Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. 7 erlent yfirlit ■ Rannsóknamefndin að störfum. Begin ber vitni. Verði Begin sak- felldur á hann vís an kosningaslgur ■ Rannskóknamefndin sem skipuð var í ísrael til að rannsaka þátt þarlendra stjórnmálamanna og hershöfðingja í fjöldamorðunum í flóttamannabúðun- um í Vestur-Beirút, hélt áfram yfir- heyrslum í síðustu viku. Meðal þeirra sem kallaðir hafa verið fyrir nefndina eru Begin forsætisráðherra og Sharon landvarnaráðherra. Nefndin hefur varað þá við að niðurstöðurnar kunni að skaða mannorð þeirra. Begin hefur hótað að verði niðurstaða rannsóknamefndarinn- ar neikvæð í hans garð mundi hann segja af sér og efna til nýrra kosninga. Begin og aðrir ráðamenn í ísrael halda fast við þann framburð, að þeir hafi ekki vitað um fjöldamorðin fyrr en þau voru afstaðin. Rannsóknarnefndin hefur ekki borið brigður á það, en það liggur í loftinu að ísraelsmenn beri samt sem áður ábyrgð á morðunum, þar sem þeir hleyptu líbönsku hryðjuverka- mönnunum inn í Vestur-Beirút til að jafna um palestínska skæmliða, sem haldið var að þar hefðust við. ísraelski herinn er einnig grunaður um að til þess að koma í veg fyrir mannfall í eigin liði hafi Líbönunum verið hleypt inn í borgarhlutann til að hreinsa til áður en ísraelsmenn héldu innreið sína. Skot- hríðin sem heyrðist frá fjöldamorð- ingjunum héldu menn utan borgarhlut- ans vera vegna átaka falangistahersins og skæruliða Palestínuaraba. En hvernig sem á málið er litið stendur það eftir að ísraelsher var búinn að hertaka Beirút þegar morðin vom framin og bar skylda til að halda þar uppi lögum, þ.e. herlögum, og vernda óbreytta borgara. Auk fyrrnefndra ráðherra hefur rann- sókn nefndarinnar beinst að Shamir utanríkisráðherra, fjórum háttsettum hershöfðingjum,yfirmanni leyniþjónust- unnar Mossad og ritara Sharons land- varnarráðherra. Rannsóknamefndin sem um málið fjallar var sett é laggirnar þrátt fyrir andstöðu margra háttsettra manna í ísrael, m.a.Begins. En þeir urðu að láta undan háværum kröfum heima fyrir og erlendis frá að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem fyrr segir segjast allir þeir aðilar sem yfirheyrðir hafa verið ekki hafa vitað um fjöldamorðin fyrr en þau voru afstaðin. Um þetta atriði hefur verið fjallað vítt og breitt í fjölmiðlum um allan heim og sýnist sitt hverjum. Það sem fyrir Begin vakir með því að hóta afsögn verði framburður hans ekki tekinn fullgildur og hann hreinsaður af öllum gmn um að vera meðsekur, byggist á því að allt bendir til að stjórn hans muni treystast mjög í sessi verði efnt til kosninga. Flokkur Begins, Likud- bandalagið, stjórnar með stuðningi hægri sinnaðra smáflokka og trú- málahreyfinga. Hefur stjórnin mjög knappan meirihluta í þjóðþinginu. Höfuðandstæðingur stjórnarinnar, verkamannaflokkurinn.er stærsti stjórn- málaflokkur landsins og hefur haldið um stjórnartaumana mestan hluta tímans síðan Ísraelsríki var stofnað. Verka- mannaflokkurinn var andvígur innrás- inni í Líbanon og gagnrýndi harðlega herskáa stefnu Begins í því máli og eins útþenslu ríkisins á kostnað araba. En sigurganga hersins í Líbanon og að honum skyldi takast að hrekja Palestínu- menn úr stórum hluta landsins hefur styrkt stjórnina í sessi. Það er því nokkurn veginn öruggt að verði gengið til kosninga nú mundi það styrkja Begin mjög í sessi þar sem flokkur hans og jafnvel einhverjir af smáflokkunum sem með honum starfa muni hljóta góðan meirihluta á þingi.Leiðtogum Verka- mannaflokksins er því nokkur vandi á höndum er rannsóknarnefndin gerir ráðamenn hers og þjóðar ábyrga fyrir fjöldamorðunum. Það mundi efla Begin og liðsmenn hans heima fyrir og á kostnað Verkamannaflokksins. En út á við mundi ísrael sjálfsagt bíða nokkurn hnekki ef svo fer. Það kann að virðast öfugsnúið, að ásökun um ábyrgð á fjöldamorðum geti komið stjórnvöldum til góða. En þótt margir ísraelar séu harmi slegnir vegna þessara atburða og þeirrar hernaðar- stefnu yfirleitt sem fylgt er, hefur sigurgangan í Líbanon, flótti Pales- tínumanna og sú staðreynd að ekkert Arabaríkjanna hreyfði hönd eða fót þeim til hjálpar, eflt traust ísraela á sjálfum sér. Þess