Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982. Big fréttir Bóksölukönnun Tímans: ■ 1. Æviminningar Kristjáns Sveinsson- ar, augnlæknis. ■ 2. Dauðafljótið. ■ 3. Jólalögin. ■ 4. Landið þitt. ■ 5. Ó, það er dýrlegt að drottna. ÆVIMINNINGAR kristjans AUGNLÆKNIS IANGEFSTAR ■ Þá fer Tíminn á nýjan leik af stað með bóksölukönnun sína, og verður hún unnin á sama hátt og gert var fyrir jólin í fyrra. Haft er samband við 10 bóksala, fimm í Reykjavík og fimm utan Reykjavikur og þeir beðnir að upplýsa í viku hverri hvaða 10 bækur hafa selst best hjá þeim þá vikuna. Eru þeir beðnir um að gefa upp listann í þeirri röð að bók sú sem fyrst er nefnd, sé hin söluhæsta þá vikuna, og svo koll af kolli. Blaðamaður reiknar síðan saman hvað hver bók hefur hlotið mörg stig, - sú bók sem er í fýrsta sæti fær tíu stig og sú sem er í tíunda sæti fær eitt stig. Eru síðan öll stigin sem hver bók hlýtur lögð saman og bókin sem hlýtur hæstu stigatöluna, telst því, samkvæmt könnun Tímans vera söluhæsta bókin þá vikuna. Þær verslanir sem hafa reynst svo vinsamlegar að þessu sinni, að upplýsa Tímann um söluhæstu bækurnar eru: Bókabúð Jónasar Tómassonar, ísa- firði, Bókabúð Jónasar Stefánssonar,. Akureyri, Gríma, Garðabæ, Bókabúð Grönfeldts, Borgarnesi, Aðalbúðin, Siglufirði, Bókabúð Braga, Lækjar- götu, Reykjavík, Penninn, Hafnar- stræti, Hagkaup, bókadeild Skeifunni, Reykjavík, Bókhlaðan, Glæsibæ og Bókabúð Fossvogs. Það skal skýrt tekið fram, nú þegar fyrsti listinn er birtur, að bóksalamir voru allir á einu máli um það, að bóksalan væri rétt að fara í gang núna, þannig að línumar væru engan veginn nógu skýrar, enn sem komið er. Þá má einnig benda á að margar bókanna sem Iíklegar em til þess að skipa sér í einhver efstu sætin, hafa enn ekki borist á ákveðna staði úti á landi. Fyrsti listinn er því birtur með fyrirvara. Æviminningar Kristjáns Sveinssoanr í fyrsta sæti Fyrsta sætið á listanum að þessu sinni skipar bókin Æviminningar Kristjáns Sveinssonar, sem var skráð af Gylfa Gröndal, og er gefin út hjá Setberg. Hlaut bókin í þessari könnun samtals 74 stig, og þó hafði hún enn ekki borist í allar verslanirnar úti á landi, sem haft var samband við. Listinn lítur annars svona út: 1. Æviminningar Kristjáns Sveinssonar, Gylfi Gröndal skráöi (Setberg) - 74 stig. 2. Dauðafljótið, eftir Alistair Maclean (Iðunn) - 52 stig. 3. Jólalögin í léttum útsetningum fyrir píanó, eftir Jón Þórarinsson (AB) • 48 stig. 4. Landið þitt, 3. bindi, eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson og Pál Líndal (Örn og Örlygur) - 43 stig. 5. Ó, það er dýrlegt að drottna, eftir Guðmund Sæmunds- son, en hann er einnig útgefandi bókarinnar • 40 stig. 6. Persónur og leikendur, eftir Pétur Gunnarsson (Punktar) - 35 stig. 7. Hverju svarar læknirinn?, eftir Claire Rayner, Bertil Mártensson og Guðstein Þengilsson (Iðunn) - 33 stig. 8. Mömmustrákur, eftir Guðna Kolbeinsson (Vaka) - 14 stig. 9. 