Fréttablaðið - 27.01.2009, Page 30
26 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. samtök, 6. tvíhljóði, 8. dýrahljóð,
9. smáskilaboð, 11. hljóta, 12. trappa,
14. yndis, 16. rykkorn, 17. húðsepi
milli táa, 18. þangað til, 20. bókstafur,
21. hviða.
LÓÐRÉTT
1. fíkniefni, 3. í röð, 4. strits, 5. af,
7. umbylta, 10. taug, 13. útdeildi,
15. baklaf á flík, 16. í viðbót, 19.
vörumerki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. stef, 6. au, 8. urr, 9. sms,
11. fá, 12. stigi, 14. unaðs, 16. ar, 17.
fit, 18. uns, 20. sé, 21. kast.
LÓÐRÉTT: 1. hass, 3. tu, 4. erfiðis, 5.
frá, 7. umturna, 10. sin, 13. gaf, 15.
stél, 16. auk, 19. ss.
„Allir dönsuðu, Davíð líka. Ég
meina, fólk getur ekkert annað
undir tónlistinni okkar,“ segir
Hannes Friðbjarnarson, slag-
verks leikari hljómsveitarinnar
Buffs. Eins og Fréttablaðið greindi
frá í byrjun nóvember var árshá-
tíð Seðlabankans frestað fram í
janúar. Þá var ástæðan sögð sú að
mætingin hefði ekki orðið góð ef
umræddur dagur hefði orðið fyrir
valinu. Skemmtinefnd bankans
tók þá ákvörðun.
Á laugardaginn rann stóri dag-
urinn upp. Styr hefur staðið um
bankann í samfleytt þrjá mánuði
og þá ekki síst seðlabankastjórn-
ina með Davíð Oddsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra Íslands, í
forsvari. Nokkrir tugir mótmæl-
enda mættu til að láta skoðun
sína í ljós en starfsmenn Seðla-
bankans létu sér fátt um finn-
ast og skemmtu sér konunglega
undir stjórn veislustjórans, Ilmar
Kristjánsdóttur leikkonu.
Þorsteinn Guðmundsson mætti
einnig og hélt stutta tölu en hann
var bókaður á skemmtunina í
ágúst. „Þá var ég búinn að gleyma
að Seðlabankinn væri til,“ segir
Þorsteinn sem tekur fram að þetta
hafi bara verið eins og hver önnur
árshátíð.
„Ég fékk aðeins í magann áður
en ég fór. Svo var þetta bara allt
í lagi og fólk skemmti sér ágæt-
lega, held ég. Það hitnaði eitthvað
aðeins í kolunum fyrir utan eftir
að ég fór.“
Buffið var einnig bókað í ágúst.
Þá sat seðlabankastjórn á friðar-
stóli og allt var með kyrrum kjör-
um í þjóðfélaginu. Á laugardag-
inn var staðan og stemningin allt
önnur. „Ég var búinn að hugsa um
þetta alla vikuna en svo á laug-
ardeginum þá gleymdi ég þessu
bara öllu. Mér brá því nokkuð
þegar ég mætti á staðinn og sá
mótmælendurna,“ segir Hannes
sem tekur skýrt fram að and-
rúmsloftið á hótelinu hafi síður
en svo verið spennuþrungið. Alla-
vega ekki í hans augum. „Kannski
er ég eitthvað blindur á þetta. Við
tókum alla framsóknarslagarana,
Traustur vinur og gömlu dansana
og fengum mikið lof fyrir,“ segir
Hannes. „Þetta var bara hefð-
bundinn vinnudagur hjá okkur í
Buffinu.“ freyrgigja@frettabladid.is
HANNES FRIÐBJARNARSON: BARA EINS OG HVER ÖNNUR ÁRSHÁTÍÐ
Seðlabankastjórn steig
dans undir tónlist Buffsins
Herði Torfasyni hefur borist til-
boð að utan um að stjórna mót-
mælum gegn kreppu og fjármála-
hruninu. Bretar eru meðal annars
mjög áhugasamir um að fá tónlist-
armanninn í lið með sér. „Ég hef nú
ekkert íhugað þetta og mun senni-
lega ekkert gera það. En maður á
aldrei að segja aldrei,“ segir Hörð-
ur og bætir því við að heimsbyggð-
in fylgist vel með gangi mála hér
á Íslandi. „Menn eru hrifnir af því
hverju okkur hefur tekist að koma
til leiðar hér á Íslandi án þess að
beita ofbeldi.“
Hörður segir ekki rétta tímann
til að fagna þótt stjórnin sé fallin.
Nú birtist lukkuriddarar og frels-
ishetjur en þar geti reynst úlfar í
sauðagæru. „Menn þurfa því að
halda vöku sinni því sagan hefur
sýnt okkur að þar geta reynst
varhugaverðir einstaklingar.“
Og Hörður bendir jafnframt á að
seðlabankastjóri sé enn ekki far-
inn úr bankanum. „Stjórnmálin eru
þannig að það hefur ekkert verið
gert fyrr en það hefur verið gert.“
En það að vera í forsvari fyrir
svona samtök hefur líka sínar
skuggahliðar. Hörður greinir frá
því í samtali við breska blaðið Ind-
ependent að til hans hafi hringt
maður utan af landi. Sá hafi komið
á framfæri ósk ættingja síns um að
byggja gálga fyrir framan Alþing-
ishúsið. Fjölskyldan í fjóra ættliði
hefði tapað aleigu sinni. „Hann
vildi hengja sig á opinberum vett-
vangi,“ segir Hörður við Independ-
ent. Tveimur dögum seinna hafi
umræddur maður tekið sitt eigið
líf. Hörður staðfesti þessa frásögn.
