Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknartlokkurinn. Framkvæmdastjórl: Gfsll Sigur&sson. Auglýslngastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrifstotustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrei&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson nitstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsaon. Fróttastjóri: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrfkur St. Elriksson, Frl&rlk Indri&ason, Hei&ur Helgadóttlr, Sigur&ur Helgason (fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Kristfn Leifsdóttir, Skatti Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. LJósmyndlr: Gu&jón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjamardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sf&umúla 15, Reykjavlk. Sfmi: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kv&ldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrltt á mánu&l: kr. 130.00. Setning: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. „Öfgafullur málflutning- ur og stórhættulegur ’ ’ í ítarlegri yfirlitsræðu sinni á flokksþingi framsóknar- manna fjallaði Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins, m.a. um stöðuna í sjávarútvegsmálum, og sagði þá: „Útgerðin var á fyrra hluta kjörtímabilsins rekin með svipaðri afkomu og verið hefur undanfarin ár. Ég hef lagt áherslu á að ná breiðri samstöðu við sjómenn, útgerðar- menn og fiskvinnsluna um stefnuna í fiskveiðum. Það hefur tekist vel, að mínu mati. Byggt hefur verið á tillögum fiskifræðinga. í engu tilfelli er hægt að halda því fram að um vísvitandi ofveiði hafi verið að ræða. Svonefnd fiskveiðistefna hefur ætíð verið birt tímanlega, t.d. vegna þorskveiða fyrir áramót, sem ekki hafði tekist áður. Óvænt brá til verri vegar í lok síðasta árs. Þá varð vart við samdrátt í loðnustofninum. Aflabresturinn hefur síðan aukist mjög á þessu ári. Þetta hefur haft áhrif á þjóðarbúið allt.“ Sjávarútvegsráðherra sagði, að með fjölþættum aðgerð- um, sem gripið var til í ágúst, hafi rekstargrundvöllur útgerðarinnar verið; bættur á þann hátt, serrí útgerðin mætti eftir aðstæðum vel við'uria, en benti síðan á, að því miður hefði afli ekkert glæðst að undanförnu. Þvert á móti væri allt útlit fyrir að afli gæti orðið slakur í nánustu fram- tíð. Vandamál útgerðarinnar um næstu áramót myndu því verða mikil, en rekstrargrundvöll yrði.að tryggja, því án útgerðar gætum við ekki byggt þetta land. „í sambandi við vandamál úgerðarinnar og reyndar efnahagsmálin almennt hefur því mjög verið haldið fram, að stærð skipastólsins væri orsök vandans, og jafnvel stærsti efnahagsvandi okkar íslendinga að því er mér skilst“, sagði Steingrímur ennfremur. „Þetta er öfgafullur málflutningur og stórhættulegur. Það má til sanns vegar færa, að þorsveiðiflotinn er stór eftir að loðnuskipin bættust í hann. Það var óvænt og lítið við því að gera. Staðreyndin er hins vegar sú, að jafnvel þessi stóri floti nær ekki þeim afla, við núverandi aðstæður, sem fiski- fræðingar hafa til þessa talið óhætt að taka. Einnig verður að hafa í huga, að fiskveiðiflotinn, einkum bátarnir, eru að meðaltali orðnir töluvert eldri en talið hefur verið æskilegt. Endurnýjun bátaflotans er því aðkallandi. Við íslendingar munum um langa framtíð fyrst og fremst byggja á fiskveið- um. Við hljótum að kappkosta að sækja sjóinn á sem fullkomnustum skipum. Sjómenn eiga einnig rétt á góðri vinnuaðstöðu. Ég hef viljað stuðla að eðlilegri endurnýjun skipaflotans og ekki séð ástæðu til þess að neita mönnum um erlend skip, sem oft eru ódýr og góð, þótt notuð séu. Mér þykir hins vegar eðlilegt að stöðva innflutning fiski- skipa nú tímabundið í tvö ár á meðan loðnuflotinn er við þorskveiðar og gjaldeyrisskortur er. Ég vara hins vegar við því að slíkt bann verði látið standa lengi. Nei, vandinn er ekki of stór floti, heldur fyrst og fremst of dýr skip. 25-30 nýjustu skipin eru flest byggð með dollaralánum. Raunvextir á dollaranum urðu á síðasta ári 23% umfram