555 gátur, Sigurveig Jónsdóttir þýddi og staðfærði (Vaka) -13 stig. 10. í kvosinni, eftir Flosa Ólafsson (Iðunn) 11 stig. Reykjavík í fyrradag, og sama má segja um fleiri bækur. Það er því óhætt að fullyrða að eftir eina viku verða línur orðnar skýrari, og listinn marktækari, en hann er í dag. Þó er fróðlegt að bera þennan lista saman við lista bókaútgef- enda, sem birtist í blaðinu í gær. Sömu titlar skipa efstu sætin hjá bókaútgefendum og Tímanum - Kristján er númer eitt hjá báðum, Jólalögin eru í 3. sæti hjáTíman- um, en 2. sæti hjá útgefendum, Dauðafljótið er í 2. sæti hjá Tímanum, en í því 5. hjá útgefend- um og Ó, það er dýrlegt að drottna er í 5. sæti hjá Tímanum, en því 4. hjá útgefendum. En nóg um bækur að sinni og sölu þeirra - meira að viku liðinni. - AB. Eins og sést af stigafjöldanum hér að ofan, þá er um mjög mikla dreifingu að ræða enn, og ýmsar þeirra bóka sem eiga eftir að verða á meðal söluhæstu bóka eru rétt að koma á markaðinn, og sumar enn ókomnar. Það var til að mynda aðeins í einni verslun þar sem bók Alberts Guðmundssonar var.nefnd á nafn, en hún kom í verslanir í Hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: „ísland verður sjálft að móta kröfur sínar” segir Lennart Bodström, utanrfkisráðherra Svíþjódar, á fundi með íslenskum fréttariturum, en hann kemur hingað til lands í dag Frá Gylfa Kristinssyni, fréttaritara Tímans í Svíþjöð: ■ „Það er hefð hjá okkur að nýr utan- ríkisráðherra heilsar fyrst upp á frænd- þjóðirnar áður en hann heldur til fjarlægari landa. Ég hef áður heimsótt ■ Noreg og Finnland og nú er röðin komin að íslandi.“ Þetta sagði Lennart Bodström við fréttaritara í Svíþjóð á sérstökum fundi í gærmorgun í Stokkhólmi. Til fundarins var boðað vegna heimsóknar Bodström til íslands. Gert er ráð fyrir að sænski utanríkisráðherra komi til íslands í dag. í stuttu máli er dagskrá heimsóknarinnar þannig, að á mánudagsmorgun klukkan 10 þann 6. desember hittir hann Ólaf Jóhannesson, utanríkisráðherra. Utan- ríkisráðuneytið býður Bodström og fylgd- arliði til hádegisverðar í Ráðherrabú- istaðnum. Að honum loknum verður heilsað upp á Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Klukkan 17.30 sídðegis á mánudag á Lennart Bodström fund með Gunnari Thoroddsen, forsætisráð- herra. Heimsókninni lýkur á þriðjudags- morgun. Á áðurnefndum fundi með íslenskum fréttariturunum ræddi Bodström um þau málefni sem hann hyggst ræða við íslensk stjórnvöld. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd „Eitt þeirra mála sem sænska þingið hefur falið ríkisstjórninni að ræða við stjórnir hinna Norðurlandanna er hug- mynd um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. f þessu máli er okkar stefna skýr. Ef einhverjir möguleikar eru fyrir hendi að minnka hættuna á notkun kjarnorku- vopna á Norðurlöndum þá viljum við ræða slíka möguleika, vegna þess að í þessu máli er allt að vinna,“ sagði Bodström. Spurningunni um það hvort N-Atlantshafið tilheyrði kjarnorku- vopnalausa svæðinu svaraði sænski utanríkisráðherrann á þá leið að í Svíþjóð hefði í þessu sambandi mest verið rætt um sænskt land og nálæg hafsvæði. Hann benti á að Eystrasaltið væri