Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 28
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
■ KögurafUtlumlínumáhjartalínunni
bendir til þess að viðkomandi taki
ástamálin ekki alvarlega og sé daðurgef-
inn og fjöllyndur. Þessum litlu fíngerðu
línum má ekki rugla saman við boga-
niyndaðar og skýrar aukagreinar sem
tengja stundum hjartalínu og höfuðlínu
og eru merki um tilfinningaleg áföll.
Slíka línu er oftast að finna nærri
upphafi hjartalínunnar.
■ Þessi hjartah'na byrjar glögglega á
miUi vísifingurs og löngutangar og
stefnir bein og hnökralaus út að handar-
jaðrinum. Hins vegar tengist línan
höfuðlínunni sterklega, sem sýnir að í
tilfinningamálum mun hjartað og höfuð-
ið jafnan togast á. Að minnsta kosti einu
sinni á æfinni mun eigandi slíkrar handa
verða að velja á mUli og sálarstn'ð
hljótast af.
■ Hér byrjar hnan á miðju Júpiter-
fjalh. Eigandi linunnar gerir þá kröfu
til maka síns að geta litið upp tU hans á
einn eða annan hátt.
■ Þegar við sjáum hjartalinuna byrja
fyrst undir löngutöng er eigandinn
sjálfhverfur og heldur kaldlyndur í
ástamálum.
■ Sá maður sera kvænist konu með
þessa hjartalínu verður að vera viðbúinn
því að þurfa að gera rækilega grein fyrir
ferðum sínum. Hjartalínan sem byrjar
yst á Júpiterfjalli nærri vísifingrinum
heyrir tU afbrýðisömu og ofnæmu fólki.
Sitthvað um lófalestur — Sjötta grein
Þegar afbrýðisemin og eigin-
girnin kunna sér engin takmörk
dag lítum við á hjartalínuna og komumst að mörgu ovæntu um vini og ættingja
fil 1 siðastá blaoi btum við á lífliuuna
<ig nú munum við skoðu línur lófans
hýerja uf ánna'rri. Oft höfum við minnt
fólk á að haida greinunum til haga, þyí
lófalestrarfræðin eru það sainslungin að
vísa verður oft til þess sem áður er sagt
og fyllri skýringar á ýsmu í fyrri
greinunum fást eftir því sem þessum
„kennslubréfum" fjölgar. Til dæmis má
fræðast nánar um veikindi sem koma
fram á líflínunni, þegar við skoðum
heilsulínuna, sem verður að þrem vikum
liðnum. Vonandi hafið þið kortin af
línunum, sem við birtum fyrir viku, en
þau eru bráðnauðsynleg við lestur næstu
greina.
Þá snúum við okkur að hjartalínunni,
sem eins og nafnið bendir til sýnir ýmsa
þætti tilfinningalífsins.
Hjartalínan
H jartalínan er sú efri af stóru línunum
tveimur sem ganga lárétt yfir lófann og
er ein þriggja mikilvægustu línanna með
líflínu og höfuðlínu. Hjartalínan væri ef
til vill réttar nefnd lína tilfinninganna,
því hún er ekki aðeins lína málefna
hjartans, heldur líka’tilfinninga eins og
trúfesti, afbrýðisemi o.s.frv.
Þótt segja megi að í grófum dráttum
liggi hjartalínan þvert yfir hendina
neðan við fingurna , er nokkuð misjafnt
hvar hún byrjar, og byrjunarstaðurinn
er mikilvægt atriði.
Best er þegar hún byrjar á milli
vísifingurs og löngutangar (sjá mynd) og
er löng og greinileg og hefur engar
eyjur (þ.e. O-laga hlekki) og er ekki
slitin. Þá sýnir hún trúa persónu og
skyldurækna sem er í góðu jafnvægi og
ætti að eiga hamingjusamt líf víst.
Ef línan klofnar í tvær greinar þar sem
hún byrjar og önnur greinin skýst út á
Júpíterfjallið undirvísifingrinum, en hin
greinin kemur upp á milli vísifingurs og
löngutangar (sjá mynd), þá er viðkom-
andi ekki í því andlega jafnvægi sem
skyldi. Hann hefur þá tilhneigingu til að
fá bæði fólk og ýmis mál „á heilann" eins
og sagt er á slæmu máli, hvort sem það
er í ástarmálum eða þá hjartfólgnum
áhugamálum.
Þetta er þeim mun alvarlegra ef
hjartalínan öll byrjar úti undir handar-
jaðrinum á Júpiterfjallinu, svo ekki sé
minnst á ef hún byrjar mjög nærri
fingrinum i ofanálag (sjá myndj. 'Hér er
þá komið fólk sem er svö..rómantískif
loftsjónamenn áö það kann sér engar
hömlur í ástarmálum. Sá sem það elskar
verður álitinn fullkomlegaágallalaus og
þegar í ljós kemur að fullkomleikinn er
ekki eins algjör og eigandi þessarar línu
vildi vera láta, verður ástarsorgin engu
lagi lík. Afbrýðisemin er líka géysileg
og sá sem þetta fólk elskar verður helst
að vera þess óumdeilanleg eign. Maður
sem á konu með líka línu, má varla ,
bjóða annarri konu góðan daginn!
Þegar hjartalínan endar á miðju Júpi-
terfjallinu eru tilfinningarnar talsvert
hófstilltari og grundvallaðri. Slíkt fólk
vill einnig maka sem það getur litið upp
til, en þá kemur það fram í áþreifanlegri
atriðum. Hinn „hamingjusami", sé um
konu að ræða, þarf þá að vera verulega
hærri en hún eða þá auðugur eða hátt
settur, - þ.e. á einhvern hátt fremri
henni sjálfri. En þessi kona mundi verða
trú og heiðarleg og af því tagi sem í
gamla daga var álitin fyrirmyndar eigin-
kona.