ber einnig að geta að margir Líbanir tóku ísraelska hernum sem frelsara landsins og börðust við hlið hans meðan á innrásinni stóð. Palestínu- menn hafa um áratugaskeið stundað skæruhernað gegn ísrael og hermdar- verkamenn leikið margan Gyðinginn grátt. Því finnst ísraelum nokkuð hart, að þegar hermdarverk eru unnin á Palestínumönnum skuli samviska alls heimsins allt í einu vakna og ásaka þá um glæpaverk af sama tagi og þeir hafa sjálfir mátt búa við árum og áratugum saman er palestínskir hermdarverka- menn hafa drepið allt kvikt í byggðum þeirra. Enn eru ísraelar sárir vegna þess að þeim er velt upp úr glæp, sem þeir frömdu ekki sjálfir. Það voru líbanskir hermenn sem þrátt fyrir allt frömdu fjöldamorðin í Chatila og Sabra flótta- mannabúðunum. í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu hafa ísraelar verðið gagnrýndir harðlega fyrir innrásina í Líbanon og sérstaklega morðin á flóttamönnum. Begin hefur verið kuldalega tekið í Washington og leiðtogar Vestur-Evrópuríkja látið margt hnjóðsyrðið falla. Aftur á móti var Amin Gemayal forseta Líbanon og leiðtoga falangistaflokksins tekið með kostum og kynjum í Washington er hann fór þangað skömmu eftir að hann tók við embætti. En það voru einmitt hans menn sem morðin frömdu. En engum hefur dottið í hug að ársaka hann fyrir að bera ábyrgð á hryllingnum. Morðin voru framin í kjölfar morðsins á bróður Amins og forvera í forsetastóli. { því tilræði voru einnig drepnir nokkrir af forystumönnum falangista. í Líbanon eiga margir um sárt að binda vegna yfirgangs og drápsæðis Palestínumanna, sem settust að í landinu og fóru með hernað á hendur íbúum þess. Þar ríkir því hefndarhugur sem brýst út í óhæfuverkum. En Israelum einum er kennt um. Af þessum ástæðum hefur Begin og samherjar hans notið samúðar heima fyrir og fylgi hans aukist. ísraelum finnst óréttlátt að þeir einir verði fyrir aðkasti og ásökunum um glæpi. Innan tíðar mun rannsóknarnefndin hefja vitnaleiðslur á ný og hefur Begin og mönnum hans verið gert að bera vitni eða senda lögfræðinga í sinn stað ef þeir óska. Oddur Ólafsson, skrifar 245 0 035 W). ^ -,a óÞðrL vemy3 g ._. „ara kae'>9e'Irnr! ®lað 09 > ð,’um þurruim opnUð landsins besta UiftatkiEfa rNett6ÞVna“' \ , ig Bygginga- W lánasjóður Kóþavogs. Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr Byggingalánasjóði Kópavogs. Skilyrði fyrir því að lánbeiðanda verði veitt lán úr sjóðnum eru þessi: A. Að hann hafi verið búsettur í Kópavogi að minnsta kosti 5 ár. B. Að íbúðin fullnægi skilyrðum húsnæðismála- stjórnar um lánshæfni úr Byggingarsjóði ríkisins. C. Að umsækjandi hafi að dómi sjóðsstjórnar brýna þörf fyrir lánsfé, til að fullagera íbúð sína. Við úthlutun lána úr sjóðnum skulu þeir umsækj- endur sem flesta hafa á framfæri sínu ganga fyrir að öðru jöfnu. Lánsumsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 15. desember n.k.. Kópavogi 2. desember 1982. Bæjarritarinn í Kópavogi. Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1983 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1983 hefur eftirfarandi verið ákveðið. 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði. Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanlega viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til. Eftir því sem fjármagn sjóðsins, þar með talið hagræðingarfé hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggjafyrir, áðuren framkvæmdireru hafnar. 2. Vegna fiskiskipa. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Engin lán verða veitt til skipakaupa erlendis frá. Umsóknir um lán vegna nýsmíði innanlands skulu berast fyrir tilskilinn tíma, en óvíst er um lánveitingar. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en framkvæmdir eru hafnar. 3. Endurnýjun umsókna. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 4. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1983. 5. Almennt. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina. (Eyðublöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1983, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 30. nóvember 1982 Fiskveiðasjóður íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.