verðtryggingu. Engin útgerð getur staðið undir slíkum fjármagnskostnaði. Ef þessi skip eru tekin út úr dæminu eru aðrir minni togararnir að mati Þjóð’ hagsstofnunar reknir að meðaltali með hagnaði. Þetta vandamál er nú til meðferðar. Ég geri mér vonir um að lausn á því liggi fyrir í tengslum við uppgjör um áramótin“, sagði Steingrímur Hermannsson. —ESJ Karen blixen hefur heillað marga bæði MEÐ RITVERKUM SÍNUM OG ÆFIFERLI. Lífshlaup hennar var líka um margt óvenjulegt. Hún var fædd í Danmörku árið 1885, en híaut menntun sína víða um lönd; Danmörku, Englandi, Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árið 1914, þá nær þrítug að aldri, giftist hún frænda sínum, baróni sem nefndist Bror Blixen Finecke, og fylgdi honum til Kenya í Afríku, þar sem þau hófu búrekstur. t>au skildu árið 1925 en Karen hélt ein áfram rekstri búgarðsins þar til árið 1931, er hún snéri aftur heim til Danmerkur og settist að á ættarsetrinu Rungstedlund, þar sem hún bjó alla tíð síðan, en hún dó í hárri elli á sjöunda áratugnum. Fyrsta bók hennar var gefin út í Bandaríkjunum árið 1934 undir höfundarnafninu Isak Dinesen, en það ættarnafn bar faðir hennar. Sú nefndist á frummálinu „Seven Gothic Tales og vakti verulega athygli. Hún þýddi bókina árið eftir á dönsku, þar sem hún nefndist „Syv fantastiske Fortællinger". Síðan skrifaði hún margar bækur, sem komið hafa út á fjölmörgum tungumálum, svo sem „Vinter-Eventyr" (Vetrar- æfintýri), „Den afrikanske Farm“ (Afríski búgarðurinn ,) og „Síðustu sögur" árið 1957. Af þessum bókum er frásögnin af lífi hennar í Afríku, og baráttunni fyrir að halda búgarðinum í Kenya gangandi, án efa langvinsælust, og það verka hennar sem lengst mun halda nafni Isak Dinesen eða Karen Blixen á lofti. MT ESSA DAGANA ERU AÐ KOMA ÚT TVÆR BÆKUR UM ÞENNAN SÉRSTÆÐA DANSKA RITHÖF- UND. Og það reyndar sitt hvoru megin Atlantshafsins. Önnur þeirra kom á markað í Bandaríkjunum um síðustu mánaða - mót og nefnist „Isak Dinesen - the Life of a Storyteller“. Hin kom út í Danmörku á dögunum, nefnist „Kraftens horn“ og er eftir frænda hennar sem Anders Wertenholz heitir. Höfundur bandarísku æfisögunnar er Judith Thurman, 35 ára gamall bandarískur höfundur, blaðamaður og gagnrýn- andi. Hún hefur þar með ritað ítarlegustu æfisögu Karen Blixen til þessa, en bókin er um fimm hundruð blaðsíður. Það sem gerir gæfumuninn varðandi þessa æfisögu er að höfundurinn hefur haft aðgang að öllum þeim gögnum, sem Karen Blixen lét eftir sig. En hvernig stendur á því að bandarískur höfundur leggur á sig það erfiði sem því fylgir að skrifa æfisögu dansks rithöfundar? Judith Thurman segir í nýlegu blaðaviðtali, að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á Karen Blixen. „Þegar ég Um Karen Blixen og hetjuskap draumsins var 18 ára fékk ég fyrstu bókina með sögum hennar frá guðmóður minni,“ segir hún. „Og þegar kvennatímaritið „Ms„ bað mig fyrir 8-9 árum síðan að. kynna Karen Blixen í blaðinu valdi ég það form, að setja á svið viðtal, þar sem dregin var upp mynd af höfundinum. Þessi grein vakti athygli útgefanda míns, sém hafði lengi verið að leita að einhverjum, sem gæti skrifað góða æfisögu' hennar. Ég hafnaði þó boði hans. Ég var ung, enn hugfangin af að yrkja ljóð,kunni ekki dönsku - og svo fannst mér þetta svo vandasamt verk, að ég hefði ekki reynslu til að inna það af hendi. En útgefandinn hélt málinu vakandi, og hálfu ári síðar sagði ég já. Síðan eru sjö ár.