Einnig kemur fyrir að hjartalínan er
styttri og byrjar undir Satúrnusarfjalli,
sem við munum að er undir löngutöng
(sjá mynd). Þá er áreiðanlegt að við
höfum náð í lófann á persónu sem er
sjálfhverf og nokkuð kaldlynd.' Þegar
slík lína sést í vinstri héndi, ættum við
strax að líta í þá hægri í von um að þar
sé línan dálítið lengri, sem er vísbending
um að þessi manneskja sé fær um að
gefa meira afsjálfri sérogekkieins áfjáð
í það að „taka án endurgjalds" og ella
væri, ef báðar línurnar eru svo stuttar.
Af þessu ætti að vera ljóst að
hjartalínan ætti hvorki að vera of stutt
né of löng. Hún ætti að liggja í sem
láréttastri stefnu út að handarjaðrinum,
eða alveg út á hann. Þegar endi þessarar
línu sveigist upp að Merkúrfjallinu undir
litla fingri, þá er hætt við að peningamál-
in hafi sitt að segja, þegar að ástum og
hjónabandi kemur og að þau séu
alvarlega tekin með í reikninginn.
Sveigist línan hins vegar niður á við í
endann, niður á Mánafjallið, - ja, þá er
hætt við að ástir viðkomandi verði
löngum galli blandnar og sjaldnast
eintómur dans á rósum.
Fyrir kemur að vel skýr aukagrein frá
hjartalínunni, oft nærri þeim stað þar
■ Hjartalína þar sem grein liggur út á Júpíterfjallið. Eyja er á línunni sem er merki
um mikinn harm eða missi.
sem hún byrjar sveigist niður á eða mjög
í átt að höfuðlínunni (sjá mynd). Slík
lína sýnir vonbrigði í tilfinningamálum,
sem vanalega stafa af því að sá sem
viðkomandi elskar hefur brugðist á einn
eða annan hátt þeim vonum sem við
hann voru tengdar. Þetta má ekki síður
sjá í hönd barna, þar sem fjölskylduerf-
iðleikar hafa verið alvarlegir. Þetta
merki kemur vanalega í höndina, eftir
að vonbrigðin eru búin að eiga sér stað.
Stundum eru slíkar línur fleiri en ein og
sýna þá endurtekin vonbrigði, vegna
þess að viðkomandi hefur ætlast til of
mikils.
Slitin hjartalína sýnir eins og ætla
mætti: - hjartasár. Sem betur fer er slíkt
tákn sjaldnast viðvarandi og sjáist ný
lína, sem liggur meðfram slitna kaflan-
um eða þá að ferningur myndast úr
þetta sár að mestu gróið.
. Hjartalína sem er |íkt og „toguð"
niður á við í-átt að höfuðlínunni (blandið
þessu fyrirbæri ekki saman.við grein frá
línunni, eins og jýst er að ofan!) sýnir
að sá sem lesið er í lófann á mun aldrei
gleyma veraldarvafstri sínu, þótt hánn
verði ástfanginn, þ.e. að á þeim bænum
ræður hjartað aldrei einsamalt. Að
minnsta kosti einu sinni á æfinni mun
þessi persóna verða að velja á milli ástar
sinnar og veraldlegra hagsmuna annarra
(sjá mynd). Til þess að greina hvort
hjartað eða bláköld skynsemin hefur
vinninginn, þá gætið að hvort það er
hjartalínan sem er „toguð" niður að
höfuðlínunni, eða höfuðlínan sem er
toguð að hjartalínunni. Með því að
skoða báða lófana vandlega er oftast
auðvelt að greina þarna á milli.
Hjartalína sem er með mjóum og
löngum „keðjuhlekkjum" eða hefur
kögur af smáum, mjóum línum (sjá
mynd) er hjartalína þeirra manna sem
kallaðir hafa verið „playboy" og kvenna
af samsvarandi tagi.
„Keðjuhlekkjunum" sem við nefnd-
um svo hér að ofan má ékki rugla saman
við „eyjar" á hjartalínunni, enda á að
vera auðvelt að greina þar í milli. Eyjar
á hjartalínunni (sjá mynd) er merki um
þungan harm sem að viðkomandi er
kveðinn á þeim aldri sem um ræðir (sjá
kortið í síðasta blaði).
Hjartalínan getur einnig gefið vís-
bendingu um ásigkomulag sjálfs hjartans
í sjúkdómsfræðilegum skilningi. En til
þess að lesa úr slíku þarf kunnáttu sem
er utan við svið óþjálfaðra í þessari list.
Þess vegna sinnum við því ekki á þessum
stað, enda munu flestir hafa mikið meira
gaman af að skoða línuna út frá öðrum
þáttum málefna hjartans.
Enn verðum við að bregðast því sem
við lofuðum í fyrra blaði, en þá
sögðumst við ætla að byrja á höfuðlín-
unni í dag. En þar sem við höfum aðeins
þessa einu síðu til ráðstöfunar og myndir
fleiri en oft áður, biðjum við ykkur að
sýna þolinmæði fram að næstu helgi. Þá
munum við ræða um höfuðlínuna og líka
það fágæta fyrirbæri, þegar aðeins ein
lína tvinnar hjarta- og höfuðlínuna
saman.
Þýtt - AM.