frjálst hafsvæði. Það eina sem Svíar gætu gert þar væri að reyna að fá þau lönd sem liggja að Eystrasaltinu til að lýsa því yfir að þau myndu hvorki koma fyrir kjarnorkuvopnum á botni Eystra- ■saltsins né flytja slík vopn um það hafsvæði. Hvorki í skipum né kafbátum. Hvað áhrærði N-Atlantshafið þá væri erfitt að setja fram kröfur um að Norðurlöndin hefðu lögsögu eða áhrif á stjórnun þess stóra hafsvæðis. Og síðan sagði hann: „Það er fyrst og fremst íslenska þjóðin og íslenska ríkisstjórnin sem ákveða þær kröfur sem settar eru fram og hvaða tillögur rétt er að styðja.“ Spurningunni um það hvort sænska ríkisstjórnin væri reiðubúin til að styðja kröfu um kjarnorkuvopnalaust N-Atl- antshaf ef ósk um slíkt kæmi fram, svaraði Bodström á eftirfarandi hátt: „Það er ljóst að við höfum áhuga á að styðja annað norrænt land sem telur slíkt mikilvægt fyrir öryggi sitt. En það er fyrst og fremst ísland sjálft sem verður að taka afstöðu." Innflutningur á íslensku kjöti Á fundinum bar ýmis önnur mál á góma sem einkum varða samskipti íslands og Svíþjóðar. T.d. innflutning á íslensku kjöti til Svíþjóðar. Ekki fékkst utanríkisráðherrann til að gefa neinar yfirlýsingar hvort innflutningsheimildir yrðu eitthvað rýmkaðar frá því sem nú er með tilliti til hallans á vöruskipta- jöfnuði Svíþjóðar og íslands. (Við kaupum meira af Svíum en þeir kaupa af okkur.) Á máli ráðherrans mátti ráða að ríkisstjórn jafnaðarmanna er ekki eins hrifin af hugmyndinni um norræna gervihnöttinn Nordsat og fyrrverandi ríkisstjórn. Taldi Lennart Bodström að það mál þyrfti að athuga betur. Þess má geta að aukið norrænt útvarps- og sjónvarpssamstarf hefur verið í einni eða annarri mynd ádagskrá Norðurland- aráðs sl. 30 ár. Bodström var hins vegar jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að stofnaður yrði sænsk íslenskur sjóður sem hefði það hlutverk að stuðla að auknum samskiptum íslands og Svíþjóðar. Að síðustu var rætt um möguleika þeirra íslendinga sem búsettir eru í Svíþjóð til að ná sendingum íslenska ríkisútvarpsins. Lýsti ráðherrann áhuga sínum á málinu og kvaðst reiðubúinn að athuga það nánar ef óskir um slíkt kæmu fram. - ESE/GK, Svíþjóð. „Kristján á þetta alveg sérstaklega skilid,” — segir Gylfl ■ „Mér þykir sérstaklega vænt um það að vel gangi að selja bókina því Kristján Sveinsson er einn mesti heiðursmaður sem ég hef kynnst og hef ég þó kynnst þeim mórgum," sagði Gylfi Gröndal, skrásetjari bókarinnar, xviminningar Kristjáns Sveins- sonar, augnlæknis", en hún reyndist mest selda bókin í bóksölukönnun Tímans. „Kristján hefur alla ævi verið hógvær maður og lítið fyrir að láta á sér bera, svo mér finnst aö hann eigi þctta alvcg sérstaklega skilið. Auk þcss er yelgengnin mér uppörvun, því Kristján hafði frá mörgu að segja og ég lagði mig allan fram um að skrifa þessa bók og hafði af því mikla ánægju. En í það hef ég varið tómstundum í tæp tvö ár,“ sagði Gylfi. Bókaforlagið Setberg gcfur „Ævi- minningar Kristjáns Sveinssonar augri- læknis“ út. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.