“ Þessi sjö ár hafa verið erfið hjá Judith Thurman. Hún leitaði víða fanga og fór síðan að læra dönsku, sem var algjört skilyrði þess að geta lesið bréf og önnur gögn. Það tók hana langan tíma í fyrstu að fara í gegnum lesmál á dönsku; hver blaðstða tók um eina klukkustund með aðstoð orðabókarinnar. Hún fór nokkrum sinnum til Danmerkur og dvaldi þar alllengi við athugun þeirra ítarlegu gagna, sem geymd eru í Karen Blixen safninu. Jafnframt ræddi hún við marga, sem þekktu barónessuna, en segir að minna hafi verið á því að græða. Sömuleiðis fór hún til Afríku á þær slóðir, þar sem Karen Blixen bjó í einn og hálfan áratug, og hitti þar einnig marga, sem höfðu þekkt hana. „Þetta hefur verið óskapleg kvöð“, segir Judith um sjö ára starf sitt að þessari æfisögu. „Ég hef búið með þessari manneskju árum saman, sambúð okkar hefur á vissan hátt verið enn nánari en hjónaband. Ég er jú ekki með manninum mínum tólf tíma á dag. Ég á erfitt með að átta mig á því, að ég hafi aldrei hitt Karen Blixen. Mér finnst að við höfum alltaf þekkst. Og það get ég sagt þér, að eftir að hafa verið með henni í sjö ár, elska ég hana enn og les bækur hennar með sömu ánægjunni og áður. Ég er fyrir löngu síðan hætt að dæma Karen Blixen eftir venjulegum mælikvarða; góð, slæm, duglego.s.frv. Mérfinnst ég þekkja hana miklu nánar en svo, ég hef kynnst bæði hinu margbrotna og mótsagnarkennda í skapgerð hennar. Og mikilvægasta gáfa hennar var án efa að geta þolað hið mótsagnarkennda. Það er að vissu leyti kjarninn í kaldhæðnis- legri lífsspeki hennar eða heimspeki." Karen blixen á bæði lesendur og aðdá- ENDUR. Judith Thurman segir, að lesendur hennar séu einfaldlega þeir, sem elski hana og dái sem rithöfund. „Hún er í heimsklassa, mjög vinsæl, selst vel og á sér fjölmennan aðdáendahóp“, segir hún. En hverjir eru aðdáendur hennar? „Það eru margir sem dragast að henni með leyndardómsfull- um hætti. Ég hef mikið Ve.lt fyrir mér ástæðum þess, því þetta er eitt af því varðandi Karen Blixen, sem ekki er hægt að horfa framhjá", segir Judith. „Kannski er ástæðan sú, að í bókum sínum, og í persónulegu lífi sínu, samþykkti hún að fólk færi út fyrir hefðbundin mörk. Hún hvetur fólk til þess að treysta eðlishvötum sínum, að taka áhættu, að gefa sér lausan tauminn, að lifa lífinu. Fólk, sem sjálft er hrætt við að gera slíkt, sem er í. eins konar stríði við sjálft sig, finnur í Karen Blixen eins konar sérfræðing í leyndustu óskum sínum. Oft er hér um að ræða fólk, sém hefur alist upp í tilfinningaköldu, púritönsku um hverfi - svipað og hún sjálf. Segja má að þessir Blixen-aðdáendur hafi sameiginlegt ákaft, leynilegt tilfinningalíf. Út á við virðast þeir vera mjög , siðvandir - en innra með þeim ólgar allt annað líf, sem nærist á bókum hennar, vegna þess að svo margar sögupersónur Karen Blixen eru fulltrúar þess, sem kalla mætti hetjuskap draumsins. Fólk, sem finnst að því sé haldið niðri í daglegu lífi sínu, fær með þessum hætti útrás. Auðvitað er það ekki svo, að allir aðdáendur hennar séu kúgaðir eða staðnaðir einstaklingar, sem nota verk hennar til þess að upplifa óskir sínar um persónulegt frelsi. En því má hins vegar slá föstu, að í bókum sínum gefur hún mörg dæmi um tilfinningalegt frelsi, sem hún naut ekki í sínu eigin lífi.“ AR KAREN BLIXEN SAGNAÞULUR EÐA RIT- HÖFUNDUR? Judith Thurman kallar bók sína „Life of a Storyteller“, eða „Æfi sagnaþuls“. Hvers vegna? „Jú, vegna þess að hún leit þannig á sjálf. Hún var auðvitað rithöfundur - en hún taldi sig mjög náið tengda þeirri munnlegu sagnahefð, sem blómstraði fýrir tíma iðnvæðingar. Ljóslega átti hún rætur að rekja til bókmenntalegrar en ekki munnlegrar hefðar. En það var henni svo mikils virði að tengja sig hinni hetjulegu fortíð, að líta á sig sem hluta þeirrar munnlegu hefðar, þar sem það að segja sögur var talið eins konar handverk án nokkurra stéttartengsla. Hún vildi alls ekki líta á sig sem fulltrúa þess skilnings á listinni, sem varð til á sautjándu öld, þegar listamaðurinn tók afstöðu og gerði bandalag við ráðandi stétt og lagði sig þar með undir gildismat og viðmiðanir þeirrar stéttar. Hún taldi að list sín væri aðgengileg öllum stéttum og þess vegna vildi hún ekki fella sig undir hinn viðurkennda smekk samtímans. Þetta var í hennar augum siðferðilegt val, hún ákvað að standa með hetjulegri fortíð og gegn samtíð sinni. Þess vegna vildi hún láta kalla sig sagnaþul eða fabúlista en alls ekki rithöfund.“ - ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar iHr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.