Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. 6 stuttar fréttsrl ■ Kvennasveitin sem við sjáum hér vakti heiia nótt við að baka eplakökur sem þær seidu síðan og notuðu afraksturinn tíi kaupa á videotæki fyrir aldraða fólkið í Sunnuhlíð. Myndbandstæki fyrir eplakökur Kópavogur: Heimilisfólk í Sunnu- lilíð hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi er nú heldur betur farið að njóta þess góða árangurs er kvenfé- lagskonur í Kópavogi náðu á vinnu- vöku í október s.i. Fyrir afrakstur vinnuvökunnar keyptu konurnar myndbandstæki og spólu, ásamt raf- magnskjötskurðarhníf, 15 handa- vinnutöskur, 15 jóladúka og matvæli að andvirði 1.500 kr. sem þær afhentu heimilinu í kaffisamsæti í Sunnuhlíð nýlega. í Kvenfélaga- sambandi Kópavogs eru 3 kvenfélög: Kvenfélag Kópavogs, Freyja félag framsóknarkvenna og Sjálfstæðis- kvennafélagið Edda. „Vistfólkið í Sunnuhlíð nýtur þess nú að stytta sér stuudir við að horfa á sjónvarpið á þeim tíma þegar ekki er annað um að vera“ segir í frétt frá heimilinu. Á morgnana situr fólk við handavinnu í setustofu og hlustar þá um leið á útvarp eða hljóðbók. í hádeginu á fimmtudögum heimsækja prestarnir í Kópavogi heimilisfólk, ræða við það og hafa með því helgistund. Eftir síðdegiskaffi safnast ■ Sendinefnd frá Kvenfélagasam- bandinu komin með videotækið á staðinn og forstöðukona Sunnuhlíðar kveikir á því í fyrsta sinn. fólk attur í setustofu, þar sem sungið er kveðið og lesið, hvar aldraðir hafa orðið til skiptis. Einnig er hlustað á lifandi tónlist. Heimilisfólk Sunnuhlíðar biður blaðið að koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem stutt hafa byggingu heimilisins og sýnt vist- mönnum hlýju í verki. - HEI Skagfirðingar héldu sýslu- manni sínum f 25 ár kveðju- samsæti Skagafjörður: Sl. sunnudag efndi sýslunefnd Skagafjarðarsýslu til kveðjusamsætis í félagsheimilinu Héðinsminni fyrir Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumann og konu hans frú Helgu Jónsdóttur, en þau eru nú á förum úr héraðinu, þar sem Jóhann sýslumaður hefur náð há- marksaldri embættismanna og lét af störfum um miðjan þennan mánuð. Jóhann Salberg varð ungur sýslu- maður á Ströndum og sat á Hólmavík í nær 20 ár, unz hann var skipaður sýslumaður í Skagafjararsýslu og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1. janúar 1958. Starfsaldur hans í sýslumanns- embætti er því í tæp 45 ár, þar af nær aldarfjórðungur í Skagafirði. Margir samstarfsmenn sýslumanns sóttu kveðjusamsætið í Héðins- minni, starfsfók sýsluskrifstofunnar á Sauðárkróki og lögreglulið, hrepp- stjórar, oddvitar og fyrrverandi sýslunefndarmenn auk núverandi sýslunefndar, sem gekkst fyrir boð- inu. Margar ræður voru fluttar, þakkar- ávörp og góðar óskir og sýslunefnd færði sýslumannshjónunum að skiln- aði málverk eftir Elías B. Halldórs- son listmálara á Sauðárkróki, lands- lagsmynd úr héraðinu. Hinn nýi sýslumaður, sem nú tekur við af Jóhanni Salberg, er Halldór Þ. Jónsson frá Mel, áður bæjarfógeti á Siglufirði. - Á.S. Mælifelli, 17. nóv. Arnarflug