Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 á bókamarkadi. ■ Haustið 1980 tóku hjónin Jóna Sigurðardóttir og Sigurður Hjartarson sig upp, seldu allar eigur sínar og fluttust til Mexikó ásamt fjórum börnum sínum, Hirti Gísla, Lilju Svanbjörgu, Sigríði Elfu og Þorgerði. Með þeim dvaldi einnig um nokkurt skeið Hanna Stefáns- dóttir. S.l. vor komu þau aftur heim eftir ævintýralega dvöl ytra. Þau hjónin hafa nú skrifað forvitnilega bók um Mexíkó og dvölina þar og kemur hún út á þeirra eigin vegum í næstu viku. Bókina prýða fjöldi mynda, þ.á.m. litmynda, og teikningar sem Sigríður Elfa hefur gert. Viö fengum leyfi höfunda til að birta hluta úr sjötta kafla bókarinnar þar sem segir frá kynnum þeirra af mannlífi í Puerto Angel, 2000 manna þorpi á Kyrrahafsströnd Oaxacafylkis, þar sem enginn kann að flýta sér og margir vinna eins lítið og kostur er. Mannskepnan Er nú mál að snúa sér að öðrum skepnum þorpsins. Líf mannskepnunnar er ekki síður áhugavert við þessa sólbökuðu vík. Nánast hvern dag á heitasta tímanum eru óbreyttir dátar flotans kvaldir í fjörunni í ríflega fimmtíu stiga heitri sólarsterkjunni. Sitjum við þá í skugganum, í þrjátíu stiga svalanum og njótum þess að þurfa ekki að fremja flotaleikfimi í brennandi sandinum. Er leikfimi þessi enn ein staðfesting á mexíkönskum samfélags- háttum, tilviljun ein ræður ef einhverjir tveir ná takti. Langvarandi gönguæfing- ar dátanna í uniformi með byssu um öxl, ■ „Þvottakonur á öllum aldri sitja liðlangani daginn við lækinn og klappa þvott á steini“. þungur og þurr á manninn. Svo getur hann gosið eins og eldfjall og verður þá ekki ávallt haminn. „Ofsamaður og vænn til höfðingja," eins og Kolbeinn ungi forðum. Cuca var einn þeirra er stóðu að „byltingunni" í Puerto Angel í mars er oddvitanum var sparkað. Settist hann í oddvitasætið og hyggur nú á mörg stórvirkin til framfara lýðnum í plássinu. Næstur bræðranna er Nayo, einstakt prúðmenni, góður fjölskyldufaðir, á einn son en enga hjákonu svo vitað sé, tekur mikið tillit til konu sinnar, enda ekki talinn ættarlaukur af bræðrum sínum. Nayo er heljarmenni að burðum og ekki vildum við eiga hann að óvini ef hann brygði skapi. Nayo hefur óforbetr- anlega nautn af fjárhættuspili, án þess að hætta ótæpilega miklu. Næstur er Julian. Er hann rólegastur þeirra bræðra ódrukkinn en æstastur á atsstundum og við spilaborðið þegar hann hefur fengið sér í glas. Þolir afar illa að tapa, vill þá stundum láta hnefana tala. Julian á fimm börn, öll með sinni kostaríku konu. Er þá komið að Pepe, okkar besta vini í þorpinu og sérlegum sérfræðingi okkar í hanaatsmálunum. Þessi Pepe er kórall- kafarinn sem sagt er frá í þriðja kafla. Á síðasta sumri varð hann fyrir slysi við köfun, lamaðist upp í háls. Hann hefur nú náð ótrúlegum bata og gengur um með einn staf. Hanaáhugi Pepes hefur síst minnkað við áfall þetta og eyðir hann drjúgum tíma í fóðrun og uppeldi hana sinna. Er Pepe öðrum mönnum fróðari um allt er lýtur að hönum og ati. I heimsókn í þorpinu Puerto Angel í Mexíkó: Þar sem hanaöt og dauðs f öll gefa líf inu lit Helgar-Tíminn birtir kafla úr hók Jónu Sigurðardóttur og Sigurðar Hjartarsonar UNDIR MEXÍKÓMÁNA virðast skila betri árangri. Stundum þramma tveir til þrír flokkar um aðal- götuna niður á bryggju þar sem dátarnir æfa hælsnúning og stapp hrópándi vígorð til áhersluauka. Annars er okkur orðið hlýtt til dátaskinnanna því þeir eru okkar næstu mennsku nágrannar. Telj- um við af þeim nokkra