„Þegar ég fékk símtalið á föstu-
daginn þá leið mér eins og einhver
hefði keyrt yfir mig á vörubíl. En
þetta er bara sá raunveruleiki sem
við stöndum frammi fyrir í dag.
Við þurfum ekkert að persónugera
vandann en við verðum að horfast
í augu við að þetta er sá veruleiki
sem við lifum í.“ - fgg
Herði Torfasyni boðið til Bretlands
BOÐIÐ TIL BRETLANDS Herði Torfasyni
hefur verið boðið til Bretlands til að
stjórna þar mótmælum. Hann efast um
að taka að sér djobbið.
Lygin ein, lag Alberts Jónssonar, vakti mikla
athygli í undankeppni Eurovision á laugar-
daginn. Ekki síst fyrir þær sakir að til tíð-
inda hlýtur að teljast að sungið sé um flatlús í
slíkri keppni. „Nei, nei, það er engin persónu-
leg reynsla sem liggur þarna að baki,“ segir
höfundurinn Albert og hlær en eiginkonan
Kaja Halldórsdóttir söng lagið fyrir hann
með miklum myndarbrag.
„Lagið fjallar bara um hégómlegan karl-
mann sem heldur fram hjá og hvernig eigin-
konan getur náð sér niðri á honum,“ útskýr-
ir Albert sem hefur fengið töluverð viðbrögð
við textagerðinni. „Sumum finnst textinn
bara fyndinn og flottur en hann fór vissulega
fyrir brjóstið á öðrum.“
Albert var hins vegar búinn að fá nóg af
textagerð þar sem orð á borð við „vindur“
og „sól“ koma fyrir. „Slíkir texta segja fólki
ekki neitt.
Mig langaði að fara upp úr miðjumoðinu og
fara bara alla leið, ýta aðeins við fólki,“ segir
Albert sem tókst vissulega ætlunarverk sitt.
Og það er skammt stórra högga á milli hjá
Eurovision-fjölskyldunni því hún eignaðist
sitt fyrsta barn fyrir aðeins þremur mánuð-
um.
„Við fengum stelpu sem heitir Krist-
ín Björg og er skírð í höfuðið á ömmunum
sínum. Hún er besta barn í heimi, sefur eins
og engill og var bara í pössun á meðan við
æfðum og tróðum upp.“ - fgg
Eurovision-fjölskylda syngur um flatlús
Það er ekkert grín að vera grínari
nú um stundir. Það fengu þeir
Spaugstofumenn að reyna á
föstudaginn. Þeir voru þá búnir að
taka upp mikið atriði þar sem Örn
Árnason í gervi Geirs H. Haarde
söng með tilþrifum „My way” en í
ljósi tilkynningar forsæt-
isráðherra um veikindi
sín þótti það ekki við
hæfi í herbúðum þeirra
Spaugstofumanna að
hafa veg Geirs í flimt-
ingum. Ruku þeir til og
unnu nýtt efni sem
var í takt við þann
tíma sem nú er á
fleygiferð.
Þórsmerkurþorraferð jeppaklúbbs-
ins NFS, sjónvarpsfólks af Stöð 2,
tókst afbragðsvel þó að ferðin væri
farin í skugga nýlegra uppsagna
svo sem þeirra Sigmundar Ernis
Rúnarssonar og Elínar Sveinsdóttur.
Leynigestur skaut upp kollinum,
söng og skemmti við góðar undir-
tektir. Var þar enginn
annar en Ómar
Ragnarsson sjálfur
sem lék við hvurn
sinn fingur. Auk
þess voru teknir
inn nýir meðlimir og
voru það hjóna-
kornin Róbert
Marshall og
Brynhildur
Ólafsdóttir.
Egill Helgason sjónvarpsmaður,
sem hefur verið í miðju umræð-
unnar um Ísland á heljarþröm, og
heldur sér í góðu formi á World
Class úti á Seltjarnarnesi þar sem
hann er fastagestur. Þangað rauk
hann beint eftir þátt sinn Silfur
Egils á sunnudaginn
en var ekki laus
við hið pólitíska
karp því áður en
hann komst inn
til að taka á því
rakst hann á Árna
Pál Árnason sem átti
ýmislegt vantalað
við sjónvarps-
manninn
skelegga. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Það er oft mikill hávaði
hérna, bæði í þurrkunum og í
viðskiptavinunum, svo það er
voða lítil músík á stofunni. Þá
helst Rás 2. Sjálf er ég hrifnust
af íslenskri tónlist: Sálinni, KK,
Bubba náttúrulega og öðrum
góðum.“
Guðríður Vestars hjá hundasnyrtistofunni
Dýrabæ.
TEXTABROT ÚR LYGIN EIN
„viti menn ég bæti enn við spunann minn
ég hendi inn í þetta sinn flatlús við stubbinn þinn“
SAMHENT Eurovision-fjölskyldan Albert og Kaja með
dótturina Kristínu Björgu sem er þriggja mánaða. Þau
komust áfram í Eurovision á laugardaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MIKIÐ STUÐ
Ilmur Kristjánsdóttir var veislustjóri, Þorsteinn
Guðmundsson flutti gamanmál og Buffið lék
fyrir dansi. Davíð steig síðan dans undir föstum
takti Hannesar Friðbjarnarsonar sem segir þetta
hafa verið eins og hverja aðra árshátíð.