með ferdakynning- ar á lands- byggdinni ■ Skemmtikvöld og ferðakynning á vegum Amarflugs verður haldin í Stykkishólmi föstudaginn26. nóvem- ber n.k. og verður starfsfólk sölu- skrifstofunnar síðan einnig til staðar á laugardeginum, segir í frétt frá Arnarflugi. Áfram verður síðan haldið víða um land og stefnir Arnarflug að því að heimsækja sem flesta áfangastaði Arnarflugs hér á landi. Þessi starfsemi er nýjung sem Arnarflug bryddar upp á nú í vetur á áfangastöðum sínum í innanlands- flugi. Fyrsta skemmtunin var haldin á Blönduósi s.l. föstudagskvöld. Á laugardeginum sat síðan starfsfólk söluskrifstofu Arnarflugs í Reykja- vík fyrir svörum og veitti ýmsar upplýsingar um innanlandsflugið, áætlunarflugið til Amsterdam, skíða- ferðir, Kanaríeyjaferðir og annað sem Arnarflug hefur á boðstólum. Húsfyllir var á þessari skemmtun á Blönduósi. í upphafi kvölds var boðið upp á hressingu og síðan kvöldverð er kryddaður var með stuttri ferðakynningu. Að því loknu var efnt til bingós með ferðavinning- um og að lokum léku Lúdó og Stefán fyrir dansi fram eftir nóttu. Svipað fyrirkomulag er hugmyndin að hafa á næstu skemmtunum. - HEI fréttir Fyrirtæki sem húsgagnasmidir starfa við: FÆKKAB UM HEIMING NÚ AIVQMUR ARUM ■ Af þeim 58 fyrirtækjúm í Reykjavík sem húsgagnasmiðir störfuðu í fyrir aðeins 2 árum hefur nú um helmingur, eða 25-27 fyrirtæki hætt stafsemi, sam- kvæmt könnun sem gerð hefur verið af Sambandi byggingarmanna. Jafnframt kom í Ijós að í 10 af þeim fyrirtækjum sem eftir standa sem eru þau kröftugustu í Reykjavík hefur starfsmönnum fækkað um tæpan fjórðung á þessum tveim árum. í ályktun um atvinnumál á 10. þingi sínu lýsir Samband byggingarmanna furðu sinni á vinnubrögðum samstarfs- nefndar um iðnþróun í húsganga og innréttingaiðnaði, þegar hún slái fram órökstuddum fullyrðingum um hag þess- arar atvinnugreinar. Jafnframt átelur þingið þau vinnubrögð þessarar nefndar sem kostuð er af almannafé að hún skuli byggja niðurstöður sínar á tveggja ára gömlum tölum um mannafla og fjölda fyrirtækja, en leiða hjá sér að gera úttekt á ástandinu í þessari atvinnugrein. SBM segir nú sjáalega sömu þróun í byggingariðnaði eins og áður í húsgagna- iðnaði. Mótmæla byggingarmenn því gerræði sem felist í því að traðka á nýjum vaxtasprota íslensk iðnaðar eins og gert sé við framleiðslufyrirtæki í byggingar- iðnaði út um allt land. - HEI ■ Úr bamabókadeildinni Héradsbókasafnid á Djúpavogi: Tímamynd Óli Björgvinsson. Nýft húsnæði tekið í notkun verður safnið opið á mánudögum kl. 16- föstudögum kl.16-18. Sími safnsins er 18.30, á fimmtudögum kl.20-22 og 97-8863. JGK Hjúkrunarfrædingar við heima- hjúkrun segja upp aksturs- samningum við borgina: Ákveðið að kaupa bfla ■ Laugardaginn 20. þ.m. var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir Héraðsbóka- safn á Djúpavogi. Safnið er í álmu áfastri skólahúsi staðarins og mun starfa í tengslum við grunnskólann þar, auk þess að þjóna sem miðsafn fyrir fjóra syðstu hreppana í S-Múlasýslu, Geit- hellnahrepp, Btílandshrepp, Berunes- hrepp