Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 kvikmyndasjá Sr^ ■ Geimvera Spielbergs gxðir sér í kræsingum á heimili Elliotts litla. handrit annarrar myndar, sem kom á markað í sumar - draugamyndarinnar „Poltergeist". Spielberg hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að hugsa ekki nógu mikið um fólk, einstaklinga, og tilfinningar þess. Hann sagði í nýlegu viðtali, að hin allra síðustu ár hafi hann fundið með sjálfum sér mun meiri áhuga á fólki. „Mér þykir vænna um fólk en áður, um fólkið í kringum, þá sem ég elska, fjölskyldu mína. Myndir mínar eru að verða mun persónulegri, mun tilfinn ingaríkari." Og um nýjustu myndina, „E.T.“ eða „Geimveruna", segir Spielberg: „Þetta er sú mynda minna, sem er næst mínum eigin tilfinningum, eigin draumórum; næst hjarta mínu. E.T. er persónuleg- asta kvikmynd mín.“ Heimur barnsins Kvikmyndin fjallar ekki aðeins um geimveru, eins og nafnið bendir til, heldur ekki síður um ungan dreng; barn og heim þess. Það er í rauninni drengurinn, Elliott, sem myndin snýst öðrum fremur um, en hann finnur geimveruna, sem nafn myndarinnar vísar til, og leynir henni fyrir útsendur- um ríkisstjórnarinnar, sem vilja taka hana traustataki. Geimveran sjálf er hins vegar að sögn þeirra, sem séð hafa myndina, ótrúlega fullkomið líkan, en það var smíðað af Carlo nokkrum Rambaldi. Geimveran sýnir á sér margvíslegar hliðar í mynd- inni; hún leikur við böm og dýr, lærir að tala tungumál Elliotts, prufar mat og drykk á heimilinu og vcrður þá augafull, og sýnir yfirburðagáfur sínar og hæfi- leika m.a. með því að svífa í loftinu. Elliott felur geimveruna um tíma í fataskáp í herbergi sínu, enda má segja að þessi vera sé í augum Spielbergs sú draumavera, sem hugmyndarík böm væm vís til að ímynda sér á einmana stundum. Og að sögn gagnrýnenda er það einmitt með lýsingum sínum á heimi barnsins og draumum, sem Spielberg nær mestum áhrifum í mynd sinni, og finnur jafnframt leiðina til bamsins í okkur öllum. -ESJ. ■ Kvikmynd sumarsins í Bandaríkj unum að þessu sinni er að sjálfsögðu nýjasta mynd Steven Spielbergs „Geimveran“, en hún hefur slegið mörg aðsóknarmet þar í landi. Hér á síðunni eru birtar nokkrar myndir úr þessari kvikmynd, sem hefur ekki aðeins hlotið vinsældir heldur einnig viðurkenningu gagnrýnenda, sem sumir hverjir hafa stundum áður haft nokkurt horn í síðu Spielbergs. ákvað síðar að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Hann gerði stutta mynd, sem heitir „Amblin“, til þess að sýna stjórnendum kvikmyndafyrirtækjanna í Hollywood hvað hann gæti á því sviði. Hann fékk samning við sjónvarpsdeild Universal vegna þeirrar myndar og Heimsfrægð fyrir „Ókind- ina“ Þessu næst fékk Spielberg tækifæri til að stjórna fyrstu kvikmyndinni. sem ætluð var beint til sýningar í kvikmynda- húsum. Það var Sugarland Express (sú var einnig sýnd nýlega í sjónvarpinu). Og í framhaldi af því var honum falin leikstjórn myndarinnar „Jaws“, en hún. gerði hann bæði heimsfrægan og ríkan. Síðan hefur hann sinnt þeim kvik- myndum, sem hann hefur sjálfur haft áhuga fyrir, stundum í samvinnu við vin sinn George Lucas. Þetta eru myndir eins og „Close Encounter", sem fyrr á þessu ári var endursýnd í Stjörnubíói, „1941 “, sem reyndist misheppnuð gam- anmynd, „Ránið á týndu örkinni“ og nú síðast „E.T. - The Extra-Terrestrial“ eða „Geimveran“. Þá samdi hann Flestar kvikmynda Steven Spiel - bergs, sem enn er ungur að árum, hafa slegið í gegn sem kallað er, það er hlotið mikla aðsókn almennings. Eitt glæsileg- asta dæmið þar um er „Okindin“ (Jaws), en fyrstu sex vikurnar, sem sú mynd var sýnd í Bandaríkjunum, sá áttundi hver maður í landinu myndina. Spielberg lagði reyndar stund á ensku en ekki kvikmyndagerð í háskóla, en stjórnaði þar nokkrum sjónvarpsþáttum (m.a. einn af fyrstu Columbo-þáttun- um), og síðan tveimur sjónvarpskvik- myndum. Önnur þeirra, „Duel“ vakti verulega athygli, ekki síst í Evrópu Þessi mynd sem hefur verið sýnd hér í sjónvarpinu, segir frá ferðalangi sem er að aka heim til sín eftir þjóðvegi í Bandaríkjunum en lendir í eingvígi við hatrantann vörubílstjóra. ® Geimveran og Elliott. ■ Steven Spielberg við upptökur á „E.T.“ ■ Elliott (Henry Thomas), bróðir hans (Robert MacNaughton) og systir (Drew Barrymore). „Þetta er persónulegasta kvikmynd sem ég hef gert” — sagt frá Steven Spielberg og nýjustu kvikmynd hans „E.T.” eða „Geimveran” ■ Elliott fylgist með hermönnunum sem eru að leita að geimverunni, sem drengurinn hefur falið í klxðaskápnum í herbergi sínu. ■ Á flótta með geimveruna „innpakkaða“ á reiðhjólinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.