vernd, einkum þó á næturnar, því þeir vakta sitt umhverfi vel. í lífi þorpsbúa eru flestir dagar eins, róið er til fiskjar hvern morgun um sexleytið, og þeir sem eiga bardagahana setjast gjarnan í sandinn undir rökkur og ræða um hana sína og næsta at. Þvottakonur á öllum aldri sitja liðlangan daginn við lækinn og klappa þvott á steini. Þannig líða dagarnir einn öðrum líkur og fátt er það er rýfur tilbreytingar- leysi hversdagsins. Helst eru það hanaöt og dauðsföll er gefa lífinu lit. Eru þá tilefni til veisluhalda. Dauðsfall gamalmennis svo og ártíðir látinna ættingja gefa efni til vikulangra hátíðahalda með grátkvennakór, drykkju og áti gífurlegu. í síðasta mánuði var þess minnst í húsi kunningja okkar að ár var liðið frá því gamla amman lést. Voru haldnar veislur stórar í rúma viku, kalkúnum og kjúklingum slátrað, gerðir út leiðangrar til eðluveiða (lítt aðlaðandi í útliti, en bragðgott er af þeim kjötið). Nágranna- og kunn- ingjakonur hjálpuðu til við matargerð alla dagana. Veisluhöldin náðu hámarki síðasta daginn, á dánardægri gömlu konunnar, en þann dag var einnig sálumessa í kapellu þorpsins. Undraði okkur allt tilstandið. Við höfum kynnst mörgu ágætisfólki hér í plássinu, sem hefur miðlað okkur af lífsreynslu sinni og aukið okkur mjög skilning á mannlífi í mexikönsku dreif- býli. Skömmu eftir komu okkar hingað tókum við eftir afar smávaxinni konu er rölti gjarnan um plássið og seldi litlar kúlur, hnoðaðar saman úr sykri og bitum af tamarindoávextinum. Hægri handleggur konunnar hafði einhvern- tíma brotnað um þvert og verið illa græddur. Tannlaus var hún með öllu og gómar mjög fallnir. Gengu nálega saman nef og haka. Gamla konan hafði áberandi stór og útstæð eyru og svo bar hún á smáu höfðinu þau viðáttumestu glcraugu er við höfðum séð. Okkur var tjáð að kona þessi héti Manuela de la Rosa Cabrera og hefði orðið 100 ára í janúar. Nokkru síðar áttum við gott spjall við gömlu Manuelu og fræddi hún okkur mikið um líf og kjör í upphafi aldarinnar. Manuela hafði verið trúlofuð snemma í Byltingunni og fylgdi hún unnustanum í herförum byltingarmanna og bar sjálf vopn. „En þér drápuð þó engan?" spurðum við. „Sí, bastante," „Jú, slatta," svaraði sú gamla að bragði. Manuelu virðist lítið hafa förlast, heyrnin að vísu ögn tekin að slævast og tfmaskyn hennar er viðlíka ruglað og annarra Mexíkana. Reyndist því oft erfitt að tímásetja einstaka atburði í frásögn hennar. En lundin er létt og lífsgleði hennar hrífandi. Heyri hún góða mexíkanska músík á hún erfitt með að sitja kyrr og vill þá gjarnan fá sér snúning með nærstöddum karlmönnum. Svo faðmaði hún okkur ogkyssti í kveðjuskyni og bað okkur vel að lifa. Vænn hluti þorpsbúa heyrir til þeim finrm ættum er hér hafa búið frá ómunatíð. Þær hafa vissulega blandast talsvert innbyrðis í tímans rás en engu að síður eimir enn af gömlum ættarerjum sem fyrrum gátu orðið illvígar og blóðugar í betra lagi. ' Er við heimsóttum Puerto Angel fyrst í janúar 1981 kynntumst við Pepe Cruz Herrera kórallakafara. Tengslin við hann héldust og styrktust og fyrir áeggjan hans héldum við til Puerto Angel að lokinni dvölinni í Mexíkóborg. Við höfðum eignast vin af einni sterkustu ætt staðarins og vinskapurinn við Pepe varð til þess að okkur var tekið tveim höndum af allri ættinni. Varð okkur brátt ljóst að allt sem gert yrði á okkar hlut í plássinu jafngilti aðför að gjörvallri Cruz-ættinni. Litríkir bræður Cruz-bræðumir eru afskaplega litríkir mcnn og afar