnir í hagstærðir og ráðleggur um aðgerðir í efnahagsmálum. Hver er staða Seðlabankans í raun? Aðgerðir og aðgerðaleysi í fjármálakrísu. Í Markaðnum á morgun Nýjasta landsliðskonan í útrás er framherjinn Rakel Hönnudóttir hjá Þór/KA sem mun skoða aðstæður og æfa með sænsku félögunum Gautaborg og Kristianstad næstu vikurnar. Rakel stefnir á að dvelja í Svíþjóð fram að Algarve Cup, æfingamóti sem kvennalandsliðið tekur þátt í, sem hefst í byrjun mars. „Ég ætlaði upphaflega að fara til Danmerkur og skoða aðstæður og æfa með Bröndby en svo féll það dæmi upp fyrir og mér bauðst þá í staðinn að fara til Gautaborgar. Ég heyrði svo í Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad] og sagði henni frá því að ég væri að fara til Gautaborgar og þá vildi hún einnig bjóða mér að æfa með Kristianstad og ég þáði það að sjálfsögðu. Ég byrja að æfa með Gautaborg klukkan níu í fyrramálið [í dag] og hlakka bara mikið til,“ segir Rakel sem hittir svo fyrir nokkra liðsfélaga sína úr landsliðinu hjá Kristianstad en Erla Steina Arnar- dóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á meðal leikmanna sænska liðsins. Rakel fór hreinlega á kostum með Þór/KA í Landsbankadeild- inni síðasta sumar og skoraði þá tuttugu mörk í sautján leikjum með norðanstúlkum sem náðu sínum besta árangri í efstu deild eða fjórða sæti og Rakel hlaut silfurskóinn fyrir mörkin tuttugu. Rakel var einnig valin Íþróttamaður Þórs og Íþróttamaður Akureyrar árið 2008 en hún skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við Þór/KA og kveðst ekki vera á förum frá félaginu í bráð. „Ég er fyrst og fremst að fara út til æfinga hjá þessum félögum til þess að æfa við toppaðstæður og fá líka að kynnast því hvernig þetta er þarna úti. Ég er nýbúin að skrifa undir samning við Þór/KA og er búin að lofa félaginu að ég spili með því næsta sumar og ég ætla mér að sjálfsögðu að standa við það. Ég mun svo bara flýta mér hægt í þessu hvað framhaldið varðar.“ RAKEL HÖNNUDÓTTIR: ER FARIN ÚT TIL ÆFINGA HJÁ SÆNSKU FÉLÖGUNUM GAUTABORG OG KRISTIANSTAD Búin að lofa Þór/KA að ég spili áfram næsta sumar FÓTBOLTI West Ham gekk í gær frá kaupum á Savio Nsereko frá ítalska b-deildarfélaginu Bres- cia. Kaupverðið hefur ekki verið staðfest en BBC Sport fullyrð- ir að hann sé dýrasti leikmaður í sögu West Ham en áður hafði Craig Bellamy verið dýrasti leik- maður sem félagið hafði keypt þegar hann kom frá Liverpool á 7,5 milljónir punda. Flest bresku dagblaðanna telja að Nsereko hafi kostað á bilinu 9-10 milljón- ir punda. Hinn nítján ára gamli Nsereko er fæddur í Úganda en er með þýskt ríkisfang og hefur getið sér gott orð með U-19 ára lands- liði Þýskalands og var meðal annars valinn besti leikmaður lokakeppni Evrópukeppni U-19 ára landsliða síðasta sumar, sem Þýskaland vann. Nsereko hafði verið orðað- ur við Roma, Lazio og Napoli á Ítalíu en það sem hafi hins vegar orðið til þess að leikmaðurinn ákvað að velja West Ham hafi verið vilji hans að vinna með knatt- spyrnustjóran- um Gianfranco Zola. „Savio hlakkar mikið til þess að vinna með jafn frábærum þjálfara og Zola og hann býðst við því að læra mikið af honum og ná að bæta sinn leik til muna hjá West Ham,“ segir Patrick Basti- anelli, umboðsmaður Nserko. Hlutverk Gianluca Nani, yfir- manns knattspyrnumála hjá West Ham, er einnig talið hafa vegið þungt í félagaskiptunum en hann gegndi áður sama starfi hjá Brescia og þekkir því vel til leikmannsins. Nani fékk Nsereko til að mynda á sínum tíma til þess að koma til ítalska félagsins frá 1860 München í Þýskalandi. Nsereko verður að öllu óbreyttu kynntur til sögunnar hjá West Ham á heimaleik félagsins gegn Hull annað kvöld og gæti þess vegna farið beint inn í leik- mannahópinn ef engir hnökrar verða á atvinnuleyfinu. Þá komst West Ham í gær að samkomulagi við Port- smouth um sölu á miðju- manninum Hayden Mullins á 3 milljónir punda. - óþ Savio Nsereko kominn til West Ham frá Brescia: Dýrasti leikmaður í sögu West Ham NSEREKO Varð í gær dýrasti leikmaður í sögu West Ham en hann er talinn hafa kostað á bilinu 9-10 milljónir punda. NORDIC PHOTOS/GETTY * LEIKURINN Á MÓTI FSU TALINN MEÐ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.