og Breiðdalshrepp. Opnunarat- höfnin hófst með því að Már Karlsson varaoddviti afhenti formanni bókasafns- nefndar Valgeiri A. Vilhjálmssyni lykla safnsins og síðan var fólki boðið að skoða húsakynni þess. Safninu bárust margar góðar gjafir á opnunardaginn og fjöldi heillaóskaskeyta. - Þetta er ákaflega fallegt húsnæði, bæði vistlegt og hlýlegt sagði Kristín H. Pétursdóttir bókafulltrúi um hið nýja bókasafn í gær. Þarna er allt eins og á að vera í nýju bókasafni, það er mjög smekkleg bamadeild, lestraraðstaða, tímaritadeild, skrifstofa fyrir bókavörð og fleira. Áður var þetta safn til húsa í gamla skólahúsinu og bjó við mikil þrengsli, en nú hefur verið þannig um það búið að það má telja til fyrirmyndar. Að sögn Óla Björgvinssonar fréttarit- ara Tímans á Djúpavogi eru nú um 3000 þúsund bindi bóka í safninu auk mikils safns tímarita. Njörður Geirdal var arkitekt nýja hússins og yfirsmiður Hlífar Ákason. Fastráðinn bókavörður við safnið er Ólöf Óskarsdóttir, og í stjórn safnsins auk formannsins sem áður er getið eru Þórarinn Pálmason og Þórólfur Ragnarsson. Fyrst um sinn ■ Borgarráð hefur ákveðið að kaupa bíla til notkunar fyrír hjúkrunarfræðinga sem sinna heimahjúkrun. Er þessi ákvörðun tekin til að leysa vanda þann sem skapast hefur cftir að níu af um 30 hjúkrunarfræð- ingum sem vinna við heimahjúkrunina, sögðu upp samningum um not á eigin bílum í vinnunni. Verða bílarnir keyptir á næstu tveim árum, en þar sem þessi mál eru á „viðkvæmu stigi" liggur enn ekki fyrir hve margir bilar verða keyptir. Samkvæmt upplýsingum Skúla G. Johnsen, borgarlæknis fara starfsmenn heimahjúkrunarinnar í um 27-28 þúsund vitjanir árlega og lætur því nærri að hver starfsmaður fari í 5-15 vitjanir daglega. Hingað til hafa þeir sem starfað hafa við heimahjúkrunina notað eigin bíla í vinnunni, en nýlega sögðu níu hjúkrunarfræðinganna upp samningum sínum við Reykjavíkurborg, um notkun eigin bíla. Var ástæðan sú að þessir aðilar treystu sér ekki lengur til að nota einkabílana til starfans, a.m.k. gegn því gjaldi sem greitt hefur verið. - Það er enginn ágreiningur um þann kílómetrafjölda sem ekinn hefur verið ár- lega, heldur hafa hjúkrunarfræðingarnir einfaldlega verið óánægðir með það sem þeir hafa fengið fyrir hvern ekinn kílómetra sagði Ögmundur Einarsson, tæknifræðingur sem séð hefur um alla bílasamninga Reykjavíkur- borgar í samtali við Tímann. Ögmundur vildi ekki túlka samþykkt borgarráðs þannig að ákveðið hefði verið að kaupa biia, heldur væri þetta stefnumörkun í málinu þannig ef ekki væri hægt að leysa þetta mál með öðrum hætti, þá væri möguleikinn á bílakaupum opinn. Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður, sagði í samtali við Tímann að það væri Ijóst að það væri dýrara að borgin þyrfti að reka eigin bíla til að sinna heimahjúkruninni, æn ef starfsmennimir notuðu eigin bíla. Það væri þó.ljóst að betra væri að Reykjavíkur- borg keypti bíla í stað þeirra bílaleigfubíla sem nú væm notaðir. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.