Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 7 Canon Ijósritunarvélin sem Stækkar, minnkar og lækkar verðið um 50% Canon 125 fUMMPfRCOPIIRi NP Sala, ábyrgð og þjónusta Skrifvélin hf Suöurlándsbraut 12 Símar 85277 & 85275 o O FATASKAPAR sem gætu komið í Fataskápar frá Haga henta hvar sem er. Gott verð — stuttur afgreiðslufrestur - góðir greiðsluskilmálar. Nú er einmitt tíminn til að skella sér á'skápa HAGIr Verslun/sýningarsalur Háaleitisbraut 68 Reykjavík Sími (91) 84585 Verslun/sýningarsalur Glerárgötu 26 Akureyri Sími (96) 21507 Verslun/sýningarsalur Brimhólabraut 1 Vestmanna- eyjum Sími (98) 1195 Umboðsmaður áVopnafirði: Steingrímur Sæmundsson urinn sjálfur biöi við það tjón, einkum ef þröngsýn þjóðemisstefna festi rætur meðal okkar, en gegn slíkri stefnu höfum við oft þurft að berjast hatramm- lega, þótt ekkert gyðingarfki væri til. Við lifum ekki á tímum Makkabeanna. Ef við snerum til baka og mynduðum þjóð í pólitískum skilningi væri það að snúa baki við hinu andlega samfélagi voru, sem grundvallað er á snilligáfu spámannanna. Ef við vegna ytri að- stæðna neyðumst þó til að axla þessa byrði, skulum við bera haria með tillitsemi og skilningi." Þaö sem að helst hann varast vann Því miður varð þróun mála sú í Palestínu sem Einstein óttaðist mest og fram kemur í þessari grein hans. Ísraelsríki með öllum sínum her, stutt af erlendu fjármagni, er orðinn ógnvald- ur sinna arabisku nágranna fyrir botni Miðjarðarhafs. Lega landsins er sú, að það er efnahagslega og hemaðarlega mjög mikilvægt þeim ríkjum er að því liggja. Þess vegna er það þeim mun sorglegra að ekki skyldi reynast unnt að stofna sambandsríki Palestínuaraba og gyðinga, byggt á lýðræðislegum gmnni, þar sem menntun, verkmenning og efnahagslegir bakhjarlar gyðinga á Vest- urlöndum hefðu stuðlað að og flýtt fyrir menningarlegri endurreisn og þróun landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau orð Theodors Herzls, er hann skrifar löngu áður en Ísraelsríki varð að veruleika og áttu að vekja hugmyndinni velvilja og styrk á Vesturlöndum, að slíkt ríki gæti orðið útvörður vestrænna áhrifa á þessum slóðum í framtíðinni, bæði í menningarlegu og pólitísku tilliti, hafa því miður sannast á óheppilegan hátt. Stríðssigrar hættulegir ísrael Styrjöldin við Egypta 1956, þar sem ísraelsmenn ganga erinda hinna gömlu nýtenriuveWa árþessum slóðum, Frakka og Engjwirtinaoi mkUmm ná- ri’ grðimum, ferW'bfeftiEgyptumogödrum heim sanninn unrþað ið hini nýja ríkis styddust vift ðfl á Vestur- löndum er fyrir hvem mw-áNMMK arabaríkjunum í viðjum fátæktar og hinnar gömlu niðurlægingar nýlendutím- ans. önnur afleiðing þessarar styijaldar varð sú, að hin nývaknaða þjóðemis- stefna araba margefldist, «g Auft em- hverjir hinna arabisku nágranna Israels- rfkis litið slíka þróun mála hornauga eftir þennan atburð, þá ba« 6 daga stríðið 1967 enda á þær efasemdir. Styrjaldir Ísraelsríkis hafa því fyrst og fremst þrýst saman sundruðum öflum hinna arabísku ríkja, þeim sýnist öllum í dag sem öryggi þeirra sjálfra verði aldrei tryggt fyrr en erkióvinurinn, Ísraelsríki, sé úr sögunni, a.m.k. í þess núverandi mynd. Sex daga stríðið getur því reynst ísraelsmönnum í framtíðinni þeirra stærsti ósigur, því að enginn má ætla að hinar fjölmennu arabísku þjóðir lúti um alla framtíð ofurvaldi ísraels- manna á þessum slóðum. Pað er ekki einungis gagnstætt allri þróun mála í heiminum í dag heldur óraunsæir draum- órar, þegar höfð er í huga sú glæsta fortíð sem hin íslömsku ríki eiga sér og stendur þeim svo lifandi fyrir sjónum nú á okkar dögum, þegar þjóðernisleg vakning fer eldi um þessar fomu menningarþjóðir. Það er ef til vill stærsta ógæfa hinnar zionisku tilraunar að hún verður að veruleika á þeim tíma er ríki þriðja heimsins svonefnda em að hrista af sér aldagamalt ok evrópskrar nýlendukúg- unar, og því verður hið nýja ríki ísraelsmanna fullkomið tímaskekkjufyr- irbrigði á þessum slóðum, fulltrúi hins liðna sem á að hverfa, fulltrúi þeirra afla sem þyngsta sök eiga á aldalangri niðurlægingu hins islamska heims síð- ustu aldimar. (Niðurlag um næstu helgi). Canoii Auglýsið í Tímanum síminn er 86300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.