mexíkanskir í skapferli og æði öllu. Væri því ekki úr vegi að bregða upp mynd af þeim bræðrum. Elstur bræðranna er Tino, hæglátur ódmkkinn en lifnar nokkuð á góðum stundum. Hefur hann nautn af að senda bræðrum sínum glósur, sérstaklega á hanaötum og þegar þcir - sitja við fjárhættuspil. Næstur er Cuca „el terrible" (hinn ógurlegi). Cuca er frægasti hanaetjari í plássinu og þó víðar væri leitað. Ákafa- maður hinn mesti bæði til kvenna og annarra verka er hann beinir spjótum sínum að. Er okkur tjáð að þessi ágæti vinur vor eigi 20 börn og vitum við fyrir víst að fleiri eru í gerjun. Af þessum 20 á hann þrjú með eiginkonunnil! Mæti maður „el terrible“ á stuttbuxum einum dettur manni helst í hug að maðurinn hafi oft lent í klónum á klaufskum og ölóðum skurðlæknastúdentum svo þak- inn er hann ömm á belg og handleggj- um. Eigi verður þó læknavísindunum um kennt heldur em ör þessi menjar skot- og lagvopna á 25 ára tíma. Síðast í nóvember á liðnu ári varð hann fyrir skotárás eins vinar síns, er eigi vildi una úrslitum hanaats daginn áður. Daginn þar á eftir drukku þeir saman og vom aldrei betri vinir en einmitt þá. Á dögunum hugðist Cuca taka sér far með rútunni frá Pochutla til Oaxaca til að heimsækja Pepe bróður sinn er þar lá á sjúkrahúsi. Áður en hann steig upp í rútuna réðust að honum þrír bræður úr Pochutla er töldu sig eiga sakir á hendur honum. Enginn veit um endalok ef ekki hefði lögreglu borið að. Cuca slapp í rútuna óskorinn og óstunginn en illa hruflaður og marinn. Cuca er með afbrigðum skapríkur, allra manna gleiðastur og skemmtileg- astur á góðum stundum, en getur verið Pepe er hægur og dagfarsprúður en ku hafa verið vel liðtækur þá er til ryskinga kom hér áður fyrr. Hann er ókvæntur en á fjögur böm með jafnmörgum konum. Næstur er Beto. Hann er ákaflega ólíkur bræðrom sínum, bæði í útliti og innræti, ákaflega glaðsinna, síspaug- andi, ágætlega ölkær og væmkær með afbrigðum. Beto er tvígiftur, en eigi hefur honum auðnast að geta barn við eiginkonum sínum né öðmm konum svo ömggt sé. Þykir þetta afspyrnu lítil karlmennska í þessari frjósömu ætt. Yngstur er uppeldisbróðirinn Marcial. Gjörólíkur þeim bræðmm sem vonlegt er, lítill snaggaralegur, ræðinn og ölkær úr hófi. Marcial er 15 barna faðir (maðurinn er 28 ára), þar af á hann fjögur með eiginkonunni. Hin ellefu ku hann eiga með þremur hjákonum sem hann gerir enn út á. Tvær systur þeirra bræðra búa hér, en koma eigi við sögu. Elsti bróðirinn, Benito, náði einnig fullorðinsaldri, en var drepinn í vopnuðum átökum fyrir margt löngu. Er oss tjáð að hann hafi verið bræðrum sínum fremri um flest, fjölþreifnari og meira hreystimenni. Þessi tíu náðu fullorðinsaldri af átján börnum gömlu Cmz-hjónanna, sem enn búa hér spræk og hress. Ættfaðirinn, gamli Don Gonzalo, hetur búið hér alla ævi og kann frá mörgu að segja. Hann rekur þriðja flokks gistihús, sem ávallt er tómt nema um áramót og páska. Fyrri hluta dagsins eyðir hann í að eigra um og rexa í sínu fólki. Um fimmleytið sest hann í mggustól sinn á gangstéttinni gegnt húsi sínu og hlustar gjarnan sofandi á íþróttalýsingar í útvarpi, ellegar situr undir kornabörnum ættarinnar. Mama Cmx, eins og Romana Herrera de la Cmz er ávallt kölluð, rekur veitingastofu af dugnaði og myndarskap og selur besta matinn í plássinu. Betra ceviche fæst ekki í Mexikó. Mama Cmz er mexikönsk ættmóðir af bestu sort, stjórnsöm, sívinnandi og þrungin hlýju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.