Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. Skeide fiskþvottavélar Fuiltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Fundur um framboðsmálin. veröur haldinn að Hótel Heklu mánudaginn 6 des. n.k. og hefst kl. 20.30. Ákvörðun tekin um, hvernig haga skal vali frambjóðenda við næstu alþingiskosningar. Áríðandi að allir mæti. Stjómin. fréttir Mjólkurvörur: f HÆKKANUUM ALLT AB 22% ■ Smásöluverð á mjólk og mjólkur- vörum hækkaði hinn 1. des. um 10,5 til 21,8% og á kjöti um 15.2 til 17%. Verðhækkunin er mismunandi vegna þess að ; niðurgreiðslur - sem ekki hækkuðu - eru misjafnlega háar á einstökum búvörum. Búvöruhækkun til bænda varð 10,96%. f fyrsta lagi er þar um að ræða 7,72% launahækkun (eins og til annarra ' launþega) og í annan stað 13,48% hækkun á rekstrarvörum, sem reiknuð var út af Hagstofunni. Mjólkurlítrinn kostar nú 9,70 kr. (16,2%hækkun), rjómapelinn 17,30 kr. (13,4%), lítri af undanrennu 8,4C kr. (10,5%), ostur í stykkjum 11,50 kr. (13,5%) kílóið afskyri 15,10kr. (20,8%) og kílóið af smjöri 109,95 kr., sem er 21,2% hækkun. Sem fyrr segir breytast niðurgreiðslur ekki. Smjörið kostaði t.d. áður 90.70 kr. og þar við bættust 70,01 kr. niðurgreiðslur. Raunverulegt verð - sem 10,96% hækkunin reiknast á - var því 160,71 kr. Verð á dilkakjöti í heilum skrokkum skipt að ósk kaupenda hækkaði um 15,4% og er nú 66,20 kr. kílóið. Óvalið súpukjöt kostar 59,50 kr. og valið 69,80 kr. Hryggir og læri kosta 85 kr., kótelettur 91.80 kr. og lærissneiðar úr miðlæri laumuðust nú yfir hundraðkall- inn, kosta nú 100,60 kr. Munar þannig rúmum 15 kr. á kílóið hvort fólk kaupir læri og fær það niðursagað ellegar kaupir lærissneiðar úr miðlæri. - HEI Landhelgisgæslan kannar tundurdufl í Seyðisf irði ■ „Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði hafa haft samband við okkur og beðið um að kannað verði hvort ekki væri hægt að losa staðarbúa við þann ófögnuð, sem þessi dufl eru,“ sagði Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar er blaðamaður spurðist fyrir tundur- duflaleit, sem staðið hefur yfir undanfar- ið á Seyðisfirði. „Við höfum aftur leitað til duflasérfræðina Varnarliðsins sem jafnframt eru kafarar og fengum aðstoð þeirra við þessa leit“. „Það var gerð athugun jrama en það er óvíst um hvort áframhaldið verður. Það var sett upp duflagirðing þvert yfir fjörðinn á stríðsárunum, og duflin voru þannig gerð að þau var aðeins hægt að sprengja úr landi, það lá rafmagnskapall út í þau frá herstöð sem var þarna við fjörðinn. Þessi stöð brann og girðingin varð eftir í firðinum að einhverju leyti, en rafmagnskapallinn er horfinn. Það hafa oft rekið dufl upp á land og von að óhugur sé í fólki vegna þess, en það er erfitt að segja til um hvort þessi dufl eru virk, það er alla vega í þeim sprengiefni, en þau eiga ekki að geta sprungið nema rafmagn sé tengt í þau. Fjörðurinn var slæddur árið 1963, en dufl hafa orðið eftir á svæðum sem slæðaramir náðu ekki til. Ef eitthvað verður aðhafst þarna frekar þá verður aðallega um að ræða kafaravinnu. Það getur hins vegar orðið erfitt að fínna duflin því það sem eftir er af girðingunni er úr lagi gengið. Það synti einhvern tíma hvalur í flækjuna og við það riðlaðist hún öll til. Eirlkur Smith í Listasafni Alþýðu ■ Á morgun opnar í Listasafni Alþýðu sýning á verkum Eiríks Smith og það er Listasafn ASÍ sem stendur fyrir sýningu þessari, í tilefni af útkomu listaverk- abókar Listasafns ASÍ og Lögbergs- bókaforlags. Stendur sýningin til 19 desember nk. og verður opin þriðjudag til föstudags kl. 14-19 og um helgar frá 14 til 22. Á sýningunni em 8 olíumálverk og.29 vatnslitamyndir, flestar frá þessu ári. Það er Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur sem skrifað hefur bókina um Eirík og segir hann m.a. í formála: „Ég þessi fáa myndlistarmenn sem em eins næmir á allt umhverfi sitt og Eiríkur Smith, sérílagi á margbreytileika ís- lenskrar náttúru.“ Jafnréttisráð skipað til þrigg- ja næstu ára ■ Guöríður Þorsteinsdóttir lögfræð- ingur hefur á nýjan leik verið skipuð formaður Jafnaréttisráðs, og er það Hæsti réttur sem skipar hana. Varamaður Guðríðar er Guðjón Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður. Vilborg Harðardóttir, útgáfustjóri, er tilnefnd í ráðið af félagsmálaráðherra og hennar varamaður er Stella Stefánsdótt- ir, verkamaður. B.S.R.B. tilnefnir Lilju •lafsdóttur deildarstjóra sem sinn vara fyrir hann Kristján Þorbergsson, lögfræðing. Helmingaskipta- reglan gildir ekki f óvígðri sambuð ■ „Sérstök ástæða er til að vara við því, að við fjárhagsskipti vegna slita á óvígðri sambúð gildir helmingsskipta- reglan ekki ci'ns og við hjónaskilnað, heldur almennar eignarréttarreglur." r athve-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.